Þjóðviljinn - 02.08.1991, Blaðsíða 6
Mútugreiðslur til að
komast inní
japanska háskóla
Það hneyksli hefur vakið upp
mikla gremju í Japan að
starfsmenn háskóla gera sér
mikla aðsókn að námi að féþúfu;
selja í bókstaflegum skilningi ár-
angur á prófum á markaðsverði.
Markaðurinn er til margra
hluta gagnlegur eins og menn vita.
En hann heíur þann stóra galla að
gera allt að söluvöru ef svo ber
undir. Og því er það svo að lögmál
markaðarins, sem eiga væntanlega
að tryggja samkeppni, eyðilleggja
samkeppni á öðrum vettvangi en
vöruskipta. Með öðrum orðum:
Eyðileggja samkeppni milli stúd-
enta um aðgang að háskólanámi -
sem í Japan er forsenda þess að
menn komist áffam í tilverunni
fremur en í flestum öðrum samfé-
lögum.
Hneykslið sem hér um ræðir
tengist Meji-háskólanum. Þaðan er
sögð svofelld saga: Einn af starfs-
mönnum háskólans, sem starfar
við þá siun umsækjenda sem ffam
fer með ströngum inntökuprófum,
hann kemur að máli við forstjóra
nokkum, sem hefur áhyggjur af því
hvort sonur hans standi sig í slíkri
mannraun. Háskólastarfsmaðurinn
segir honum að hafa ekki áhyggj-
ur: Pilturinn þurfi ekki að koma í
prófið en samt muni hann komast
mn í háskólann. Forstjórinn þyrfti
ekki annað en að safna meðmælum
um son sinn og leggja fram sem
svarar næstum fimm miljónum
króna (en það er um tífaldur kostn-
aður við að kenna einum stúdent
eitt námsár). Svo kom að inntöku-
prófum í vor leið. Forstjórasonur-
ínn var tekinn í Meji-haskóla. En
hann tók ekki prófið; stúdent úr
öðrum háskóla kom í hans stað.
Það var ekki fyrr en aðrir starfs-
menn Meji-háskóla báru saman
ljósmyndir af þeim sem tóku próf
og andlit í nýhðastofum að svindl-
ið komst upp. Og forstjórasonurinn
var rekinn með það sama.
Við rannsókn málsins komu
upp aðrar sögur svipaðar og þrír
menn hafa verið handteknir fyrir
glæpsamlegt athæfi. Grunur hefúr
vaknað um að heil mafla hafi til
orðið í háskólanum sem lifði góðu
lífi á svindli afþessu tagi.
Hneykslið nefur í leiðinni vak-
ið upp umræðu um hin örlagaríku
inntökupróf í æðri menntastofhan-
ir. Japanir eru allt frá dagskólaaldri
stilltir inn á að þeir verði að leggja
hart að sér við nám til að komast
inn í háskóla. Ef þeir standa sig á
inntökuprófúm, þá má segja að
þeir hafi fengið aðgöngumiða að
vel launuðum virðingastöðum,
hvort sem væri hjá rikinu eða fyrir-
tækjum. Ef þeim mistekst þá hafa
þeir orðið sjalfúm sér og fjölskyld-
ínni til ævarandi skammar og lík-
legast er að starfsffami þeirra verði
allur i skötulíki. Aflur á móti er há-
skóladvölin sjálf ekki talin sérlega
erfið, henni erjafnvel líkt við stund
milli striða í námspúli og í hörðum
heimi vinnumarkaðarins. Þegar
svo mikið liggur við, segja
hneykslisskýrendur, verður sú
freisting að hafa rangt við gífúrleg.
Annars flokks háskólar iðka það
sem kallað er „úragútsjí nyúgakú“
eða „að smeygja sér inn um bak-
dymar“ með því að borga milli-
göngumönnum eða gefa háskólan-
um góða fúlgu. „Gjafir“ sem opna
dyr að læknaskólum geta til dæmis
numið allt að 40-50 miljónum
króna.
Þessi stúlka fagnar því að hafa komist ( háskóla; en það eru kann-
ski maðkar í mysunni...
Eða eins og vikuritið Newswe-
ek segir um þetta mál: Umsækj-
endumir 250 þúsund sem falla á
inntökuprófúm á hveiju ári hafa
með hneykslinu í Meji verið ræki-
lega minntir á það, að í menntun
„dfraga peningar og sambönd vem-
lega úr áhættunni“.
áb tók saman
Litháen vill alþjóð-
legarannsóknanefnd
Stjóm Litháens hefúr krafist þess að
alþjóðleg nefnd rannsaki morðin á sex
þarlendum landamæra- og tollvörðum á
miðvikudag og Gediminas Vagnorius,
forsætisráðherra landsins, mæltist í gær
til þess við Bandaríkjastjóm að hún
stæði að skipun í slíka rannsóknamefnd.
Mikil ólga er í Litháen eftir hryðjuverk
þetta og er sovéska hemum almennt
kennt um, einkum OMON-liðinu sem
heyrir undir innanrikisráðuneytið.
Læknar sem skoðuðu lík þeirra
drepnu segja að þeir hafi fiestir verið
skotnir í höfúðið á stuttu færi.
Harka gegn
bókstafstrúuðum
55 menn vom drepnir og 326 særð-
ust í átökum öryggisliðs og íslamskra
bókstafstrúarmanna í Alsír fyrr í sumar,
flestir úr hópum þeirra síðamefndu, að
sögn Sid Ahmeds Ghozali, forsætisráð-
herra landsins, í gær. Átökin bmtust út
er bókstafstrúarsinnar efúdu til mót-
mælafunda gegn stjóminni. Lýsti stjóm-
in yfir umsátursástandi, bældi alla mót-
stöðu bókstafstrúaðra niður harðri hendi
og handtók helstu leiðtoga þeirra og
marga aðra, alls um 3000.
Austur-Jerúsalem
ásteytingarsteinn
Austurhluti Jerúsaletn, sá
hluti þeirrar borgar sem
ísraelar hertóku í sexdaga-
stríðinu 1967 og innlimuðu
síðan, virðist vera helsti
ásteytingarsteinninn á leiðinni
að friðarviðræðum Araba og
ísraels.
Yitzhak Shamir, forsætisráð-
herra ísraels, samþykkti í gær
fyrir hönd stjórnar sinnar að
taka þátt í fyrirhuguðum friðar-
viðræðum. Tilkynnti Shamir
þetta að afloknum fundi með
James Baker, utanríkisráðherra
Bandaríkjjanna, sem í gær var
staddur í Israel í sjöttu ferð sinni
til Austurlanda nær eftir Persa-
flóastríð, þeirra erinda að miðla
málum milli Araba og Israels.
Talið er víst að þrýstingur frá
Bandaríkjastjórn hafi valdið
mestu um þetta samþykki Sham-
irs. Segja má að Bandaríkin hafi
heiminn á bak við sig í því máli,
sem meðal annars kom í Ijós á
ráðstefnu þeirra Bush og Gor-
batsjovs í Moskvu nýverið. Þá
lögðu þeir sameiginlega fast að
ísrael að samþykkja ráðstefnu
og boðuðu til frekari áherslu að
ráðstefnan yrði haldin í október.
Sýrland, Líbanon, Jórdanía,
Saúdi- Arabía og arabísku
furstadæmin við Persaflóa hafa
þegar samþykkt að taka þátt í
ráðstefnunni, sem sumir gera sér
vonir um að binda muni enda á
43 ára formlegt _stríðsástand
milli Arabaríkja og ísraels.
Samkomulag hefur náðst um
að Frelsissamtök Palestínu
(PLO) taki ekki formlega þátt í
ráðstefnunni, þar eð Israels-
stjórn tekur það ekki í mál.
F JÁRMÁL ARÁÐU N EYTIÐ
Auglýsing um
verkleg prófí endurskoðun
Samkvæmt reglugerð nr. 403/1989, um verkleg próf til
löggildingar til endurskoðunarstarfa, er fyrirhugað að
halda verkleg próf til löggildingar til endurskoðunar-
starfa. Ráðgert er að prófin verði haldin á tímabilinu 15.
nóvembertil 10. desember 1991.
Þeir sem hafa hug á að þreyta prófraunir þessar, sendi
Prófnefnd löggiltra endursksoðenda, c/o Fjármálaráðu-
neytið, tilkynningu þar að lútandi fyrir 1. september nk.
Tilkynningunni skulu fylgja skilríki um að fullnægt sé skil-
yrðum til að þreyta prófraunina, sbr. lög nr. 67/1976, um
löggilta endurskoðendur, með síðari breytingum.
Prófnefndin mun boða til fundar með prófmönnum (
september nk.
Reykjavík 31.JÚIÍ 1991
Prófnefnd löggiltra endurskoðenda
HANDBRAGÐ MEISTARANS
Bakarí
Brauðbergs
Ávallt nýbökuð brauð
-heilnæm og ódýr-
Aðrir útsölustaðír:
Hagkaup-Skeifunni
-Kringlunni
Hinsvegar er gert ráð fyrir pal-
estínskum fulltrúum þar og helst
að þeir verði í sendinefnd Jórd-
aníu.
Um leið og Shamir sam-
þykkti að taka þátt í ráðstefn-
unni batt hann samþykkið því
skilyrði að samkomulag næðist
um hlutdeild Palestínumanna í
henni. Stjóm hans hefur þver-
tekið fyrir að meðal palestínskra
fulltrúa þar verði nokkur í bein-
um samböndum við PLO og
ekki vill ísraelsstjóm að fyrir
Palestínumenn mæti heldur
nokkur Arabi frá Austur-Jerú-
salem með ísraelsk persónuskil-
ríki. Til málamiðlunar hefur
Shamir sagt að hann geti sam-
þykkt sem fulltrúa menn fædda í
Jerúsalem, að því tilskildu að
þeir séu búsettir í Jórdaníu.
Palestínskir talsmenn tóku
þessu miður veþí gær, sögðu að
það væri ekki ísraela að velja
fulltrúa fyrir Palestínumenn á
ráðstefnuna.
Á þá leið mælti m.a. Faisal
al- Husseini, palestínskur for-
ustumaður sem sjálfur býr í
Austur-Jerúsalem.
ísraelsstjóm óttast að ef full-
trúar frá Austur-Jerúsalem mæti
á ráðstefnuna ,muni það grafa
undan tilkalli ísraels til borgar-
hlutans, en flest ríki, þ.á m.
Bandaríkin, hafa ekki viður-
kennt innlimun hans í ísrael.
Palestínumönnum er af sömu
ástæðu mikið áhugamál að arab-
ískir fulltrúar frá borgarhlutan-
um verði með á ráðstefnunni.
Hnetuolía til varnar
gegn kúlum
Stjóm Úganda tilkynnti á þriðjudag
að her hennar hefði bælt niður uppreisn
kristilegs flokks í norðurhluta landsins,
er barist hefúr gegn núverandi forseta
þess, Yoweri Museveni, frá því að hann
kom til valda 1986. Felldi herinn að
sögn stjómarinnar um 1500 manns af
uppreisnarmönnum í lokasókninni og
tók yfir 1000 til fanga.
Uppreisnarmenn þessir, sem nefn-
ast Kristilegur lýðræðisher Úganda,
segjast beijast fyrir því að það riki verði
kristilegt samfélag í einu og öllu. Liðs-
menn þeirra hafi gengið til bardaga
raulandi bænir og smurðir olíu sem
unnin er úr hnetum. Em þeir sagðir trúa
því að byssukúlur bíti ekki á þá, séu
þeir þannig varðir.
Þjóöverjar
óttast ekki sovét-
njósnir lengur
Þýska stjómin lítur ekki lengur svo
á að öryggi lands hennar stafi teljandi
hætta af njósnum Sovétmanna, að sögn
talsmanns stjómarinnar á miðvikudag.
Ástæða til þess væri vaxandi vinátta
Vesturlanda og Sovétríkja.
í kalda stríðinu var Þýskaland aðal-
vettvangur njósna austur- og vestur-
blakkar.
Talsmaðurinn kvaðst að vísu álíta
að Sovétmenn hefðu ekki alveg látið af
njósnum í Þýskalandi enn, en það væra
einkum iðnaðamjósnir og myndi að lík-
indum smámsaman úr þeim draga.
Flugherkonur
fá að berjast
Öldungadeild Bandarikjaþings
samþykkti á miðvikudag með 69 atkv.
gegn 30 að numin skuli úr gildi laga-
grein, sem bannar að konur séu í áhöfh-
um stríðsflugvéla í bardögum. Þing-
menn sem beittu sér fyrir afhámi grein-
arinnar bentu á að konur í hemum
hefðu reynst vel í Persaflóastríði.
Verslunin Vogar,
Umsjón: Dagur Þorleifsson
6 SÍÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 2. ágúst 1991