Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.1995, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.1995, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 13. OKTÓBER 1995 11 f > Fréttir Finnlandsforseti tekinn fram yfir hunda Runólfs: Heilbrigðiseftirlit kvartar undan samstarf i við lögreglu - Böðvari Bragasyni lögreglustjóra ritað bréf með óskum um úrbætur Framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftir- lits Reykjavíkur hefur ritaö Böðvári Bragasyni bréfþar sem hann kvartar undan slælegri framgöngu lögregl- unnar við að leita eftir og ná hundum Runólfs Oddssonar sem átt hefur í deilum vegna hunda sinna í fjölbýlis- húsinu að Álakvísl 124-136. í bréfinu kemur fram að þann 25 september sl. hafi undirritaður Odd- ur Rúnar Hjartarson hringt til lög- reglu til að óska eftir aðstoð við að taka tvo séferhunda Runólfs og færa á dýraspítala til geymslu. Rúdolf Axelsson varðstjóri hafi orðið fyrir svörum og hann hafi færst undan að veita umbeðna aðstoð. „Rúdolf Axelsson bar fyrir sig ýms- ar orsakir fyrir synjun aðstoðar svo sem manneklu vegna heimsóknar Finnlandsforseta, óheppilegri um- fjöllun fjölmiðla um hundamál Run- ólfs Oddssonar, hann þyrfti að afla heimildar Guðmundar Guðjónsson- ar yfirlögregluþjóns til að taka hund- ana og flytja í dýrageymslu og því að allar beiðnir um aðstoö þyrfti að íhuga og skoða vandlega," segir m.a. í bréfi Heilbrigðiseftirlitsins. Þá er í bréfinu látin í ljós sú von að þarna sé um einsdæmi að ræða í samskiptum við lögregluna. Flutningabíll frá Skipaafgreiðslu Húsavíkur vígir nýju hafnarvogina. DV-mynd Albert Nýhafnarvog á Húsavík Albert G. Amaison, DV, Húsavílc Ný hafnarvog ásamt aðstöðu fyrir hafnarverði var tekin í notkun við Húsavíkurhöfn hýlega. Óhætt er að segja að bylting hafi orðið varðandi aðstöðu hafnarvarðanna þar sem öll aðstaða í þessu nýja húsnæði er til fyrirmyndar. Trésmiðjan Rein sá um smíði húss- ins sem er um 50 fermétrar að stærð. Vogin sjálf getur tekið 100 tonn en er innsigluð á 60 tonn. Fyrsti bíllinn, sem veginn var á nýju vigtinni, var flutningabíll frá Skipaafgreiðslu Húsavíkur. Hann var að lesta fisk úr Kolbeinsey ÞH sem var að koma úr Smugunni. Hafnarsjóður Húsavíkur hefur séð um rekstur hafnarvigtarinnar og hafnarverðir eru þeir Stefán Stefáns- son og Halldór Þorvaldsson. Yfir 1,3 milljónir skógarplantna íjörð á Héraði í sumar Signto Bjðrgvinsdötír, DV, Egilsstöðam: Plantað hefur verið um eða yflr 1300 þösund plöníum i sumar 4 vegum Héraðsskóga. Þar af eru 7-300 þúsuná lerkiplöntur, mikið af furu og einnig greni og birki," sagöl Jóhann Þórhallsson, starfs- maður Héraðsskóga. Haustplöntun hófst um miðjan ágóst og er nýlokið. Plantað var a 60 jörðum, mest um 100 þúsund plöntum á einni jörð. í vor köm Skriðdalur allur irin á áætlun - 9 jarðir, Girðingar og plöntun er nú alfarið á vegum bu- enda en Héraðsskógar annast áætlanagerð, eftirlit og leiðbein- ingastarf. Gangi verkið eins ög áætlun gerir ráö fyrir verður Upp-Héráö mest- allt skógi vaxið eftir 25-30 ár og svipað ásýndum og dalir í Austur- Noregi. „Þessi-iýsing á viðskiptumm Heil- brigðiseftírhtsins við lögreglu verður vonandi einsdæmi. Viðskipti okkar við lögregluyflrvöld hafa í flestum til- vikum verið góð. Ef Heilbrigðiseftir- litið á að geta sinnt eftiriitshlutverki sínu með hundahaldi þarf samvinna þess og lögreglu að verða betri og markvissari," segir einnig í bréflnu. Þá var farið fram á að haldinn yrði viðræðufundur um samskiptin. Odd- ur Rúnar Hjartarson vildi sem minnst úr bréfinu gera en staðfesti að fundurinn hafi átt sér stað. „Ég get ekki sætt mig við að þetta mál skuh ekki hafa framgang. Það getur snúist um það að hluta að ákvæði í hundasamþykktinni eru ekki nógu skýr," segir Oddur Rúnar. Hundamál Runólfs Oddssonar voru fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í fyrradag þar sem taka árti fyrir frá- vísunarkröfu Hjörleifs Kvarans borgarlögmanns en þagar máhð var tekið fyrir dró lögmaðurinn krófuna tilbaka. -rt Ert þú í leit að húsnæði .. .ij'rsla. Vegna i vantár bílatjéra í ¦i<5- og helgarvinnu. ::»! í 50-70% vlnnu viS rí>?.rÍ3ba?. Urn fram- ; líeia. Uppl. :ifotofu ¦: ...3-Í8. NýírSrisbrrKm.íV;; ^acU'í:........ disUiyrtaiav. Einnig biilulyfU!W>] Vi&g,- og varahlþjón.', &Srp. yarahi., leigjum. ^•.'iU.i'Ci.; V.Í., s, VS'CZ ~. © Húsnæðiíboði Austurbær. Lítil 3 herb. íbúí, bjórt og vel staísett. Leiga á mánu8i kr. 36.500 og trygging kr. 74.000 (í peningum). Laus strax ieigistí 1 ár eíalengur. Sími i'."' -:¦; á skrifstofutíma. Albragosaíitaíp fyrir skölatolk tiljgi^dl' mi8ri borginni. Rúmgotl^b*Be'rgi rneí ^inrjgancáieiáh^ít^-irtu og wa. Ao- ^S ,t\a«' Maiin. hÚSIl-: gensnl kl. 20 ¦ Parmeöuntpí.. helst u'ióí.",.*. tíma. Veroj v m m* dað ©ðungt bam herbergja fbúo s«n des. Traustar m-ír Uppi^tlV.;' Pai utan o?> auglýsingar iTI^ Munið nýtt símanúmer 0 5000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.