Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1995, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1995, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1995 Fréttir Piltur ákærður fyrir að hafa kveikt 1 atvinnuhúsnæði á Höfn með eldfimum vökva: 19 ára krafinn um 9,1 milljón 1 skaðabætur - var á síðasta ári dæmdur fyrir að leggja eld að tveimur sumarhúsum í Önundarfirði 19 ára piltur hefur verið ákærður fyrir stórfelld eignaspjöll með því að hafa af ásetningi kveikt 1 húsnæði Rafeindaþjónustu Jóhanns Ársæls- sonar á Höfn í Homafírði. Vátrygg- ingafélag íslands hefúr lagt fram 9,1 milljónar króna skaðabótakröfu vegna tjóns sem varð í brunanum. Sami piltur var á síðasta ári dæmd- ur í 6 mánaða skilorðsbundið fang- elsi fyrir að hafa lagt eld að tveimur nýstandsettum sumarbústöðum í Önundarflrði á árinu 1993. Piltinum er gefið að sök að hafa brotist inn í húsnæði Rafeindaþjón- ustunnar aðfaranótt 9. júní síðast- liðinn. Þar fór hann inn á skrifstofu þar sem hann fann kontakt-spray sem hann sprautaði síðan á veggi og gegnumvætti einnig stólsetu með vökvanum áður en hann lagði eld að. Pilturinn forðaði sér síðan en eldurinn breiddist um húsiö. Hann þykir með þessu hafa valdið elds- voða sem hafði almannahættu í för með sér sem olli verulegu eignatjóni og hættu á enn meira tjóni ef eldur- inn hefði breiðst meira út. Slökkvi- liðinu á Höfn tókst að koma í veg fyrir að skemmdir yrðu meiri en raun bar vitni. í júní 1993 fann lögreglan á ísa- firði piltinn ölvaðan, skólausan, blóðugan og blautan með sviðið hár á gangi í Önundarfirði. Þá hafði eld- ur kviknað í tveimur sumarhúsum. Við yflrheyrslur viðurkenndi piltur- inn að hafa komið að Görðum, farið þar inn í reykkofa og kveikt í spreki í plastfotu. Þaðan hefði hann gengið að sumarhúsinu, brotiö rúðu og skriðið inn en síðan lagt eld að gluggatjöldum og sófa í einu her- bergjanna. Gólfið var hulið reyk er hann yfirgaf húsið. Pilturinn skýrði jafnframt frá því að hann hefði kom- ið að Kaldeyri. Þar hefði hann sest við borð þar sem hann hafði kveikt á olíulampa. Þarna kvaðst hann hafa rekið olnbogann í lampann þannig að hann féll i gólfiö og eldur gaus upp. Pilturinn sagðist ekki hafa talið sig hafa ráðið við eldinn og ákveðið að koma sér á brott. Hann kvaðst fyrst og fremst hafa verið að leita skjóls í húsunum. Héraðsdómur Vestfjarðá komst að þeirri niðurstöðu að pilturinn hefði kveikt í sumarhúsinu að Görðum af ásetningi en gáleysi hefði valdið brunanum að Kaldeyri. Skaðabótakröfum upp á samtals á áttundu milljón króna var vísað frá dómi þar sem þær þóttu ailt of háar og órökstuddar auk þess sem mið var tekið af ungum aldri og efnahag piltsins. Réttarhöld vegna málsins á Höfn verða haldin á næstunni hjá Héraðs- dómi Austurlands. -Ótt Stuttar fréttir Raforka á útsöluverði Raforkusamningur Lands- virkjunar og Alusuisse-Lonza gerir ráð fyrir að álverið í Straumsvík greiði einungis um 10 mills fyrir raforkuna fyrstu 7 árin miðað við núverandi ál- verð. Skv. Sjónvarpinu kostar um 20 mills að framleiða ork- una. Áfengi á laugardögum Þrjár verslanir ÁTVR í Reykjavík og á Akureyri verða framvegis opnar á laugardögum. RÚV greindi frá þessu. Skölamáltíöir í athugun Borgaryfirvöld kanna þessa dagana hvort grundvöllur er fyr- ir því að fjöldaframleiða máltíð- ir fyrir grunnskólaböm. Skv. Tímanum verða foreldrar spurð- ir hvað bömin vilji borða. Óvenjumikill hafís Óvenjumikill hafís er úti fyrir Vestfjörðum miðað við árstíma. Skv. Tímanum er búist viö að ís- inn haldist svipaður næstu daga. Rýmri áfengisreglur Fjórir þingmenn úr jafnmörg- um flokkum hafa lagt til að ald- ursmark til að kaupa áfengi verði lækkað í 18 ár. Skv. RÚV eru rökin meðal annars þau að núgildandi lög séu úrelt og að fólk virði þau ekki. íslendingar eyöa mest íslenskir ferðamenn eyða meiru en aðrir ferðamenn í Bretlandi. Skv. bresku hagstof- unni eyða íslendingar að meðal- tali 11.830 krónum á dag. Mbl. greindi frá. BÍ styður blaðamann Stjórn Blaðamannafélags ís- lands hefúr lýst yfir stuðningi við Agnesi Bragadóttur, hlaða- mann Morgunblaðsins, sem neitar að gefa upp nafn heimild- armanns vegna frétta um mál- efni SÍS. í siðareglum félagsins segir að blaðamanni beri aö virða trúnað við heimildarmenn sína. Brotið á blindum Blindrafélagið telur það ský- laust brot á jafnréttislögum að ekki er hægt að aðgreina nýja 2 þúsund króna peningaseðilinn frá öðrum seðlum út frá stærð. Þá eigi sjónskertir örðugt með að aðgreina seðlana út frá lit. Mbl. greindi frá. Borholur spilla Geysi Borholur í nágrenni Geysis í Haukadal hafa hugsanlega spillt þessum heimsfræga hver. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir hélt þessu fram á Alþingi í gær.-kaa Fyrrum forstöðumaður hagdeildar Búnaðarbankans fær fangelsisdóm vegna gjaldeyrisviðskipta: Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra og Kristján Ragnarsson formaður LÍÚ meðal annarra á LÍÚ-þinginu. Vélstjóraþing og LÍÚ-þing haldin í Reykjavík: Verkföll vegna frekju og yfirgangs hóps útgerðarmanna - sagði Helgi Laxdal formaður 1 setningarræðu sinni Vélstjóraþing var sett á Grand Hótel í gær. Þingið hófst með ávarpi Þorsteins Pálssonar sjávarútvegs- ráðherra en síðan flutti Helgi Lax- dal, formaður Vélstjórafélags ís- lands, setningarræðu. Hann gerði að umtalsefni það fjárhagslega tap sem útgerðarmenn urðu fyrir vegna verkfalls sjómanna í vor. Hann sagði ástæðu til að velta fyrir sér ástæðum verkfallsins. „Var það vegna óbilgirni sjó- manna eða var það vegna óbilgimi ákveöins hóps útgeröarmanna? Tví- mælalaust vegna óbilgimi og frekju ákveðins hóps útgerðarmanna sem forysta LÍÚ hefði átt að sefja ofan í við strax í stað þess að taka undir málflutning þeirra og athafnir," sagði Helgi. • Hann sagði endanlegt markmið Landssambands íslenskra útgerðar- manna haldið sömu daga í Reykja- vík. Fundarmenn á Vélstjóraþingi f gær. varðandi sölu afla vera að mestur hluti fari um fiskmarkaði. Auk ársfundar vélstjóra er þing Mun ræða við starfsmenn Funa — segir bæjarstjóri „Ég mun ræða þessi mál beint og milliliðalaust við starfsmenn Funa en ekki í gegnum fjölmiðla,“ segir Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á ísafirði, vegna þeirra ásakana fjögurra starfsmanna sorpbrennslunnar Funa á ísafirði í DV i gær að þeir hafi aldrei verið varaðir við snjó- flóðahættu á vinnustað sínum þrátt fyrir að hættan væri þekkt. Fram kom hjá starfsmönnunum að á byggingartíma stöðvarinnar hefði verktökum verið vísað út vegna hættu á snjóflóði. Kristján Þór segist ekki þekkja til þess þar sem hann hafi ekki tekið við sem bæjarstjóri fyrr en eftir að byggingu stöðvarinnar lauk. -rt Slökkviliðs- menn fresta aðgerðum Ægir Már Kárason, DV, Suöurnesjum: Slökkviliðsmenn á Kelfavík- urflugvelli samþykktu á fundi í gær að fresta aðgerðum sínum í eina viku. Landssambandi slökkviliðsmanna bárust tiimæii frá varnarmálaskrifstofu utan- ríkisráðuneytisins um að aðgerð- um um hægagang slökkviliðs- manna yrði frestað í eina viku og verður sá tími notaður af hálfu vamarmálaskrifstofú til að finna lausn á ágreiningsmálun- um. Niðurstaðan verður kynnt á fundi með starfsmönnum slökkviliðsins 17. nóvember. Ákvöröunin var tekin í trausti þess að lausn fengist eftir viku. Sekur þrátt fyrir leyfi aðstoðarbankastjórans - fær 3 milljónir í sekt en 20-25 milljóna hagnaöur starfsmannsins taldist tjón bankans Á nánast sama hátt og Héraðs- dómur Reykjavíkur sýknaði alfarið Kristján Gunnarsson, fyrrum for- stöðumann hagdeildar Búnaðar- bankans, af sakargiftum um um- boðssvik og brot í opinberu starfi með því að hafa misnotað aðstöðu sína þegar hann hagnaðist um 20-25 milljónir króna með spákaup- mennsku sinni sakfelldi Hæstirétt- ur manninn í gær og hnekkti alfar- ið dómi héraðsdóms. Hann hefur nú verið dæmdur í 8 mánaða fangelsi sem þó þótti mega skilorðsbinda af ýmsum ástæðum og til að greiða , þriggja milljóna króna sekt til ríkis- sjóðs. Héraðsdómur komst aö þeirri nið- úrstöðu að Kristján hefði á engan hátt misnotað aðstöðu sína né stöðu sem starfsmaður bankans við gjald- eyrismillifærslur sínar og hefði í engu leynt yfirmenn sína viðskipt- um sínum við bankann - þvert á móti hefði hann gert sérstakt sam- komulag um afsláttarkjör vegna millifærslnanna. Þessu hnekkti Hæstiréttur. Fimm manna dómur taldi viðskipti Kristj- áns hafa verið afbrigðileg að því leyti að hann naut sérstakra kjara umfram aðra viðskiptamenn, reynd- ar samkvæmt samkomulagi sem hann gerði við aðstoðarbankastjóra - hann hefði einkum notið þess þar sem hann var starfsmaður en við- skiptin hins vegar stunduð á kostn- að bankans - hagnaður Kristjáns hefði verið á kostnað bankans og viðskiptin verið skipulögð og kerfís- bundin. Hæstiréttur telur að þrátt fyrir heimildir „stjómenda bankans" hafi það ekki leyst Kristján undan trún- aðarskyldum sínum gagnvart bank- anum. Auk þess hlyti honum fljót- lega að hafa orðið ljóst að kaup- mennska hans væri ósamrýmanleg stöðu hans og umfang viðskiptanna væri orðið annað en það sem stjóm- endur gerðu sér grein fyrir - það væri því óhjákæmilegt að líta svo á að Kristján hefði misnotað aðstöðu sína sér til ávinnings og tjóns fyrir bankann, þar með hefði hann brotið starfsskyldur sínar. Á hinn bóginn var það virt Kristj- áni til málsbóta að vitneskja stjóm- enda bankans lá fyrir enda hafði hann gert samkomulag um sérstök kjör. Einnig það að upplýsingamar sem hann nýtti sér vom ekki trún- aðarmál. Auk þess var tekiö mið af því að Kristján hefur ekki gerst brotlegur við hegningarlög áður. Greiði Kristján ekki 3 milljónir króna innan fjögurra vikna er hon- um gert að sæta 6 mánaða fangelsi í stað sektarinnar. -Ótt

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.