Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1995, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1995, Side 10
10 FÖSTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1995 Menning Attræður fyrrum bóndi gefur út spænsk-íslenska orðabók: Eftir tuttugu ár gerðist hið ótrúlega - segir Sigurður Sigurmundsson á Flúðum og er ekki hættur Sigurður Sigurmundsson, 80 ára fyrrum bóndi á Hvítárholti í Hruna, nú búsettur á Flúðum, hefur á eigin spýtur gefið út spænsk-íslenska og íslensk-spænska orðabók. Bókin kom nýlega á markað og hefur ver- ið dreift í flestar bókaverslanir landsins. Spænsk-íslenska bókin kom reyndar fyrst út árið 1973 á vegum Isafoldar og var Sigurður höfundur þeirrar bókar. Núna hefur Sigurður hins vegar bætt við ís- lensk-spænskri orðaskrá til viðbótar við spænsk- íslensku orðaskrána sem um leið hefur verið endurbætt frá fyrstu útgáfu. Bókin hans Sig- urðar er sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi ef vasaútgáfur eru und- anþegnar. Sigurður byrjaði að læra spænsku árið 1953 upp á sitt eins- dæmi. Þá segist hann ekki hafa skil- ið eitt einasta orð í tungumálinu. „Á þessum tíma fannst mér það óvinnandi vegur að búa til orðabók. Ég þurfti að fletta hverju orði upp í gegnum tvær orðabækur, fyrst enska orðabók og síðan spænska. Því réðist ég í það að búa til orða- bók og notaði það handrit í nokkuð mörg ár. Eftir 20 ár, árið 1973, gerð- ist hið ótrúlega að ég fékk útgefanda að bókinni því mér datt aldrei í hug að það yrði að veruleika," sagði Sig- urður. Þegar spænsk-íslenska orðabókin var komin út sá Sigurður fljótt þörf- ina fyrir íslensk-spænskri orðabók. Hann fór því að safna efni í hana. 1 SP&NSK. te»NSK f ÍSLINSK- SP&N5K ORCABÓR Sigurður Sigurmundsson með eintak af spænsk-íslensku/íslensk-spænsku orðabókinni sem hann hefur sjálfur gefið út. DV-mynd Sigmundur Sigurgeirsson Handritið lá óhreyft í ein 15 ár og gerði Sigurður nokkrar tilraunir til að fá hana útgefna. „Fyrir tveimur árum ætlaði Mál og menning að taka að sér að gefa bókina út en það dróst þá. Þegar þeir voru byrjaðir að vinna verkið var mér tilkynnt að þeir væru hætt- ir við i miðjum klíðum. Það endaði með því að ég tók við verkinu sjálf- ur og lét setja eldri orðabókina al- veg upp á nýtt,“ sagði Sigurður. Bókin með orðasöfnunum tveim- ur er hátt í 370 blaðsíður í vönduðu broti. Hún er prentuð hjá Gutenberg sem átti hagstæðasta tilboðið í verk- 'ið af þremur prentsmiðjum. Sigurður hefur ekki eingöngu gef- ið út orðabækur. Hann skrifaði bók um sköpun Njálssögu og þýddi spænska skáldsögu, Hljómkviðan ei- lífa, sem kom út árið 1990. Hann var bóndi í Hruna í nærri hálfa öld og fékkst við ritstörf meðfram bústörf- unum. Hann flutti frá Hvítárholti til Flúða fyrir sex árum og lauk þar með bústörfum sfnum. „Ég er enn að dunda við ritstörfin og hef gaman af. Ég geri mikið af því að skrifa og hef gert það frá þrí- tugsaldri. Ég get að lokum ekki gleymt að minnast á það að ég hef gefið út ævisögu mína, Á milli landshorna. Hún hlaut góðar viðtök- ur en hún endar þegar ég er aðeins 17 ára,“ sagði Sigurður þannig að mestur hluti ævi hans er óskráður! -bjb íslensku barnabókaverðlaunin 1991: Veislan vann - í flokki myndskreyttra bóka fyrir yngstu kynslóöina Veislan i barnavagninum, mynd- skreytt barnabók eftir þær Herdísi Egilsdóttur og Erlu Siguröardóttur, hlaut íslensku barnabókaverðlaun- in 1995 í flokki myndskreyttra sagna fyrir yngstu lesendurna. Verðlaunin voru afhent í fyrradag við upphaf útgáfufagnaðar Vöku-Helgafells en forlagið gefur bókina út. Verðlaunasjóður íslenskra barna- bóka veitir verðlaunin en að sjóðn- um standa Vaka-Helgafell, fjöl- skylda Ármanns Kr. Einarssonar, Barnabókaráðið, íslandsdeild IBBY- samtakanna og Barnavinafélagið Sumargjöf. Stofnað var til verðlaun- anna í tilefni af 70 ára afmæli Ár- manns árið 1985 og eiga þau því 10 ára afmæli á þessu ári. í tilefni af af- mælinu var ákveðið að tvískipta verðlaununum en fyrr á þessu ári fékk Þórey Friðbjörnsdóttir verð- launin fyrir bókina Eplasnepla. Veislan i barnavagninum var val- in úr hópi 100 handrita frá á sjötta tug aðila. Sagan fjallar um hana Ellu litlu sem er send í bakaríið til að kaupa kökur. Ekki vill betur til en svo að hún týnir peningabudd- unni á leiðinni. Þetta dregur dilk á eftir sér og ferð hennar á eftir að . verða hin sögulegasta. „Veislan í barnavagninum er hugljúf en um leið hressileg barna- saga þar sem samspil mynda og texta er eins og best verður á kosið. Söguþráðurinn er sniðinn að áhuga og þroska yngstu lesendanna og myndirnar eru unnar af fag- mennsku. Hvort tveggja ber jafn- framt með sér persónulegan stíl höf- undanna," sagði Ólafur Ragnarsson Erla Sigurðardóttir og Herdís Egilsdóttir taka við barnabókaverðlaununum úr hendi Ólafs Ragnarssonar bókaútgefanda. DV-mynd BG hjá Vöku- Helgafelli þegar hann af- um og hlotið ýmsar viðurkenningar henti Herdísi og Erlu verðlaunin en en flestir verðlaunahafar til þessa hann er stjórnarformaður verð- hafa verið með sínar fyrstu bækur launasjóðsins. Herdís og Erla hafa -bjb áður látið að sér kveða á ritvellin- Leikfélag Mos- fellssveitar frumsýnir á sunnudag Leikfélag Mosfellssveitar frumsýnir á sunnudaginn í Bæj- arleikhúsinu nýtt unglingaleik- rit eftir Ólaf Hauk Símonarson sem nefnist Ævintýri á harða diskinum. Valgeir Skagfjörð samdi tónlist og leikstjóri er Guðjón Sigvaldason. Um er að ræða samnorrænt verkefni, skipulagt af Norræna áhugaleikhúsráðinu. Verkefnið gengur þannig fyrir sig að einn leikhópur á hverju Norðurland- anna er að æfa frumsamið ungl- ingaleikrit og hóparnir munu koma saman á leiklistarhátíð í Kaupmannahöfn næsta vor. Sið- an verður eitt af verkum hinna landanna þýtt yfir á íslensku og þessir sömu unglingar munu setja það upp næsta vetur. Fimmtán unglingar taka þátt í þessu hjá Leikfélagi Mosfells- sveitar. Leikfélagið er að æfa hið sí- gilda verk Deleríum búbónis eft- ir þá bræður Jónas og Jón Múla Árnasyni. Frumsýning verður í kringum áramótin en leikstjóri er Valgeir Skagfjörð. Drakúla að þorna upp! Vegna um- fangs næsta verkefnis Leikfélags Akureyrar, Sporvagnsins Girndar, fer sýningum á Drakúla að ljúka. Hinn blóðþyrsti Drakúla í höndum Viðars Eggertssonar er því að þoma upp. Næstsíðasta sýning verður á morgun, laugardag, og sú síðasta laugardaginn 18. nóv- ember nk. Ágóði af Þreki og tárum til Flateyringa Þjóðleikhúsið hefur ákveðið að vera með aukasýningu á leik- ritinu Þreki og tárum þriðju- dagskvöldið 21. nóvember. Ágóð- inn af sýningunni rennur óskipt- ur tO Flateyringa sem átt hafa um sárt að binda. Leikarar, höfundur, hljóm- sveit, tæknifólk og allt starfslið leikhússins sýnir samhug í verki og gefur vinnu sína við sýninguna. Þjóðleikhúsið lætur húsið í té endurgjaldslaust og gefur sinn ágóðahlut. Miðasala vegna þessarar sýningar hefst í dag. Áshildur verð- launuð í Verona Þessl reykvísku ungmenni kunnu vel aö meta leiðsögn leikhúsrottunnar í Borgarleikhúsinu. DV-mynd GS Borgarleikhúsið: Leikhúsrottan leiðir börnin um húsið Leikfélag Reykjavíkur hefur bryddað upp á þeirri nýjung í Borg- arleikhúsinu í haust að bjóða 9 ára grunnskólanemendum í Reykjavík í heimsókn í leikhúsið. Þar eru böm- in frædd um leiklistina og sögu hennar, Borgarleikhúsið og vinnu í leikhúsi. Þessu verður framhaldið í vetur og tíu ára börnum síðan bætt við. Það er leikhúsrottan svokallaða sem fylgir börnunum um leikhúsið. Þemað í heimsókn barnanna er „ytri og innri veruleiki“. Börnin fara í leiðangur sem kannar ytri veruleikann sem og þann innri. Með því að einbeita sér að þessu þema í upplifun og leik er vonast til að börnin kynnist hinu flókna samspili sem leiklistin er. Börnin fá að skyggnast á bak við tjöldin og kynnast því sem almennir leikhúsgestir sjá aldrei. Lögð er áhersla á að kynna þeim starfið í leikhúsinu frá öðru sjónarhorni en þau eru vön, þ.e.a.s. sem þátttakend- um í sköpunarferli sem á sér stað áður en leiksýning kemst á svið. Þrír leikarar, þau Guðrún Ás- mundsdóttir, Ásta Arnardóttir og Sigurþór Albert Heimisson, taka á móti börnunum í leikhúsinu en öll hafa þau mikla reynslu af að vinna með börnum í leikrænni tjáningu. Heimsóknin í Borgarleikhúsið hefur verið unnin í samráði við bekkjarkennara 9 ára barna og hef- ur það samstarf gengið vel. Vonast er til að heimsóknin verði fastur lið- ur í menntun allra grunnskólabarna í Reykjavík. -bjb Áshildur Haraldsdóttir þver- flautuleikari vann til verð- launa í alþjóð- legri flautus- amkeppni sem nýlega var haldin skammt frá Verona á Ítalíu. Ás- hildur var í hópi 50 flautuleik- ara sem valdir voru til þátttöku í keppninni úr 100 sem sóttu um að vera með. Auk þess fékk Ás- hildur sérstök verðlaun fyrir flutning á nútímaverki. Áshildur starfar nú í París og víðar og hefur fengið tilboð um að halda tónleika í París og New York í kjölfar keppninnar í Ver- ona. -bjb

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.