Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1995, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1995, Blaðsíða 28
FÖSTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1995 Smugan skapar meiri verðmæti en álver. Smugan og álver „Getur þaö verið að Smuguafl- inn hafi skilað jafn miklu í þjóð- arbúið og heilt álver? Svarið er já.“ Sighvatur Björgvinsson, i Alþýðublað- inu. Ég á gulu, konan á rauðu „Línan liggur langsum yfir hjónarúmið þannig að konan er á rauðu svæði en ég á gulu. Mað- Ummæli ur verður sennilega að hnippa í hana og segja henni að velta sér yfir á öruggt svaeði." Halldór Sveinsson, íbúi á isafirði, í DV. Ekki öll eggin í sömu körfunni „Við höfum hins vegar gengið út frá því að hafa ekki öll eggin í sömu körfunni því ef eitthvað klikkar þá verða vonbrigðin ekki svo mikil." Finnur Ingólfsson í DV. Ljósvakamiðlar og þorskurinn „Fyrir mörgum árum töldu þeir sjálfum sér trú um, einir manna í heiminum, að sjón- varpsrásir í loftinu lytu sömu lögmálum og þorskurinn í sjón- um.“ Páll Magnússon, í Morgunblaðinu, um ritstjóra Morgunbiaðsins. Olympíuleikarnir í Grikklandi voru samkvæmt sögnum haldnir í mismunandi formi á eilefu hundruð árum. Ólympíuleikarn- ir hinir fornu Samkvæmt fornum sögusögn- um voru ólympíuleikarnir stofn- aðir 776 f.Kr. Sannleikurinn mun samt vera sá að þessir staðar- leikar voru haldnir mun fyrr í Ólympiu. Það var hins vegar ekki fyrr en löngu eftir þetta ár- tal að leikarnir urðu í reynd samgrískir. Ástæðan fyrir því að þetta ártal er nefnt sem upphaf Blessuð veröldin leikanna er að þá var fyrst farið að skrá nöfn sigurvegaranna. Ólympíuleikarnir hinir fornu voru, alveg eins og á okkar dög- um, haldnir fjórða hvert ár. Smám saman fjölgaði keppnis- greinum og var keppt í hlaupum, kringlukasti, spjótkasti, glímu, hnefaleikum, kappreiðum, fimmtarþraut (langstökk, hlaup, kringlukast, spjótkast, glíma) og akstri fereykisvagna, en sú grein var í sérstökum heiðri höfð og í þeirri grein keppti aðallinn. Sigurvegarar verðlaunaðir Sigurvegarar fengu engin laun á leikunum önnur en krans af helgum ólífuviði en þar sem þeir urðu frægir voru þeir verðlaun- aðir þegar heim kom. Norðanáttin gengur niður Norðanáttin er að ganga niður og þegar líður á morguninn verður komin hæg norðvestan- eða vestan- átt um mestallt land. í kvöld og nótt fer svo að verða vart við vestan- og suðvestanátt, fyrst vestast á land- inu. í fyrstu verða él eða slydduél Veðrið í dag norðan- og austanlands en þegar líð- ur á daginn verður komið bjartviðri um mestallt land. Aftur mun svo þykkna upp í nótt, fyrst vestan- lands. Hiti verður á bilinu 0 til 5 stig. Á höfuðborgarsvæðinu verður norðan- og norðaustangola eða kaldi og bjartviðri í fyrstu, en hægviðri og skýjað með köflum þegar líður á daginn. Vestangola eða kaldi og skýjað í nótt. Hiti 0 til 3 stig. Sólarlag í Reykjavík: 16.47 Sólarupprás á morgun: 9.33 Síðdegisflóð í Reykjavík: 19.34 Árdegisflóð á morgun: 7.50 Heimild: Almanak Háskólans Veðrið kl. 6 í morgun: Akureyri skýjaó 2 Akurnes léttskýjað 4 Bergsstaöir skýjað 1 Bolungarvík alskýjað -1 Egilsstaðir alskýjaö 1 Keflavíkurflugvöllur léttskýjaö 1 Kirkjubœjarklaustur heiöskírt 3 Raufarhöfn skýjað 1 Reykjavík heiöskírt -1 Stórhöfði heióskírt 3 Bergen léttskýjaö 3 Helsinki slydda 2 Kaupmannahöfn súld 8 Ósló þoka -2 Stokkhólmur alskýjað 5 Þórshöfn alskýjaö 5 Amsterdam þokumóða 8 Barcelona þokumóöa 12 Chicago skýjaö 9 Feneyjar þokumóöa 5 Frankfurt þokumóöa 3 Glasgow þokumóóa 4 Hamborg þokumóða 8 London rigning 10 Los Angeles skýjaö 17 Lúxemborg þoka 4 Madríd skýjaó 11 Malaga rigning 15 Mallorca skýjaö 11 New York léttskýjað 3 Nuuk rigning 3 Orlando léttskýjaó 13 París skýjaö 5 Róm þokumóða 10 Valencia þokumóöa 14 Vín þokumóöa 0 Winnipeg , snjókoma -7 Sveinbjörn Jónsson, íslandsmeistari í málmsuðu: Vinnufélagi minn plat- aði mig í keppnina Ægir Már Kárason, DV, Suðurnesjum: „Það var gaman að taka þátt í þessari meistarakeppni sem var vel skipulögð og keyrð áfram af krafti. Ég var aldrei með það í huga að ég myndi vinna titilinn. Vinnufélagi minn, sen var búinn að ákveða þátttöku, plataði mig til að að taka einnig þátt og endirinn varð að ég sigraði og vinnufélagi Maður dagsins minn varð í þriðja sæti þannig að við tókum með okkur tvenn verö- laun af þrennum hingað suður eft- ir,“ segir Sveinbjörn Jónsson, starfsmaður hjá íslenskum aðal- verktökum, sem varð íslandsmeist- ari i málmsuðu um síðustu helgi. Hann fékk einnig bestan árangur í hlífðargassuðu. Þetta var í fyrsta skipti sem Sveinbjörn tekur þátt i keppninni Sveinbjörn Jónsson. en í fyrra var þrýst á hann að taka þátt en þá lét hann ekki verða af því. Hann segist ekki hafa séð eftir því að taka þátt núna en var dálít- ið stressaður meðan á keppninni stóð en stefnir að því að reyna að verja titilinn að ári liðnu. Sveinbjörn er lærður vélvirki en hefur sérhæft sig meira í rafsuð- unni eftir að hann hóf störf hjá ís- lenskum aðalverktökum árið 1989 og vinnur meira og minna í suðu- vinnu. Hann lærði og vann hjá Vélsmiðju Njarðvíkur í 10 ár í bátaviðgerðum. Þar segist hann hafa gripið í rafsuðu og lært að sjóða. „Ég fór eiginlega út í að læra vélvirkjun vegna þess að faðir minn var lærður vélvirki. Ég var að snúast í kringum vélar og bUa þegar ég var smápoUi. Sveinbjöm segist lítið hafa getað sinnt áhugamálum að undanförnu. „Ég keypti hús og hef verið að taka það í gegn. Annars hef ég verið að dunda mér í fótbolta með vinnufé- lögum og áhugahópum." Eigin- kona Sveinbjörns er Ingibjörg Guð- jónsdóttir leikskólakennari og eiga þau eina dóttur, Berglindi Björk, 3 ára. BarPar í Borgarleikhúsinu, nánar til- tekið í Veitingabúðinni í kjallara hússins, er nú sýnt við góða að- sókn leikritið BarPar eftir Jim Cartwright, en Leikfélag Akur- eyrar sýndi þetta verk í tvö leik- ár við miklar vinsældir. Leikrit- ið gerist á bar eins og nafnið bendir tU og segir frá hjónum sem reka barinn og gestum þeirra. Þarna kynnumst við mörgum ólíkum og skemmtUeg- Leikhús um persónum, vandamálum þeirra, gleði og sorgum. Aðeins tveir leikarar eru í sýningunni, Guðmundur Ólafs- son og Saga Jónsdóttir, og leika þau íjórtán hlutverk. Leikstjóri er Helga E. Jónsdóttir. Þess má geta að í Þjóðleikhúsinu er verið að sýna Taktu lagið, Lóa, eftir sama höfund og er það verk á öðru leikári. Skák í eftirfarandi stöðu, sem er frá stór- meistaramótinu í Horgen í Sviss á dögun- um, hafði Nigel Short hvítt og átti leik gegn Boris Gulko. Hvíta taflið lofar góðu, öflugur frelsingi á c7 og svarti kóngurinn á vergangi. Short var fljótur að leiða tafl- ið farsællega til lykta: 29. Bf4+ e5 30. Bxe5 + ! fxe5 31. Dh6 + og Gulko kaus að gefast upp, því að eftir 31. - Hg6 32. Hb6+ Ke7 33. Dxh7+ er öUu lokið. Jón L. Arnason Bridge Þetta spU oUi töluverðri sveiflu á mörgum borðum í Politiken tvímenn- ingsmótinu sterka sem haldið var í Danmörku í síðustu viku. Þar sem sig- urvegararnir Zia og Weichsel sátu NS, gengu sagnir þannig, austur gjafari og NS á hættu: 4 ÁG95 * ÁD86 * KDG3 * Á * 8 5 ♦ Á1087652 * D1043 * KD10 •* 104 * 9 * K987652 Austur Suður Mittelman Zia pass ' pass pass 5* Vestur Norður Gitelman Weichsel 44- dobl dobl p/h Weichsel úttektardoblaði fjögurra tígla hindrunaropnun Gitelmans og Zia sá enga ástæðu tU þess að sitja í þeim samningi. Gitelman var í þeirri sérkennUegu aðstöðu að geta doblað þann samning eftir hindrunina og spU- ið fór einn niður. Jón Baldurson og Sævar Þorbjömsson náðu betri ár- angri i NS með góðum sögnum: Austur Suður Vestur Norður Palmund Jón Auken Sævar 2-f pass pass! 3G , pass 4* pass 4G! ‘ p/h Tveggja tígla opnun Dennis Koch- Palmund var multi-sagnvenja og lofaöi 6 spUum í öðrum hvorum hálitanna og undirmálsopnun. Auken mat það rétti- lega að bann kæmist í ógöngur ef hann ( segði annað en pass og Sævar stökk í 3 grönd á sína öflugu hendi. Jón átti ýmislegt ósagt á sín spU, en Sævar sagði einfaldlega 4 grönd við 4 laufum. Eftir hjartaútspU austurs var Sævar ekki í vandræðum með að fá 10 slagi. ísak Örn Sigurösson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.