Þjóðviljinn - 02.08.1991, Blaðsíða 16
aGuðrún
Gísladóttir
Nessun Dorma
Það hefur verið spennandi
undanfarin misseri að fyigjast
með þjóðum Austur-Evrópu sem
nú eru að skipuleggja framtíðina
með aðra hugmyndafræði að
leiðarljósi en þá sem úrelt var
orðin.
Það sem hefúr meðal annars
verið stórkostlegt að sjá er hve bar-
áttuvilji þessara þjóða, hvers ein-
staklings íyrir sig, er ótrúlega sterk-
ur. Sumar þjóðanna hafa verið kúg-
aðar um áratuga skeið en þær hafa
ekki lagt upp Iaupana. Það hefúr
kraumað undir niðri og sem betur
fer kom sá dagur að upp úr sauð.
Ætli við eigum eftir að sjá þann
dag koma þegar upp úr sýður í
okkar þjóðfélagi? Tæplega
meðan baráttuviljinn er ekki sterk-
ari en hann virðist vera, og gildir þá
einu hvort leitað er að baráttuvilja
einstaklingsings eða hins sameigin-
lega. Fer fólk almennt á fúndi i
verkalýðsfélagi sínu? Berjast
verkalýðsfélögin fyrir réttindum
okkar? Hve margir eru flokks-
bundnir og fara á félagsfúndi
stjómmálaflokkanna? Eru þeir til
fyrir okkur þessir stjómmálaflokk-
ar sem nú sitja í ríkisstjóm og þeirri
sem sat þar á undan eða emm við til
fýrir þá? Fljótt á litið virðist mér
sem svarið sé nei.
Þetta má afgreiða á skjótan hátt
með því að segja að mótlæti sé
lítið sem ekkert og því ekki
þörf fyrir baráttu.
Það er rétt að það mótlætið sem
við verðum fyrir í dag er ekki
eins hastarlegt og það var hér á
áratugum áður þegar laun vom
lág, sjúkratryggingar litlar sem
engar, húsnæði illfáanlegt, ofl
ekki fólki bjóðandi og óheyri-
lega dýrt svo fátt eitt sé nefnt.
Vitaskuld var ástandið verra,
mun verra þegar
verkamannafjölskyldur leyfðu
sér varla að kaupa mjólk enda
kostaði potturinn u.þ.b. það
sama og laun verkamanns fyrir
klukkustundar vinnu, ef verka-
maðurinn hafði þá vinnu á annað
borð. En sú barátta sem þá var
háð lagði gmnninn að því hve
efnahagur landsins er góður í
dag, þó svo að það muni miklu að
hve miklu leyti stéttir landsins
fá notið hans. Þjóðfélagið
stendur betur að vígi efnahags-
lega en áður og efnahagur þeirra
Iægst launuðu ætti ekki að
þurfa vera eins slæmur og raun ber
vitni. En hverja höfum við val-
ið til að gæta réttar okkar innan
stéttarfélaganna? Jú, þá sömu sem
hafa þann starfa að gæta réttar
þeirra sem eiga fjármagnið, og sú
gæsla hefur augsýnilega forgang.
Það ættu að vera mannréttindi
en ekki munaður að hafa ofan í sig
og á með átta stunda vinnudegi.
Og hver af ríkisstjómum síðustu
ára hefur viljað tryggja hag þeirra
lægst launuðu? Ég biðst afsökunar,
þær hafa sagst vilja, það hefur vita-
skuld verið á stefiiuskránni, ég tala
nú ekki um þeirra flokka sem kenna
sig við verkalýðsbaráttu, en það er
bara þannig að önnur mál hafa haft
forgöngu. Og önnur mál hafa verið
mörg og dýr. Hvað kostar eitt svona
lítið fiskeldisævintýri til dæmis?
Mótlætið er þama, um það er
ekki að villast. Nýjasta dæmið er
hærri lyfjakostnaður og á hveij-
um kemur hann verst niður?
Nei, það stendur ekki til að
hækka skatta, bara ákveðin gjöld.
Þeir spyija okkur, stjómmálamenn-
imir, hvort við vitum að skattar séu
mun lægri hér á landi en hjá ná-
grannalöndunum. Þá getum við
spurt þá á móti, vitið þið að óbeinir
skattar em hærri hjá okkur en hjá
nágrannalöndunum. En ykkur
finnst allt í stakasta lagi að
fara fram hjá buddunni og beint
í vasana okkar og sækja þó sé ekki
nema nokkra aura til viðbótar. Ein-
hver þarf að borga nýja litla ævin-
týrið sem kennt verður við álver.
Mótlætið er þama, en þeir era
bara orðnir svo lagnir við að
matreiða það huggulega ofan í
okkur að það er ekki fyrr en það
situr þversum einhvers staðar í
vélindanu sem við tökum eftir því
og þá er orðið auðveldara að
kyngja því en kúgast og skila því
til föðurhúsanna. Ég kúgast
sem sagt ekki, heldur læt kúga mig.
Og hvað skyldi nú vera til
bragðs að taka?
Gætum við ekki hugsað okkur
að hætta að kjósa þá yfir okkur
þessa menn með yfirlýsingar en
litlar efndir. Lengi getur nefnilega
vont versnað, því þó okkur hafi þótt
nóg um aðgerðir síðustu
ríkisstjómar þá virðist nú
skrattinn loks hafa hitt ömmu sína.
Meinið er, að ekki er hlaupið að
því að greina hvor er skrattinn og
hvor amman.
Fyrir ári síðan héldum við ís-
lenskar konur upp á það að 75 ár
vora liðin síðan við hlutum kosn-
ingarétt. Hvað héldum við upp á?
Jú, við héldum upp á það að
hafa kosið karlmenn á þing í 75 ár.
Að vísu höfúm við um tíu ára
skeið haft annan valkost. Hann hafa
margar (og margir) tekið og þar
með sýnt vilja sinn að fara aðrar
leiðir en þær sem þangað til vora
famar. Þau samtök sem þar með
komust á þing hafa aftur á móti
ekki kært sig um að ganga í klúbb-
inn, klúbb þeirra er skiptast á að
skipa ríkisstjóm. Lái þeim hver
sem vill.
Hvað gætum við gert fleira? Jú,
við konur gætum látið verða af
þeirri afbragðs hugmynd að
stofna kvennabanka. Þetta er nýj-
ung í bankaheiminum erlendis sem
er ekki stór í sniðum, en þetta er
möguleiki sem á framtið fyrir sér.
(Það er til fyrirbæri í bankaheimin-
um sem kölluð er nýjung, það er
genabankamir. Mér hefúr þótt bros-
legt að heyra talað um genabanka,
eins og þeir væra einhver nýjung.
Þetta era allt genabankar. Ég meina
er þetta ekki í genunum á þeim sem
titlaðir eru bankastjórar?)
Hugmyndin um kvennabanka
er með þeim betri sem heyrst hefúr
lengi og ég skal svo sannarlega
flytja yfirdráttarheimildina mína
þangað um leið og verður opnað.
Og þegar þessi banki opnar,
NESSUN DORMA, að minnsta
kosti
enginn bankastjóri, því sá fær
öðrum hnöppum að hneppa. Vel á
minnst. Vissuð þið að hnepping
kvenna og karla er í sitt hvora áttina
vegna þess að um miðja 14. öld
þegar byrjað var að
nota þetta fyrirbæri í Mið-Evr-
ópu þá var hnepping karla látin
vera í hina áttina, svo að konumar
sem stóðu fyrir ffaman karlana og
hnepptu jökkum þeirra væru að
hneppa í sömu átt þegar þær
hnepptu eigin flíkum. Þá höfðu
karlmenn nefnilega engum hnöpp-
um að hneppa. Að vísu var þetta
líka vegna þess að það var hægara
að grípa með hægri hönd undir
vinstri fald til að á til sverðsins.
Hvemig var þessu háttað við
myndun ríkisstjómarinnar, greip
hægri eftir vinstri, eða er þetta öf-
ugt hjá mér?
Hnyðjur og hnjóð
Reykjavík 26. júlí 1991, daginn eftir Jakobsmessu.
Sigurður Ingólfsson skrifar
í framhaldi af grein Kristjáns
Jóhanns Jónssonar í Þjóðviljan-
um þann 24. júlí síðastliðinn, og
viðtali í Pressunni þann 18. júlí
við Kolbrúnu Bergþórsdóttur
langar mig að koma svolitlu á
framfæri. Viðtalið þótti mér
nefnilega skemmtilegt, og grein-
in ágæt vegna eftirtalinna
ástæðna. í fyrsta lagi er ég einn af
þeim karlmönnum sem „...ekki
telja það eftir sér að skrifa lærðar
ritgerðir um Batman..." I öðru
lagi er ég einlægur aðdáandi
Helgu Kress og allra hennar
skrifa, hvort sem hún hefur lagt
út af Júlíu Kristevu eða öðrum.
Kolbrún þessi telur nefnilega að
Helga hafi „unnið íslenskum
bókmenntum mikið ógagn með
bullinu í sér.“ Og ekki nóg með
það, heldur eru ofangreindir karl-
menn, sem ég tel mig reyndar
vera stóran hluta af, „litlu skárri.“
Kolbrún þessi hrósar líka Guð-
mundi Andra Thorssyni í hástert
sem mér finnst hann fyllilega
eiga skilið. Mér finnst Guðmund-
ur Andri vera góður bókmennta-
fræðingur og jafnvel enn betri rit-
höfundur og skil þess vegna ekki
alveg hvers vegna hann og Helga
Kress og ég með Batmanninn
minn fáum ekki þrifist saman
fyrir náðaraugum Kolbrúnar
þessarar.
Það er samt þetta með ógagn-
ið og bullið sem mig langar að
leggja út af í fáum orðum. Mér
fannst viðtalið við Kolbrúnu
þessa prýðilega skemmtilegt,
þarft og gott innlegg í bók-
menntaumræðuna sem á og þarf
að vera lifandi og skemmtileg ef
hún á að þjóna einhveijum til-
gangi. Leiðinleg fræðimennska
er frekar marklaus og rakalaus
tilfmningaþrungi sem á að vera
bókmenntagagnrýni er hallæris-
legur. Ennþá verri er bókmennta-
gagnrýni sem byggist á endur-
sögnum í stíl gömlu prógramm-
anna sem hægt var að kaupa fyrir
kvikmyndasýningar. Hún endar,
eins og prógrömmin, í klisju og
flatneskju á borð við hér-er-rétt-
að-láta-staðar-numið- til-að-
spilla-ekki-fyrir- áhorfandan-
um/lesandanum klisjunni vegna
þess að slík umfjöllun getur
aldrei gengið nærri verkinu að
neinu leyti. Slík gagnrýni sýnir
verkinu sjálfu enga virðingu
heldur vitræna fátækt og ótta
gagnrýnandans við að ganga inn í
verkið. Þar er komið að grund-
vallaratriði i umræðunni sem hef-
ur einmitt iðulega verið á þeim
nótum að vera illa við ,júlíu
Kristevu-skrif Helgu Kress...“ og
að halda því fram að hún hafi
„unnið íslenskum bókmenntum
mikið ógagn með bullinu í sér.“
Þessu heimskulega þvaðri Ieyfi
ég mér að mótmæla með eftir-
töldum rökum:
Ef íslenskar bókmenntir þola
ekki fræðilega sundurgreiningu
af hvaða sort sem er, er það ekki
vegna þess að fræðilega sundur-
greiningin er í eðii sínu vond
heldur vegna þess að bókmennt-
imar rísa ekki undir henni.
Ef eitthvert bull getur unnið
íslenskum bókmenntum ógagn
þá er það vegna þess að bók-
menntimar eru í eðli sínu upp-
burðarlitlar.
Þessar staðhæfingar mínar
segja ekkert um íslenskar bók-
menntir. Þær benda einfaldlega á
þá fimi sem felst í áhyggjum
Kolbrúnar ofangreindrar af bók-
menntum á íslandi. Þegar hún
heldur því fram að fræðileg um-
ræða, sem er einna öflugust í
meðfórum Helgu Kress, geti
skaðað íslenskar bókmenntir,
lýsir það svo merkilega litlu áliti
á sömu bókmenntum að undrun
sætir. Varla tekur að eyða orðum
á ummæli Kolbrúnar þessarar um
Batman, en þau eru auðvitað
undir sömu sökina seld; ef hægt
er að vinna íslenskum bókmennt-
um ógagn með því að skrifa
fræðilega ritgerð um Batman (vin
minn og uppeldisbróður) þá er
eitthvað meira en lítið að bók-
menntunum.
í hinum bókmenntalega gras-
garði þrífast margvíslegar jurtir.
Sumar bera höfuð og herðar yfir
aðrar og heita nöfnum á borð við
Laxness og það er sama hvað
fræðimenn gera til þess að
krukka í og skoða til þess að
komast að niðurstöðu, þar er
endalaust gímald af ósnertanlegri
fegurð og mikilfengleik sem ekk-
ert getur skaðað. Svo má í sama
garði finna illgresi og hnyðjur
sem virðast ekki þjóna neinum
tilgangi öðrum en þeim að vera
tilbreyting í allri dýrðinni. Slíkt
er auðvitað af hinu góða, því
þannig er dýrð heimsins, en um-
hyggja eða sníkjulífi hnyðjunnar
og illgresisins má helst ekki
verða slíkt að þau komist næst
því að kaffæra önnur blóm, eða
verða þeim til trafala i viðleitni
sinni til að vernda þau fyrir
ókunnum vindum og erlendu
regni. Slíkt er alls ekki skynsam-
legt, og umfram allt leiðinlegt.
Að lokum. Um athugasemdir
Kolbrúnar og Þórarins Eldjáms í
Þjóðviljanum 26. júlí síðastliðinn
vil ég segja eftirfarandi:
- Athugasemd Þórarins er
skynsamlegt innlegg í umræðu
sem er lifandi og skemmtileg á
meðan bókmenntir og bók-
menntafræði standa eins og tveir
þijóskir þursar sem neita sér um
að faðmast, og allt í lagi með það.
- Athugasemd Kolbrúnar
bætir engu við umræðuna nema
þá helst því að taka upp hanskann
fyrir hughrif og fólk sem grætur.
Það er líka mjög gott. Sjálfur hef
ég oft grátið yfir átakanlegum
bókmenntum. Ég hef líka grátið
yfir Húsinu á sléttunni (sem mér
finnst að ætti að endursýna, alla
þættina) og þegar Robin (Jason
Todd) dó í Batman hefti númer
428, við að bjarga móður sinni úr
höndum Jókersins, þá grét ég.
Eftir standa ummæli sem mér
fannst ekki rétt að una við. Slíkt
hnjóð í bókmenntafræði er nefni-
lega svo ágætur umræðugrund-
völlur. Ég hef oft lent í að kýta
um þetta efhi mér til ánægju,
nema þegar heimskan ræður svo
ferðinni að vaðið sé uppi með
klisjur á borð við þær að Helga
Kress hafi með Júlíu Kristevu
skrifum sínum, „...unnið íslensk-
um bókmenntum mikið ógagn
með bullinu í sér.“ Þá þykir mér
skynsemin víkja.
Með þökk fyrir birtinguna.
Sigurður Ingólfsson
er skáld og
bókmenntafræðingur.
„Ef íslenskar bókmenntir þola ekki
fræðilega sundurgreiningu af hvaða
sort sem er, er það ekki vegna þess að
fræðilega sundurgreiningin er í eðli
sínu vond heldur vegna þess að bók-
menntirnar rísa ekki undir henni.
Ef eitthvert bull getur unnið íslenskum
bókmenntum ógagn þá er það vegna
þess að bókmenntirnar eru í eðli sínu
uppburðarlitlar“
16 SÍÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 2. ágúst 1991