Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1995, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1995, Side 12
12 FÖSTUDAGUR 20. OKTÓBER 1995 Spurningin Hvað finnst þér leiðinlegt? Garðar Jónsson nemi: Mér frnnst hroðalega leiðinlegt að skúra. Magnús Torfi Ólafsson nemi: Að læra. Maurice Zschirp nemi: Að hafa ekkert að gera. -Árndís Óskarsdóttir nemi: Að bíða eftir Atla. Hann er alltof of seinn. á leiðinlega mynd í Sjónvarpinu. Brynjar Guðmundsson nemi: Húsverkin. Vaska upp og skúra. Lesendur Búsetaíbúðir - kjörinn kostur Reynir Ingibjartsson skrifar: Fyrir skömmu var í lesendabréfi DV kvartað yfir offramboði og lítt seljanlegum íbúðum fyrir aldraða. Því miður haföi bréfritari mikið til síns máls, a.m.k. hvað Reykjavík varðar. Og víðar hefur verið fylgt mjög varhugaverðri stefnu í upp- byggingu þjónustuíbúða fyrir aldr- aða: of dýrar íbúðir og ábyrgðin á viðhaldi og rekstri lögð á herðar íbúanna sem eldast með hverju ár- inu. Ég vil beina því til allra sem láta sig þessi mál varða að huga vel að búseturéttarforminu sem nú er óð- um að sanna kosti sína. Þetta form hentar ekki síst öldruðu fólki sem vantar hentugri íbúðir, meira ör- yggi og möguleika á að leggja til hliðar hluta af því fjármagni sem það hefur bundið í íbúðarhúsnæð- inu fram að þessu. í búseturéttarforminu kaupir fólk búseturétt (eignarhlut) fyrir 10— 30% af verömæti íbúðarinnar en lán eru fyrir eftirstöðvunum til allt að 50 ára. Á móti vaxtakostnaði koma vaxtabætur, hafi viökomandi átt eignir, annars er réttur á húsaleigu- bótum. Mánaðarlega greiðir fólk svoköll- uð búsetugjöld sem innifelur allan húsnæðiskostnað, m.a. greiðslur í viðhaldsjóði, þ.e. í sérstakan sjóð fyrir sjálfa íbúðina og í annan sjóð fyrir húsiö í heild. Félagið (Búseti) Bréfritari mælir mjög með búseturéttarforminu sem óðum sé að sanna kosti sína. fylgist svo grannt með viðhaldsþörf og bætir úr ef með þarf. Áhersla er lögð á hagkvæman rekstur og ör- yggi fyrir íbúana. Falli eigandi að búseturétti frá getur búseturétturinn gengið til eft- irlifandi maka eða barna. Ekki má veðsetja búseturétturinn og því ekki hætta á að „greiðasemi" við aðra geti svipt fólk þakinu yfir höfuðið á bókstaflegan hátt. Erlendis sinna félög eins og Bú- seti mjög húsnæðismálum aldraðra og hafa reyndar í vaxandi mæli tek- ið að sér alhliða þjónustu fyrir eldra fólk. Sama þróun er í alla staði mjög æskileg hér á landi. Ævintýrabókin í Möguleikhúsinu Bjarklind Einarsdóttir skrifar: Ég brá mér í leikhús um síðustu helgi með litla frænku til að sjá Æv- intýrabókina í Möguleikhúsinuy við Hlemm. Það er skemmst frá því að segja að það er langt síðan ég sjálf hef skemmt mér eins vel í leikhúsi og það sama má auðvitað segja um frænkuna'litlu. Hún var ekki fyrr komin út en hún spurði mig hvort við gætum ekki séð sýninguna „aft- ur á morgun"! Margt hjálpast að við aö gera sýn- ingu Möguleikhússins svona skemmtilega. Fyrst það að leikritið sjálft er afar skemmtilegt, með þeim betri sem ég hef séð. Þar er á mjög frumlegan hátt fléttað saman ýms- um gamalkunnum ævintýrum sem öll börn þekkja, t.d. Rauðhettu, Mjallhvít, Stígvélaða kettinum, Öskubusku og fleirum. Og úr þessu veröur eitt nýtt og spennandi leik- rit. Það er sannarlega fagnaðarefni að sjá jafn vel heppnað íslenskt leikrit fýrir börn sem mótvægi við þau gamalkunnu útlendu barnaleikrit sem standa börnum til boða þessa dagana. Leikmyndin og búningarnir í sýningunni eru sannkallað augna- yndi og gera sitt til að skapa ævin- týraheim sem fullorðnir jafnt og börn heillast af. Leikaramir standa sig frábærlega og skapa persónur sem seint gleymast. Vissulega er vandi að leika fyrir börn en hér fundu allir réttan tón og gættu þess að tala hvorki niður til barnanna né hræöa þau með ofsafengnum leik. Góð vinnubrögð Þjóðvaka Alfreð Guðmundsson skrifar: Athyglivert hefur verið að fylgjast með störfum Alþingis eftir síðustu kosningar. Skemmst er að minnast hneykslan almennings á sjálftöku meirihluta þingmanna á skattfrjáls- um tekjum sér til handa. Athygli vakti þá frammistaða Þjóðvaka á vorþinginu, er hann, einn þing- flokka, mótmælti þessari sjálftöku. Víða hefur komið fram að þing- mönnum stjórnarflokkanna finnast þessi skattfríðindi sér til handa ekki stórmál og ber það vott um litla sið- ferðiskennd viðkomandi. Siðferðis- bresturinn er því mun alvarlegri þar sem formenn þingflokkanna að undanteknum Þjóðvaka stóðu að sjálftökunni. Á Alþingi, er nú situr, ber Þjóð- vaki höfuð og herðar yfir aðra stjórnarandstöðuflokka og er greini- legt að þingmenn Þjóðvaka eru vel vakandi og sístarfandi og í takt við það sem er að gerast á líðandi stundu. Tillaga til þingsályktunar er þing- menn Þjóðvaka, þ.e. Lilja Ág. Guð- mundsdóttir og Ásta R. Jóhannes- dóttir, hafa lagt fram á Alþingi til mótunar opinberrar stefnu í fjölm- iðlun er mjög athygliverð. Fjölmiðl- ar hafa mikil áhrif til skoðanamynd- unar og oft fær almenningur mjög yfirborðskenndar og takmarkaðar upplýsingar um málefni. Hafa fjöl- miðlar verið nefndir „fjórða valdiö", auk hinnar formlegu þrískiptingar Vantar alhliða opinbera stefnu í fjölmiðlun hér á landi? valds er við þekkjum í lýðræðisríkj- um. Fjölmiölar eiga allt aö því óheftan aðgang inn á heimili fólks. Samt sem áður hefur engin alhliða stefna í fjölmiðlun verið mynduð hér á landi. í nágrannalöndunum starfa fjölmiðlar eftir ákveðnum siðaregl- um og hér á landi er farið eftir siða- reglum blaðamanna sjálfra. Endur- skoða þarf því núverandi lög, hvort ekki þurfi skýrari reglur um fjöl- miðlun með almannaheill í huga. Því er þingsályktunartillaga Þjóð- . vaka mjög kærkomin og eflir von- andi umræðuna um stöðu þessara mála í dag og á komandi árum. Samfélagið í nærmynd Jón Jóhannsson skrifar: Fyrir nokkrum dögum var Hermann Ragnar með frábæran pistil í þættinum Samfélagið í nærmynd hjá Ríkisútvarpinu. Þátturinn var um mannasiði og siövenjur. Þessi umræða hefur vakið mig til umhugsunar um hvernig íslenska þjóðin er stödd varðandi framkomu við náung- ann. íslendingar þurfa virkilega að bæta framkomu sína í garð annarra. Það vantar heilan kapítula í uppeldi okkar sem heitir mannasiðir og framkoma. Ég skora á stjómvöld, skólastjóra og kennara að koma þessari náms- grein í skólakerfið svo að þjóðin standi jafnfætis öðrum menning- arþjóðum. Ég þakka Hermanni Ragnari fyrir að vekja athygli á þessu brýna máli og ekki síður fyrir alla hans Ijúfu og fjöl- breyttu þætti i „Ég man þá tíð“. Ritstjóri rægir „kostun“ Kristinn Guðmundsson skrif- ar: Ég hlustaði í forundran á fjöl- miðlapistU á rás 2 í morgun (miðvikud. 18. okt.). Þar brýndi Ásgeir nokkur Friðgeirsson raustina og rægði „kostim“ hjá Sjónvarpinu. Fann hann þessum „kostunamöggum“, sem hann nefndi svo, allt til foráttu og nátt- úrlega Sjónvarpinu lika. Síðar frétti ég að þessi pistilhöfundur starfaði sem ritstjóri tímaritsins Iceland Review. Líklega tíðkast ekki „kostun" við fjölmiðilinn þann! Leyfum flugumferð- arstjórum að róa Sigurjón hringdi: Flugumferðarstjórar eru fjöl- mennastir á lista um hálauna- menn í embættiskerfmu, með þetta um og yfir 300 þús. kr. á mánuði. Samt kvarta þeir um lág laun og krefjast leiðréttingar. Þeir hafa líka allflestir sagt upp störfum sínum frá næstu ára- mótum. Ég legg til að stjórnvöld leyfi flugumferðarstjórum bara að róa. Ráða má t.d. unga menn, t.a.m. með flugpróf en hafa enga vinnu fengið, og setja á nám- skeið í flugumferðarstjóm. Þeir myndu áreiðanlega sætta sig minna en 300 þús. kr. á mánuði. Eins og blaut tuska Guðmundur skrifar: í hinni heitu umræðu um 40 þúsund króna skattfrjálsu launa- uppbótina þingmönnum til handa fannst mér það koma eins og blaut tuska framan í mig þeg- ar hæstvirtur forsætisráðherra landsins sagði meö brosi á vör að honum fyndist ódýr lausn að falla frá þessari 40 þúsund króna uppbót ef það yrði til þess áð lægja óánægjuöldumar. Ég trúi ekki öðru en þeir sem hafa inn- an við 50 þúsund krónur tU við- urværis á mánuði hafi líka fund- ið fyrir þessari blautu tusku. Er þetta viðhorf kannski algUt fyrir ráðamenn þessarar þjóðar? Hvers vegna er fólk reitt? D.H. skrifar: Það er ekki víst að ráðamenn átti sig á þessari miklu reiði fólks út í hálaunastéttir hins op- inbera. Reiöin skapast af því að fólki finnst á sér brotið þegar skattpeningar þess eru notaðir í svo gegndarlaust bmðl sem að greiða þjónum almennings hundruð þúsunda í mánaðarlaun á meðan það sjálft situr eftir, sumt með langt innan við hund- rað þúsund krónur á mánuði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.