Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1995, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1995, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1995 11 VJUSG> Síðumúla 30 - sími 568 6822 Ófögur aðkoma var á Vatnsendasvæðinu nýlega þegar pokar með hræjum af gæsum og álftum lágu þar við veginn frá Elliðavatni til Garðabæjar. Svo virðist sem einhver hafi skotið þessa fugla, álftirnar líka þó að þær séu frið- aðar. „Ég var ekkert að rífa þetta upp en fuglar eða lausir hundar á svæðinu voru auðsjáanlega búnir að fara í pokana," sagði Ijósmyndarinn. Hann lét starfsmenn Náttúrufræðistofnunar vita af pokunum og skömmu síðar voru þeir horfnir. DV-mynd RaSi mmf/t/r Opið: mánudaga-föstudaga 9-18 laugardaga 10-16 sunnudaga 14-16 Fréttir Niðurstaða rannsóknarnefndar um rútuslysið í Hrútafirði: Samverkandi þættir orsök slyssins Nefndin, sem skipuð.var af dóms- málaráðuneytinu til að rannsaka rútuslysið í Hrútafirði 22. október síðastliðinn, hefur skilað skýrslu sinni. Telur nefndin að orsök slyss- ins megi rekja til nokkurra sam- verkandi þátta, það er krapaflots, vindhviðu, hjólbarða og hraöa bif- reiðarinnar. Afleiðing þess að bif- reiðin valt hefði verið minni ef far- þegar hefðu verið i öryggisbeltum. Nefndin var skipuð daginn eftir slysið og fór strax til rannsóknar- starfa á vettvangi. Mynstrið á hjól- börðum bifreiðarinnar reyndist inn- an lögmæts ramma en nefndin telur að miðað við aðstæður hefði dýpra mynstur og naglar í dekkjunum hjálpað mikið. Bifreiðin var komin rúmlega 8 km leið frá Staðarskála og var á fullri ferð í akstri er slysið varð. Að sögn nefndarmanna voru engar skemmdir í veginum. Það er mat nefndarinnar að grein- ing, merking og fyrsta meðferð slas- aðra ásamt flutningi á sjúkrahús hafi verið góð. Til að gera flutning farþega í hóp- bifreiðum sem allra öruggastan leggur nefndin til ýmis atriði. Kann- að verði hvort unnt sé að setja ör- yggisbelti í öll sæti hópferðabif- reiða. Einnig leggur nefndin til að ökumenn hópbifreiða geri ferðaá- ætlun ef þeir aka yfir heiðar eða fjallvegi á leiðum sínum. Þar verði tekið tillit til veðurs og færðar með hliðsjón af aksturseiginleikum þeirrar bifreiðar er í hlut á og að sérstaklega verði til staðar vitneskja um veður, færð, krapaflot, vind- styrk, hálku og þess háttar. Sjá þurfi til þess að hópbifreiðin sé ávallt búin miðað við aðstæður, einkum að hjólbarðar séu gróf- mynstraðir með nöglum eða keðjum þegar gera má ráð fyrir snjó, krapa- floti eða annars konar hálku. Lagt er til að gerð verði tæknileg úttekt á því hvort hægt sé að setja öruggt net eða lok fyrir farangursgeymslur yfir höfðum farþega í hópbifreiðum. Leiðbeiningarskilti verði í bifreið- unum með áletrun um að þunga hluti eða hluti sem skaðað geti fólk i umferðaróhappi skuli geyma í far- angursgeymslu en ekki farþega- rými. Jafnframt að gerð verði tæknileg úttekt á því hvaða tæknibúnaður þurfi að vera hjá löggæsluaðila til að unnt sé að rannsaka og varðveita gögn á hópslysavettvangi. Umferð- arráði verði falið að láta taka til sérstakrar skoðunar og rannsóknar vatns-, hálku- og krapaflot hópbif- reiða. Þá telja nefndarmenn, sem voru þeir Magnús Einarsson yfirlögreglu- þjónn í Kópavogi, Brynjólfur Mog- ensen yfirlæknir og Kristján Vigfús- son, deildarstjóri í samgönguráðu- neytinu, rétt að starfrækt verði lög- bundin rannsóknamefnd umferðar- slysa. Lögreglan á Blönduósi hefur skil- að niðurstöðum rannsóknar sinnar til saksóknara. * -IBS UPPBOÐ Framhald uppboðs á eftirtöldum eignum verður háð á þeim sjálf- um sem hér segir: Eyrarflöt 6, Siglufirði, þingl. eig. Grá- steinn hf„ gerðarbeiðandi Byggingar- sjóður verkamanna, 15. nóvember 1995 kl. 11.25. Eyrarflöt 8, Siglufirði, þingl. eig. Grá- steinn hf„ gerðarbeiðandi Byggingar- sjóður verkamanna, 15. nóvember 1995 kl. 11.30. Eyrarflöt 10, Siglufirði, þingl. eig. Grásteinn hf„ gerðarbeiðandi Bygg- ingarsjóður verkamanna, 15. nóvemb- er 1995 kl. 11.35. Suðurgata 24, efri hæð og ris,_Siglu- firði, þingl. eig. Leó Reynir Ólason, gerðarbeiðandi Innheimtustofnun sveitarfélaga, 15. nóvember 1995 kl. 11.00. Eyrarflöt 12, Siglufirði, þingl. eig. Grásteinn h£, gerðarbeiðandi Bygg- ingarsjóður verkamanna, 15. nóvemb- er 1995 kl. 11.40. Túngata 37, Siglufirði, þingl. eig. Sig- urður Öm Baldvinsson og Halldóra Ólafía Jörgensen, gerðarbeiðandi Byggingarsjóður ríkisins, 15. nóvemb- er 1995 kl. 10.50. Eyrarflöt 2, Siglufirði, þingl. eig. Grá- steinn hf., gerðarbeiðandi Byggingar- sjóður verkamanna, 15. nóvember 1995 kl. 11.15. SÝSLUMAÐURINN Á SIGLUFIRÐI Eyrarflöt 4, Siglufirði, þingl. eig. Gra- steinn hf„ gerðarbeiðandi Byggingar- sjóður verkamanna, 15. nóvember 1995 kl. 11.20. N0RSH0LM SÆTA WMá m >

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.