Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1995, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1995, Blaðsíða 24
32 FÖSTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1995 Sviðsljós Nýjasta kærustuparið innan bresku leikarastéttarinnar: Ken og Helena tala saman í síma fimm sinnum á dag Anne Nicole Smith lögð inn Ljósmyndafyrirsætan og ekkj- an Anne Nicole Smith, sem vann þaö sér til frægðar fyrst og fremst að giftast háöldruðum ol- íukóngi frá Texas í fyrra, var lögð inn á sjúkrahús í vikunni. Orðrómur er á kreiki um að hún hafi tekið inn of stóran skammt lyfja en lögfræðingur hennar og blaðafulltrúi harðneita því. Blaðafulltrúinn sagði að Anne hefði brugðist illa við lyfjum sem læknir hennar gaf henni vegna höfuðverkja. Að sögn sjónvarps- stöðvar vestra hefur stúlkan áöur verið lögð inn af svipuðum ástæðum. Kenneth Branagh, sá mikli leik- ari og leikstjóri, var ekki lengi að finna sér nýja kærustu eftir að eig- inkonan, Emma Thompson, yfirgaf hann fyrir stuttu. Ekki hafði hann þó fyrir því að leita út fyrir stéttina, því nýja kærastan er engin önnur en Helena Bonham Carter, leikkon- an sem varð fræg á svipstundu fyr- ir Herbergi með útsýni hér í eina tíð. Kenneth er hins vegar ekkert á því að segja of mikið um vinskap þeirra. „Þetta er einkamál og afar flók- ið,“ sagði hann. Þau Kenneth og Helena unnu saman við gerð Frankenstein-mynd- arinnar sem hann stjómaði og lék aðalhlutverkið í. Vitað er aö þau tala saman í síma ailt að fimm sinn- um á dag en þau forðast hins vegar eins og heitan eldinn að láta taka af sér mynd saman. „Við erum félagar, við erum fé- lagar og meira segi ég ekki um Hel- enu,“ sagði Kenneth, sem skildi við hana Emmu Thompson í síðasta mánuði. Blaðamenn á Englandi náðu tali af stráknum i vikunni, skömmu fyr- ir frnmsýningu nýjustu myndarinn- ar hans, In the Bleak Midwinter, á kvikmyndahátíðinni í Belfast á Norður- írlandi. Kenneth bæði skrifaði handritið og leikstýrði myndinni, rómantískri gamanmynd með þeim Michael Maloney, Gerard Horan og Juliu Sawalha í aðalhlutverkunum. En þótt hjónabandið sé fyrir bí eru þau Kenneth og Emma ekki hætt að starfa saman. „Em og ég tölum mikið sarnan," sagði Kenneth. „Við erum, vorum Kenneth og Helena í innilegum faðmlögum, að vísu bara í bíómynd. og verðum alltaf miklir vinir. Hún er sennilega mikilhæfasta leikkon- an sem við eigum núna. Það er ekki spuming. Hún hefur staðið sig frá- bærlega vel í því sem hún hefur tek- ið sér fyrir hendur og hún mun halda áfram að standa sig frábær- lega og ég vona að hún eigi eftir að gera það í framtiðinni þegar við leikum saman. Við erum döpur yfir að hjónabandið skuli vera búið en vinátta okkar er ekki úti og verður aldrei,“ sagði Kenneth. Emma hefur eignast nýjan kæ- rasta, eins og kunnugt er, hinn 29 ára gamla leikara Greg Wise. Næst á dagskránni hjá Kenneth Branagh er kvikmyndun á Hamlet Shakespeares þar sem hann fær m.a. sem mótleikara þau Julie Christie, Billy Crystal og Charlton Heston. DV býður öllum landsmönnum í afmæli hringinn í kringum landið 'Z TÍGRI verður í afmælisskapi Y HOPPKASTALI fyrir fjörkálfa V SAGA DAGBLAÐSINS í máli og myndum yf ALLIR HRESSIR krakkar fá blöðrur, stundatöflur og annan glaðning Hveraigeréi | DV og Kvenfélagið í Hveragerði ásamt Kvenfélaginu Bergþóru í Ölfusi bjóða þér og fjölskyldunni til afmælishátíoar í felagsheimili Ölfusinga í Hveragerði laugardaginn 11. nóvember, klukkan 17-19. Skemmtiatriði: 'S Theódór Kristjánsson spilar á píanó S Hljómsveitin Pass leikur við hvern sinn fingur fyrir veislugesti Gómsætt í gogginn: V' Kaffi V Afmælisveitingar Ópal sælgæti •S Tomma og Jenna ávaxtadrykkir FRÁBÆR SKEMMTUN FYRIR ÞIG OG ALLA FJÖLSKYLDUNA! Jim Carrey, stjarna nýju myndarinnar um Ace Ventura dýraspæjara, kemur til frumsýningarinnar meö kærustuna Lauren Holly úr Lögvörðum upp á arminn. Michael Douglas mætir á frumsýn- ingu myndarinnar Ameríska forset- ans sem hann leikur sjálfur í. Hjónakornin Annette Bening og Warren Beatty voru líka við frum- sýningu Ameríska forsetans. Ben- ing kemur þar fram, eins og fleiri. Það er ekki á hverjum degi sem ofurmenni á borð við Kóngulóarmanninn og Leðurblökumanninn berjast í votta við- urvist, eins og gerðist í Los Angeles um daginn. Hér reynir teiknimyndahöfundurinn Stan Lee að skilja þá að. Til- efni slagsmálanna var útkoma nýrrar teiknimyndabókar þar sem þeir etja saman kappi, þessir skrýtnu félagar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.