Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1995, Síða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1995, Síða 32
FRÉTTASKOTIÐ r MUNIÐ NÝTT SÍMANÚMER SIMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 562 2525. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5000 550 5555 MUNIÐ NÝTT SÍMANÚMER Frjálst,óháð dagblað FÖSTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1995 Sprengjugabb: Brúðhjón handtekin eftir hring- ingu í flugfélagið Jórdönsk hjón á brúðkaupsferða- lagi og móðir brúðarinnar voru handtekin er Tri Star breiöþota frá Konunglega jórdanska flugfélaginu hafði lent á Keflavíkurflugvelli síð- degis í gær. Vélin var á leið frá Amsterdam til Chicago. Höfðu óþekktir aðilar hringt í skrifstofur flugfélagsins í Chicago í Bandarfkjunum og Amman í Jórd- aníu og nafngreint fyrrnefnt fólk. Fullyrtu þeir sem hringdu að fólkið væri með sprengju um borð. Engin sprengja fannst við leit. Hættu- ástandi var aflýst laust fyrir klukk- an fimm í morgun og var gert ráð fyrir að flugvélin færi í loftið klukkan niu í morgun. Að sögn sýslumannsins á Kefla- víkurflugvelli, Þorgeirs Þorsteins- sonar, var jafnvel talið að einhver hefði verið að gera brúðhjónunum og móðurinni slæman grikk. Sam- kvæmt þeim upplýsingum sem ís- lensk lögregluyfirvöld fengu frá Interpol hefur fólkið hvergi komið við sögu. Enn er óupplýst hverjir það voru sem hringdu. Skyndileit var gerð í flugvélinni á aðgengilegum stöðum meðan ver- ið var að koma farþegunum, sem voru 224 talsins, frá borði. Leitað var á farþegunum, sem ekki vissu hvað um var að vera fyrr en vélin hafði lent, og í farangri þeirra I flugstöðihni. Leit í flugvélinni hófst ekki fyrr en eftir áætlaðan lending- artíma hennar í Chicago, klukkan 23.32. Mikill viðbúnaður var á flugvell- inum er flugstjórinn hafði beðið um lendingarleyfi og voru sjúkralið og björgunarsveitir í viðbragðs- stöðu þar og í Reykjavík. -IBS Fáskrúðsfjörður: Sauðfé á vegum Sauðfé á vegum er að hrella öku- menn á Fáskrúðsfirði. Einn sveigði frá rollu á vegi í gær með þeim af- leiðingum að hann hafnaði utan vegar og velti bifréið sinni. Hún er ónýt en ökumaðurinn meiddist lít- illega. í morgun var ekið á rollu á vegi og skemmdist bifreiöin nokk- uð. Hún var óökufær. -sv L O K I Dómur Hæstaréttar í máli Líkkistuvinnustofunnar gegn Kirkjugörðum Reykjavíkur: Stofnunin mátti ekki nota gjöld almennings - alvarlegur áfellisdómur yfir starfsemi Kirkjugarðanna, segir lögmaður Davíðs Ósvaldssonar „í skjóli niðurgreiðslna með kirkjugarðsgjöldum gat aðaláfrýj- andi (Kirkjugarðar Reykjavíkur) boðið lægra verð en ella og öðlaðist þar með ótvírætt sterkari stöðu á markaðnum. Hlaut þetta að bitna á gagnáfrýjanda (Líkkistuvinnustofu Eyvindar Árnasonar) sem gat ekki keppt við aðaláfrýjanda á jafh- réttisgrundvelli." Þetta var megin- niðurstaða Hæstaréttar í gær í máli sem Davíð Ósvaldsson hjá Líkkistuvinnustofu Eyvindar Árnasonar höfðaði á hendur Kirkjugörðum Reykjavíkur vegna brota á lögum um verðlag, sam- keppnishömlur og ólögmæta viö- skiptahætti með því að nota kirkjugarðsgjöld almennings tU niðurgreiðslu útfararþjónustu. Hæstiréttur dæmdi Kirkjugarða Reykjavíkur til að greiða Davíð 6 milljónir króna í skaðabætur og 1 milljón í málskostnað. Davíð hafði hins vegar krafist 53,6 mUljóna króna bóta. Fimm manna dómur Hæstaréttar klofnaði. Meirihlut- inn, þrír dómarar, komst að fram- angreindri niðurstöðu en þeir lækkuðu kröfu Davíðs, m.a. á þeim forsendum að hann hefði ekki að- lagað fyrirtæki sitt þeim sam- drætti sem raun bar vitni. Tveir dómarar töldu hins vegar að þrátt fyrir að Kirkjugarðarnir hefðu með ólögmætum hætti varið hluta af kirkjugarðsgjöldum til að standa straum af útfararkostnaði, hefði ekki verið sýnt fram á að þær ráð- stafanir hefðu valdið minni markaðshlutdeUd hins aðilans. Þar var m.a. vísað til deUna Davíðs við biskup íslands og miklar fram- kvæmdir sem leiddu tU íjármagns- kostnaðar. Hreinn Loftsson, lögmaður Lík- kistuvinnustofunnar, segir að dómurinn feli i sér alvarlegan áfeUisdóm yfir stjórn og starfsemi Kirkjugarða Reykjavíkur - hún hafi brotið lög þegar hún ráðstaf- aði hluta kirkjugarðsgjaldanna til að undirbjóða útfararþjónustu í samkeppni við einkaaðUa. Þórsteinn Ragnarsson, forstjóri Kirkjugarðanna, segir á hinn bóginn að hin dæmda bótafjárhæð sé innan þeirra marka sem stjórn stofnunarinnar hafl verið reiðu- búin til að bjóða Davíð þegar málið var rekið fyrir héraðsdómi. Hann segir m.a. ennfremur að „enda þótt ný lagasetning og málaþref hafl gert útfararþjónustu kostnaðar- samari en áður hlýtur það áfram að vera keppikefli að halda kostn- aði við útfararþjónustu í lág- marki.“ -Ótt Marín Hafsteinsdóttir, litla stúlkan frá Eskifirði, gekkst undir hjartaaðgerð á sjúkrahúsi í Boston í gær. Ekki tókst að Ijúka aðgerðinni og verður Marín því að gangast undir aðra aðgerð í dag eða næstu daga. Á myndinni má sjá Marín með móður sinni, Önnu Óðinsdóttur. DV-mynd Emil Aöalfundur LÍÚ: Vilja mótmæla samþykkt NAFO Fyrir aðalfundi Landssambands íslenskra útvegsmanna, sem nú stendur yfir í Reykjavík, liggur stjórnartUlaga þar sem lagt er tU að samþykkt ársfundar Norður-Atl- antshafs fiskveiðinefndarinnar um sóknarstýringu á Flæmska hattin- um verði mótmælt. Alls liggja þrjár tiUögur fyrir aðalfundinum varð- andi rækjuveiðar á Flæmska hattin- um og eru þær aUar í þá veru að ís- lensk stjórnvöld mótmæli. -rt Litla stúlkan frá Eskifirði: Verður að fara í aðra aðgerð í dag eða á morgun Marín Hafsteinsdóttir, sex mán- inni. Samkvæmt upplýsingum frá aða Eskfirðingur, er nú komin á sjúkrahúsinu var búið að tengja tvo gjörgæsludeild barnasjúkrahússins æðaranga að hægra hjartahólfi en Children’s Hospital í Boston í ekki var búið að loka hólfinu eins Bandaríkjunum í gær eftir að hafa og stefnt var að í gær. gengist í gær undir aðgerð vegna Marín verður þvi að gangast meðfædds hjartagaUa. Ekki tókst að undir aðra'aðgerð á sjúkrahúsinu ljúka aðgerðinni í gær og verður og verður þá reynt að víkka út æðar Marín þvi að gangast undir aðra og loka hægra hjartahólfi. I aðgerð í dag eða á morgun. gærkvöld var ekki fyUilega ljóst Þegar DV hafði sarhband við hvenær aðgerðin yrði gerð en stefnt Hjálmveigu Jónsdóttur, fóðurömmu að því að gera hana strax og hægt Marínar á Eskifirði, í gærkvöld yrði. höfðu nýlega borist fréttir af aðgerð- -GHS Veðrið á morgun: Gola eða kaldi Á morgun verður suðvestan- gola eða kaldi og þykknar upp norðanlands en fremur hæg breytUeg átt og bjárt veður ann- ars staðar. Víðast verður frost í fyrramálið en hlýnar eftir því sem líður á daginn, fyrst norð- vestanlands. Veðrið í dag er á bls. 36 Grensósveqi 11 Sími: 5 886 886 Fax: 5 886 888 Grcerrt númar: 800 6 886

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.