Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1995, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1995, Qupperneq 4
4 FÖSTUDAGUR 20. OKTÓBER 1995 4 Fréttir Ófriðarblikur á vinnumarkaði vegna ákvarðana Kjaradóms um launahækkanir: Hvikum ekki frá kröf u um birtingu gagnanna - segir talsmaður ASÍ - erum að skoða hvað hægt er að gera, segir formaður Kjaradóms öll spjót standa nú á dómurum Kjaradóms um að birta forsendur sínar fyrir hækkunum til æðstu embættismanna rikisins. Ófriðarblikur eru á lofti. Á myndinni eru, frá vinstri: Sigurður Snævarr, ritari Kjaradóms, Othar örn Peter- sen, Þorsteinn Júliusson formaður, Hólmfríður Árnadóttir, Jón Sveinsson og Magnús Óskarsson. Samsett DV-mynd JRJ Alþingismenn og ráðherrar fengu launahækkanir umfram það sem verka- lýðshreyfingin samdi um og skattfrjálsar greiðslur vegna útgjalda að auki. Kjaradómur ákvarðaði launahækkanirnar en hefur neitað að gefa upp for- sendur fyrir hækkununum. Frá þingsetningu í vor. DV-mynd GVA Krafa verkalýðshreyfmgarinnar um að Kjaradómur geri grein fyrir forsendum sínum til að úrskurða launahækkanir til æðstu embættis- manna þjóðarinnar vofir eins og skuggi yfir fulltrúum þeim sem sæti eiga í dómnum. Sú staðreynd að þingmönnum var úrskurðuð 9,5 pró- senta hækkun á sama tíma og meðal- talshækkun innan landssamtaka AI- þýðusambands íslands var um 7 pró- sent kallar á skýringar til þeirra sem minnstar launahækkanir fengu. Hækkanir til æðstu embættismanna ríkisins námu tæpum 20 prósentum. Forseti íslands, sem hafði áður í laun 340 þúsund krónur á mánuði, fékk samkvæmt úrskuröi Kjaradóms 400 þúsund krónur. Ráðherrar, biskup, dómstjórar, ríkisendurskoðandi, rík- issáttasemjari, héraðsdómarar og fleiri stéttir fengu sambærilegar hækkanir. Sprengingin Það sem olli sprengingunni var að á sama tíma og Kjaradómur sendi frá sér tilkynningu um hækkanirnar, föstudaginn 8. september, sendi skrifstofa Alþingis út tilkynningu um þær ákvarðanir forsætisnefndar að þingmönnum yrði greiddur skatt- frjáls starfskostnaður að upphæð 40 þúsund á mánuði ,og ferðakostnaður að auki. Þá var einnig tilkynnt um 15 prósenta hækkun þingfararkaups hjá þeim þingmönnum sem stjóma nefndum og þeim sem eru þing- flokksformenn. Þegar þetta tvennt kom saman virkaði það eins og púð- ur og hvellhetta og úr varð mikil sprenging - sú mikla reiði sem nú er að brjótast út hjá fólki inni í verka- lýðshreyfingunni. Krafan um forsendurnar Þær forsendur sem Kjaradómur lagði til grundvaUar umræddum hækkunum em væntanlega launa- hækkanir sem raunverulega hafa átt sér stað í þjóðfélaginu. Krafan um að dómurinn birti niðurstöður sínar setur menn í ákveöinn vanda. Verði niðurstöðurnar birtar er ljóst að þær munu sýna verkafólki og öðrum þeim sem sömdu innan landssam- bandanna í vetur svart á hvítu að aðrir hópar launþega hafa í mörgum tilvikum fengið hækkanir sem em langt umfram þær kjarabætur sem febrúarsamningamir fólu í sér. Fari Kjaradómur aftur á móti þá leiö að neita að birta forsendur sínar er ljóst að bijótast mun út ófriöur á vinnu- markaði sem endað gæti í stórátök- um. Samningar um jöfnuö og stöðugleika Gylfi Arnbjörnsspn, hagfræðingur Alþýöusambands íslands, segir að ekki verði hvikað frá kröfunni um að forsendur Kjaradóms verði lagðar á boröið. „Hafl Kjaradómur tekið rétta ákvörðun þá hlýtur hann að birta forsendur sínar. Annaðhvort hefur hann tekið rétta ákvörðun, miðað við forsendur sem við fáum ekki að sjá, Fréttaljós Reynir Traustason eða þá að þær eru ekki til staðar og þá hlýtur ákvörðunin að vera röng.“ Afstaða hins almenna launamanns í máhnu hlýtur að markast af því að þegar gengiö var til samþykktar samninga í vor var það gert undir þeim formerkjum að þar væri um að ræða samninga sem stuðluðu að auknum jöfnuði á vinnumarkaði og sköpuðu stöðugleika í efnahagslíf- inu. Þegar svo þessi sami launamað- ur sér að stjórnmálamennimir, sem hvöttu til samninga á slíkum nótum, fá í launaumslag sitt miklu meiri hækkanir en þarna var samið um þá sýður upp úr. Leynilisti Friðriks Leynilisti Friðriks Sophussonar fjármálaráðherra um tekjuhæstu ríkisstarfsmennina var einn þáttur í mati Kjaradóms til hækkunar launa æðstu embættismanna. Sá Usti hefur enn ekki fengist birtur og fjármála- ráðherra hefur réttilega bent á að hann segi ekki nema hluta sögunnar þar sem hann sé eingöngu byggður á þeim launum sem Launaskrifstofa ríkisins greiðir út. Það þýðir að margir helstu launakóngamir hjá ríkinu eru víðs fjarri. Bankastjórar Seðlabankans og ríkisbankanna, sem hver um sig kostar í rekstri svip- að og meðal fiskibátur af minni gerð- inni, em þar ekki. Sama er að segja um starfsmenn fleiri B-hluta stofn- ana ríkissjóðs. Þar greiða viðkom- andi fyrirtæki laun sinna manna sjálf og fjármálaráðherra hefur því ekki tök á að kalla fram þær upplýs- ingar. Margir þeirra sem eru á Ustan- um eru með blönduð laun sem þýðir aö aðeins hluti launa þeirra er inni í myndinni. Forsendur Kjaradóms geta því ekki hyggst á þeim upplýs- ingum eingöngu heldur verða að koma til fleiri þættir. Dómararnir blórabögglar? DV hefrn- heimildir fyrir því að ein- stakir aðUar innan Kjaradóms hafi ekki séð leyniUsthnn svokaUaða þrátt fyrir aö hafa séð laun einstakl- inga sem á honum em. Það er við- horf meðal fulltrúa dómsins að vand- ræðagangurinn í kringum málið sé óþarfur þar sem ríkisvaldið, með fjármálaráðherra í broddi fylkingar, hafi öll tök á að kaUa eftir þeim gögn- um sem þurfi til að sýna fram á þró- unina sem niðurstaða dómsins miðar við. Því séu dómarar Kjaradóms gerðir að blórabögglum í vanmáttug- um tilburðum stjómvalda til að fela þá staöreynd að mistekist hafi að gera samninga á vinnumarkaði sem sátt ríki um. Kjaradómur íhugar málið „Það er verið að vinna í þessu máh og athuga hvort eitthvað er hægt að gera til að svara þessum kröfum," segir Þorsteinn, formaöur Kjaradóms, um beiðni Davíðs Odds- sonar forsætisráðherra um aö Kjara- dómur sýni forsendur þær sem lagð- ar voru til grundvaUar 9,5 prósenta launahækkun til æðstu embættis- manna ríkisins. Þorsteinn sagði ljóst að tilmæh for- sætisráðherra heföu talsvert aö segja varðandi könnun Kjaradóms á því hvort hægt væri að birta forsendur. Hann tók þó skýrt fram að það þýddi ekki að dómurinn myndi birta for- sendur sínar. Kjaradómur hefur enn ekki komið saman vegna málsins. Deilt viðdómarann DV er kunnugt um aö það er mat þeirra sem dóminn skipa að opinber skoðanskipti vegna forsendnanna séu ekki við hæfi vegna þess að þama sé mn að ræða æðsta úrskurðaraðUa. Þar hljóti sömu lögmál að gUda og í dómskerfinu þar sem dómarar rök- ræða ekki úrskurði sína eftir að hafa feUt dóm og þar gUdi hið fornkveðna að ekki þýði að deUa við dómarann. Alþýðusamband íslands hefur aft- irn á móti aðra skoðun en felst í fram- angreindu máltæki og viðhorfi aðUa innan dómsins. Þeir deUa þó ekki beinhnis við dómarann en krefjast þess að forsendur verði birtar. Úr- skurðum Kjaradóms er ekki hægt að áfrýja þar sem dómurinn er æðsta dómstig á sama hátt og félagsdómur og Hæstiréttur. Hatrömm átök blasa við Fátt er meira rætt um þessar mundir en úrskurðurinn og sú leynd sem hvUir yfir forsendum hans. Krafa Alþýðusambands íslands um að dómurinn upplýsi um forsendur sínar felur í sér að verði það ekki gert þá blasa við hatrömm átök á vinnumarkaði. Það standa því öU spjót á þeim fulltrúum sem dóminn skipa. Komi í ljós að Kjaradómur hafi notað krónutöluhækkunina sem lægst launuðu stéttirnar fengu, um- reiknaðar í prósentur, sem hluta af forsendum til að hækka æðstu emb- ættismenn í launum mun slíkt verða túlkað sem rof þeirrar sáttar sem gerð var á vinnumarkaði. Alls eiga 5 manns sæti í dómnum. Þorsteinn Júlíusson hæstaréttarlög- maðúr er í forsæti hans. Aðrir sem hann skipa eru Magnús Óskarsson hæstaréttarlögmaður, Jón Sveinsson héraðsdómslögmaður, Hólmfríður Ámadóttir hagfræðingur og Guðrún Zoéga verkfræðingur. Þegar Kiara- dómur felldi úrskurð sinn um laun æðstu embættismanna vék Guðrún sæti þar sem hún taldist vanhæf vegna setu sinnar í borgarstjórn Reykjavíkur. Þá tók sæti hennar varamaður, Othar Örn Petersen hæstaréttarlögmaður. Ritari nefnd- arinnar er Sigurður Snævarr, hag- fræðingur hjá Seðlabanka íslands. Þeir aðilar sem sitja Kjaradóm, að undanskildum formanninum, vildu ekki fjá sig opinberlega um máhð. Sigurður Snævarr, ritari dómsins, sagði þó að menn væru að tala saman þó ekki heföi enn verið boðað til fundar. FuUtrúa Kjaradóms bíður nú sú erflða ákvörðun að ákveða hvort þeir skuh birta forsendur sínar. Inn- an dómsins eru eflaust efasemdir um það hvort það verði gert en Ijóst er að geri þeir það ekki gætu verkfallsá- tök með tilheyrandi röskun á þjóðar- búskapnum skrifast á reikning dóm- aranna. Yfirlýsingar verkalýðsfor- kólfa og þær ákvarðanir einstakra félaga að segja upp samningum sýna alvöru málsins. .ft ■0- OPEL

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.