Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.1995, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.1995, Blaðsíða 8
FÖSTUDAGUR 13. OKTÓBER 1995 UÚönd IMönd Húsmæðurvilja ekkiveraneinar hornkerlingar Argentínskar húsmæður voru orðnar svo þreyttar á að vera sí- fellt ýtt út í hora á tneöan femín- istar, lesbíur og hommar böðuðu sig í sviösljósinu að þær ákváðu að grípa til sinna ráða. Þær ætla að halda hcimsþing húsmæöra í Buenos Aires síðar í mánuðinum. Húsmæður frá fjórtán löndum munu sækja tveggja daga ráð- stefhu þar sem þær ræöa breyttar kröfur til kvenna inni á heimil- unum. „Besti efnahagsráöherra heimsins er húsmóðirin. Hvar stæði maöurinn ef litla konan hefði ekM lagt alla pemngana til hlíðar?" segir Lita de Lazzari, stofnandi alheimssamtaka hús- mæðra og aðalhvatamaöur ráð- stemunnar. MonaSahlin uppvísaðkorta- misnofkun „Ég er mér meðvituð um aðéghefbreytt; rangt enéghef ekki dregið mér neitt fé," segir Mona Sahlin, ráðherra í sænsku stjórn- inni og væntanlegur eftirmaður Ingvars Carlssonar forsætisráð- herra. Hún heftir orðiðuppvís að þvi aö nota ráðherragreiðslukort sitt í eigjn þágu. Það er sænska blaðið Expressen sem hefur fíett ofan af kortarais- notkun ráðherrans. Ráðherrar fá kort til að kaupa sér föt, hjól- reiðabúnað, til að leigja sér bíl og til að taka út reiðufé í hrað- bönkum. Reuter.TT fíillir loks undir endalok Thule-málsins? Danir bjóða um milljónir í miskabætur Danska ríkisstjórnin bauð í gær um 900 milljóna króna miskabætur til handa þeim sem unnu að hreinsun- arstörfum í Thule á Grænlandi eftir að bandarísk sprengjuvél hlaðin kjarnorkusprengjum fórst þar 1968. Bætumar fá fyrrum verkamenn í Thule, Grænlendingar sem unnu að hreinsunarstörfum og aðstandendur þeirra sem hafa látist síðan slysið átti sér stað. Fær hver aðili um 50 þúsund danskar krónur eða um 600 þúsund íslenskar. Með þessum bóta- greiðslum vill ríkisstjórnin setja verðugan' endapunkt við hið svo- nefnda Thule-mál en þeir sem unnu að hreinsun eftir flugslysið hafa stöð- ugt haldið því fram að veikindi þeirra tengdust geislavirkni á slysstað og þeir ættu rétt á bótum. Með greiðslu miskabóta en ekki skaðabóta álítur ríkisstjórnin að hún beri enga ábyrgð á því sem gerðist 1968. Thule-máhð komst í hámæli í sum- ar þegar upplýst var að H.C. Hansen, fyrrum forsætisráðherra Dana, hafði gert leynilegan samning við Banda- ríkjamenn um að þeir mættu fljúga með kjarnorkuvopn yfir Grænland og geyma þau í herstóðinni í Thule. Þá sættust dönsk og grænlensk stjórnvöld á að skipa nefnd um rann- sókn málsins. Sérstakur fundur var haldinn um málið í Kaupmannahöfn í síðustu viku, með aðild allra hlutað- eigandi. Þar var fjallað ítarlega um allar Wiðar málsins. Lars Emil Johansen, formaður Vanefndauppboð Vegna vanefnda fyrri uppboðskaupanda fer fram vanefndauppboð á hluta í Bræðraborgarstíg 5, Reykjavík, 01 -01, þingl. eign Þóreyjar Brynju Jóns- dóttur á skrifstofu embættisins að Skógarhlíð 6, 2. hæð, þriðjudaginn 17. október I995 kl. 11.00 eftir kröfu Lífeyrissjóðs verslunarmanna og Ólafs Pálssonar, Heiðarlundi 20, Garðabæ. SÝSLUMAÐURINN í REYKJAVÍK 12. október 1995 Vinni V I K I N G A L0FT# ngstölur mtdvikudaqinn:! 11.10.1995 Aöaltölur: ©(§)(§> BÓNUSTÖLUR (4) (24) (36) Helldarupphæð þessa viku 48.081.768 áísi, 2.021.768 km uinningur fór til Danmerkur, Noregs ogSvíþjóöar UPPIÝSINGAR, SÍMSVARI 01- 60 15 11 UMKUUNA M 10 00 • TÍXTAVA RP 451 *«(*T. W»TYniHVABA UM PRI5NTVIL LUII Auglýsing um styrki til leiklistarstarfsemi Auglýst er eftir umsóknum um styrki á árinu 1996 til starf- semi atvinnuleikhópa er ekki hafa sérgreinda fjárveitingu á fjárlögum. Umsóknir gætu miðast við einstök verkefni eða samfellt starf til lengri tíma og verður afstaða tekin til skiptingar fjárins eftir eðli umsóknanna og eftir því sem fé á fjárlögum 1996 í þessu skyni kann að segja til um. Umsóknir skulu berast til menntamálaráðuneytisins, Sölv- hólsgötu 4, 150 Reykjavík, fyrir 15. nóvember nk. á eyðu- blöðum sem þar fást. Menntamálaráðuneytið 11. október 1995 grænlensku heimastjórnarinnar, sagði að þessi málalok væru vel við- unandi. „Þetta er mjög rausnarlegt tilboð af hálfu dönsku ríkisstjórnar- innar, ekki síst þar sem engar sann- anir hafa komið fram um að veikindi verkamanna í Thule og Grænlend- inga tengist hreinsunarvinnunni eft- ir slysið," sagði hann og bætti við að heimastjórnin mundi samþykkja til- boðið. Lars Emil segir að um 200 Grænlendingar komi til greina sem bótaþegar. Talsmaður verkamannanna í Thule var afar óhress með útspil rík- isstjórnarinanr í fyrstu en sagði seinna að niðurstaðan væri viðun- andi. Ekki var eining innan dönsku rík- isstjórnarinnar um bótaupphæðina. Róttækir vinstrimenn vildu hafa heildarupphæðina mun lægri; Hans Engell, formaður íhalds- flokksins, sagði að hann vildi ekki greiða krónu í bætur vegna Thule- málsins. Hann sagði Poul Nyrup Rasmussen forsætisráðherra ætla að kaupa sér frið með bótunum en fengi ekkert nema vandræði í staðinn. Ritzau Hillary Clinton, forsetatrú Bandarikjanna, heldur hér á sex mánaóa gömlum dreng á sjúkrahúsi í Managua í Ník- aragva. Hlllary hóf heimsökn sína til Suður-Ameriku i gær með eins dags heimsókn til Níkáragva. Símamynd Reuter Rússnesk skáld- kona látin laus úrsteíninum Ung rússnesk skáldkona, sem var geflð að sök að hafa selt fíkni efhi fyrír andvirði 1300 króna, hefur verið látin laus ór fangelsi á meðan réttarhöld yör henni fara fram. Hún var búin aö sitja inni í eitt ár. Skáldkonan, semer 22 ára göm- ul, var sökuð um að hafa selt of- skynjunarlyflð LSD tveimur fíkniefhaneytendum í fyrra þegar hún var að skrifa greinar um eit- uxiyflaheiminn. Verjendur skáld- konunnar segja að málið sé til- búningur yfirvalða en því hafnar saksóknatt Loksheimatil- búrtir smokkar Ukraínumönnum hefur nú tek- ist aö gangsetjá verksmiðju sem framleiðir smokka úr latexi. Þetta var önnur tilraun þeirra Öl að hefla eigin framleiðsiu. Keuter Deiluaðilar saka hvorir aðra um vopnahlésbrot: Gleðin allsráðandi í Sarajevo í gær - enn hart barist í norðvesturhluta Bosníu - » Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna krafðist þess í gærkvóldi að deiluað- ilar í Bosníu hlýddu vopnahléinu sem hófst á miðnætti í fyrrinótt. Engu að síður hafa harðir bardagar geisað í norðvesturhluta Bosníu. Annað var uppi á teningnum í höf- uðborginni Sarajevo þar sem ró og friður og gleði réðu ríkjum í gær. Annars staðar í landinu bárust að- eins tíðindi af skothríð á stöku stað. Vonir manna um að loks takist að binda enda á átökin sem hafa staðið í hálft fjórða ár hafa því glæðst. Stjórn múslíma og serbneskir fjendur þeirra sökuðu þó hvorii aðra um að blása til stórsóknar nærri bænum Sanski Most, sem hersveitir stjórnarinnar náðu á sitt vald á mið- vikudag. Vopnahléið á að standa í sextíu daga til að gefa deiluaðilum ráðrúm til aö semja um varanlegan frið. Ör- yggisráðið beindi spjótum sérstak- lega að Serbum í gærkvöldi og sak- aði þá um að stunda kynþáttahreins- anir í norðvesturhluta Bosníu. Mja Izetbegovic, forseti Bosníu, sagði að tilraunir Serba til að ná Sanski Most úr höndum stjórnar- hersins stefndu vopnahléinu í voða. „Ég tel að þessar fréttir tefli vopna- hléinu í tvísýnu. Við verðum að svara fyrir okkur ef ekkert lát verður á," sagði Izetbegovic. Her Bosníu-Serba sakaði andstæð- inga sína, múslíma og Króáta, um að hunsa algjörlega vopnahléið og senda sjö herfylki til að taka þátt í bardögunum í norðvesturhluta Bosníu. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.