Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1996, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1996, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 4. JANÚAR 1996 Neytendur Bónus: Þín verslun: Kjötfars á 229 kr. kg Tilboðin gilda til 10. jan. Appelsínur Gul epli Svali, 21 Kornflögur Kellogg's Corn pops, 660 g Bónus jaröarberjasúrmjólk, 1 I Kjötfars Bónus pylsur Folaldakarbonaði Bónus spægipylsa Opal möndlur, 500 g Leo súkkulaði, 5 stk. Ferskt salat, 280 g MS pylsubrauð, 5 stk. 67 kr. kg 59 kr. kg 75 kr. 179 kr. kg 197 kr. 129 kr. 229 kr. kg 359 kr. kg 359 kr. kg 899 kr. kg 179 kr. 145 kr. 59 kr. 39 kr. 10-11: Axa múslí á 148 kr. Tilboöin gilda til 10. jan. Kjötfars 248 kr. kg Cheerios, 425 g 189 kr. Fjörmjólk, 1 I 59 kr. Létt og mett, Samsölubrauð 98 kr. Jógúrl, 500 g, 3 teg. 78 kr. Axa múslí, 3 teg. 148 kr. WC pappír, 8 rúllur, hvítur 149 kr. Hagkaup: Kryddaður lambahryggur Tilboðin gilda til 10. jan. MS jólajógúrt 38 kr. Hagkaups Lína viðbit, 400 g 79 kr. Kjörfs konfekt ísterta 649 kr. Kjörís jólafs 198 kr. Brie ostur með hvítlauksrönd 229 kr. Kryddaður lambahryggur 599 kr. kg Nautapiparsteik 998 kr. kg Óðals svínarifjasteik 299 kr. kg Myllu heilhveitisamlokubrauð 98 kr. Myllu hvitlauksbrauö, fin og gróf 109 kr. Hvftur skorinn aspas, 425 g 49 kr. Blandaðir ávextir, 850 g 98 kr. Maling sveppir, 425 g, saxaðir 59 kr. Maískom, 300 g 49 kr. Mackintosh konfekt 1149 kr. kg Pillsbury kökudeig, 36 smákökur 199 kr. Hagkaups Cola og Diet Cola, 2 I 89 kr. Spænskar appelsínur 79 kr. kg Steinlausar vatnsmelónur 69 kr. kg Amerísk rauð epli 99 kr. KÁ: Londonlamb á 698 kr. kg Tilboöin gilda til 7. jan. Bayonneskinka 799 kr. kg Londonlamb, framp. 698 kr. kg Pepsi, 21 139 kr. Pripps 56 kr. Piasten konfekt, 400 g 329 kr. Rækjur 629 kr. kg Emmess Daim skafís, 11 279 kr. Kjörís konfektterla 879 kr. Rjómaostur 75 kr. Camembert 189 kr. Ópal súkkulaðirúsínur 199 kr. Flannelskyrtur 698 kr. íþróttasokkar,10stk. 759 kr. KÁ kóla og appelsín, 21 119 kr. Krakus jaröarber, heildós 129 kr. Jacob’s pítubrauð Tilboöin gilda til 10. jan. Þín verslun er: Sunnukjör, Plúsmarkaöurinn, Grafar- vogi, Straumnes, 10 til 10, Hraunbæ og Suðurverl, Breiðholtskjör, Melabúðin, Hornið, Selfossl, Vöruval, ísaftrði, Bolungarvík og Hnífsdal, Þín verslun, Selja- braut, Grímsbæ og Norðurbrún, Verslunarfélaglð, Siglufirði, Kassinn, Ólafsvík, Kaupgarður í Mjódd, Miðbær, Keflavik, og Verslunin Nesjum, Hornaflrði. Federeci fusilli, 500 g 49 kr. Federeci spaghettf, 500 g 49 kr. Federeci fusilli tri. col., 500 g 69 kr. Hunt's spagettisósa, 3 teg., 730 g 119 kr. Orville örbylgjupopp, venjul., 3 pk. 99 kr. Jacob’s pítubrauð, ýmsar gerðir, 6 stk. 109 kr. Rauðvinsleginn lambahryggur 649 kr. kg KEA-Nettó: Kjúklingur 575 kr. kg Ýsuflök, sjófr., roðfl. 299 kr. kg Kjúklingur 575 kr. kg Kínakál 159 kr. kg Perur 75 kr. kg Gul epli 99 kr. kg Tilboð á jólarest: Svkambur, úrb. og reykt. 670 kr. kg Svbógur, úrb. og reykt. 498 kr. kg Djúpkrydduð grfsasteik 835 kr. kg Vöruhús KB: Fiskfars á 275 kr. kg Tilboöin gilda til 10. jan. Reykt ýsa 275 kr. kg Fiskfars 275 kr. kg Kjötfars 269 kr. kg Frón matar- og mjólkurkex 99 kr. Frón kremkex 79 kr. Stjörnusnakk, 100 g 109 kr. Brauðkollur, 4 stk. 99 kr. Brauðtertubrauð, langskorin 139 kr. Ostatilboð, 4 teg., 20% afsláttur. Hestaskeifur, 1 gangur 1065 kr. Fjarðarkaup: Jöklagæs á 998 kr. kg Tilboöin gilda til 7. jan. Nautasirilon 998 kr. kg Bayonneskinka 720 kr. kg Svínaskinka 598 kr. kg Konfektísterta 798 kr. Franskar kartöflur, 750 g 195 kr. Jöklagæs 998 kr. kg PastaVerona 198 kr. kg Appelsínudjús, 1 I 69 kr. Epladjús, 11 69 kr. BKI kaffi, 2 X 400 g 389 kr. Ananas, 3 X 227 g 95 kr. Rúnstykki 32 kr. Kringlur 32 kr. Pripps bjór, 0,5 I 47 kr. Tilboð vikunnar: Hversdags- og veislumatur Stórmarkaðirnir halda að sér höndum varðandi tilboðin þessa vikuna. Lokað var í verslununum á þriðjudag og sumir því ekki með neitt í handraðanum til þess að skella á tilboð, neytendum til hagsbóta. Átta versl- anir sáu sér fært að senda inn tilboð og þar kennir ýmissa grasa, líkt og endranær. Á sumum stöðunum eru menn enn þá í hátíð- arbúningnum en aðrir eru farnir að einbeit að sér að því hversdagslega. Hversdagsmaturinn í Bónusi er boðið upp á kjötfars á'229 kr. og folaldakarbónaði og pylsur á 359 kr. kg. 10-11 er sömuleiðis með kjötfars, en á 248 kr. kg, og þar fást 500 g af af jógúrt, 3 teg., á 78 kr. KB býður reykta ýsu og fiskfars á 275 kr. kg og kjötfars á 269 kr. kg. KEA- Nettó selur roðfletta, sjófrysta ýsu á 299 kr. kg. í Hagkaupi fæst svínarifjasteik á 299 kr. kg og jólajógúrt á 38 kr. í Þinni verslun fást 500 gramma pokar með pasta eða spagettí á 49 og 69 kr. Veislumatur Til helgarinnar eða veislunnar fæst kryddaður lambahryggur frá Kjarnafæði í Hagkaupi á 599 kr. kg og nautapiparsteik á 998 kr. kg. í KÁ fæst bayonneskinka á 799 kr. kg og londonlamb á 698 kr. kg., í KEA- Nettó svínakambur á 670 kr,- kg og djúp- krydduð grísasteik á 835 kr. kg. í Þinni verslun fæst rauðvínsleginn lambahryggur á 649 kr. kg og í Fjarðarkaupi fæst nautasirilon og jöklagæs á 998 kr. kg og bayonneskinka á 720 kr. kg. Kál og ávextir í Bónusi fæst kílóið af eplum á 59 kr. og appelsínum á 67 kr. Ferskt salat fæst þar á 59 kr., 280 grömm. I Hagkaupi fást blandað- ir ávextir, 850 g, á 98 kr„ spænskar appel- sinur á 79 kr. kg og steinlausar vatnsmelón- ur á 69 kr. kg. Amerísk rauð epli fást þar á 99 kr. kg. í KEA- Nettó fæst kílóið af kína- káli á 159 kr„ perumar em á 75 kr. kg og gul epli á 99 kr. kg. Fjarðarkaup selur an- anas, 3 X 227 g, á 95 kr. Morgunverður Bónus selur komflögur á 179 kr. kg og Kellogg’s Corn Pops, 660 g, á 197 kr. Enn fremur Bónus jarðarberja súrmjólk, 1 1, á 129 kr. 10-11 selur 425 g Cheerios á 189 kr. og Axa múslí, 3 teg„ á 78 kr. og Fjarðarkaup selur loks rúnstykki á 32 kr. stk. -sv : *■ Daðey Daðadóttir og Sigríður Einarsdóttir framleiða og selja Sjávar og jurta smyrsl sem er gott við þurri og sprunginni húð. DV-mynd GS Framleiða og selja raka- og næringarsmyrsl: Erum farnar að sjá mælanlegan árangur - segja Daðey Daðadóttir og Sigríður Einarsdóttir Þær segjast vera hinar dæmigerðu hús- mæður sem hafi byrjað að fikta við að búa til græðandi krem. Eftir áralangar tilraun- ir hefur Sjávar og jurta smyrslið komið svo vel út að þær eru farnar að framleiða það til sölu á almennum markaði undir merki SD. Konumar eru Sigríður Einars- dóttir og Daðey Daðadóttir og þær búa til krem úr islensku vatni, íjallajurtum og þorskalýsi. „Við höfum verið aö prófa okkur áfram með þetta í mörg ár og verið að leita að réttu uppskriftinni að góðu raka- og nær- ingarsmyrsli. Exem og psoriasis eru al- gengir kvillar í minni ætt og Daðey hefur átt við vanda að stríða vegna mikils þurrks og sprangna á höndum. Eftir að við fóram að nota þessa uppskrift erum við farnar að sjá mælanlegan árangur," segir Sigríður og hún bætir viö að fyrir u.þ.b. fimm áram hafi þær farið að lesa sér til um plönturíkið og lækningamátt þess, húðframur og lag húðarinnar. Lýsið gott „Fyrst í stað voram við ekki með lýsið í kreminu en okkur fannst að það hlyti að vera gott að bera það utan á sig fyrst það er gott til inntöku. Við höfum fengið öll til- skilin leyfi til þess setja þetta á markað en það er rétt að ítreka að þetta er snyrtivara en ekki lyf,“ segir Daðey. Hún segir þær hafa lagt mikið á sig til þess að kynna vör- una hér innanlands og útlitið sé nokkuð bjart varðandi markaði erlendis. Þær hafi fariö með smyrslið til kynningar til Banda- ríkjanna nú í haust og nú hafi verið óskað eftir frekari prufum. „Það eru ekki komnar neinar milljónir í umferð en okkur líst vel á framhaldið. Stofnanir sem sérhæfa sig í exem og psori- asis úti í heimi hafa fengið kremið og við- tökurnar hafa verið góöar. Okkur finnst mjög gott ef það sem við.eram að gera get- ur komið fólki til hjálpar,“ segir Sigríður. Lýsi hf. hefur styrkt þær stöllur með því að láta þær hafa lýsið í framleiðsluna og þegar viðtalið var tekið fyrir jólin voru þær að bíða eftir strikamerkingu til þess að geta sett smyrslið í verslanir hérlendis. Þær eru meö aðstöðu í sama húsi og Lýsi hf„ að Grandavegi 42 í Reykjavík, og segj- ast vera vel undir það búnar að framleiða töluvert magn til sölu hérlendis og að auki eitthvað til kynningar erlendis. -sv

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.