Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1996, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR 4. JANÚAR 1996
9
pv____________________Útlönd
Með martraðir eftir ofsóknir:
Hótaði að skera
Madonnu á háls
Söngkonan Madonna mætti fyrir
rétti í Los Angeles í gær og neyddist
því til að standa andspænis mannin-
um sem ákærður er fyrir að hafa
hótað að drepa hana. Lögfræðingur
söngkonunnar hafði reynt að fá
samþykkt að ákærði, Robert Dewey
Hoskins, yrði fjarlægður úr réttar-
salnum á meðan eða þá að Madonna
fengi að bera vitni á myndbandi.
Dómarinn vísaði hins vegar þeirri
beiðni á bug.
Fyrir réttinum lýsti Madonna því
þegar Hoskins kom að heimili henn-
ar í Hollywood i apríl í fyrra og
hringdi dyrabjöllunni. „Ritari minn
sagði að ég væri ekki heima og
hann kvaðst vera kominn tU að fara
með mig í burtu tU að kvænast mér
og ef hann gæti ekki fengið mig ætl-
aði hann að drepa mig.“ Madonna
sagðist hafa komið heim á því
augnabliki á hjólinu sínu og séð
Hoskins. „Hann var með geðveikis-
legan glampa í augunum. Hann
starði á mig á mjög undarlegan hátt.
Ég sneri mér að þjáifara mínum og
sagði: „Það lítur út fyrir að furðu-
skepnumar séu úti í dag.“ “ Söng-
konan greindi frá því að lífvörður
hennar hefði í þann mund komið út
úr húsinu og sagt að maðurinn
hefði hótað að drepa hana.
í maílok skaut lífvörður
Madonnu á Hoskins og særði hann
er hann kom að húsi hennar í þriðja
sinn á tveimur mánuðum.
Madonna kvaðst hafa orðið mjög
hrædd eftir heimsóknir Hoskins og
fá martraðir. Reuter
Díana sögð sam-
þykkja skilnað
Breska blaðið DaUy Express
greindi frá því í morgun að Díana
prinsessa hefði samþykkt lögskiln-
að við Karl prins. Ekki fékkst stað-
festing á fréttinni frá Buckingham-
höU. Á mánudag birti blaðið DaUy
Mirror svipaða frétt.
I frétt Daily Express sagði að
prinsessan myrídi hitta lögfræðinga
sína snemma í næstu viku tU að
ræða skilnaðinn. Að sögn blaðsins á
Díana að hafa sagt við vini sína og
ráðgjafa að hún gerði sér núna
grein fyrir því að skilnaður væri
óhjákvæmUegur. Reuter
Mannræningjar
heimta 65 milljónir
Lögreglan á Kostaríka staðfesti í
gær að mannræningjar hefðu í
haldi tvær konur frá Sviss og
Þýskalandi og að þeir hefðu krafist
65 miUjóna króna í lausnargjald fyr-
ir þær. Mannræningjarnir vUja líka
frelsi gengis sem hélt í gíslingu
hæstaréttardómurum í heUa viku í
aprU 1993.
Grímuklæddir menn með vopn
rændu konunum frá hóteli þeirra í
frumskógimun í norðurhluta Kosta-
ríka á nýársdag. Reuter
Þessi litla indónesíska stúlka, sem safnar saman eigum sínum, bjó á eyjunni
Sulawesi sem varð illa úti í flóðum á nýársdag sem urðu af völdum mjög öfi-
ugs jarðskjálfta. Mörg hundruð hús sópuðust burtu í flóðbylgjunni.
Sfmamynd Reuter
Rannsókn á flugslysinu í Kólumbíu fyrir jól:
Áfengi í líki flugstjórans
Áfengi fannst í likamsleifum flug-
stjóra bandarísku farþegaflugvélar-
innar sem fórst í Kólumbíu þann 20.
desember meö þeim afleiðingum að
163 týndu lífi. Þetta kemur fram í yf-
irlýsingu sem flugfélagið American
Airlines sendi frá sér í gær. Aöeins
fjórir komust lífs af úr slysinu.
„Þar til frekari rannsóknir hafa
verið gerðar, er ekki hægt að ganga
úr skugga um hvort áfengið sem
fannst sé til komið vegna drykkju
eða hvort það er afleiðing eðlilegra
efnahvarfa í kjölfar dauða af völd-
um höggs," sagði í yfirlýsingunni
sem Bob Baker, aðstoðarforstjóri
flugfélagsins, gaf út.
„Það segir sig sjálft að það yrði
okkur mikiö áfall ef rannsóknir
staðfesta að einn flugmanna okkar
hafi neytt áfengis á meðan hann var
að störfum," sagði Baker.
Það tók björgunarsveitamenn
þrjá daga að ná líki flugstjórans en
í heitu loftslagi eykur svo langur
tími líkumar á náttúrulegum efna-
hvörfum sem framleiða áfengi í lík-
amanum, að sögn embættismanns
sem vildi ekki láta nafns síns getið.
Ekki fundust nein ummerki
áfengis í líki aðstoöarflugmannsins
en það fannst miklu fyrr og hafði
því minni tíma til að rotna, sagði
embættismaðurinn. Nánari fréttir
um áfengismagnið í líkamsleifum
flugstjórans fengust ekki.
Kólumbísk yfirvöld hafa sagt að
rekja mætti slysið til mistaka flug-
manns en blaðið Miami Herald
sagði í gær að flugumferðarstjóri
kynni að hafa gefið flugmönnunum
villandi upplýsingar. Reuter
FRAMHALD UPPBOÐS
Framhald uppboðs áeftirtalinni fasteign verður háð á henni sjálfri
sem hér segin Króktún 20, Hvolsvelli, mánudaginn 8. janúar 1996
kl. 16.00. Þingl. eig. Guðbjörn Geirsson. Gerðarbeiðendur eru
Byggingarsjóður ríkisins og sýslumaður Rangárvallasýslu.
Sýslumaðurinn í Rangárvallasýslu.
ÞÓRSHAMAR
Byrjenda
námskeið
eru að
hefjast
sími:
551
Skokknámskeið
Ný 16 vikna námskeið hefjast 8. janúar 1996 og verður
kennt á mánudögum, miðvikudögum og fimmtudögum.
Byrjendur kl. 19.15-21.15
Framhaldshópur kl. 17.15-19.15
Áætlun:
Þrekmælingar
Einstaklings/hópáætlanir
Mataræði
Teygjur/teygjuæfingar
Þrekleikfimi
Aörir viðburðir:
Ferð í Flóahlaupið í Vorsabæ
Auðragatnagleði NR
Námsflokkahlaup '96
Víðavangshlaup ÍR sumard. fyrsta
Gautaborgarhálfmaraþon í maí
Kennsla fer fram í Miðbæjarskólanum að Fríkirkjuvegi 1.
Innritun hefst 4. janúar og upplýsingar veittar í símum
551 2992 551 4106
Kjörorð: Aldrei of seint
Kennari: Jakob Bragi Hannesson
qmKWh
stendur yfir é vornémskeibin. Barnedansar, samfa,^^
ar
Danssmiðja Hermanns Ragnars
1, 105 Reykjavík 568-9797 og 5 6 8 - 7 5 8
Jassleikskólinn, kántrýdansar, stepp, rokk.Þú
kemur - viö kennum.
Kennslustaöir: Engjateigur 1, Frostaskjól, Geröuberg, Fjörgyn Grafarvogi og Stjörnuheimiliö Garöabæ.
Kynning á
námsskeiöum að
Engjateigi 1,
9. og 10. janúar.
Kynning í
Kringlunni 12. janúar.