Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1996, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1996, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 4. JANÚAR 1996 Fréttir 11 Seltjarnarnes: Framkvæmdaféð fer í leikskóla Bæjarstjórn Seltjamarness hefur lagt fram fjárhagsáætlun fyrir árið 1996 til fyrri umræðu. Samkvæmt áætluninni nema heildartekjur bæj- arsjóðs 501 milljón króna, þar af er stærstur hlutinn útsvar, eða 415 milljónir. Útsvar er 8,4 prósent. Fasteignaskattur færir bæjarsjóði 66,5 milljónir i tekjur og bæjarsjóð- ur fær alls 19 milljónir króna í arð af hitaveitu og vatnsveitu. Útgjöld bæjarins árið 1996 nema einnig 501 milljón króna. Stærsti liðurinn er vegna fræðslumála eða 131,1 milljón króna. Rúmar 88 millj- ónir fara til eignabreytinga, afborg- anir af langtímalánum fyrir 31 millj- ón króna og byggingu leikskóla fyr- ir 40 milljónir króna. Þá fara tæpar 47 milljónir króna i götur og hol- ræsi, 42 milljónir í félagshjálp, 34 milljónir í yfirstjóm bæjarins og 32 milljónir í opin svæði í bænum. Sigurgeir Sigurðsson, bæjarstjóri á Seltjarnarnesi, segir að fjárhagsá- ætlun bæjarins fyrir þetta ár sé svipuð og á síðasta ári þó að tekjur hafi aukist nokkuð með auknum íbúafjölda. Framkvæmdum við skóla sé lokið og því fari fram- kvæmdafé bæjarins nú í leikskóla. -GHS Frá fundinum á Egilsstöðum. Frá vinstri Jón Böðvarsson, Smári Geirsson, Sigurður Líndal og Ásgeir Ásgeirsson. DV-mynd Sigrún Iðnsaga Austurlands: Fra skipasmiði til skógerðar DV, Egilsstöðum: „Það er ástæða til að óska Hinu íslenska bókmenntafélagi, Smára Geirssyni og Austfirðingum til ham- ingju með þessa bók“, sagði Jón Böðvarsson, ritstjóri Iðnsögu Islend- inga, á fundi á Egilsstöðum í tilefni útkomu síðara bindis Iðnsögu Aust- urlands. Heitir bókin „Frá skipa- smíði til skógerðar". Höfundur er Smári Geirsson í Neskaupstað og skrifaði hann einnig fyrra bindið, „Frá eldsmíði til eleksírs", sem út kom 1989. I bókinni er rakin saga ljósmynd- unar, brauðgerðar, tré- og stálskipa- smíði, skógerðar og plast- og gúmmíiðnaðar. Smári Geirsson skýrði frá að upphaflega hefði verið ætlunin að saga iðnaðar á Austur- landi yrði á einni bók. Efnið reynd- ist svo yfirgripsmikið að það fyllir 2 bækur sem eru yfir 400 bls. hvor. Þó á eftir að gera mörgum þáttum skil. Efni bindanna er að miklu leyti byggt á munnlegum upplýsingum og eru heimildarmenn 264 úr öllum fjórðungum. Myndir í þessari seinni bók eru 354. Ritun Iðnsögu Austurlands er samstarfsverkefni Iðnsögu Islend- inga og Sambands sveitarfélaga í Austurlandskjördæmi og greiddu sveitarstjórnir götu höfundar við efnisöflun. í bókarkynningu segir að Iðnsaga Austurlands sé einstætt verk í íslenskri byggða- og atvinnu- sögu og enginn annar landsfjórð- ungur geti státað af svo yfirgrips- miklu heildarverki um það efni. Ekki er útilokað að fleiri bækur verði gerðar um atvinnuþróun á Austurlandi og fer það m.a. eftir því hversu vel þessum tveim bókum verður tekiö. Það er Hið ísl. bókmenntafélag undir forsæti Sigurðar Líndal sem gefur út Iðnsögu íslendinga og er þessi nýja bók sú 12. í röðinni. Til að ljúka iðnsögunni þarf í það minnsta 8-10 bækur til viðbótar. Jón Böðvarsson var aðalhvatamað- ur að Iðnsögu íslendinga og ritstjóri verksins frá upphafi. Jón sagði að Sverrir Hermannsson hefði, á með- an hann var iðnaðarráðherra, átt drjúgan þátt í því að þessi ritröð fór af stað. Það var m.a. vegna ákveð- inna óska Sverris að Austurland varð fyrir valinu þegar ákveðið var að skrifa iðnsögu eins landsfjórð- ungs til að sýna framvindu iðnaðar í einum landsfjórðungi til saman- burðar við iðnaðarstarfsemi á suð- vesturhorninu. Jón Böðvarsson lætur nú af rit- stjórn Iðnsögu íslendinga fyrir ald- urs sakir en við hefur tekið Ásgeir Ásgeirsson sagnfræðingur. -SB Þýskir fjölmiðlamenn á Norðausturlandi um áramót - gæti verið upphafið að skipulögðum ferðum almennings í framtíðinni DV, Akureyri: „Það er þegar orðið ljóst að ferð svipuð og þessi sem fjölmiðlafólkið er í núna verður sett upp í lok ársins fýrir almenning og við munum þá nýta okkur þann grunn sem er feng- inn,“ segir Þórður Höskuldsson, ferðamálafúlltrúi Atvinnuþróunarfé- lags Þingeyinga, en hann hefur und- anfarna daga ferðast um norðaustur- horn landsins meö þýskt fjölmiðla- fólk sem verið er að kynna hvað þessi landshluti býður upp á fyrir ferðamenn. Auk heimamanna á hverjum stað, samtakanna Miönæt- ursólarhringsins, sem eru áhuga- mannasamtök um ferðamannaþjón- ustu á norðausturhorni landsins, og Atvinnuþróunarfélagsins komu-Flug- leiðir og samgönguráðuneytið einnig að undirbúningi og framkvæmd ferð- arinnar. Þýska fjölmiðlafólkiö er m.a. frá Norður-þýska útvarpinu, dagblaðinu Diezeit, tímaritinu Nordis og í hópn- um er einnig kunnur ljósmyndari auk starfsmanns sendiráðsins í Reykjavik. Ferðin hófst 30. desember í Mývatnssveit en síðan hefur leiðin legið um Vopnafjörö, Þórshöfn, Þist- ilfjörð, Raufarhöfn, Melrakkasléttu, Öxarfjörð, Jökulsárgljúfur, Dettifoss var skoðaður í klakaböndum og frá Húsavík liggur leið hópsins til Reykjavíkur. Hugmyndasmiðm- ferðarinnar var athafnakonan Sigríður Dóra Sverris- dóttir á Vopnafirði en Þórður Hö- skuldsson ferðamálafulltrúi tók siðan við framkvæmdinni. Hann segir ferð- ina hafa verið einstaklega vel heppn- aða, gestirnir áttu eftirminnileg ára- mót á Vopnafirði, þeir hafa skoðað fyrirtæki og stofnanir, rætt við heimamenn, komið við á bóndabæj- um og setið lambakjötsveislur svo eitthvað sé nefnt. „Ég ætla ekki í kjölfar þessarar ferðar að lofa ferðamannastraumi um þennan landshluta, sem er utan hringvegarins, en ég geri mér vonir um að umfjöllun fjölmiölafólksins í Þýskalandi muni skila árangri, að það sem það hefur fram að færa muni höfða til ákveðins hóps fólks. Fólkið hefur verið mjög ánægt með ferðina og hún verður einnig heima- mönnum mikil hvatning og sýnir þeim að það er ýmislegt hægt að gera,“ segir Þórður Höskuldsson. -gk HVOLSVÖLLUR 7////////////////// Nýr umboðsmaður DV ARNDÍS KRISTLEIFSDÓTTIR Hvolsvegi 20 - S'ími 487 8767 BLÖNDUÓS 7////////////////// Nýr umboðsmaður DV GERÐUR HALLGRÍMSDÓTTIR Melabraut 3 - Sími 452 4355 STÆRÐIR 44-60 ÚTSALAN ER HAFIN 30-50% AFSLÁTTUR LANGAN LAUGARDAG OPIÐ 10-16 STÓRI-LISTINN Baldursgötu 32 sími 562-2335 Stakkholti 4 (inng. frá Brautarholti). S. 5631631

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.