Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1995, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1995, Síða 12
12 FÖSTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1995 Spurningin Lesendur Tekur þú lýsi? Jónas Jónsson verkamaöur: Já, stundum. Ég finn mun á mér og trúi á mátt þess. um. Það er bæði hollt og gott fyrir líkamann. ___ Fótboltamörkin og börnin: Færum þyngdar- punktinn niður Reynir Þór Valgarðsson verslunarmaður: Nei, ekki lengur. Þrefaldur meðalakstur Hjalta leigubílstjóra? Atvinnubifreiðastjóri skrifar: Hinn 30. okt. sl. skrifar Hjalti Garðarsson leigubílstjóri og notar slík orð i þeim merku skrifum að varla er hægt að segja aö það sé okk- ur atvinnubifreiðastjórum til sóma. Hafa margir bílsijórar einnig haft á orði, að þessi skríf séu stétt okkar ekki til sóma, en ofangreindur Hjalti telst greinilega ekki til okkar stéttarfélaga (a.m.k. ekki eftir skrif- um hans að dæma). Þeirri spurningu mætti varpa fram hvort Hjalti njóti kannski sér- fræðiaðstoðar við það að geta ekið „leigubifreið" tjónlaust i heila 55.000 kOómetra á ári - brosandi? í gegnum árin höfum við atvinnu- bifreiðastjórar ekki þurft að slá okk- ur til riddara með blaðaskrifum um það hversu mikið við ökum. Hvað þá heldur að tiltaka tjónlausan akst- ur. - Hins vegar fagnar hver og einn ætíð tjónlausum akstri sínum. Ef til vill hefur Hjalti slika „eðal“ hæfileika sem pistill hans virðist bera vott um, að hann telur sig þess umkominn að gefa öðrum þau ráð að best sé að bíða og brosa, hvort heldur beðið er eftir rauöu ljósi í umferðinni eða þeim er hann vísar til í sínum merku skrifum. - Að lok- um óska ég öllum velfamaðar veg- Ólafur Ólafsson verslunarmaður: Ég er þokkalega duglegur við það. Kvikmyndir, evrópskar og amerískar - tæknin og öfundin Konráð Friðfinnsson skrifar: Nokkuð hefur borið á því á um- liðnum árum að fótboltamörk, sem standa víða í bæjum og í höfuðborg- inni, hafi fallið yfir börn og veitt þeim áverka. Slysin gerast oftast með þeim hætti að krakkar hanga á þverslán- um og sveifla sér þar með ofan- greindum afleiðingum. Mörkin eru þung og geta því veitt mikið högg þeim er fyrir verður. Og þungt högg á höfuð eða brjóstkassa getur orsak- að mikil meiðsl og alvarleg. Fólk verður að taka sig á og ganga frá þessum mörkum þannig að þau verði hættulaus bömum. Vitaskuld em til færar leiðir i þeim efnum. En staðreyndin er að hlutföll markanna era ekki rétt. Ég á við að faéra þarf þyngdarpunktinn niður til mótvægis við hæðina. Það á að gera með þvi að hafa þann hluta smíö- innar sem liggur á jörðinni úr sver- ara efhi (rörum) og aö láta hliðam- ar ná þetta hálfan til einn metra aft- ur fyrir þau og fylla síðan rörin með steypu, þ.e.a.s. í þeim tilvikum þar sem gegnheilt efni er ekki notað. Einnig má hugsa sér að neðri þversláin færðist aftur sem þessu nemur, og festa síðan netið með spotta sem strengdur yrði milli stanganna neðanverðra. Þá hefur a.m.k. tekist að færa þyngdarpunkt marksins neðar og til réttara horfs og gera það þar með öruggara og áreiðanlega stöðugra þegar bömin gleyma aðvörunarorðum hiima full- Gunnar Gunnarsson verslun- armaður: Já, ég hef tekið lýsi alveg frá því ég man eftir mér. „Þær amerísku hafa vinninginn og hafa haft frá upphafi,“ segir bréfritari. - Úr myndinni Jurassic Park eftir Spielberg. Sigurður Stefánsson skrifar: Tilefni þessa pistils míns er viðtal við formann Kvikmyndasjóðs, Bryn- dísi Schram, sem útvarpað var um sl. helgi. Þetta var hið besta spjall, fróðlegt og skemmtilegt í alla staði. Var heldur ekki við öðra að búast þegar Bryndís er annars vegar, svo lifandi og skemmtileg er hún í við- tölum. Ég læt þó innihald þessa spjalls liggja milli hluta, nema einn þátt þess, þ.e. um kvikmyndir, sem rétt var vikið að í spjallinu við Bryndísi. Bryndís sagðist vera mjög hrifin af evrópskum kvikmyndum og hinn evrópski heimur stæði sér nær en hinn ameríski. Hins vegar sagðist Bryndís játa aö tæknin í hinum amerísku kvikmyndum væri öf- undsverð, og þar stæðu evrópskar kvikmyndir ekki hinum amerísku á sporði. - Satt og rétt hjá Bryndísi. Það er einmitt hérna sem á brýt- ur í kvikmyndagerð í dag. Tæknin, brellumar, tónlist og hljóð leika stóran þátt í kvikmyndum. Og vei þeim kvikmyndaframleiðendum sem ekki hafa þessa þætti í góðu lagi. - Myndir þeirra eru vart boð- legar. Og þær verða aldrei vinsælar. Það er reyndar á allra vitorði aö amerísku kvikmyndimar era marg- falt betur gerðar en þær evrópsku, þótt ein og ein mynd frá Evrópu telj- ist líka frábær. Þær eru þó undan- tekningar frá reglunni. Þær amer- ísku hafa vinninginn og hafa haft allt frá upphafi. Það er hins vegar staðreynd að landlæg öfund ein- stakra menningarvita hér hefur ríkt út í amerískar myndir vegna yfir- burðatækni í þeim. Það er mál til komið að viður- kenna þetta, og það gerði Bryndís líka á sinn einlæga og opinskáa hátt í nefhdu útvarpsviðtali. Það er hins vegar ekki á færi allra að viður- kenna þennan leiða ágalla. Allra síst hinna fanatísku menningarvita sem sjá alltaf rautt þegar amerískt er annars vegar. Staðreyndin er að hlutföll fótboltamarkanna eru ekki rétt, segir m.a. í bréf- inu. orðnu og taka til við að príla í þeim. Fátt er það sem sjómenn hræðast meira en er ísing hleðst utan á skip þeirra. Við það raskast nefnilega jafnvægishlutfóll skipsins sem síðan leiðir til að skipunum hvolfir. - Ein- mitt vegna þess að þyngdarpunktur þeirra var kominn ofar en eðlilegt má telja. En hve míkið viljum við gera? Hve mikils metum við öryggi bam- anna okkar? Og hve langt era menn reiðubúnir að ganga til að afstýra slysum með fyrirbyggjandi aðgerð- um? verslunarmaður: Eg tek lýsispillur. Betri frétta- flutningur Kristín skrifar: Ég vil hrósa DV fyrir betri fréttaflutning að undanförnu. Ég á sérstaklega við mál eins og t.d. mál mannsins í Njarðvík sem saklaus var sakaður um þjófnað. Smágrein var birt um þetta þ. 3. nóv. sl. Síðan var bætt úr þessu 4. nóv. sl. með 4 dálka grein og áberandi fyrirsögn. Einnig um mennina sem fluttu peningatösk- ur frá bensinstöð i banka I Mos- fellsbæ og voru ákærðir en mál- ið uppgötvaðist ekki fyrr en nokkram árum seinna. Og um konurnar á Akureyri sem voru þjófkenndar og reknar. Hver er skaðinn orðinn hjá þessu fólki og fjölskyldum þess? Óbætanlegm- fyrir lífstíð. Ábyrgðin er mikil í okkar litla þjóðfélagi. Hver er næstur? Kannski einhver úr ykkar fjölskyldu? Nóg er spill- ingin og neðanjarðarstarfsemin, þótt ekki sé logið sökum á fólk vísvitandi. Jafhvel af einhverj- um sem er bara illa við viðkom- andi. Hermennska eða hryðjuverk? Magnús skrifar: Það er mikill munur á því að gegna hermennsku og því að stunda hryðjuverk. Ég get ekki betur séð af fréttum gegnum tíð- ina en Rabin hinn ísraelski hafi verið hermaður fyrst og fremst, en hins vegar hafi Arafat lagt á ráðin, eða að minnsta kosti sam- þykkt hryðjuverk sem Palestínu- menn framkvæmdu víðs vegar um heim. Þarna er mikill munur á. Það er hveijum manni heiður að því að hafa gegnt hermennsku fyrir þjóð sína, en skömm er að hryðjuverkum hvar sem þau eru stunduð. Hvar er Bessi Bessason? Einar Árnason hringdi: Mér blöskra allar tilnefning- amar um væntanlega forseta- frambjóðendur. Ekki vegna van- trausts á þessum aðilum heldur þessum fjölda sem stungið er upp á. - En með leyfí að spyrja: Hvar er Bessi Bessason í þjóöfé- laginu til að öllu sé nú til skila haldið; nafni við hæfi og gríninu sem einkennir umræðuna um embættið? Forsetaembættið: Vinstri menn fyrir Davíö Katrín skrifar: Þvi fleiri vinstri menn sem finnast sem líklegir frambjóð- endur til forsetaembættisins, því meiri líkur eru á að Davíð Odds- son verði sigurvegari, bjóði hann sig fram. Mér datt þetta í hug þegar ég sá frétt um að Ólafur Ragnar Grímsson væri orðaður við framboð. Tveir slíkir, jafnvel þrír, til að reyta fylgi hver af öðr- um, og Davíð stendur eftir sem sigurvegari, kannski með svo sem 20% atkvæða, en hvað gerir það til? Hví má ekki lækka tekjuskatt? Araór hringdi: Ég skora á launþegasamtökin og vinnuveitendur að þrýsta á ríkisvaldið í komandi viðræðum um launamálin að lækka tekju- skattinn veralega. Tekjuskattur- inn er kominn út í öfgar. Og miö- að við að Sjálfstæðisflokkurinn hefur margsinnis haft það á sinni stefnuskrá að afnema tekjuskattinn í áföngum, eins og það var orðað, ætti að vera auö- velt að taka nú til við þessa fram- kvæmd. Viöskiptablaðiö hefur sýnt fram á að lækkun tekju- skatts er vel mögulegur. Og það er einmitt mergurinn málsins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.