Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1995, Page 26

Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1995, Page 26
34 FÖSTUDAGUR 20. OKTÓBER 1995 Afmæli Hundrað ára: Herdís Gísladóttir Herdís Gísladóttir, ljósmóöir og fyrrv. bóndi, til heimilis aö Saur- hóli í Saurbæ í Dalasýslu, er hundrað ára í dag. Starfsferill Herdís fæddist á Brunngili í Bitru og ólst þar upp í foreldra- húsum. Hún stundaði nám við Ljósmæðraskóla íslands og lauk þaðan ljósmæðraprófi 1922. Herdís var ljósmóðir í Óspaks- eyrar- og Fellshreppsumdæmi 1922-25, og ljósmóðir í Bæjar- hreppsumdæmi 1930-38. Hún lét byggja sér hús að Borðeyri 1930 og átti þar heima er hún var ljós- móðir í Bæjarhreppi. Herdís fór til Reykjavíkur 1938 og var þar um skeið. Hún var síð- an ráðskona að Giljum í Mýrdal á þriðja ár eða til 1942 en varð þá aftur ljósmóðir í Óspakseyrar- og Fellshreppsumdæmi til 1946. Her- dís átti þá heima á Óspakseyri og síðan á Broddanesi. Hún flutti að Bjarnastöðum 1945 og stundaði þar búskap uns Davíð fóstursonur hennar tók við búsforráðum. Þau fluttu að Hóli í Hvammssveit 1955 og áttu þar heima í eitt ár, bjuggu að Hvoli í Saurbæjarhreppi 1956-62 og hafa átt heima að Saur- hóli frá 1962. Fjölskylda Fóstursonur Herdísar er Davíð Stefánsson, f. 24.12. 1933, bóndi að Saurhóli. Hann er systursonur Herdísar, sonur Stefáns Davíðs- sonar, b. á Brunngili og síðan á Haugi í Miðfirði, og k.h., Guðnýj- ar Gísladóttur húsfreyju. Systkini Herdísar: Þorsteinsína, húsmóðir í Reykjavík, var gift Axel Skúlasyni klæöskera; Sigrið- ur, húsfreyja í Hvítuhlíð í Bitru, var gift Magnúsi Einarssyni, b. þar; Svanborg, húsfreyja á Broddanesi, var gift Jóni Jóns- syni, b. þar; Guðný, húsfreyja á Brunngili og síðar á Haugi í Mið- firði, var gift Stefáni Davíðssyni en þau voru foreldrar Davíðs, fóstursonar Herdísar; Gísli Þórð- ur, trésmiður í Hvítuhlíð, nú bú- settur í Gröf í Bitru, en hann er eina systkini Herdísar sem nú er 111 hamingju með afmælið 20. október 90 ára Sævar Sörensson, Faxabraut 55, Keflavík. Málfnður Kristjánsdóttir, Boðahlein 6, Garðabæ. 50 ára 85 ára Sigríður Jónsdóttir, Garöavegi 5, Hafharfirði. 80 ára Ólafur Ottósson, Vesturgötu 35, Reykjavík. Árnína S. Guðnadóttir, Löngumýri 8, Akureyri. Anna Jónsdóttir, Túngötu 5, Eskifirði. 75 ára Jón Árnason, Njörvasundi 34, Reykjavík. Olaf J.G. Eyland, Munkaþverárstræti 16, Akureyri. Guðbjörg Björgvinsdóttir, Meðalholti 12, Reykjavík. Laufey Dagbjartsdóttir, Hvassaleiti 157, Reykjavík. Sigurður Ólafsson, Hólagötu 17, Vestmannaeyjum. Fjóla Guðmundsdóttir, Hringbraut 50, Reykjavík. 70 ára Margrét Ingjaldsdóttir Thomsen hús- móðir, Mánagötu 25, Grindavík, verður sjötug á sunnudaginn. Margrét tekur á móti gestum í húsi Verkalýðsfélagsins að Víkur- braut 44, Grindavík, á morgun kl. 19.00. Þorgerður Ragnarsdóttir, Hlíðarhjalla 37, Kópavogi. Jóna Bjarnadóttir, Vallargötu 14, Vestmannaeyjum. 60 ára Mary Karlsdóttir, Vallargötu 8, Þingeyri. Edda Guðrún Tryggvadóttir, Ásholti 2, Reykjavík. Svanhildur Ólafsdóttir, Lækjarkoti, Borgarhreppi. Eiginmaður Svanhildar er Haukur Arnar Kjartansson vél- virkjameistari. Þau taka á móti gestum laugardaginn 21.10. frá kl. 15.00. Hrólfur Kjart- ansson, deildarstjóri menntamála- ráðuneytinu, Mosabarði Hafnarfirði. Eiginkona Hrólfs er Guð- laug Ingvarsdótt- ir. Þau hjónin taka á móti gestum í Álfafelli, íþróttahúsinu við Strand- götu, í kvöld, kl. 20.00-23.00. Hermann R. Herbertsson, Sigríðarstöðum, Hálshreppi. Jón Pálmi Skarphéöinsson, Sólvallagötu 8, Keflavík. 40 ára Guðrún Tryggvadóttir, Urðarbraut 13, Blönduósi. Ámi Ingi Stefánsson, Holtsgötu 48, Njarðvik. Heimir Einarsson, Sambyggð 6, Þorlákshöfn. Guðni Sigurðsson, Hjallabrekku 8, Snæfellsbæ. Guðbjörg Thoroddsen, Birkihlíð, Mosfellsbæ. Sigríður Gissurardóttir, Langholtsvegi 158, Reykjavík. Jón Sigurðsson, Kleppsvegi 144, Reykjavík. Björn Sigurðsson, Ártúni 1, Sauðárkróki. Unnur Herdís Ingólfsdóttir, Hæðargaröi 32, Reykjavík. Gyða Brynjólfsdóttir — leiðrétting í afmælisgrein um Gyðu Brynj- ólfsdóttur sjötuga þann 7.10. sl. voru tvær rangfærslur. Vegna ónákvæmni í handriti var sagt að systir Gyðu, Sigríður, bóndi á Ormsstöðum, væri látin. Þetta er ekki rétt. Hins vegar er Sigrún lát- in, dóttir Sigríðar. Þá var bróðir Gyðu, Guðmundur, sagður Þórar- insson, en hann hét Guðmundur Þórarinn Brynjólfsson. álífi. Hálfsystir Herdísar, samfeðra, var Ketilríður, húsfreyja og ljós- móðir í Skógum í Þorskafirði, var fyrst gift Birni Jónssyni, smiði í Skógum, en síðan Jónasi Andrés- syni, b. þar, í Kollabúðum í Reyk- hólasveit, í Múla, og loks í Reykjavik. Foreldrar Herdísar voru Gísli Jónsson, f. 14.1. 1866, d. 12.1. 1954, bóndi á Brunngili, og k.h., Helga Björg Þorsteinsdóttir, f. 4.9. 1865, húsfreyja. Ætt Gísli var sonur Jóns, b. á Brunngili Jónssonar, b. á Hamri í Kollafirði, Gíslasonar. Móðir Jóns var Signý Þórðardóttir. Móðir Gísla var Sigríður Gísla- dóttir, b. á Brunngili, Jónssonar, b. á Brunngili, Ögmundssonar. Móðir Gísla eldra var Guðfinna Jónsdóttir. Móðir Sigríðar var Sigríður Jónsdóttir, b. í Fagra- dalstungu, Bjarnasonar. Helga Björg var dóttir Þor- steins, b., járnsmiðs, hugvits- Herdís Gísladóttir. manns og yfirsetumanns í Kjör- vogi, Þorleifssonar, b. í Grundar- koti í Vatnsdal, Þorleifssonar. Móðir Þorsteins var Helga skáld- kona Þórarinsdóttir Jónssonar. Móðir Helgu Bjargar var Her- dis Jónsdóttir, prests á Undirfelli. Gísli Magnús Indriðason Gísli Magnús Indriðason verka- maður, Sundstræti 31, ísafirði, varð sextugur í gær. Starfsferill Gisli fæddist á ísafirði og ólst þar upp. Hann lauk gagnfræða- prófi á ísafiröi. Gísli var bóndi i Þemuvík og landpóstur og stundaði sjó- mennsku um skeið. Hann er nú fiskvinnslumaður hjá íshúsfélagi Isfirðinga. Gísli hefur setið í stjóm Verka- lýðsfélagsins Baldurs á ísafirði og hefur setið þing ASÍ, Verka- mannasambands íslands og Al- þýðusambands Vestfjarða. Fjölskylda Eiginkona Gísla var Kristín Ólafsdóttir, f. 26.3. 1942, verka- kona. Hún er dóttir Ólafs Jóns- sonar, fyrrv. b. á Garðstöðum og í Skjaldabjarnarvík, og Guðrúnar Hansdóttur húsfreyju. Gísli og Kristín slitu samvistum 1986. Börn Gísla og Kristínar eru Indriði Kristinn, f. 30.8. 1963, verkamaður í Keflavík, í sambýli með Grazynu Kawa, en sonur Ind- riða frá fyrri sambúð er Arnar, f. 17.1. 1987; Ásgerður Þórey, f. 18.9. 1963, verkakona á ísafírði, gift Ey- þóri K. Einarssyni og eru börn þeirra Guðrún, f. 19.12.1980, og Einar Bjarni, f. 16.11. 1984; Guð- mundur Stefán, f. 31.8.1964, vinnslustjóri á ísafirði, kvæntur Elísabetu Markúsdóttur og eru böm þeirra Viktoría, f. 1.10.1990, og Fannar Freyr, f.- 2.9.1993; Sig- urmar Davíð, f. 26.3. 1966, sjómaö- ur í Ólafsvík, kvæntur Heiðrúnu Huldu Jónasdóttur og er dóttir hans frá fyrri sambúð Sunna, f. 23.3.1989, en dætur Sigurmars og Heiðrúnar em Vera Kristin, f. 1.1. 1993, nú dáin, og Hulda Friðriks, f. 1.1.1993, auk þess sem böm Heiðrúnar frá fyrra hjónabandi era Sigurður Arnar, f. 24.8.1988, og Margrét Ósk, f. 22.1. 1990; Jón Helgi, f. 6.5. 1970, verkamaður í Njarðvík, en sambýliskona hans er Guðmunda Guðlaug Sveins- dóttir; Gíslína Kristín, f. 20.11. 1974, verkakona á ísafirði, en sambýlismaður hennar er Rögn- valdur Ólafsson. Gísli átti fjögur hálfsystkini, sammæðra, sem öll eru látin. Þau voru Sigurmar Gislason, f. 9.1. 1914; Jóhanna Gísladóttir, f. 19.7. 1921; Sigríður María Gísladóttir, f. 9.1. 1918; Ásgerður Þórey Gísla- dóttir, f. 28.9. 1924. Foreldrar Gísla voru Indriði Guðmundsson, f. 9.12. 1901, d. 12.5. 1995, bóndi og sjómaður í Gísli Magnús Indriðason. Þernuvík og á ísafirði, og Kristín Friðriksdóttir, f. 18.5. 1893, d. 1965, húsfreyja. Ætt Indriði var sonur Guðmundar Stefánssonar frá Efra-Núpi í Húnavatnssýslu og Margrétar Jónsdóttur. Kristín var dóttir Friðriks frá Gjögri í Strandasýslu Friðriksson- ar, b. í Gjögri, Friðrikssonar. Móðir Friðriks yngra var Guðrún Guðmundsdóttir. Móðir Kristínar var Ingibjörg Magnúsdóttir frá Borgum í Hrútafirði. Helena Hanna Hilmisdóttir Helena Hanna Hilmisdóttir, skrifstofumaður hjá Reykjavíkur- borg, til heimilis að Lambaga 13, Bessastaðahreppi, verður fimmtug á morgun. Starfsferill Helena fæddist á Teigarhorni IV við Berufjörö og ólst þar upp til tólf ára aldurs en flutti þá til Reykjavíkur. Helena lauk gagnfræðaprófi frá Gagnfræðaskóla Vesturbæjar. Hún hefur verið starfsmaður Reykjavíkurborgar. Fjölskylda Helena giftist 9.5. 1964 Hjörleifi Herbertssyni, f. 17.2. 1943, bif- reiðasmið. Hann er sonur Her- berts Ásgrímssonar frá Tjörnum í Sléttuhlíð í Skagafirði, og Kristín- ar Jóhannsdóttur frá Glæsibæ í Skagafirði sem bæði eru látin. Börn Helenu og Hjörleifs eru Herbert Jón Hjörleifsson, f. 10.11. 1964, kvæntur Jónínu Björk Ingv- arsdóttur en þau eru bændur að Teigarhorni og eiga þrjú börn, Hönnu Lísu, Soffiu Önnu Helgu og Hjörleif Inga; Katrín Eydís Hjörleifsdóttir, f. 1.11.1969, hjúkr- unarfræðingur, en maður hennar er Sigurður Benediktsson tann- læknanemi og er sonur þeirra Benedikt; Róbert Hans Hjörleifs- son, f. 16.1. 1973, nemi í foreldra- húsum. Fóstursystur Helenu eru Lilja Brandsdóttir, starfsmaður í apó- teki; Bryndís Brandsdóttir jarð- fræðingur. Helena Hanna Hilmisdóttir. Foreldrar Helenu: Hilmir Ás- grímsson, f. 12.7.1920, fyrrv. lög- regluþjónn, og Elísa Jónsdóttir, f. 30.7. 1922, d. 10.4. 1984, húsmóðir. Helena og Hjörleifur taka á móti gestum í Stakkahlíð 17 í dag kl. 17.00-20.00 en þau verða aö heiman á morgun. Lovísa G. Viðarsdóttir Lovísa Guðrún Viðarsdóttir húsmóðir, Klettahrauni 19, Hafn- arfirði, varð fertug í gær. Starfsferill Lovísa fæddist í Reykjavík og ólst þar upp í Hlíðunum og viö Sundin. Hún lauk gagnfræðaprófi frá Ármúlaskóla 1971. Lovísa starfaði við Skálatún í tvö ár. Hún starfrækti söluturn um skeið og rak snyrtivöraversl- un í Reykjavík í fjögur ár en hún er nú verktaki hjá Félagsmála- stofnun í Hafnarfirði. Lovísa starfaði lengi í JC-hreyf- ingunni og gegndi trúnaðarstörf- um fyrir hreyfinguna og situr í stjóm Foreldrafélags Lækjarskóla. Fjölskylda Lovísa giftist 31.5. 1975 Teiti Ey- jólfssyni, f. 23.4. 1952, húsasmið og sjómanni. Hann er sonur Eyjólfs Teitssonar, húsasmiðs í Reykja- vík, sem nú er látinn, og k.h., Soffiu Ármannsdóttur húsmóður. Börn Lovísu og Teits eru Anna Bára, f. 1.4.1974, verslunamaður í Hafnarfirði, í sambúð með Magn- úsi Sigmundssyni iðnverkamanni; Eyjólfúr Már, f. 29.7.1976, verka- maður í Hafnarfirði; Viðar Ben, f. 5.4. 1983, nemi. Systir Lovísu er Anna Björg, f. 15.4. 1964, skrifstofumaður í Reykjavík. Foreldrar Lovísu eru Viðar Benediktsson, f. 13.11.1932, raf- Lovfsa G. Viðarsdóttir. virkjameistari í Reykjavík, og k.h., Anna Bára Jóhannsdóttir, f. 28.11. 1935, húsmóðir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.