Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1996, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1996, Blaðsíða 20
32 FIMMTUDAGUR 4. JANÚAR 1996 Fréttir____________________________________________________________________pv Krýsuvíkursamtökin í samvinnu við Stokkhólmsborg: Erlendir fíkniefnaneyt- endur til meðferðar hér samstarf við heilbrigðiskerfið og marga aðila, svo sem lögreglu og dómstóla. Þetta tilraunaverkefni er liöur í því að flytja út heilbrigðisþjónustu. Við höfum áhuga á að auka náms- þáttinn, sérstaklega verkmenntun. Við erum með lífræna ræktun í Krýsuvík, eigin hitaveitu og við bökum hverabrauð. Það er gaman að taka við sjúk- lingum frá Sviþjóð, mesta velferðar- ríki veraldar,“ sagði Snorri Weld- ing. -ÞK „Þetta eru fullorðnir Svíar og Finnar sem hafa átt erfitt með að ná árangri í baráttunni við fíkniefnin til langs tíma. Þetta er einn af mörg- um vaikostum sem þeir hafa, að koma hingaö til meðferðar,“ sagði Snorri Welding, formaður Krýsu- víkursamtakanna, i samtali við DV. Samtökin eru í samstarfi við Stokkhólmsborg um meðferð fíkni- efnaneytenda. Þetta er tilraunaverk- efni sem stendur í tvö ár. Það á sér langan aðdraganda. Byrjunin var sú, að sögn Snorra, að nokkrir Svíar, sem vinna að með- ferð fíkniefhaneytenda, komu hing- að til lands í kynnisferð. Síðan var farið að taka einn og einn fíkniefna- neytanda til reynslu. Það þótti gef- ast vel að þeir skiptu alveg um um- hverfi. Meiningin er að taka á móti 10-15 sjúklingum á næstunni en þeir verða ekki allir í einu. Bæta þarf við einum hjúkrunarfræðingi og einum meðferðarfulltrúa. Með- ferðin í Krýsuvík tekur helst ekki skemmri tíma en sex mánuði. „Ég vil leggja áherslu á það að Krýsuvíkursamtökin standa ekkert ein í þessu. Við höfum átt mjög gott Krýsuvíkursamtökin taka á móti erlendum fíkniefnaneytendum til meðferð- ar. Þetta er tilraunaverkefni sem stendur í tvö ár. Bruninn í Grindavík: Fékk skilaboð í svefni um að skaði væri í nánd - segir Björn Haraldsson í Grindavík DV, Suðurnesjum: „Ég fékk skilaboð í draumasvefni í desember um að einhver skaði væri í nánd. Það var því mikill létt- ir að tjónið var ekki meira og að fjölskyldan var ekki heima þegar eldurinn kom upp. Það hefði ekki þurft að spyrja að lokum ef hún hefði verið þar í fastasvefhi," sagði Bjöm Haraldsson í Grindavík, faðir Haralds,; 22ja ára sjómanns í Grindavík. Haraldur og fjölskylda hans urðu fyrir miklu tjóni á innbúi, sem var ótryggt, þegar eldur kom upp í par- húsi í Grindavík að kvöldi jóladags. Bjöm var að skila af sér tæplega eins árs syni þeirra Haralds og konu hans, Söndm, þegar hann sá slökkviliðsbíla og lögreglumenn fyr- ir utan hús þeirra. Honum brá ekki þegar hann sá bílana því hann átt- aði sig ekki strax á hvað um var að vera og ekki fyrr en hann var alveg kominn aö húsinu. „Það er mikil vinna að þrífa inn- búið og laga húsið að innan. Ég reikna með að það verði tveir mán- uðir þangað til við getum flutt inn,“ sagði Haraldur. Hann er sjómaður á Svani frá Grindavík og fór á sjóinn á miðvikudagsmorgun. Fjölskyldan mun dveija hjá foreldum hans meðan verið er að laga íbúðarhús hennar. -ÆMK Myndband fyrir björg- unarsveitarmenn DV, Suðurnesjuni: í fyrsta sinn hér á landi hefur ver- ið ráðist í útgáfu á myndbandi sem ætlað er til leiðbeiningar fyrir björg- unarsveitamenn sem vinna við flug- eldasýningar. Á myndbandinu, sem ber nafnið Góða sýningu gjöra skal, er farið yfir helstu öryggis- og um- gengisþætti við flugeldasýningar. Það er SVD-flugeldar sem gefa myndbandið út en aðilar að því eru Slysavamafélag íslands, Fiskaklett- ur, Hafnarfirði, Kyndill, Mosfells- bæ, Sigurvon, Sandgerði, og Þor- bjöm, Grindavík. Myndbandinu er dreift endurgjaldslaust til allra björgunarsveita sem standa að flug- eldasýningum í ár. Viðar Oddgeirsson, fréttaritari RÚV á Suðumesjum, sá um mynda- töku og klippingu, Hjálmar Öm Guðmundsson um sýnikennslu og skrifaði handrit en Einar S. Amalds las inn. Myndbandinu hefur verið vel tekið og reiknað með að önnur útgáfu komi á næsta ári. -ÆMK Brautskráðir nemendur FVA á haustönn ásamt skólameistara. Skólaslit á Akranesi: 57 nemar brautskráðir DV, Akranesi: Á haustönn Fjölbrautaskóla Vest- urlands á Akranesi vora 650 nem- endur í dagskóla á Akranesi, 40 í Stykkishólmi og 60 í Reykholti. Við skólaslit skömmu fyrir áramót vora 57 nemendur brautskráðir - 39 stúd- entar, 9 iðnaðarmenn, 7 sjúkraliðar, einn með verslunarpróf og annar af uppeldisbraut. Þá vora um 150 nemendur sem sóttu nám á vegum Farskóla Vestur- lands og vora þeir í Búðardal, Borg- amesi, Reykholti og Akranesi. Nið- urskurður á fjárlögum þrengir að starfsskilyrðum skólans í ár og er það í andstöðu við vaxandi verkefíii sem skólanum er ætlað. DÓ Hér eru saman komnir fimm ættliðir. Elst er Jörína G. Jónsdóttir, fædd 30. sept. 1900, þar næst kemur sonur hennar, Ólafur Sigurvinsson, fæddur 5. júlí 1935, síðan kemur sonur hans, Ólafur Ólafsson, fæddur 4. mars 1955, þá dóttir hans, Þórunn Alma Ólafsdóttir, fædd 24. desember 1973, og yngstur er sonur hennar, Axel Óli Albertsson, fæddur 22. október 1993. Kaup og sala á Sælgætisgerðinni Opal: Enn einn angi „ÚA- málsins" á Akureyri DV, Akureyri: Viöskiptin sem urðu með Sælgæt- isgerðina Opal um áramótin og greint var frá í DV í gær tengjast hinu svokallaða „ÚA-máli“ þegar Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna, SH, og íslenskar sjávarafúrðir hf. tókust á um viðskipti með afurðir Útgerð- arfélags Akureyringa á síðasta ári. SH hélt þeim viöskiptum og var lið- ur í því að fyrirtækið ábyrgðist aö viss fíöldi nýrra starfa yrði til í bænum. SH hefur samkvæmt því sam- komulagi þegar flutt hluta yfir- stjómar sinnar til Akureyrar, kom- ið á umbúðaframleiðslu í bænum, kostað eitt prófessorsembætti við Háskólann á Akureyri og nú stuðlað að því að sælgætisframleiðsla verð- ur áfram í Linduhúsinu. Sælgætis- gerðin Góa, sem keypti Lindu á sín- um tíma, hefúr flutt þá starfsemi til höfúðborgarsvæðisins en fram- leiðsla Opals hefst sem fyrr segir í Linduhúsinu við Hvannavelli eftir nokkra mánuði. -gk 4 teknir í Kópavogi: 70 þúsund í sekt fýrir að aka réttindalaus Lögreglan í Kópavogi stöðvaði í fyrradag fjóra ökumenn sem höfðu verið sviptir ökuréttindum. „Það er ótrúlega mikið um að menn geri þetta þrátt fyrir þau ströngu viður- lög sem liggja við þessu," sagði lög- regluvarðstjóri í samtali við DV í morgun. Tveir af fjórmenningunum fá 70 þúsund króna sekt því þeir vora teknir réttindalausir í annað skipt- ið. Hinir fá 35 þúsund króna sekt, fyrir að vera teknir í fyrsta skipti réttindalausir. Sé einstaklingur tek- inn þrisvar fyrir að aka réttinda- laus er það engin elsku mamma - þá bíður 30 daga varðhald viðkomandi. „Þetta er strangt,“ sagði varðstjór- inn. -Ótt

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.