Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1995, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1995, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1995 7 dv Sandkorn Mannvitið Páll Pétursson, bóndi og ráð- herra frá Höllu- stöðum, og Jón Baldvin Hanni- balsson hafa lengi eldað grátt silfur í pólitík og gengið á ýmsu. Á dögunum gerðist það að Ólaf- ur Hannibalsson, bróðir Jóns, kom inn á þing sem varamaður Einars Odds Kristjánssonar. Þetta er i fyrsta sinn sem Ólafur situr á Alþingi. Þess vegna varð hann að undirrita eiðstaf í upp- hafi þingfundar. Á meðan Ólafur var að undirrita orti Páll Péturs- son: Ailtaf vex það meir og meir, mannvitið í þessum sal. Eru þeir nú orðnir tveir, undan gamla Hannibal Kynlífið Össur Skarphéð- insson var með fyrirspurn á Al- þingi til Finns Ingólfssonar iðn- aðarráðherra varðandi þá eyðileggingu á urriðasvæðinu í Sogi og Þing- vallavatni sem rafstöðvarnar í Soginu hafa valdið. Bar ýmsis- legt á góma í orðræðum þeirra. Meðal annars að rennslistruflan- ir á hrygningarsvæðinu ætti mikla sök á útrýmingu urriðans. Össur er doktor í liffræði með vatnafiska sem sérgrein og þá ekki síst kynlíf þeirra. Finnur sagði á einum stað í ræðu sinni. „Fyrirspyrjandi er að vísu sér- fræðingur í kynlífi þessara fiska... Þá kallaði Össur fram í. „Og framsóknarmanna og þar eru engar rennslistruflanir." Varð af mikill hlátur i þingsaln- um. Hjörlver Hjörleifur Guttormsson, fyrr- verandi iðnaðar- ráðherra, verð- ur sennilega munaður lengst sem slíkur fyrir baráttu sína gegn stækkun álversins í Straumsvík og bygg- ingu álvera yfirleitt hér á landi. Hann kom ásamt Finni Ingólfs- syni iðnaðarráðherra í spjall um þessi mál á Stöð 2 í vikunni og var enn við sama heygarðshom- ið hvað viökemur byggingu ál- vera og þá alveg sérstaklega mengunarþættinum. Hjörleifur er margorður ræðumaður og hafa grínarar á Alþingi fundið upp á því að mæla ræður hans í „hjörlum" í stað klukkustunda. Nú segja þessir sömu gárungar að hætta eigi að tala um álver en kalla þau þess í stað „hjörlver". Selshausinn í Alþýðublaðinu síðastliðinn miðvikudag er fjöldi fólks spurður hvort núverandi stjórnmála- flokkakerfi hér á land sé gengið sér til húðar. Sverrir Her- mannsson bankastjóri er meðal þeirra sem spurðir em. Hann gefur sínum gamla flokki held- ur betur inn í sambandi við frjálshyggjuna. Sverrir segir meðal annars: „Ég hef óttast að menn bíti sig i enn nýjan Chicagoisma Friedmans og fé- laga, frjálshyggjuismann sem ég hef óbifur á. Þar hefur verið undirgangur í mínum gamla flokki, sem hefur verið kveðinn niður á milli, en þetta er eins og með selshausinn og Fróðá, hann vill ganga upp við höggin ..." Síðan segir Sverrir: „En menn mega bæta sig og ég held að Framsóknarflokkurinn þurfi nauðsynlega að fara í endur- hæfingu. Svo ætla ég ekki að segja meiia um það.“ Umsjón Sigurdór Sigurdórsson Fréttir Séra Karl Sigurbjörnsson nefndur til forsetaframboös: Aldrei á ævinni hef ég hey r t annað eins bull - ég segi ekki neitt, segir Jón Baldvin - rangt með Ólaf B. Thors „Aldrei á ævinni hef ég heyrt annað eins bull. Ég kannast ekki við að þetta hafi nokkru sinni komið til tals, hvað þá meira. Þetta er alger della,“ sagði séra Karl Sigurbjörns- son, sóknarprestur í Hallgríms- prestakalli, í samtali við DV. Orðrómur er í gangi um að ákveðn- ir aðilar vilji að hann gefi kost á sér til forsetaframboðs næsta sumar. „Hvort einhverjir vilja að Ólafur gefi kost á sér í forsetaframboð veit ég ekki, en hitt veit ég, og þori að fúllyrða, að hann hefur ekki leitt hugann að þessu,“ sagði Jóhanna J. Einarsdóttir, eiginkona Ólafs B. Thors, framkvæmdastjóra Sjóvár- Almennra, í samtali við DV. Þau hjónin eru stödd í Bandaríkjunum og ekki var hægt að ná tali af Ólafi sjálfum vegna anna. Sögur eru á kreiki um að hópur fólks vilji fá hann til að gefa kost á sér í forseta- framboð. Inn á DV hringdi maður sem spurði hvers vegna væri ekki greint frá þvi að unnið væri að því að fá Jón Baldvin Hannibalsson, alþingis- mann og fyrrum utanríkisráðherra, í framboð til forseta íslands. Vinna við það væri hafin. „Ég segi ekki orö um þetta,“ var það eina sem Jón Baldvin Hanni- balsson vildi segja þegar DV spurði hann hvort þetta væri rétt. Þessir þrír heiðursmenn bætast í hóp þeirra Davíðs Oddssonar for- sætisráðherra, Ólafs Ragnars Grímssonar alþingismanns, Svein- bjöms Björnssonar rektors, Guð- rúnar Agnarsdóthir læknis, Stein- gríms Hermannssonar seðlabanka- stjóra, Ólafs Egilssonar sendiherra, Ólafs Ragnarssonar bókaútgefanda og séra Pálma Matthíassonar, sem öll hafa verið orðuð við forsetafram- boð. -S.dór Nú er enn auðveldara en áður að finna eldhúsinnréttingu við hœfi hjá IKEA. Nýi ÍOfyrstu-semfesta kaup á eldhúsinnréllingu eldhúslistinn okkar er afhentur í versluninni að Iloltagörðum. Efþú býrð út á landi fáíverðlaun þriggja hringdu í grœnt númer 800 6850 og við sendum hann um liœl. I listanum er að rélta máltíðfyrir tvo finna 10 glœsilegar tegundir af eldhúsinnréttingum með endalausum möguleikum á Jónatan Livingslon MávL á persónulegri útfœrslu. Að auki eru í listanum Ijúffengar mataruppskriflir frá ÚJfari Finnbjörnssyni matreiðslumeistara. 24 mánaða raðgreiðsltir 36 mánaða raðgreiðslur -fyrir fólkið í landinu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.