Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1996, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1996, Blaðsíða 13
Kjallarinn Ingi Bogi Bogason upplýsinga- og fræðslufulltrúi Sam- taka iðnaðarins sem ekki hefur innsýn í íslenskt atvinnulíf er á hálum ís þegar kemur að því að velja sér náms- og starfsvettvang. Fyrirmyndir sem ungt fólk hefur að heiman eru ekki alltaf skynsamlegar og skóla- fræðsla um atvinnumál er enn sem komið er sannast sagna fá- breytt. í öðru lagi má minna á þá stað- reynd að hlutfall þeirra sem ljúka iðn- og starfsmenntun á fram- haldsskólastigi hér á landi er miklu lægra en í nágrannalöndun- um, eða um 30% af árgangi á móti t.d. 70% í Þýskalandi. Þessu er brýnt að breyta og við lítum svo á að INN-verkefnið sé liður í að hafa hér áhrif á. í þriðja lagi teljum við að það samvinnunet sem þróast hefur geti nýst við fleiri verkefni. Aðstandendur verkefnisins Iðn- aður - Nemendur - Nýsköpun von- ast til þess að ná breiðu og góðu samstarfi við grunnskóla landsins. Um leið eru áhugasamir og for- vitnir hvattir til að hafa samband við samstarfsnefndina. Ingi Bogi Bogason „Það sem gerir val ungs fólks enn erfið- ara er sú staðreynd að upplýsingar um menntunarleiðir og starfsmöguleika eru af skornum skammti. Yfirvöld mennta- mála, skólar og atvinnulíf hafa ekki sinnt nauðsynlegri fræðslu í þessum efnum.“ FIMMTUDAGUR 4. JANÚAR 1996 Hvaö viltu verða? Ekki er ofsögum sagt að veröld- in verður flóknari með hverjum deginum sem líður og kröfur til mennta og starfa þyngjast sífellt. Það er því eðlilegt að margt ungt fólk eigi erfitt með að finna sér samastað í tilverunni, menntun og starf við hæfi bíða sjaldnast á næsta horni. Það sem gerir val ungs' fólks enn erfiðara er sú stað- reynd að upplýsingar um mennt- unarleiðir og starfsmöguleika eru af skornum skammti. Yfirvöld menntamála, skólar og atvinnulíf hafa ekki sinnt nauðsynlegri fræðslu í þessum efnum. Stefnumót nemenda og starfsgreina Fyrir um ári áttu fulltrúar Sam- taka iðnaðarins, Fræðsluskrifstofu Reykjavíkur og einstakra fræðslu- samtaka í iðnaði með sér fund þar sem lögð voru drög að kynningu á einstökum iðn- og starfsgreinum fyrir ungt fólk. Tekin var ákvörð- un um að koma á markvissu stefnumóti milli nemenda og ein- stakra starfsgreina. í þessu skyni var hrundið af stað svokölluðu INN- verkefni sem hnitar um iðn- að, nemendur og nýsköpun. Kynn- ingarefni var unnið sem tilrauna- verkefni við nokkra skóla í Reykjavík í nánu samstarfi við kennara. Það er niðurstaða þeirra sem nálægt verkefninu komu að það hafl tekist vel og var þess vegna ákveðið að halda því áfram. í haust var verkefnið víkkað út og það gert að landsverkefni með þátttöku menntamálaráðuneytis- ins. Útbúin hafa verið 13 kynning- arrit um jafnmargar iðngreinar sem tilheyra ólíkum sviðum iðn- aðar: byggingariðnaði, málmiðn- aði, prentiðnaði, rafiðnaði, mat- vælaiðnaði o.fl. Um er að ræða fjögurra blaðsíðna litprentaða kynningarbæklinga sem sendir verða öllum nemendum 9. bekkjar á landinu. Fræðsluumdæmin munu fylgja málinu eftir, kennar- ar leiðbeina um verkefnavinnu sem boðið verður upp á og fulltrú- ar einstakra iðngreina eru tilbún- ir að koma i heimsókn í einstaka skóla. Hvað vinnst? Við sem staðið höfum að um- ræddu verkefni höfum dregið af því nokkrar ályktanir. í fyrsta lagi er ljóst að mikil þörf er á að kynna atvinnulífið fyrir ungu fólki. Sá „Sá sem ekki hefur innsýn í íslenskt atvinnulíf er á hálum ís þegar kemur að því að velja sér náms- og starfs- vettvang," segir m.a. í greininni. Róttækar breytingar - traust reynsla Fyrirsögn þessa greinarkorns lýsir að mínu mati í hnotskurn niðurstöðu uppstillingarnefndar og tillögu um hverjir skipi næstu stjórn Verkamannafélagsins Dags- brúnar. Strax á fyrsta fundi nefnd- arinnar kom fram sterkur og ein- huga vilji nefndarmanna til nokk- uð róttækra breytinga á stjórninni frá því sem verið hefur og sá vilji endurspeglast vel í þeim lista sem nú hefur verið lagður fram, án þess þó að fyrir borð sé borin reynsla og þekking sem til staðar er hjá núverandi stjórn. Guðmundur kveður Stærsta breytingin felst í því að Guðmundur J. Guðmundsson dregur sig í hlé. Sú ákvörðun hans er skynsamleg, en hann hefur unnið langan og erilsaman starfs- dag og er vel kominn að hvddinni. Halldóri Björnssyni er stillt upp til formannssætisins enda er nauð- synlegt að þær róttæku breytingar sem í tillögu uppstillingarnefndar felast á næstu stjórn Dagsbrúnar verði ekki án tengsla við reynslu og þekkingu reyndra stjórnar- manna. Á A-lista uppstillingarnefndar eru fimm nýir og róttækir menn sem munu njóta reynslu og þekk- ingar Halldórs og þeirra hinna sem setið hcifa í stjórn félagsins um árabil. Kjallarinn Albert Ingason trúnaðarmaður Dagsbrúnar hjá Sorpu Kynslóðaskipti Það kom skýrt fram' hjá Hall- dóri Björnssyni þegar uppstillin- garnefnd leitaði til hans um að taka að sér formannssætið á A-list- anum að hann ætlaði ekki að verða þaulsætinn í formannsstóln- um heldur brúa bilið við óhjá- kvæmileg kynslóðaskipti í stjórn félagsins. Ég tel að Halldór sé mjög já- kvæður kostur sem formannsefni félagsins. Hann er einn reyndasti og slyngasti samningamaður sem verkalýðshreyfingin á um þessar mundir og eru ríkisverksmiðju- samningamir árið 1975 ótviræð sönnun þess. Þá náðu 17 verka- lýðsfélög sameiginlegum samning- um sem enn í dag þykja með bestu kjarasamningum sem gerðir hafa verið. Ég er sannfærður um að ár- angur muni nást undir forystu Halldórs í sameiningu verkalýðs- félaga á Reykjavíkursvæðinu. Öflug stjórn að baki for- manni Eitt mjög mikilvægt atriði sem oft vill gleymast í umræðunni um félagsmál Dagsbrúnar er eitt hlut- verk stjórnarinnar. í stjórn Dags- brúnar sitja 10 menn sem móta í sameiningu stefnu félagsins. Það er síðan hlutverk formannsins að koma stefnu stjórnarinnar á fram- færi innan félagsins og utan. Starfsfólk skrifstofu Dagsbrúnar vinnur síðan samkvæmt stefnu stjórnarinnar og fyrirmælum for- manns. Undanfarin ár hefur fráfarandi formaður óneitanlega verið sterk- lega í sviðsljósinu enda hefur Dagsbrún jafnan verið leiðandi í kjarasamningum og. öðrum bar- áttumálum launafólks. En að baki formanninum hefur alltaf staðið níu manna hópur stjórnarmanna ásamt trúnaðarráði. í þessum hópi verður nú gífurleg uppstokkun, ein sú mesta nokkru sinni og hef- ur uppstillingarnefnd þannig mætt kröfum hins almenna félags- manns. Þessi hópur er samhentur og ætlar sér að vinna að framgangi hagsmunamála hins almenna verkamanns. Kjósum því lista reynslu og róttækrar endumýjun- ar, A-listann í kosningunum 19. og 20. janúar. Albert Ingason „Ég tel að Halldór sé mjög jákvæður kostur sem formannsefni félagsins. Hann er einn reyndasti og slyngasti samninga- maður sem verkalýðshreyfingin á um þessar mundir.“ 13 M eð og á móti Úrskurður kjaranefndar um laun embættismanna Launalqör eru einfölduð „Kjaraneíhd vinnur sam- kvæmt lögum um kjaradóm og kjaranefnd. í lögunum seg- ir m.a. að nefndin skuli taka mál til meðferðar ef Guðrún zoéga, for- orðið hafa maður kjaranefnd- verulegar breytingar á þeim launum í þjóðfélaginu sem höfð skulu til viðmiðunar. Kjaranefhd skal enn fremur gæta innbyrðis sam- ræmis í starfskjörum og launum hjá þeim sem sambærilegir geta talist með tilliti til starfa og ábyrgðar. Á nýliðnu ári urðu allmiklar launabreytingar í þjóðfélaginu, bæði á almenna markaðnum og hjá ríkinu. Því var orðið tíma- bært að endurskoða laun þeirra sem kjaranefnd ber að úrskurða um. Kjaranefnd tekur í úrskurð- um sínum annars vegar mið af úrskurði kjaradóms frá septemb- er sl. og hins vegar af kjara- samningum ríkisins við stéttar- félög, auk innbyrðis samræm- ingar. Launakjör eru einfölduð frá því sem nú er, dregið er úr yfirvinnugreiðslum og auka- greiðslum ýmiss konar og úr- skurðað er um fasta yfírvinnu. Það þýðir að ekki er greitt fyrir yfirvinnu umfram það sem segir í úrskurðinum. Meðalhækkun á launum samkvæmt úrskurði kjaranefndar er í samræmi við aðrar launahækkanir hjá rík- inu.“ Langt umfram samninga „Við, þessir fulítrúar lág- launafólks í landinu, erum orðin ýmsu vön. Þetta sem vinstri höndin er að gera er framhald af því sem hægri höndin fram- kvæmdi síðast- liðið sumar. Þetta er einhver botnlangi af kjaradómi. Það er verið að skammta efri lögum þjóðfélagsins, mönnunum með titlana, miklu meiri peninga heldur en var gert í kjarasamn- ingum vetrarins. Um leið er ver- ið að dæma verkalýðsfélög fyrir að hafa reynt að brjótast út úr þeim samningum sem margsinn- is er búið að þverbrjóta. En ég verð að játa það að úrskurður- inn kemur okkur ekki á óvart. Þetta er hin nýja launastefna sem við þurfum aö koma okkur inn á sem allra, allra fyrst og fýlgja eftir. Þarna er verið að tala um launahækkanir sem eru langt umfram það sem um var samið í kjarasamningum. Þarna nota menn prósentureikning fullum fetum en ætli þeir kunni sam- lagningu, ég veit það ekki. Kannski kunna þeir bara pró- sentureikning. Ég hef orðað þetta þannig að þarna er „elítan“ að skammta sjáífri sér. Það virðist vera sem menn séu með útbreiddan arminn til að gefa. Það hlýtur að gilda einnig gagnvart því ófaglærða fólki sem heldur uppi þessu þjóðfélagi." -bjb

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.