Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.1995, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.1995, Blaðsíða 23
FÖSTUDAGUR 13. OKTÓBER 1995 31 t Fréttir Rjúpnaveiðar hafa ekki áhrif á stofhstærðina: Ég gerði enga skyssu með veiðibanninu - segir Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi umhverfisráðherra „Ég gerði enga skyssu með því að setja á takmarkað veiðibann á rjúpu. Það var hins vegar ég sem útvegaði fé til að ljúka rannsóknum á rjúp- unni sem hafnar voru en höfðu legið niðri vegna fjárskorts. Þær rann- sóknir leiddu til þess að nú er hægt að sýna fram á að ekki er sjáanlegt að veiðin, eins og hún hefur verið síðustu áratugi, skipti sköpum í stofnbreytingum. Menn geta auðvit- að sagt það nú að éghafi gert skyssu með veiðibanninu. Það er bara ekki rétt vegna þess að það var ekki vitað þá sem vitað er nú með veiðina og stofnstærðina. Það kom hins vegar í Smáauglýsingar Bílaleiga NýirToyota-bílar. Á daggjaldi án kílómetragjalds eða innifóídum allt að 100 km á dag. Þitt er valið! Bílaleiga Gullvíðis, símar 896 6047 og 554 3811. Bílartilsölu Gott verö - aoeins 590 þús. staogreift. Econoline 4x4, árg. '76, 8 cyl., sjáífsk., 12 bolta GM afturhásing, Dana 44 að framan, 35" BF Goodrich, álfelgur, dráttarkúla, innréttaður m/svefhað- stöðu, eldavél, vaskur, dúklagt gólf, snúningsstólar, 2 sæta bekkur með beltum aftur í, hljómtæki o.fl. Verð að- eins 590 þús. stgr. Uppl. á bflasölunni Bflabatteríinu, sími 567 3131. ;: :j®T -M / Benz 506 D '78,4x4 til sölu í þokkalegu standi. Vel búinn að innan. Úpplýsing- ar í símum 555 3196 og 853 5712 eftir kl. 15.30. Isuzu Van, bensín, 11 manna, '88, 4x4. Bfll í góðu standi. V. 790. þ. Athuga skipti eða gott stgrv. Bílasala Bryn- leifs, Keflavík, s. 4214888 og 4215488. Jeppar Útsala, útsala. Ford Bronco XLT II '86, sjálfskiptur, 6 cyl., 36" dekk, ljóskast- arar, aukatankur o.m.fl. Þarfhast við- gerðar. Skipti möguleg. Verð 700 þús. staðgr. Visa/Euro raðgr. eða skulda- bréf. Uppl. í síma 588 2227. Toyota 4runner EFi 2400, '86, 5 g., 3 d., blár, ek. 140 þ., 33" dekk, kastarar, breytt fyrir 35", V. 1050 þ. MMC L-300, 4x4, '89, 8 m, álf., nýl. lakk, uppt. vél og kassi. Gott eihtak. V. 1100 þús. Ath. lánakjör til 48 mán. Litla bílasalan, Skógarhlíð 10, s. 552 7770 Til sölu Nissan Patrol, árg. 1993, ekinn 79 þús. km, upphækkaður, 36" dekk, með spili, intercooler o.fl. Verð 3,4 milljónir. Upplýsingar í síma 588 6102. Toyota 4Runner, árgerö '85, til sölu, upphækkaður, 35" dekk, breyttur, ek- inn 205 þúsund. Upplýsingar í símum 853 1299 og 557 4083. tt Skemmtanir Kokkurinn við kabyssuna Smiðjuv.6 Kóp. S:5677005 Tilboo: 4 hamborgarar og franskar, 990, heimilis- og grillmatur, kaffi og köku- sneið, 150, kaffi og vaffla m/rjóma, 200, cappuccino og kakó. Sá stóri, sterki, 380 kr. Kokkurinn, Smiðju'vegi 6.___________ EEEi Netfang DV: httpr//www.skyrr.is/dv/ ív/j ljós í þessum rannsóknum að rjúpan er staðbundinn fugl. Því geta veiðar gengið of nærri stofninum á ákveðn- um stöðum," sagði Össur Skarphéð- insson, fyrrum umhverfisráðherra, í samtah við DV. Náttúrfræðistofnun hefur sent frá sér upplýsingar um ástand rjúpna- stofnsins. Þar kemur fram að ekki er hægt að sjá að veiðin eins og hún hefur verið síðustu áratugi skipti sköpum fyrir stofnstærðina. Einnig kemur fram að stofninn var síðast í hámarki 1986 en minnkaði síðan og var í lágmarki 1993. Nú er stofninn á uppleið og er tahð að hann sé nú um ein milljón fugla. Árin 1992 til 1994 er talið að hvert ár hafi verið veiddir 100.000 fuglar árlega. Það virðist því sem hin marg- fræga stofnstærðarsveifla, sem alltaf hefur verið talað um varðandi rjúpnastofninn, sé hér að verki eins og áður en veiðin skipti ekki máli. Rannsóknir á rjúpnastofninum halda áfram og hafa á funmta hundr- að rjúpur verið merktar á fótum og vængjum. Eru veiðimenn beðnir að skila þessum merkjum til Náttúru- fræðistofnunar verði þeir varir við þau. Einnig að tilgreina veiðistaö og veiðidag. Þegar Ágúst Einarsson þjóðvakaþingmaður tók sér frí frá þingstðrfum tók Lilja A. Guðmundsdóttir sæti hans á Alþingi. Þar með var þingflokkur Þjóðvaka skipaður eintómum konum. Það mun ekki hafa áður gerst hjá stjórn- málaflokki, þar sem bæði kynin eru á framboðslistum, að þingflokkurinn sé bara skipaður konum. Það er ekki hægt að bera Kvennalistann saman við þetta þar sem enginn karlmaður er i framboði fyrir þann flokk. Hér á myndinni er þingflokkur Þjóðvaka eins og hann er í dag, Jóhanna Sigurðardóttir, Svanfriður Jónasdóttir, Ásta R. Jóhannesdóttir og Lilja Á. Guðmundsdóttir. DV-mynd BG Veitufyrir- tækiná Akranesi sameinuð : -nýrveitustjóri Daniel Ólafcson, DV, Akranesi: Nýtt veitufyrirtæki tekur til starfa á Ákranesi 1. janúar 1996Í Það mun sameina hitaveitu, raf- magnsveitu, vatnsveitu, tækni- deiid bæjarins og áhaidahús í nýtt fyrirtæki. . Tuttugu og fimm umsókrur bár- ust um stárf veitustjóra qg ræddi bæjarráð við sex þeirra. Á bæjar- stjórnarfundi fór fram atkvæða- greiðsla meðai bæjarfulltrúa um val á nýjum veitustjóra og fékk Magnús Oddsson, rafVeitustjóri á Akranesi, 6 atkvæöi og Ingólfur Hrólfsson, framkvæmdastjóri HB, 2 atkvæöi og einn skilaði auöu. Bæjarstjórn samþykkti síð- an með 9 atkvæðum gegn engu að ráða Magnús sem veitustjóra og éinnig var samþykkt tillaga um sainkeppni rneðal bæjarböa um nafn á biö nýja fyrirtæki. Hólmavík: Árlegur f ormanna- f undur Bandalags íslenskra leikfélaga Guðfinnur Finnbogason, DV, HcJmavík: „Það er mikil gróska í starfsemi margra leikfélaga vítt og breitt um landið, færöar eru upp sýningar á hverjum vetri og hjá sumum fleiri en ein uppfærsla. Mörg félaganna eru þó ekki vel sett fjárhagslega, rík- isstuðningurinn hefur verið föst upp- hæð og því hefur hlutur hvers félags minnkað við fjölgun bandalagsfé- laga," sagðfVilborg Valgarðsdóttir, framkvæmdastjóri Bandalags ís- lenskra leikfélaga. Árlegur formannafundur banda- lagsfélaganna 76 var haldinn á Hólmavík nýlega. „Mörg sveitarfélög þyrftu að taka sig á og auka framlög sín til þessarar menningarstarfsemi og önnur að taka hana upp sem ekki hafa látið fé af hendi rakna til hennar hingað tQ. Vönduðum leikverkum fylgir oft meiri kostnaður við uppfærslu, ekki síst hjá þeim landsbyggðarfélögum sem sækja þurfa leikstjórnendur til Reykjavöcur," sagði Vilborg enn fremur. Hún sagði að það væri við hæfi að halda fundinn á Hólmavík því að Leikfélag Hólmavíkur hefði starfað af miklum krafti og dugnaði mörg undanfarin ár. Þetta félag væri þó eitt af mjög fáum sem ekki nytu framlags frá bæjarfélagi sínu. í tilefni þessa haustfundar var gamanleikurinn PÍparkerlingin eftir Eileen Walsh settur upp með leik- fólki úr hinum ýmsu leikfélögum eft- ir samlestur og eina æfingu og er það nýjung að slíkt sé reynt. Vakti sýn- ingin mikinn fógnuð viðstaddra. Fé- lagar í Leikfélagi Hólmavíkur fluttu Djúpavíkurævintýrirð eftir Vilborgu Traustadóttur í leikgerð Sigurðar Atlasonar og þótti sú sýning takast afburða vel.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.