Þjóðviljinn - 02.08.1991, Blaðsíða 24

Þjóðviljinn - 02.08.1991, Blaðsíða 24
MffntaFbiaU 2. ágúsl 1991 .. ™ ’ . i \ > ■ > \ d. 11 'c:*:,:; Ein mynda Vigfúsar, sem efiaust vekur upp minningar eldri Reykvikinga. 'v f' 1 VIRÐISAUKASKATTUR Gjalddagi virðisaukaskatts er 5. þessa mánaðar I Athyglisverð ljósmyndasýn- ing stendur yfir í Árbæjarsafni. Á sýningunni er ljósmyndir úr Reykjavík eftir tvo myndasmiði, þá Ralph Hannam og Vigfús Sig- urgeirsson. Báðir mynduðu þeir borgina um miðbik aldarinnar, en túlkun þeirra á því sem fyrir auga bar er ólík. Myndir þeirra beggja eru margar hverjar sögu- legar, og sýna margt sem nú er horfið úr Reykjavíkurlífinu, bæði starfshætti og umhverfi. Sýningin ber heitið Bær í gær frá sjónarhóli Vigfúsar Sigur- geirssonar og Ralphs Hannam. Ljósmyndir 1930-1960. Vigfús Sigurgeirsson var fæddur í Bárðadal aldamótarár- ið 1900. Hann nam ljósmyndaiðn hjá Hallgrími Einarssyni á Akur- eyri og fór síðan til frekara náms í ljósmyndun og kvikmyndagerð í Danmörku og Þýskalandi á ár- unum 1935-37. Ralph Hannam er fæddur ár- ið 1915, í Skipton í Yorkshire á Norður- Englandi. Hann kom fyrst til íslands með breska hern- um árið 1940 og dvaldist hér í tvö ár. Árið 1948 fluttist hann aftur til íslands og hefur búið ásamt fjölskyldu sinni í Reykjavík síð- an. Eiginkona hans er ættuð frá gamla Árbænum, og tileinkar Ralph sýninguna Guðrúnu Ey- leifsdóttur móður konu sinnar, Elinu. Skýrslum til greiðslu, þ.e. þegar útskattur er hærri en innskattur, og núllskýrslum má skila til banka, sparisjóða eða pósthúsa. Einnig má gera skil hjá innheimtumönnum ríkissjóðs en þeir eru tollstjórinn í Reykjavík, bæjarfógetar og sýslu- menn úti á landi og lögreglustjór- inn á Keflavíkurflugvelli. Bent skal á að bankar, sparisjóðir og pósthús taka aðeins við skýrsl- um sem eru fyrirfram áritaðar af skattyfirvöldum. Ef aðili áritar skýrsluna sjálfur eða breytir áritun verður að gera skil hjá innheimtu- manni ríkissjóðs. Inneignarskýrslum, þ.e. þegar innskattur er hærri en útskattur, skal skilað til viðkomandi skatt- stjóra. Til að komast hjá álagi þarf greiðsla að hafa borist á gjald- daga. Athygli skal vakin á því að ekki er nægilegt að póstleggja greiðslu á gjalddaga. m RÍKISSKATTSTJÓRI í ÁTT TIL AFV0PNUNAR KEFLAVÍKURGANGAN 10. ÁGÚST 1991 Skrifstofan er að Þingholtsstræti 6 og símamir em 620273 og 620293 Mikilvægt er að fólk skrái sig í gönguna, einkum þeir sem ætla að ganga alla leið eða fyrstu áfanga hennar. Ekki er síður mikilvægt að fólk sé á góðum Keflavíkurgönguskóm Tímatafla göngunnar er sem hér segir: Kl. 07.00-07,15 Kl. 07,30 Kl. 07,45 Kl. 08,30 Kl. 08,50 Kl. 10,45-11,00 Kl. 13,20- 14,20 Kl. 16,00- 16,15 Kl. 17,00-18,30 Kl. 19,45 -20,05 Kl. 22,00 Rútuferðir frá Reykjavík Brottför frá BSÍ í kópavogi Safnast saman við aðalhlið Keflavíkurflugvallar. Haldið af stað. r Aning á Vogastapa nálægt yogum. Áning í Kúagerði. Áning við Straumsvík. Tónleikar í Hafnarfirði r Utifundur í Kópavogi Utifundur á Lækjartorgi ^WOJRq v-tsn'óvi'

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.