Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1995, Side 13

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1995, Side 13
FÖSTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1995 13 T«l*l» 4« Vllíi l.i;(i \ ÍSLENSKI LISTINN ER BÍRTÚRI DV Á HVERJUM LAUGARDEGI OG SAMA DAG ER HANN FRUMFLUTTUR Á BYGLJUNNI FRÁ KL. 16-18. BYLGJAN ENDURFLYTUR LISTANN Á MÁNUDAGS- KVOLDUM MILLI KL. 20 OG 22. Kynnir: jón axel Olafsson GOTT lím«PI Kvikmyndir Hilmar Karlsson ÍSLENSKI LISTINN ER SAMVINNUVERKEFNI BYLGJUNNAR, DV OG COCA-COLA A (SLANDI. LISTINN ER NIÐURSTAÐA SKOÐANAKÖNNUNAR SEM ER FRAM- KVÆMD AF MARKAÐSDEILD DVIHVERRIVIKU. FJÖLDI SVARENDA ER A BILINU 300-400, A ALDRINUM14-35 ARA AF ÖLLU LANDINU. JAFNFRAMT ER TEK- IÐ MK) AF SPILUN A ISLENSKUM ÚTVARPSSTÖÐVUM. ÍSLENSKI LISTINN BIRTIST A HVERJUM LAUGARDEGI í DV OG ER FRUMFLUTTUR A BYGJUNNI A LAUGARDÖGUM KL16-18. LISTINN ER BIRTUR AÐ HLUTAI TEXTAVARPI MTV SJÓNVARPSSTÖÐVARINNAR. ÍSLENSKIUSTINN TEKUR ÞATT IVALI „WORLD CART" SEM FRAMLEIDDUR ER AF RADIO EXPRESS (LOS ANGELES. EINNIG HEFUR HANN AHRIF A EVRÓPULISTANN SEM BIRTUR ER f TÓNLISTARBLAÐ- INU MUSIC & MEDIA SEM ER REKIÐ AF BANDARÍSKA TONLISTARBLAÐINU BILLBOARD. Þetta er önnur kvikmynd Gísla Snæs Erlingssonar. Stuttur frakki var fersk gamanmynd og ágætlega heppnuð sem slík en er aðeins góð æfing í samanburði við Benjamín dúfu sem er gerð eftir einhverju besta handriti sem skrifað hefur verið fyrir íslenska kvikmynd. Sögusviðið er afmarkað og þröngt og í byrjun virkar myndin dálítið þvinguð en fljótt taka að leysast úr læðingi ýmis öfl í texta og mynd- máli og hið þrönga sögusvið verð- ur að litlum heimi þar sem hvers- dagslegt mannlífið verður að ólgu i lifsins öldusjó. Leikstjórn Gísla Snæs er ákaf- lega styrk og er ég viss um að hann á ekki lítinn þátt í að drengirnir fjórir, Sturla Sighvatsson, Gunnar Atli Cauthery, Snorri Sturluson og Hjörleifur Bjömsson, eru stórkost- legir í hlutverkum sínum. Svo eðli- legir eru þeir og lifandi í leik sín- um að erfitt er að imynda sér að þeir séu öðruvísi í raun og vera. Tæknilega er myndin ákaflega vel unnin, Sigurður Sverrir Páls- son er hættur að koma manni á óvart, frábær kvikmyndataka, eins og stundum sést í Benjamín dúfu, er það sem maður ætlast til af hon- um og hann bregst ekki. Það sama er að segja um Kjartan Kjartans- son hljóðmann, nafn hans er gæða- stimpill á hljóðvinnslu. Þá er vert að geta tónlistar Ólafs Gauks sem fellur vel að efninu og er þegar best lætur hluti af atburðarásinni, Bernskuárin lifa oft sterkast í minningunni, enda eru það árin þegar ímyndunaraflið er hvað sterkast og ævintýraþráin mest. Benjamín og félagar hans, Andrés, Baldur og Roland, era samnefnar- ar fyrir stráka á aldrinum tíu til tólf ára, gæddir mikilli lífsorku, sem brýst fram í ærslafullum leik, eru tilfinninganæmir og hjálpsam- ir, einnig auðsærðir og fljótir að reiðast þegar sá gállinn er á þeim. Þessum tilfinningum eru þeir að vísu mismunandi mikið gæddir, hver um sig. Það þarf gott handrit, góðan skilning og góða túlkendur til að koma þessum mótsagna- kenndu tilfinningum til skila svo að áhorfandinn hrífist með. Allt þetta hefur Benjamín dúfa, sem er einstaklega gefandi kvikmynd. Sagan um sumarið í lífi Benja- míns Þorsteinssonar, 12 ára, er rifjuð upp af honum þegar hann er sjálfur orðinn faðir og heimsækir gamla hverfið sitt. í byrjun sum- arsins er lífið leikur, drengirnir klæðast riddarabúningum, kalla sig Reglu rauða drekans og heita því að vera sannir riddarar og berjast gegn ranglæti með réttlæti. Það koma brestir í samstöðuna og einn þeirra hverfur á braut og verður meðlimur í annarri reglu. Þar með hefst atburðarás sem á eftir að vera greypt í minningunni en ekki mega ungu riddararnir alltaf vera að því að leika sér. Þeir standa við heit sitt um að berjast gegn ranglæti með réttlæti á eftir- minnilegan hátt þegar kviknar í gömlu húsi bestu vinkonu þeirra, Guðlaugar gömlu. BfLASALAN BUK SKEIFUNNI 8 - SÍMI 568-6477 MMC GT 3000 24v doc ‘93, 5 g., 2 d., perluhv., ek. 53.000 km. V. 3.350. Toyota 4-Runner V6 3000 ‘91, sjálfsk., 5 d., hvítur. Ek. 108.000. V. 2.100. Volvo 440 2000 ‘89, 5 g„ 4 d„ steingr., ek. 126.000 km. V. 680.000. Nissan Patrol díesil 2800 ‘91, 5 g„ 5 d„ rauður/grár, ek. 122.000 km. V. 2.850.000. Peugeot 205 1100 ‘92, 5 g„ 5 d„ blágrár, ek. 57.000. V. 680.000. Chevrolet Corsica 2000 ‘92, sjálfsk., 4 d„ gullsans., ek. 34.000 km. V. 1.250.000. Pontiac Grand-am 2400 ‘93, sjálfsk., 4 d„ blásans., ek. 85.000. V. 1.750.000. Honda Sonata 2000 ‘95, sjálfsk., 4 d„ dökkgr., ek. 15.000 km. V. 1.680.000. Toyota Corolla XL 1300 ‘88, 4 g„ 4 d„ steingr., ek. 104.000 km. V. 420.000. eins og kvikmyndatónlist á að vera. Á stuttum tíma hafa tvær ís- lenskar kvikmyndir í hæsta gæða- flokki litið dagsins ljós. Benjamín dúfa fer eins og Tár úr steini auð- veldlega í flokk bestu íslensku kvikmynda sem gerðar hafa verið. Leikstjóri: Gísli Snær Eriingsson. Framleiðandi: Baldur Hrafnkell Jóns- son. Handrit: Friðrik Erlingsson eftir eigin skáldsögu. Kvikmyndataka: Sigurður Sverrir Pálsson. Tónlist: Ólafur Gaukur. Leikmynd og búningar: Karl Aspelund. Hljóðeftirvinnsla: Kjartan Kjartans- son. Aðalleikarar: Sturla Sighvatsson, Hjörleifur Björnsson, Sigfús Sturlu- son, Gunnar Atli Cauthery, Kári Þórð- arson og Guðrún Þ. Stephensen. Riddarar Rauðu reglunnar munda vopn sín. Sturla Sighvatsson og Sigfús Sturluson í hlutverkum sínum. Chevrolet Camaro ‘89, 5 g„ 2 d„ blár. V. 1.450. VW Golf GL1600 ‘88, 5 g„ 5 d„ gylltur, ek. 123.000 km. V. 500.000. Stjörnubíó/Bíóhöllin: ★★★i. Dagar leiks og alvöru

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.