Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1995, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1995, Síða 14
14 FÖSTUDAGUR 20. OKTÓBER 1995 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Aðstoðarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLT111, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 6272. Áskrift: 800 6270 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@ismennt.is-Auglýsingar: dvaugl@ismennt.is. - Dreifing: dvdreif@ismennt.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1550 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., helgarblað 200 kr. m. vsk. Þeir afvopnuðu sjálfa sig Reiði almennings vegna stórfelldra lannahækkana til þeirra valdamanna sem hæst höfðu launin fyrir hefur komið forystumönnum verkalýðshreyfmgarinnar í mik- inn vanda. Þótt sumir foringjanna séu tvímælalaust fús- ir til að magna reiðiölduna og nýta til nýrra stéttaátaka er augljóst að aðrir hrekjast nauðugir undan henni. Það fer vart fram hjá neinum að reiði almennings er einlæg, enda sér alþýða manna efnahagsbatann fara fyrst og fremst til þeirra sem betur mega sín. Það var auðvit- að sérlega ógeðfellt í flestra augum að stjórnmálamenn- imir, sem hafa beitt sér fyrir því hin síðari ár að halda kjörum almenns launafólks niðri með tilvisun til slæmr- ar afkomu þjóðarbúsins, skyldu hafa forystu um að bæta eigin kjör með margvíslegum hætti. Þótt alþingismenn hafi, vegna mótmæla almennings, neyðst til að afnema skattfrelsi einnar tegundar af kostnaðargreiðslu standa eftir margvíslegar aðrar launahækkanir og kjarabætur sem Kjaradómur og þingið sjálft hafa fært þingmönnum og ráðherrum síðustu mánuðina. Umræðan um leynilistann yfir 250 hátekjumenn í þjón- ustu skattborgaranna, sem fjármálaráðuneytið neitar enn að birta, hefur svo vakið landsmenn til ljósari vit- undar en áður um þá staðreynd að ýmsir embættismenn , moka til sín peningum úr sameiginlegum sjóðum lands- manna - bæði á meðan þeir eru í starfi hjá ríkinu og eins þegar þeir fara á eftirlaun sem eru margföld á við það sem almenningur fær. Þetta á ekki aðeins við um kóng- ana í stjórnarráðinu og heilbrigðiskerfinu heldur ekki síður um stjórnendur ríkisbankanna, æðstu menn í dómskerfmu og marga yfirmenn mikilvægra ríkisstofn- ana og embætta. Þessi embættismannaaðall er á allt öðr- um kjörum en þorri þjóðarinnar og leggur að sjálfsögðu kapp á að halda þeim upplýsingum leyndum. Slíkt er óþolandi í lýðræðisþjóðfélagi þar sem þegnamir eiga heimtingu á að sjá svart á hvítu hvert skattpeningarnir fara. Vandi forystumanna verkalýðshreyfingarinnar bygg- ist á þeim samningum sem þeir hafa sjálfir gert. Þeir hafa tekið fullan þátt í því að skammta láglaunafólkinu úr hnefa á sama tíma og ýmsir aðrir hópar hafa fengið mun meiri hækkanir. Það gerðist nánast um leið og blek- ið var þornað á febrúarsamningunum. Kennarar voru fyrstir til að ná mun betri samningum en Alþýðusam- bandsfélögin en síðan komu margir hópar í kjölfarið. Ákvarðanir þingmanna í sumar og haust, og Kjaradóms nú síðast, voru því eins konar lokapunktur á löngum ferli og dropinn sem fyllti mælinn. Nokkur stéttarfélög hafa að undanfórnu ákveðið að segja upp kjarasamningum og boða kröfur um launabæt- ur til jafns við embættismannaaðalinn. Fleiri munu vafa- laust fylgja í kjölfarið á næstu vikum. Eins og talsmenn vinnuveitenda hafa hvað eftir annað bent á stangast slíkar ákvarðanir augljóslega á við þá samninga sem forystumenn stéttarfélaganna undirrituðu síðastliðinn vetur og enn eru í gildi. Þar eru engin ákvæði um að samningarnir séu uppsegjanlegir þótt aðr- ir hópar i þjóðfélaginu fái meiri launahækkanir. Fram- kvæmdastjóri Vinnuveitendasambands íslands upplýsti í DV í vikunni að forystumenn Alþýðusambandsfélaganna hefðu verið á móti því að hafa slíkan fyrirvara í samn- ingnum; þeir hefðu ekki viljað gerast „launalöggur“. Þar með hafa verkalýðsforingjamir í reynd afvopnað sjálfa sig og umbjóðendur sína. Það mun vafalaust koma í ljós þegar að því kemur að dómstólar skeri úr um lög- mæti uppsagnar kjarasamninga og hugsanlegra aðgerða. Elías Snæland Jónsson I síðasta mánuði þegar bókmenntahátíð var haldin í Reykjavík, sú fjórða í röðinni og sú glæsilegasta af þeim öllum, brá svo við að tveir af okkar helstu fjölmiðlum, Stöð tvö og DV, virtust ekkert af henni vita. Stórtíðindin og heimóttarskapurmn Oft á tíðum dáist maður að hæfi- leikum íslenskra fjölmiðla til að gera sér mat úr litlu sem engu; ei- lífar smáuppákomur í pólitík eða viðskiptalífinu fylla endalausa spalta og útsendingarmínútur - tveir fullir ruslapokar af óhreins- uðum æðardúni, sem stolið er úr ólæstu útihúsi vestur á Barða- strönd, verða að framhaldssögu, og duglegir fréttamenn spyrja hver beri ábyrgð á því að níræð þýsk kona fótbrotni þarsem hún staul- ast óstudd um klungrin við Detti- foss, og tekst með því að koma af staö illdeilum sem skekja opinber- ar stofnanir. Fimmtíu sinnum á ári verður frumsýning Hollívúddmyndar í Sambíóunum að heilsíðufrétt, og ekki er verið að varpa rýrð á bless- aðar íþróttirnar þótt dregið sé í efa að allir blakleikir neðri deUdanna verðskuldi umfjöllun á landsvísu. Fjölmiðlar sem hvorki heyra né sjá Þessi lítUþægni íslenskra fjölm- iðla í fréttavali verður enn undar- legri þegar til þess er litið hversu blankir og skilningsvana þeir eiga til að vera þegar kemur að stórtíð- indum í menningarlífmu. En sú staðreynd varð mjög áberandi nú í síðasta mánuði þegar bókmennta- hátíð var haldin í Reykjavík, sú fjórða í röðinni og sú glæsilegasta af þeim öllum, en þá brá svo við að tveir af okkar helstu fjölmiðlum, Stöð tvö og DV, virtust ekkert af henni vita. Heimsfrægir listamenn Um fréttagildi hátíðarinnar Kjallarinn Einar Kárason rithöfundur skýtur upp kollinum í heimsfrétt- um, höfundar sem taldir eru með- al líklegustu kandídata til nóbels- verðlauna, og vert er þess að geta að á sams konar hátíð fyrir fáein- um árum var írska ljóðskáldið Seamus Heaney meðal gesta, en hann fékk sem kunnugt er bók- menntaverðlaun Nóbels nú á dög- unum. Napur vitnisburður Sem betur fer eru þó hér á landi fjölmiðlar af hærri standard en svo að þeir láti svona heimsóknir fram hjá sér fara; bæði Ríkisút- varpið og Morgunblaðið gerðu há- tíðinni myndarleg skU. Og bók-. menntirnar bera svo sem ekki af því neinn skaða að lenda utan sviðsljóss æsifregnaskrifaranna - þær hafa alltaf unnið frægan sigur „Og bókmenntirnar bera svo sem ekki af því neinn skaða að lenda utan sviðsljóss æsifregnaskrifaranna - þær hafa alltaf unnið frægan sigur þegar málin eru gerð upp á endanum.“ mætti hafa margfalt fleiri orð en rúm er fyrir hér, eh á það má minna að meðal þeirra tæplega þrjátíu þekktu skálda sem þá komu hingað tií lands voru nokkr- ir af stærstu höfundum samtím- ans; listamenn sem óvíða fara um heiminn án þess að fréttamenn sitji um þá. Þariia var fólk sem reglulega þegar málin eru gerð upp á endan- um. Skilningsleysi viðkomandi fjölmiðla er raunalegast fyrir þá jSjálfa - það er svo napur vitnis- burður um það hversu þeir sem þar ráða fréttavali eru illilega lausir við að vera starfi sínu vaxn- ir. Einar Kárason Skoðanir annarra Allra veðra von „Stöðugleikinn virðist vera fólginn í því í reynd að lágu launin séu áfram lágö...Það er komin svo mikil gremja í fólk að ég man ekki eftir öðru eins ástandi síðan 1978. Það endaði með skelfmgu þá og' nú er allra veðra von. Ég held að menn ættu frekar að sjá hvað þeir geta gért til úrbóta heldur en að lesa lögbækur." Guðmundur J. Guðmundsson í Alþbl. 19. okt. Vaxtalækkanir? „Dragist eftirspurn heimilanna eftir lánsfé saman á næstunni getur það leitt til vaxtalækkana í land- inuö...Enn einn þátturinn sem bendir til vaxtalækk- unar er minnkandi útgáfa húsbréfa. Fátt virðist benda til þess að hún muni aukast á næstunni og sú staðreynd, ásamt því að skuldabréfaútgáfu ýmissa stórra aðila á borð við Iðnlánasjóð og Reykjavíkur- borg er lokið, dregur verulega úr framboðinu á verðbréfamarkaðnum. Þessi staða þrýstir enn frek- ar á vaxtastigið. Það virðist því ýmislegt benda til þess að vaxtalækkanir séu framundan." ÞV í Viðskipti/atvinnulíf Mbl. 19. okt. Grundvöllur vaxtalækkunar „Stöðvun skuldasöfnunar og minnkandi lánsfjár- þörf ríkissjóðs eru grundvöflur þess að vextir lækki og aðrir þættir efnahagslífsins stuðli að eflingu at- vinnulífsins. Þess sjást nú sem betur fer merki að framþróun og framleiðsluaukning sé að verða í ein- stökum atvinnugreinumö...Hins vegar hefur hlut- fall fjárfestinga verið lágt og nauðsyn ber til að örva hana enn frekar í atvinnuvegunumó...Nauðsyn er að íslenskt efnahagslíf sé með þeim hætti að það laði að fjármagn til fjárfestingar hér á landi.“ Úr forystugrein Tímans 19. okt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.