Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1996, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1996, Blaðsíða 2
FIMMTUDAGUR 4. JANUAR 1996 Fréttir Birna Björnsdóttir fékk 2. og 3. stigs bnmasár í eldsvoðanum á Hverfisgötu 55: Hef verið við að gefast upp á að byrja að nýju - allt ótryggt, þar á meðal nýleg húsgögn, skólatölva, bækur og önnur námsgögn „Ég hef verið við það að gefast upp en það þýðir ekkert. Ég missti allt mitt í brunanum og það var ótryggt. Allt brann sem brunnið gat, meira að segja gullkross sem ég átti bráðnaði. Ég var nýbúin að kaupa húsgögn fyrir 100 þúsund krónur og tölvu fyrir annað eins sem ég nota i skólanum. Auk þess missti ég dýra myndavél sem ég nota í skólanum. Innbúið hefur verið upp á aðra milljón króna. Það er erfitt að byrja alveg upp á nýtt. í dag á ég í raun- inni hvergi heima,“ sagði Birna Björnsdóttir, 29 ára, íbúi 1. hæðar hússins að Hverfisgötu 55 sem brann í eldsvoða aðfaranótt 27. des- ember síðastliðins. Eldurinn kviknaði út frá jóla- skreytingu viö glugga í íbúð Bimu og hlaut hún 2. og 3. stigs brunasár í andliti. Roskin hjón sem bjuggu á hæðinni fyrir ofan og sonur þeirra sem bjó á hæðinni fyrir neðan Birnu náðu að komast út úr húsinu. Birna segist hvergi eiga heima en hún hefur fengið að gista hjá sínum nánustu frá því að eldsvoðinn átti Stuttar fréttir Engar greiðslur Tryggingastofnun telur ekki rétt að læknarnir í Domus Med- ica fái greiöslur fyrir rannsókn- ir í segulómsjánni sem þeir keyptu. Rifist um nagga Kjötiðja KÞ á Húsavík og Slát- urfélag Suðurlands rífast nú um réttinn á að geta kallað skyndi- bitaframleiðslu sína nagga. Þingeyingar telja sig eiga einka- rétt á nafninu. Viðræður um Funa Áhugahópur nokkurra manna hefur óskað eftir viðræðum við bæjaryfirvöld á Ísafírði um að taka yfir rekstur sorpbrennslu- stöðvarinnar Funa. RÚV greindi frá þessu. Lækkandi bætur Fjárlög gera ráð fyrir að bæt- ur almannatrygginga lækki um rúman milljarð á næsta ári mið- að við það sem hefði orðið án breytinga á kerfinu, samkvæmt frétt RÚV. Vextir hækkaðir Seðlabankinn hefur gripið til sérstakra aðgerða til aö hækka vexti í landinu svo sporna megi gegn eyöslu landsmanna og versnandi stöðu bankanna. Stöð 2 greindi frá þessu. Bankar sameinaðir Hópur áhrifamanna í við- skiptalífinu ræðir leiðir til aö stokka upp bankakerfiö. Sam- kvæmt frétt Stöðvar 2 er m.a. rætt aö kaupa Búnaðarbankann og steypa honum saman við ís- landsbanka. -bjb Hún hafði eins og aðrir gert sér grein fyrir því að það kviknar yfirleitt í á ein- um til tveimur stöðum um jól og áramót. „En ég reiknaði ekki með að þetta kæmi fyrir mig,“ segir Birna Björnsdóttir. Hún missti allt sitt og segir það erfitt hlutskipti að þurfa að byrja algjörlega upp á nýtt. DV-mynd BG sér stað. Hún er nemandi á iðn- og alla persónulega muni sína. hönnunarbraut í Iðnskólanum og ' - En hvemig kviknaði eldurinn? missti skólabækur sínar, fót, innbú „Ég bara horfði á þegar gardína feyktist í jólaskreytinguna. Siðan breiddist eldurinn út á skammri stundu. Ég vissi auðvitað að þetta var timburhús en grunaði ekki að eldur gæti breiðst svona hratt út. Ég foröaði mér síðan út berfætt og á jólakjólnum og hringdi bjöllunni hjá fólkinu fyrir ofan. Þegar ég sá eldinn læsa sig í loftið fyrir ofan hjá þeim varð ég mjög hrædd,“ sagði Birna. Birna segist vera að byrja upp á nýtt - hún hafi keypt sér tannbursta í gær en Rauði kross íslands hefði útvegað henni úlpu. Hún sagði að Ingvar ÁSmundsson, skólastjóri Iðn- skólans, mundi hjálpa henni að út- vega skólabækur á ný. „Ég verð hins vegar að byrja upp á nýtt og fá mér ibúð. En ef einhver gæti séð af notuöum húsgögnum, til dæmis gömlum ísskáp, væri það vel þegið. Það er hjálp í öllu,“ sagði Birna Björnsdóttir. Þeir sem hafa áhuga á að láta eitt- hvað af hendi rakna vegna Birnu geta haft samband í síma 554 4356. -Ótt Forsetabústaðurinn á Bessastöðum lifnaði hressilega við í gær þegar Vigdís Finnbogadóttir bauð nokkrum börnum og foreldrum þeirra á árlega jólaskemmtun. Um var að ræða börn sendiráðsstarfsmanna og vina og kunningja for- setans. Að sjálfsögðu voru sungin jólalög og dansað í kringum jólatréð. Vel fór á með forsetanum og jólasveininum og kunnu börnin sérstaklega vel að meta þann síðarnefnda. Þetta var síðasta jólaballið á Bessastöðum með Vigdísi sem forseta. DV-mynd BG Deilt um félagaskrá hjá Dagsbrún Kristján Ámason, annar tveggja frambjóðenda til formanns í verka- mannafélaginu Dagsbrún, segist hafa óskað eftir því við skrifstofu Dagsbrúnar að fá afhenta félaga- skrána til að auðvelda framboðs- vinnuna fram að kosningum 19. og 20. janúar. Kristján segir að ósk þeirra hafi verið hafnað án rök- stuðnings þó að síðar hafi þau svör borist að félagaskráin verði afhent þegar framboðum verður skOað inn. „Þeir vilja gera greinarmun á fé- lagaskrá og límmiðum með nöfnum félaga. Verslunin F&A fékk á sínum tíma límmiða með nöfnum og til- heyrandi og sendi bréf með yfir- skriftinni „Kæri Dagsbrúnarmað- ur“. Ég nefndi það við Halldór hvort við gætum ekki fengið þessa sömu þjónustu og hann kvað nei við því,“ segir Kristján. Þegar DV bar fréttina undir Halldór Björnsson, varaformann Dagsbrúnar og frambjóðandi til for- manns, sagðist hann ekki geta af- hent félagaskrána hverjum sem væri en frambjóðendurnir fengju skrána afhenta þegar þeir væru búnir að skila inn framboði. Að öðru leyti vísaði hann á formann kjörstjórnar. Stefnt er að þvi að skila inn fram- boðslista Kristjáns á föstudag. Frambjóðandi tÚ varaformanns er Sigurður Rúnar Magnússon, starfs- maður Eimskips. Á framboðslista uppstillingar- nefndar Dagsbrúnar býður Halldór Bjömsson fram til formanns. Vara- formannsframbjóðandi er Sigríður Ólafsdóttir borgarstarfsmaður. -GHS Formaöur Einingar: Verður varla naumt skammt- aötil okkar ' DV, Akureyri: „Það eru greinilega tvær launa- stefnur ríkjandi í landinu. Ráða- menn þjóðarinnar höfðu um það mörg orð um áramótin að það væri uppsveifla í landinu og þeir hljóta þá að eiga við upp- sveiflu í launagreiðslum til ein- hverra sérhópa," segir Björn Snæbjömsson, formaður Verka- lýðsfélagsins Einingar í Eyja- firði, um þá ákvöröun kjara- nefndar að veita ýmsum opin- berum embættismönnum 8-10% launahækkun. „Þetta þýðir að við hljótum að búa okkur vel undir það að taka á móti þessum kauphækkunum eftir ár þegar samningar okkar verða lausir og það verður varla naumt skammtað til okkar fyrst góðærið er jafn mikið og talað er um. Ég fagna því að hægt skuli vera að úthluta svona veglegum kauphækkunum, og við hljótum að fá þær líka,“ segir Bjöm. -gk Úrskuröur kjaranefndar: Launa- ar of hja rikinu - segir Þórarinn V. „Mér sýnist að þetta sé í takt við það sem hefur verið að ger- ast hjá ríkinu undanfarið ár. Við höfum áður gagnrýnt það að launakostnaðarbreytingar hjá ríkinu eru allt of miklar. Þessi úrskurður er fullkomlega í takt við það,“ sagði Þórarinn V. Þór- arinsson, framkvæmdastjóri Vinnuveitendasambands ís- lands, VSÍ, við DV um nýfallinn úrskurð kjaranefndar um laun presta og embættismanna. Þórarinn sagðist ekki vilja leggja mat á það hvort þessir til- teknu hópar ríkisstarfsmanna ættu að lúta öðmm reglum en aðrir hópar. Breytingarnar hjá ríkinu hefðu almennt veriö of miklar. „Samningar eru bundnir til næsta árs. Ef marka má yfirlýs- ingar manna úr verkalýösforyst- unni þá sýnist mér að þessir úr- skurðir kjaranefndar og kjara- dóms geti haft truflandi áhrif á viðræður á næsta ári,“ sagði Þórarinn. -bjb Hjúkrunarfræðingar og ljósmæður með lausa samninga frá áramótum: Heilsugæslulæknar samningslausir í rúmt ár Kjarasamningar ríkisins við félög hjúkrunarfræðinga og ljósmæður hafa verið lausir frá áramótum. Vegna þessa hefur samninganefnd ríkisins fundað tvívegis með samn- inganefnd hjúkrunarfræðinga og þriðji fundur er fyrirhugaður í næstu viku. Ekki hefur enn verið boðað til fundar með ljósmæðrum. - erum í naflaskoðun, segir formaður læknanna Þá hafa fastráönir heilsugæslulækn- ar hjá ríkinu, um 170 talsins, verið með lausa samninga í rúmt ár án þess að viðræður hafi farið fram. Mun samninganefnd ríkisins vera farið að lengja eftir þeim viðræðum. Tvö félög opinberra starfsmanna sögðu upp samningum frá síðustu áramótum; annars vegar félag lausr- áðinna lækna og hins vegar Starfs- mannafélag ríkisstofnanna, og eru þau mál á leiðinni fyrir félagsdóm þar sem ríkið telur uppsagnirnar ólöglegar. Nuddum saman nefjum Gunnar Ingi Gunnarsson, formað- ur félags heilsugæslulækna, sagði við DV að líklega yrði óskað eftir fundi með samninganefnd ríkisins í lok þessa mánaðar. Um ástæðu þess að ekki hefði verið fundað fyrr sagði Gunnar: „Við erum að nudda saman nefj- um og skoða veröldina. Eigum við ekki að segja að við séum í nafla- skoðun. Það er margt að gerast á vinnumarkaðnum sem við þurfum að skoða. Við þurfum ekki bara að ná samkomulagi um einhveijar pró- sentur heldur eru það starfsskilyrðin fyrir þá upphæð sem brenna heitar á okkur. Stöðu heilsugæslunnar og heimilislækna þarf að skoða í heild sinni, jafnt á höfuðborgarsvæðinu sem á landsbyggðinni." -bjb

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.