Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1996, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1996, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 4. JANÚAR 1996 Spurningin Lesendur Hvað myndir þú gera ef þú ynnir milljón i happdrætti? Gunnar Gunnþórsson ballett- dansari: Flýja land eins og skot og detta í það á Jómfrúreyjum. Atli Már Björnsson nemi: Setja peningana í baukinn. Ásgeir Torfason: Sjálfsagt myndi ég kaupa mér hlutabréf. vinn aldrei neitt í happdrætti. Elín Reynisdóttir sölumaöur: Borga skuldir, ég gæti trúað því. Elvar Geir Magnússon nemi: Kaupa mér utanlandsferð, til Mall- orca. Verkalýöshreyfing í kreppu: Sjálfskaparvítin greinileg „Sannleikurinn er sá að verkalýðshreyfingin öll er í verulegri kreppu," segir bréfritari m.a. Guðrún Magnúsdóttir skrifar: Nú líður að því að kosin verði ný forusta fyrir stærsta verkalýðsfélag- ið, Dagsbrún í Reykjavík. Ég er ekki meðlimur í því félagi heldur öðru, sem er talið næstfjölmennasta stétt- arfélagið, nefnilega Verslunar- mannafélagi Reykjavíkur. Þar hefur verið allgóður friður um forustuna mörg undanfarin ár, jafnvel man ég ekki eftir neinum umtalsverðum árekstrum þar svo heitið geti. Á þessu getur nú orðið breyting þar sem annars staðar í stéttarfélög- unum. Sannleikurinn er sá að verkalýðshreyfingin öll er í veru- legri kreppu og það sem verra er; það eru sjálfskaparvítin sem þau hafa skapað sér sem hrjá þau mest á þessari stundu. Það er eins og allt það sem með- limir stéttarfélaganna hafa stungið upp á og lagt til við forystu félag- anna, t.d. í opinberum málflutningi, með greinaskrifum eða í lesenda- bréfum dagblaðanna, til hagsbóta fyrir sig og starfsbræður sína hafi verið sniðgengið af forystunni. Hver man t.d. ekki eftir uppástungum um vinnustaðasamninga, um að versl- unar- og skrifstofufólk svo og annað mánaðarkaupsfólk eigi þess kost að fá útborgað tvisvar sinnum í mán- uði, eða þá að lagfæra lífeyrissjóðs- mál félaga launþegahreyflngarinnar með því að miða lífeyristöku fyrir þá sem það vilja við 65 ár eða lægra? Allt þetta hafa forystusveitir verka- lýðsfélaganna blásið á. Það er því engin furða þótt ólgi undir niðri hjá félagsmönnum laun- þegahreyfinganna. Hin dræma þátt- taka í atkvæðagreiðslum sem hing- að til hefur verið staðreynd mun ekki duga forystusveitunum mikið lengur. Það verður sams konar uppi á teningnum í öllum verkalýðsfélög- unum og nú er að sýna sig hjá Dags- brún. Það verður borinn fram sér- listi með fólki sem vill breytingar í átt til frelsis og nýsköpunar í mál- um launþeganna. Frabært nyarsávarp forseta íslands Baldur Sigurðsson skrifar: Ég hlustaði eins og endranær á ávarp forseta íslands á nýársdag. Þetta ávarp forseta íslands, frú Vig- dísar Finnbogadóttur, sem hún sagði vera síðasta nýársávarp sitt í embætti, var eitt það besta sem hún hefur flutt. Frábært ávarp, frá hvaða sjónarhóli sem á það er litið. Með því að minnast á „yrkjurnar" sínar, sem hún nefnir svo, nefnilega málrækt, landrækt og mannrækt — ef mig misminnir ekki — má segja að þetta þrennt skipti mestu máli fyrir land og lýð ætlum við að byggja landið sem ein þjóð í fram- tíðinni. Forsetinn kom og inn á margt annað sem hér væri of langt að rekja. Glöggir menn gátu sér þess þó til að í ávarpinu mætti fmna hár- beitta ádrepu í garð þeirra sem vilja fótum troða ýmis þau réttindi sem helst þarf í heiðri að hafa svo að þjóðfélag geti haldið sæmilegum friði innbyrðis. Þetta atriði er ekki hvað síst áberandi hér hjá okkur í fámenninu og návíginu og verður okkur oft að fótakefli. Stundum ómeðvitað með öllu. Að mínu mati mun verða leitun að persónu sem fer í fot frú Vigdís- ar hvað snertir ávörp til þjóðar sinnar af því tagi sem við heyrðum sl. nýársdag. Það er ekki öllum lag- ið að höfða til manna með stuttum ávörpum. Ég man til dæmis ekki eftir neinum í augnablikinu sem kann þá list eða hefur tekist það á svo skýran en jafnframt einfaldan hátt og forseti íslands gerði í þessu síðasta nýársávarpi sínu. Vonandi verður val næsta forseta í samræmi við óskir sem flestra landsmanna — að fá greindan, heiðarlegan og hátt- vísan karl eða konu sem getur gegnt þessu embætti lýtalaust hér heima sem og á erlendum vettvangi þegar svo ber undir. Söknuður mun verða við fráhvarf núverandi forseta úr embætti. Hvalfjörður - vörumst flæðigöng Fjölnota mannvirki í stað Hvalfjarðarganga? Um leið og ég óska ráðamönnum og þjóðinni allri til hamingju með nýtt ár og einnig nýgerð Vestfjarða- göng, sem er hin vænlegastga sam- göngubót fyrir Vestfirðinga, þá hef- ur það hvarflað að mér, í ljósi erfið- leika við þau göng, hvað menn geri ef væntanleg göng byrja að leka einn daginn - og hvaða vatnsdælur muni afkasta þvf ef Atlantshafið fyllir Hvalfjarðargöngin - í miðri framkvæmd? Hafa allir kostir og ókostir þess að grafa göng undir Hvalfjörö ann- ars vegar, og hins vegar að byggja brú eða margþætt fjölnota mann- virki yfir fjörðinn verið kannaðir? Hvað t.d. um að byggja yfir Hval- íjörðinn einhvers konar fjarðar fisk- eldisbrúarvirkjun sem sameinaði þrennt í senn: brú sem væri sam- göngubót tfl jafns við jarðgöng, und- ir brúnni og í tengslum við hana fjarðarvirkjun er samanstæði af hverflum (túrbínum), er nýttu flóð og fjöru til raforkuframleiðslu, og svo í þriðja lagi - í tenglsum við brúna -'mætti koma fyrir þar til gerðum hindrunum, svo skipulega mætti rækta sjávarfisk innan brú- ar. í Hvalfirði gæti svo, í tengslum við slíka mannvirkjagerð, risið blómleg byggð vegna fjölbreyttra at- vinnutækifæra við m.a. fullnýtingu sjávarafurða fjarðarins, og ef t.d. samtök, nú eða lífeyrissjóðir at- vinnuveganna, kæmu að fram- kvæmdum, mætti sjá fyrir sér smá- iðnaðarsvæði og gróðurhúsabyggð- ir, sem nytu jafnvel góðs af lágu orkuverði. Ef til vill eru þessar hugmyndir of bjartsýniskenndar og jafnvel ekki framkvæmanlegar. - En ef þær væru nú samt valkostur sem væri mikill ávinningur að ef vel tækist? Jarðgangnagerð undir Hvalfjörð innifelur einnig marga óvissuþætti, jafnvel meiri en gerð Vestfjaröa- ganganna. Opið yfir hátíðirn- ar hjá gjaldeyris- skiptistöðinni María Guðmundsdóttir fram- kvstj. skrifar: Að gefnu tilefni vegna umfjöll- unar í lesendadálki DV 29. des. sl. viljum við vekja athygli á að opið var hjá gjaldeyrisstöðinni „The Change Group Iceland“, Bankastræti 2, yfir hátíðirnar sem hér segir: 23. des. og 27.-30. des. 9-17.30, og 24., 26. og 31. des 10-14, en lokað á jóladag og ný- ársdag. Einnig viljum við vekja athygli á því að opið er hjá okk- ur 7 daga vikunnar allan ársins hring: Maí - september 8.30-20 og október - apríl 9-17.30. Ólík áramótaávörp Guðmundur Guðjónsson skrif- ar: Um nýliðin áramót voru flutt tvö ávörp. Annað flutti forseti ís- lands, hitt flutti forsætisráð- herra. Þessi ávörp voru sannar- lega ólík, enda tvær ólíkar per- sónur sem þarna áttu hlut aö máli. Annað var t.d. pólitískt ávarp, flutt af stjórnmálamanni, hitt ópólitískt og hlutlaust. Ég vil ekki dæma innihald þeirra, það gerir fólkið sem á þau hlýddi. Ég tel þó rétt að segja minn hug. Mér finnst ekki rétt að gylla um of framtíðina fyrir fslendingum, hún er ekki eins björt og sumir vilja vera láta. Þaö er ólga f þjóðarsálinni, eða stærstum hluta hennar, og kjör- in eru ekki þau sem hún á skilið að búa við. En það sjá ekki þeir sem búa við eins konar bestu- kjör. Og það er skiljanlegt. Hagkaup lokaö á gamlársdag Þórður Sigurðsson hringdi: Ég ætlaði í Hagkaup á Eiðis- torgi eftir hádegi á gamlársdag en þá var allt lokað kl. 12 á há- degi. Hins vegar var opið í Nóa- túni vestur í bæ og þar var hlut- unum bjargað, enda búðin yfir- full af fólki af Nesinu og svo úr Reykjavík að sjálfsögðu. Og Hag- kaup er enn lokað 2. janúar en Nóatún var opnað kl. 16 þann dag. Það er mismunur á þjón- ustu, verð ég að segja. Vandamál fíkni- efnaneytenda? Einar Árnason skrifar: Fólk fer nú að verða leitt á þessu sífellda þusi um svokallað- an vanda fíkniefnaneytenda, eit- urlyfja- eða sprautufikla. Ef þetta fólk villeða er svo heimskt að taka þátt í þessum hættulega leik verður það sjálft að taka af- leiðingunum, að mínu mati. Þessi sífeflda umsorgun fyrir þessum hópi fólks er óþolandi. Bætum frekar hag og umhyggju fyrir þeim sem slasast, örkuml- ast eða líða skort vegna óvæntra og óumflýjanlegra orsaka. Skoteldar okkar vopnlausra Gerður skrifar: Hinar gríðarlega auknu sprengingar, drunur og skoteld- ar sem skóku himinhvolfið um og yfir áramótin ollu mér mikl- um óróa. Var þetta fyrirboði? Eru skoteldar okkar, vopn- lausra, orðnir að vörumerki fyr- ir ísland farsælda frón? Erum við að dragast inn í hörmungar stríðsátaka í Evrópuríkjunum austanverðum? Höfundar ára- mótaskaupsins draga sína álykt- un og gantast með stríðsleikinn með því að láta syngja „Sigga litla systir mín“ undir byssu- stingjunum á íslensku her- mannatölti.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.