Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1996, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1996, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 4. JANÚAR 1996 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Aðstoðarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLT114,105 RVl'K, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 6272. Áskrift: 800 6270 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjóm: dvritst@ismennt.is - Auglýsingar: dvaugl@ismennt.is. - Dreifing: dvdreif@ismennt.is AKUREYRI: Strandgata 25, sfmi: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning, umbrot, mynda- og plðtugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1550 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., helgarblað 200 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Þrasgefnir þjóðkirkjumenn Deilan í Langholtskirkju bendir eindregið til þess, að málsaðilar séu lítt færir um að stunda mannleg sam- skipti með venjulegum hætti. í daglega lífinu lendir venjulegt fólk í margs konar árekstrum, sem yfirleitt eru leystir strax. Úlfaldar eru ekki gerðir úr mýflugum. Deilurnar í Langholtskirkju eru efiiislega ómerkilegar og lítt áhugaverðar þeim, sem horfa á málið að utan. Þær hafa samt hlaðið svo utan á sig, að þjóðkirkjan er komin í hár saman við sjálfa sig út af þeim. Skilin milli deilu- aðila á þeim vettvangi eru vel þekkt frá fyrri tíð. Fyrir öðrum flokknum fara formaður Prestafélags ís- lands og vígslubiskupinn í Skálholtsstifti, sem finna biskupnum yfir íslandi flest til foráttu, þar á meðal af- skiptum hans af deilunni í Langholtskirkju. Orðalagið í gagnrýni þeirra er einnig gamalkunnugt af fyrri deilu- málum. Þannig segir formaðurinn til dæmis um biskupinn: „Ég veit ekki, hvað hann er að hugsa, blessaður maðurinn.“ í þessum orðum og ýmsum fleirum kemur greinilega fram, að hluti prestastéttarinnar er algerlega andvígur biskupn- um og er ekki að spara lítilsvirðingarorðin. Þjóðkirkjan er orðin að þjóðarvandamáli. Prestar eiga í útistöðum hver við annan. Þeir eiga í útistöðum við safnaðarnefndir og starfsmenn á vegum safnaðamefnda og ekki bara organista. Einkum þó og sér í lagi eiga þeir í útistöðum um sjálfa yfirstjóm þjóðkirkjunnar. Hluti prestastéttarinnar getur ekki sætt sig við niður- stöðu síðasta biskupskjörs og getur ekki dulið gremju sína. Hvað eftir annað hafa fjölmiðlar neyðzt til að rit- skoða orðbragð presta, þegar þeir ræða þetta hjartans mál sitt, svo að ummæli þeirra verði prenthæf. í framhaldi af fyrri deilum innan þjóðkirkjunnar hafa prestar verið hvattir til að gæta hófs í framgöngu sinni. Ljóst er, að ekkert mark hefur verið tekið á þessum ábendingum. Enn einu sinni er allt komið á hvolf innan þjóðkirkjunnar og í þetta sinn af litlu tilefni. Tímabært er orðið, að ríkið hætti að bera fjárhagslega ábyrgð á sundurþykkri stofnim skapstyggra manna og gefi kirkjunni sjálfstæði. Kirkjan er ekki lengur kirkja þjóðarinnar, heldur vettvangur ails konar deilna, þar á meðal deilna um rétta trú og rétta kirkjusiði. Þau atriði, sem starfsmenn þjóðkirkjunnr og einstakra safnaða hennar finna til að gera sér að ágreiningsefni, em flest svo fjarlæg áhugasviðum skattgreiðenda, að eðlilegt er, að hinir síðastnefndu fari að efast um, að stofnunin eigi yfirleitt að vera á fjárlögum ríkisins. Eðlilegt er, að söfnuðir velji sér presta og aðra starfs- menn til langs eða skamms tíma og beri á þeim fjárhags- lega ábyrgð. Aðskilnaður ríkis og kirkju er að verða óhjákvæmilegur, enda er ekki hægt að segja, að trúfrelsi ríki hér á landi, þegar ríki og kirkja em samgróin. Með aðskilnaði fá söfhuðir það kristnihald, sem þeir sækjast eftir, og sértrúarsöfnuðir úti í bæ fá samkeppni frá lúterskri trú. Tímabært er orðið, að þjóðkirkjan fái tækifæri til að endurvekja sig til trúarlífs á slíkan hátt, áður en innviðir hennar hrynja í innra ósamkomulagi. Með fiárhagslegri ábyrgð safnaða á starfsmönnum sín- um fá kennimenn þjóðarinnar kjörið tækifæri til að afla sér umboðs, myndugleika og andlegs styrks úr grasrót- inni í stað þess að hanga í innihaldsrýru umboði mánað- arlegs launaumslags úr fiármálaráðuneytinu. Vænta má, að starfsmenn sjálfstæðrar kirkju hafi nóg að gera við lifandi safnaðarstarf og hafi þar af leiðandi ekki tíma aflögu til þrasgefins iðjuleysis. Jónas Kristjánsson „Þegar bil milli efnaðra og allslausra dýpkar þá er friðsamlegu sambýli í mannfélaginu stefnt í hættu,“ segir m.a. í grein Árna. - Óeirðir í London. íhaldið blæs ríkið út Kjósendur í landinu eru sífellt að kvarta yfir því að pólitískir flokkar standi ekki við kosninga- loforð sín og meginstefnu og er þeim að vísu mikil vorkunn. En þeir ganga margir með þá mein- loku í kollinum aö stefnufestan í stjórnmálum sé mun meiri í öðr- um löndum, einkum þar sem tek- ist hefur að koma á tveggja flokka kerfl. Sumir taka Bretland sem dæmi. Þar hafi íhaldsstjórnin, sem setið hefur að völdum síðan 1979, að minnsta kosti verið stefnuföst, hvað sem annað megi um hana segja. Margaret Thatcher hafi sett sér það markmið að einkavæða ríkisfyrirtæki, skera niður ríkis- umsvif til muna og stórlækka op- inber útgjöld. Þessu hafi svo verið fylgt eftir af hörku. En þetta er í reynd ekki annað en helgisögn sem rýr og visinn fót- ur er fyrir. Þjóðnýting Bretlands? Að vísu hefur íhaldsstjórnin breska einkavætt ýmis fyrirtæki (og þar með leyft forstjórum vatns- veitna, orkufyrirtækja og ýmissa annarra fyrrum ríkisrekinna fyr- irtækja að taka upp stórfellda sjálfskömmtun á tekjum til sjálfra sín). Hún hefur líka lamið niður verkalýðsfélögin og látið selja mik- ið af húsnæði í eigu bæjarfélaga. En samt hafa ríkisútgjöld ekki minnkað né heldur skattheimta. Útgjöld hins opinbera voru um 40% af þjóðartekjum þegar Verka- mannaflokkurinn var við stjórn og var hundskammaður fyrir eyðslu- semi. Nú er þetta hlutfall komið upp í 43,5%! Þrátt fyrir einkavæð- ingartilburði í húsnæðismálum er húsnæðispólitík íhaldsins dýrari en hún var hjá Verkamanna- flokknum. Heilsugæslan kostar meira en áður - ekki barasta vegna þess að gömlu fólki fjölgar: stjómunarkostnaður í heilsukerf- inu hefur hækkað um helming í stjórnartíð íhaldsins. En það sem mestu skiptir er þó þetta: íhaldið hefur hert á miöstýr- ingu og opinberu eftirliti og um Kjallarinn Árni Bergmann rithöfundur leið dregið til sín svo mikið af valdi og fjármunasýslu sem áður féfl undir sveitar- og borgarstjóm- ir, að einmitt Margaret Thatcher og John Major eru sökuð um að „þjóðnýta Bretland" í merku ádrepuriti sem Simon Jenkins hef- ur nýlega gefið út. Hann rekur í bók sinni mörg dæmi um það hvernig starfsemi og þjónusta, sem áður var veitt af samtökum eða borgar- og sveitar- stjómum, er nú rekin beint af rík- inu og af mönnum sem em skipað- ir af miðstjórnarvaldinu en ekki kosnir til verka. Þessi „þjóðnýt- ing“ (eöa öflu heldur ríkisvæðing Bretlands) hefur það m.a. í for með sér, að vald yfir lögreglu og sjúkrahúsum, háskólum og námskrám almennra skóla, hús- næðismálum og mörgu fleira fær- ist frá staðbundnu valdi eða stofn- unum sjálfum (háskólar) og undir stjóm og eftirlit ríkisins. Einna stórtækust breyting tfl miðstýringar er í því fólgin, að stórskert voru fjárráð sveitarfé- laga og borga. Árið 1988 færðust hvorki meira né minna en 14 bifljónir punda af tekjum opinbera geirans frá þeim beint til ríkis- sjóðs. Þarfir valdsins Með öðrum orðum: ekki er allt sem sýnist. Hér er komið enn eitt dæmi um þaö að stjórnmálaöfl lenda á allt öðrum stað en þau töldu sig stefna að. Meðal annars vegna þess að sú freisting að draga sem mest undir sitt vald er sterk- ari aflri hugmyndafræði. Og þó er öll sagan ekki sögð. íhaldið breska reyndist ekki að- eins mjög frekt til stjómsýslu. Það hefur hvorki lækkað skatta né rík- isútgjöld og ekki dregið úr umsvif- um hins opinbera yfirleitt, en það hefur í einu efni staðið undir nafni. Það hefur aukið þann mun sem er á ríkum og fátækum í Bret- landi. Tekjumunur og eigna hefur aukist á stjórnartíð þess. Einmitt í þessu efni gætum við ef til vifl séð hluta skýringarinnar á því hvers vegna miðstýringar- vald var eflt í Bretlandi íhaldsins. Þegar bil milli efnaðra og alls- lausra dýpkar þá er friðsamlegu sambýli í mannfélaginu stefnt í hættu. Sú þróun gæti að sínu leyti freistað valdsmanna til að bak- tryggja sig betur með því að herða miðstýringartök stjórnvalda - til að þau geti gripið inn í framrás viðburða með hörku hvar og hvenær sem þeim sýnist. Gáum að þessu. Ámi Bergmann „íhaldið breska reyndist ekki aðeins mjög frekt til stjórnsýslu. Það hefur hvorki lækkað skatta né ríkisútgjöld og ekki dreg- ið úr umsvifum hins opinbera yfirleitt. . Skoðanir annarra Ríkisvaldið bremsar „Á íslandi hefur gengið yfir langt samdráttarskeið miðaö við vöxt þjóðarframleiðslu. . . . Nú hagar þannig til að ríkisvaldið hefur stigið á bremsuna með framkvæmdir og dregið úr. Þetta ætti að gefa at- vinnulífinu svigrúm tfl athafna og draga úr þenslu- áhrifum stórframkvæmda. Það er mikflvægt, því ekkert kemur fyrirtækjunum í landinu og einstakl- ingum jafn ifla og vaxandi verðbólga og óstöðugleiki og hærri vextir sem því fylgja." Úr forystugrein Tímans 3. jan. Reykjavíkurflugvöllur „S^tir þess að nú verður ekki lengur undan því vikist að endurbæta og gera við þetta bráðnauðsyn- lega mannvirki endurtekur sagan sig. Öllu er bland- að saman í umfjöfluninni: Öryggi borgaranna, um- hverfismálum, flugslysum, sem orðið hafa í ná- grenni vaflarins, umræðu um kostnað og jafnvel er fjallað um aö flytia flugvöllinn eins og það væri til- tölulega lítið mál. Óhjákvæmilegt er að huga að öll- um þessum þáttum og vafalítið mörgum öðrum áður en hafist verður handa um að endurbæta Reykjavík- urflugvöll." Birgir Þórhallsson í Mbl. 3. jan. Myndugleiki biskups „Aflir skynsamir hljóta að sjá, áð það hafa verið gífurleg vonbrigði með aö biskup skuli ekki hafa beitt myndugleika sínum. Jafnvel þótt kirkjuréttar- leg ákvæði skorti, þá hefur biskup myndugleika og umboð að því marki sem hann hefur andlegan styrk. Þetta á við okkur prestana líka, við höfum myndug- leika að því marki sem viö höfum andlegan styrk. Ef menn skynja það ekki, en kalla bara eftir kirkjurétt- arlegum ákvæðum, þá er illa komiö.“ Séra Flóki Kristinsson í Alþbl. 3. jan.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.