Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.1995, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.1995, Blaðsíða 15
FÖSTUDAGUR 13. OKTÓBER 1995 15 ramm f lækt í trúgirni Þeir sem vita lítið trúa oft miklu. Við íslendingar erum mjög trúgjörn þjóð. Trúgirninni fylgir sá kvilli að hún er alæta á alls kyns píp og dellu en á það til að fúlsa við staðreyndum. Það er ekki langt síðan fleiri þúsundir manna brenndu í reykjarmekki og tauga- æsingi vestur á Snæfellsnes til að heilsa þar upp á geimverur og fá hjá þeim eiginhandaráritanir. Einhver erlendur tunglsjúkur froðuhaus með kosmiska flugum- ferðarkomplexa hafði komið því inn hjá okkur að áætlaður lending- artími þeirra grænu væri akkúrat þennan dag, klukkan akkúrat 18.29 eða eitthvað svoleiðis. Þarna hímdi svo fólkið daglangt og góndi til skiptis upp í loftið og á úrið, bíðandi eftir geimskipi eins og hverjum öðrum strætisvagni, Kjallarinn Sverrir Stormsker tónlistarmaður og rithöfundur „70% þjóðarinnar trúir því aö það sé mjög heilladrjúgt og þjóðhagslega hag- kvæmt að sturta árlega niður milljörðum í salerni landbúnaðarkerfisins en trúir á sama tíma að geimskip kjarabóta lendi í garði sínum." þjóðfélagi annað en kaupið og greindarvísitala þjóðarinnar. Við trúum á jólasveininn, ekki aðeins einn heldur sextíu og þrjá. Þótt þeir komi af fjöllum eins og aðrir jólasveinar þá trúum við í það óendanlega að efndir fylgi stöðluðum frösum þeirra eins og: „Það bér að jafna Ufskjörin í land- inu," „Betra ísland." „Fólk í fyrir- rúmi" (þýðir: fólk í tómarúmi), „Endurreisn heimilanna." „Kaup- máttur ráðstöfunartekna mun aukast." „Hér á landi ríkir ójöfn- uður sem brýnt er að lagfæra." „Við leggjum áherslu á að tryggja framtíð velferðarkerfisins (þýðir: helferðarkerfisins), tryggja eflingu menntunar, baráttuna gegn at- vinnuleysi ásamt því að létta skuldabyrði heimilanna." „Read my lips: engar skattahækkanir." „Tími orðanna er liðinn, tími að- geröanna er runninn upp." „Bla, bla, bla, bla." Beinlaus speki Þessa beinlausu speki fyrir lé- legar tennur kokgleypum við áriö um kring og biðjum um meira, jafnvel þó þessar tuggur hafi verið japlaðar óbreyttar í yfir 70 ár með sama árangri. Fólk heldur með „sínum manni" og „sínum flokki" rétt eins og um íþróttafélag sé að ræða: „Með hvaða liði heldurðu?" „Ég held með Fram(sóknarflokkn- um)." „Flott. Ég held líka með Sjáifstæðisflokknum." 70% þjóðarinnar trúir því að það sé mjög heilladrjúgt og þjóð- hagslega hagkvæmt að sturta ár- lega niður milljörðum í salerni landbúnaðarkerfisins en trúir á sama tíma að geimskip kjarabóta lendi í garði sínum. Sjálfri sér verst kýs hún aftur og aftur yfir sig jólasveina með miðaldamyrkur í pokunum, jólasveina sem eru pikkfastir í skorsteini sérhags- munagæslu og afturhalds. Við þrælarnir kjósum hlekkina áratug eftir áratug, alveg þangað til við gefum upp öndina, erum brenndir og skatturinn hirðir sín 40% af öskunni. Ég trúi því hrein- lega ekki að við séum svona trú- gjörn. Þið megið trúa því. Sverrir Stormsker kvartandi i óþoiinmæði yfir seina- ganginum: Þetta væri sko alveg dæmigert fyrir þessi geimskip — þau gætu bókstaflega aldrei verið á áætlun. Rík er draugatrúin Nú er ég ekki að segja að það séu ekki hugsanlega til vitsmuna- verur á öðrum hnöttum en mikið vildi ég óska þess að það væru fleiri vitsmunaverur á þessum hnetti en raun ber vitni. Við trú-. um á álfa og huldufólk i hólum og steinum en viljum ómögulega trúa að þessi leiðindafyrirbrigði eigi eingöngu lögheimili í grjótinu milli eyrnanna á okkur. Svo sterk er þessi (bj)álfatrú að vegagerðarmenn hafa oftar en einu sinni þurft að leggja lykkju á leið sína við framkvæmdir til að raska ekki heimilisfriðnum í grjót- hrúgunum; sérhver malarsteinn er jú alveg úttroðinn af pirruðum skotthúfudvergum sem kalla nú ekki allt ömmu sína ef þeir eru reittir til reiði. Við trúum á tröll, guð, forynjur, fylgjur og svo nátt- úrlega hina klassísku drauga. Svo rik ítök á draugatrúin í okk- ur að við trúðum meira að segja á samningsdrauginn að þjóðarsátt- inni. Við trúum aprílgöbbum sjón- varpsins trekk i trekk — nú síðast að Irving-bensínstöð uppi á Höfða væri svo gott sem farin að gefa bensínið. Við þangað á 100 km hraða. Ártúnsbrekkan stíflaðist. Glætan, að eitthvað lækki í þessu „Sjálfri sér verst kýs hún aftur og aftur yfir sig jólasveina með miðalda- myrkur í pokunum ..." segir Sverrir m.a. í greininni. Lýöræöiö og samfélagiö Ég veit ekki betur en að Mann- réttindasáttmáli Evrópu og sam- þykktir Evrópuráðsins geri kröfu til aðildarríkja um að þær hug- sjónir, sem þar eru, séu virtar og komið í framkvæmd. í þeim eru fyrst og fremst kröfur um vald- dreifingu og frelsi minnihluta og að lýðræðislega kosið vald geti ekki myndað valdakerfi og kúgað minnihlutann. Ég tel að núverandi stjórnkerfi í sveitum landsins fullnægi þessum kröfum Evrópuráðsins og það ber því að varðveita það, stjórneining- arnar eru það litlar að lítil hætta er á að einhver verði útundan. Árás á samstarf sveitarfélaga Eitt af því sem notað hefur ver- ið í áróðrinum er að ráðist hefur verið á það samstarf sem víða hef- ur verið með ágætum með sveitar- félögunum. Samvinna hefur verið á flestum sviðum og er alltaf að aukast og nær jafnvel langt út fyr- ir héraðsmörk. Samvinna þessi hefur verið talin ólýðræðisleg og óskilvirk. Hefur verið farið mörg- um niðrandi orðum um þá sam- vinnu sem er fyrir hendi. Þar hef- ur verið farið með hrein ósann- indi. Kjallarinn efnin sem fyrir hendi eru í dag hjá sveitarfélögunum án sameiningar. Ríkisstjórnin getur ekki ein- hliða ákveðið að verkefnin, sem ríkið hefur í dag, gangi umræðu- laust til sveitarfélaga. Það hlýtur að þurfa að gera samninga þar um og meiriháttar skipulagsbreyting- ar hjá ríkinu þurfa að koma í kjöl- farið. Ef menntakerfið flyst til sveitarfélaganna á þá ekki að hefur reyndar skrifað í blöð og lát- ið í ljós skoðanir sínar um samein- ingarmálin og verið hlynntur sam- einingu. Hann er einnig embættis- maður stærsta sveitarfélags lands- ins, Reykjavíkur, sem ætti að skipta niður í fleiri stjórnsýslufé- lög. Eru þetta hans einkatillögur? Það hefur skýrt komið í ljós und- anfarið í fréttum af fundum að Árni Björn Guöjónsson form. Kristilegu stjórnmálahreyfingarinnar Það hefur verið notað í áróðrin- um að sameina verði sveitarfélög- in til að þau geti tekið við auknum verkefnum frá ríkinu. Þessi verk- efni eru í sveitunum í dag og greidd af ríkinu, t.d. skólarnir, og unnin af fólki sem býr i sveitun- um. Með því að tekjustofnar séu tryggðir geta öll þessi verkefhi gengið beint inn í samstarfsverk- Eitt af því sem notað hefur verið i áróðr- inum er að ráðist hefur verið á það sam- starf sem víða hefur verið með ágætum með sveitarfélögunum." leggja niður menntamálaráðuneyt- ið og fleira? Ábyrgð alþingismanna Það væri fróðlegt að gera könn- un á því meðal alþingismanna hvar liggi rótin að hugmyndinni um sameiningu sveitarfélaga. Fé- lagsmálaráðuneytið segir hana komna frá samtökum sveitarfé- laga. Formaður þeirra samtaka þessar tillögur koma ekki frá fólk- inu í sveitunum, meira að segja umdæmanefhdirnar sjálfar vilja ekkert við þær kannast. Er það virkilegt að alþingismenn virði ekki lýðræðislegar hefðir við að undirbúa mál, sem skiptir sköpum um uppbyggingu samfélags okkar, meira en þetta? Þetta eru ekki vönduð vinnubrögð. Árni Björn Guðjónsson Guðrún Agnars- dóttir, umsjónar- læknir með neyð- armóttöku tórnar- lamba nauðgunar. Meðog «* «* ¦ « a moti Á ríkið að tryggja greiöslu bóta vegna ofbeldisverka Mikilvæg réttarbót f* „Það er mjög miður ef ákveð- ið veröur að fresta gildis- töku þessara laga. Þau eru mikflvæg rétt- arbót og áfangi í að bæta réttar- stöðu þeirra sem verða fyrir kynferðislegu og öðru ofbeidi. Hugmyndin um að ríkið taki að sér að greiða miskabætur en sjái síðan sjálft um að innheimta þær hjá gerendum hefur þegar komið til framkvæmda í ná- grannalöndum okkar. Hún var ein af tillögum nauðgunarmálanefnd- ar árið 1989 um breytingu á lögun- um um meðferö opinberra mála en gengið hefur alltof treglega að hrinda þeim í framkvæmd. Það er reyndar mjög eðlilegt að ríkið taki að sér þetta hlutverk þar sem brotaþoli eða sú mann- eskja sem verður fyrir árás, t.d. í nauðgunarmáli, hefur mjög veika réttarstöðu og er ekki einn sinni málsaðili í réttarlegu tilliti; ein- ungis vitni í eigin máli. Þar að auki er það einmitt þrautaganga fyrir brotaþola að,elt- ast við geranda, þann eihstakling sem hún eða hann.vill síst af öllu hitta og reyna að krefja um greiðslu. Ég vona að tal um frestun sé orðin ein og lögin komi til fram- kvæmda eins og til stóð." Ekki hægtað bæta allt „Ég lit þann- ig á að það sé ekkert vit í að samfélagið beri ábyrgð á óláni fólks almennt. Fólk á að geta keypt sér trygg- ingu fyrir slíku en ekki að hlaupa með málið til ríkis- sjóðs og krefja samfélagið um oætur. Það á að vera hægt að kaupa sér tryggingar sem greiða bæturnar í stað þess að krefja skattborgarana um það. Fjöldi fólks verður fyrir óláni en það gerir samt ekki kröfur um bætur eins og þeir sem lenda 1 of- beldismönnum. Fólk getur t.d. ekki sótt um bætur fyrir að vera ljótt, þótt það geti verið mikið ólán. Ég tel mig ekki geta krafið samfélagið um greiðslur fyrir að ég er ekki nógu fríður. Ég skil vel gremju fólks að ná ekki rétti sínum vegna ofbeldis- verka og það kann að mega setja lög þar sem tekjur til bóta eru tryggðar með iðngjöldum líkt og gerist við umferðarslys. Trygg- ingafélagið er þá skylt til að greiða bærur en á endurkröfurétt á skaðvaldinn. Málið er að fólk er farið að um- gangast ríkissjóð þannig að hann eigi að greiða allt sem menn verða fyrir. Ef nienn byggja hús þar sem er vindasamt þannig að þakið fýk- ur af þá telja þeir sig eiga bætur frá rikinu fyrir. Ég kann ekki við svona hugsunarhátt." Guðmundur Ólals- son hagfrœðingur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.