Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1995, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1995, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1995 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Aðstoðarritstjóri: ELIAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLT111, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 6272. Áskrift: 800 6270 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@ismennt.is - Auglýsingar: dvaugl@ismennt.is. - Dreifing: dvdreif@ismennt.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1550 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk„ helgarblað 200 kr. m. vsk. Landflótta íslendingar í Hanstholm á Jótlandi, um þrjú þúsund manna dönsku sjávarþorpi, búa nú um 160 íslendingar sem hafa flúiö bág lífskjör á íslandi. DV heimsótti jósku íslending- anýlenduna á dögunum og birti í kjölfarið forvitnileg viðtöl við nokkra landflótta íslendinga. Þeir sögðu frá miklum breytingum sem orðið hefðu á högum.þeirra eft- ir brottförina til Danmerkur. Ummæli þessa fólks ættu að verða íslenskum áhrifamönnum í stjórnmálum, at- vinnulífi og stéttarsamtökum alvarlegt umhugsunarefni. Þeir íslendingar sem farið hafa síðustu misserin til Hanstholm virðast einkum vera fjölskyldufólk á miðjum aldri sem hefur gefist upp á lágum launum alþýðu manna hér á landi. Kjör þessa fólks á meðan það vann í svokölluðum undirstöðuatvinnuvegi þjóðarinnar voru ekki beysin. Einn þeirra sem leitað hafa til Jótlands lýsti ástandinu hér heima svo í viðtali við DV: „Verðlagið og kaupgetan er þannig á íslandi að menn verða að lifa um efni fram, safna skuldum eða stela.“ Annar íslendingur í Hanstholm fór eftirfarandi orðum um ástæður brottflutnings fjölskyldu sinnar: „Það má kannski segja að við séum landflótta íslend- ingar. En við fórum fyrst og fremst vegna spillingar í verkalýðshreyfingunni og stjómmálum. Fólk getur ekki treyst því sem við það er sagt og því er lofað. Það er allt- af verið að kippa undan því fótunum.“ Annað virðist uppi á teningnum í Hanstholm. íslend- ingarnir leggja áherslu á að í þessum danska bæ sé hægt að lifa mannsæmandi lífi, orð standi og fjármálin séu í föstum skorðum. Þeir segja einnig mikinn mun á rekstri fyrirtækja þar og hér. Glæsilegir forstjórajeppar, bruðl og ævintýraleg yfirbygging þekkist ekki í Hanstholm þar sem eigendumir vinni á gólfinu og sérhæfing sé mikil. Það er einnig athyglisvert að viðmælendur DV töldu að í Hanstholm væri mun manneskjulegra samfélag en á íslandi. Þótt slíkar fullyrðingar stangist vafalaust á við hefðbundnar hugmyndir margra um íslenskt þjóðfélag er ljóst að ýmsar breytingar síðustu missera og ára hafa þrengt alltof mikið að lítilmagnanum. Þar er ekkert lát á. Landflótta íslendingar bera að sjálfsögðu sterkar taug- ar til föðurlandsins. Þannig hefur það alltaf verið með þessa þjóð. En margir þeirra telja ekki lengur öllu fórn- andi fyrir það eitt að búa á heimaslóðum. Eða svo vitn- að sé í einn viðmælenda DV: „Söknuðurinn er ekki svo mikill að maður vilji svelta fyrir hann. Ég hef enga löng- un til þess að flytja aftur til íslands. Nú hef ég líka efni á að heimsækja vini og vandamenn. Þegar við vomm á Eskifirði hafði ég ekki efni á að fara til Reykjavíkur. Nú get ég farið 1-2 sinnum til íslands ef ég vil.“ Annar viðmælandi DV tók í sama streng: „Hér í Hanst- holm höfum við getað gert hluti sem við höfðum ekki lát- ið okkur dreyma um heima. Það eitt gerir að verkum að maður er ekki tilbúinn að fara aftur heim.“ Viðtölin við íslendingana í Hanstholm eru einkar ljós vitnisburður um afleiðingar þess hversu hörmulega er búið að láglaunafólki á íslandi. Ekkert bendir til þess að þeir sem ráða ferðinni í því efni hyggist snúa við blað- inu. Það stefnir því vafalítið í enn aukinn landflótta á komandi árum. ísland býr nefnilega ekki lengur við þá átthagafjötra sem fólust í fjarlægð frá öðrum þjóðum og erfiðum samgöngum milli landa. Ef íslenskt atvinnulíf getur ekki boðið upp á sambæri- leg lífskjör og fjárhagslegt öryggi af því tagi sem íslend- ingar í Hanstholm hafa fengið að reyna mun straumur- inn til útlanda því enn þyngjast á komandi árum. Elías Snæland Jónsson „Með því að láta íslenskar vörur og þjónustu njóta sannmælis stuðla neytendur að því að störfum fjölgar," seg- ir Ögmundur m.a. í grein sinni. / íslenskt, já takk Ætli hugtök á borð við deilur og átök komi ekki fyrst upp í huga æði margra þegar nokkur sterk hagsmunasamtök eru nefnd i sömu andránni? Slíkt þarf heldur ekki að koma á óvart; eðli málsins samkvæmt ber forsvarsmönnum að halda fram hagsmunum hver sinna samtaka' og gæta þess að réttur þeirra sé ekki fyrir borð borinn. Það er því ánægjulegt þá sjaldan það gerist að mönnum skuli lánast að vera sammála um að vera ósammála um tiltekin mál en ná samkomulagi og samstarfi um önnur. Átakið íslenskt, já takk er eitt slíkra samstarfsmála, en að því standa auk BSRB VSÍ, ASÍ, Samtök iðnaðarins og íslenskur landbúnaður. Átakið íslenskt, já takk er nú að hefjast í þriðja sinn. Upphaflega átti það aðeins að standa út árið 1993, en sá góði árangur sem þá náðist hefur orðið til þess að það er enn í fullum gangi. Áhrif átaks- ins á viðhorf og innkaup fólks voru athuguð í sérstakri könnun, og í Ijós kom að rúmlega 72% landsmanna telja að fyrir tilstyrk þess veiji þeir frekar íslenskar vörur nú en áður. Hvað sem það kostar? Aðstandendur átaksins hafa hvatt til þess að neytendur beri sig eftir íslenskri vöru og þjónustu, en ekki hvað sem það kostar. Ég held reyndar að það sé veigamesta ástæða þess hve mikinn hljóm- grunn átakið hefur hlotið. Neyt- endur hafa verið hvattir til að bera saman verð og gæði íslenskrar og innfluttrar framleiðslu, og kaupa frekar íslenskt ef báðir þessir þættir eru í lagi. Öðruvísi vinnst þetta ekki, enda tómt mál að fara Skoðanir annarra in út á ystu nöf í þessu efni og margt bendir til að þau verði knúin til að snúa af braut skuldasöfnun- ar.“ KB í Viðskipti/atvinnulíf Mbl. 9. nóv. Kjaradómur til fyrirmyndar „Launafólk á Islandi ætti að vera þakklátt Kjara- dómi fyrir að úrskurða sínu fólki kaup í samræmi vð það sem aðilar vinnumarkaðarins sömdu um að stefna að í febrúarsamningunum, „að hækka laun áþekkt þvi sem gerist í nálægum löndum" eins og framkvæmdastjóri Vinnuveitendasambandsins seg- ir. . . . Þar sem launastefnan er fundin og ekki er nema framkvæmdaatriði að framfylgja henni, ættu nú aðilar vinnumarkaðarins að venja sig af því að plaga þjóðina með sífelldu naggi um aukaatriði, en taka þingmenn, embættismenn og Kjaradóm sér til fyrirmyndar ...“ OÓ í Tímanum 9. nóv. Álveriö í Smugunni „Getur verið að Smuguaflinn hafi skilað jafn miklu í þjóðarbúið og heilt álver? Og svarið er: Já. Síðastliðin tvö ár höfum við íslendingar átt álver í Smugunni.... Hvers vegna ættu allir íslendingar að muna það? Vegna þess, að sami sjávarútvegsráð- herra með tilstyrk nýs utanríkisráðherra er nú að að semja við Norðmenn og Rússa um „álverið okk- ar í Smugunni" og síðustu fréttir í ljósvakamiðlun- um herma að samningarnir gangi út á það, að ís- lendingar láti af hendi 3/4 hluta af „álverinu sínu i Smugunni". . . . Afsali sér afganginum." Sighvatur Björgvinsson í Alþbl. 9. nóv. Af braut skuldasöfnunar „Það er ekki seinna vænna að ríki og sveitarfélög bregðist við óheillaþróun undanfarinna ára og hefji endurgreiðslur skulda í stað þess að auka stöðugt á skuldabyrðina.... Sömuleiðis virðast heimilin kom- Kjallarinn Ögmundur Jónasson formaður BSRB islenskt stuðli þeir að minnkandi atvinnuleysi hér á landi. Valið er því auðvelt, að því tilskildu að verð og gæði þess sem íslenskt er standist samjöfnuð við innfluttar vörur. Stöndum með sjálfum okkur Á undanförnum misserum hef- ur BSRB háð harða varnarbaráttu fyrir það velferðarkerfi sem hér hefur verið byggt upp á undan- förnum áratugum, landsmönnum öllum til hagsbóta. Tekist hefur verið á um grundvöll velferðar- þjónustunnar, og þvi miður eru engin teikn á lofti um að stjórn- völd ætli að snúa af þeirri braut sem þau hafa markað í þeim efn- um. Barátta BSRB fyrir bættum hag launafólks og traustara vel- „Tekist hefur veriö á um grundvöll vel- ferðarþjónustunnar, og því miður eru engin teikn á lofti um að stjórnvöld ætli að snúa af þeirri braut sem þau hafa markað í þeim efnum.“ fram á það við innkaupastjóra heimilanna að þeir versli sér til tjóns. En með því að láta íslenskar vörur og þjónustu njóta sannmæl- is stuðla neytendur að því að störf- um fjölgar, ekki aðeins í frum- framleiðslu og úrvinnslu heldur einnig í þjónustu. Einnig þetta at- riði hefur skilað sér: Samkvæmt Gallup-könnun, sem gerð var á þessu ári, telja níu af hverjum tíu íslendingum að með því að velja ferðarkerfi mun því halda áfram. Liður í þeirri baráttu er krafan um að hér verði haldið uppi fullri vinnu, og að stjórnvöld leiti allra leiða til að tryggja að svo megi verða. En hér kemur líka til okkar kasta, hvers og eins. Við getum greitt, og eigum að greiða, fullri at- vinnu atkvæði okkar með inn- kaupakörfunni. Segjum nei takk við atvinnuleysisdrauginn,- Is- lenskt, já takk.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.