Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.1996, Page 6
6 t útlðnd
LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 1996 JjV
stuttar fréttir
Sprengjusmiöur
myrtur
Helsti sprengjusmiður palest-
insku samtakanna Hamas, Ya-
hya Ayyash, lést I sprengjutil-
ræði í gær. Samtökin saka ísra-
ela um tilræöið.
Fry I sáttahug
Leikarinn
Stephen Fry,
sem hvarf
skyndilega
frá hlutverki
í leikriti í
London í
fyrra, hefur
nú sæst við
sýnendur.
Tryggingafélag hans greiðir
þeim um 25 milljónir króna.
Stephen sagðist verið undir
miklu álagi er hann hvarf á
brott og hefur síðan haft hægt
um sig.
Verkfallsmenn
mótmæla
Verkfallsmenn í Marseille í
Frakklandi hótuðu í gær að
halda áfram mánaðarlöngu
verkfalli eftir að lögregla rýmdi
þrjár af fjórum miðstöðvum
strætisvagna sem þeir höfðu
lagt undir sig.
Þakka Clinton, ekki Chirac
Vinir frönsku flugmannanna,
sem voru í haldi Bosníu-Serba,
þakka Clinton Bandaríkjafor-
seta en ekki Chirac Frakklands-
forseta fyrir þátt hans í lausn
þeirra.
Viöræöur í Rússlandi
Viktor Tsjemómyrdín, for-
sætisráðherra Rússlands, ræddi
í gær við leiðtoga kommúnista,
Gennadíj Zyuganov, um ýmis
vandamál.
Óeiröir í fangelsum
Óeirðir brutust út í fimm
fangelsum í Tyrklandi í gær.
Yfir 30 fangavörðum var haldið
í gíslingu. Að minnsta kosti 3
hafa látist í uppreisn fanganna.
Previn riddari
Elísabet
Bretadrottn-
ing hefur
sæmt banda-
ríska hljóm-
sveitarsljór-
ann Andre
Previn heið-
ursriddara-
tign. Er það
æðsta viðurkenning sem Bretar
veita útlendingi. Viðurkenning-
una fær Previn fyrir framlag
sitt til tónlistarlífs í Bretlandi
og menningarsamskipta Bret-
lands og Bandaríkjanna.
Neitar aö segja af sér
Forsætisráðherra Póllands,
Jozef Oleksy, neitar að segja af
sér þrátt fyrir ásakanir um að
hann hafi njósnað fyrir
Moskvu. Reuter
Metaregn í
kauphöllum
- bensínið lækkar
Hlutabréfaviðskipti i helstu kaup-
höllum heims fóru af stað með lát-
um á nýárinu. Söguleg met voru
slegin í London og Frankfurt hvað
hlutabréfavísitölur snertir og töl-
umar í Tokyo og Hong Kong hafa
ekki verið hærri undanfarið ár. Við-
skipti í Wall Street hafa sömuleiðis
veriö lífleg og Dow Jones verið ná-
lægt sögulegu meti. Lækkun varð
þó á fimmtudag í Wall Street vegna
fjárlagadeilunnar í Washington
milli Clinton og leiðtoga repúblik-
ana.
Verð á bensíni og olíu á heims-
markaði lækkaði litillega eftir ára-
mótin. Hráolían þó ekki sem seldist
í staðgreiðslu á 19,25 dollara tunnan
á fimmtudag. Sérfræðingar spá ört
lækkandi eldsneytisverði næstu
vikurnar. -bjb
Utanríkisráðherra Rússlands segir af sér:
Zhírínovskíj vill
taka við embættinu
Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn
fór fram á það i gær að leiðtogi
flokksins, Vladimir Zhírinovskíj,
tæki við embætti utanríkisráðherra
Rússlands, Andreis Kozyrevs, sem
sagði af sér í gær. Interfax frétta-
stofan greindi frá því í gær að þing-
menn flokksins hefðu sent Borís
Jeltsín forseta bréf og beðið um að
Zhírínovskíj yrði skipaður utanrík-
isráðherra.
Talsmaður Borís Jeltsíns forseta
sagði að afsögn Kozyrevs myndi
ekki hafa nein áhrif á utanríkis-
stefnu Rússlands. Kozyrev hefur
verið utanríkisráðherra síðan 1990
og var hliðhollur nánum samskipt-
um við Bandaríkin og Vesturlönd.
Andrei Kozyrev, utanríkisráðherra
Rússlands, ætlar að setjast á þing.
Símamynd Reuter
Andstæðingar hans sökuðu hann
um að vera hallur undir Vesturlönd
og ekki gæta þess að láta rödd Rúss-
lands heyrast á alþjóðlegum vett-
vangi. Kommúnistar höfðu lengi
krafist afsagnar utanríkisráðherr-
ans og sökuðu hann meðal annars
um að hafa aðstoðað Jeltsín við að
leysa í sundur Sovétríkin. Kozyrev
bauð sig fram til neðri deildar
þingsins í kosningunum í desember
og náði sæti. Þar með opnaðist leið
fyrir hann til að segja af sér án þess
að bíða mikinn hnekki.
Fréttastofan Interfax greindi frá
því í gær að Sergei Krylov aðstoðar-
utanríkisráðhen-a myndi fara með
utanríkismál fyrst um sinn. Reuter
Það viðraði vel til skautakeppni á náttúrulegum ís f Hollandi í gær. Keppendurnir á myndinni renndu sér 100 kíló-
metra og fyrstur í mark var Ruud Borst. Myndin er tekin í bænum Nieuw Wolda. Símamynd Reuter
Bosníumenn segja Serba
enn með múslíma í haldi
Stjómvöld í Bosníu sögðu i gær
að Serbar hefðu enn í haldi fjóra
múslíma. Að sögn stjómvalda voru
fjórmenningarnir gripnir er þeir
fóm um yfirráðasvæði Serba í Sara-
jevo, alveg eins og múslímarnir
sextán sem voru gripnir og látnir
lausir á fimmtudaginn eftir tíu daga
í haldi Serba.
Talsmaður Atlantshafsbandalags-
ins greindi frá því í gær að friðar-
gæsluliðar á vegum þess hefðu skot-
ið að byssumanni sem særði ítalsk-
an hermann í Sarajevo á fimmtu-
daginn. Talsmaðurinn sagði að frið-
argæsluliðamir teldu að þeir hefðu
ekki drepið byssumanninn. ítalinn
var í skotheldu vesti og særðist lít-
ils háttar á handlegg.
Spenna rikti I Mostar í Bosníu í
gær eftir að Króatar skutu á og
særðu illa tvo múslímska lögreglu-
menn á fimmtudagskvöld. Á nýárs-
dag drap króatíska lögreglan
múslímskan ungling.
Reuter
DV!
Eiginkona Pap-
andreous með
lifrarbólgu
Dimitra Li-
ani, eiginkona
Andreas Pap-
andreous, for-
Isætisráðherra
Grikklands, er
með lifrar-
bólgu og fær
ekki að heim-
sækja eigin-
manninn á sjúkrahúsið fyrr en
henni er batnað. Liani hefur ver-
ið við sjúkrabeð manns síns frá
því að hann var fluttur í skyndi
á sjúkrahús 20. nóvember með
lungnabólgu. Liani, sem er fyrr-
verandi flugfreyja, hefur ekki
farið leynt með það að hún hafi
hug á að taka við embætti af
manni sínum.
Banvænum
lirfum fjölgar
Lífshættulegar fiðrilmslirfur
hafa valdið talsverðum ótta í
suðurhluta Brasilíu. Þar hafa 20
manns verið fluttir á sjúkrahús
nýlega eftir að hafa snert lirfurn-
ar. Þær gefa frá sér banvænt eit-
ur og undanfarin tvö ár hafa níu
manns látist af völdum þess.
Þeir sem verða fyrir eitrinu fá
: útbrot á húðina og sviða eins og
eftir bruna. Ef ekki er brugðist
við getur viðkomandi fengið
háan hita, blæðingar úr nefi og
eyrum, nýmabilun óg síðan lát-
ist. Lirfunum hefur fjölgað þar
sem rottur og fúglar liafa drepist
af völdum eitraös áburðar á
svæðinu.
I Pólskar skóla-
stelpur ræna
og myrða
Afbrof pólskra skólastelpna
gerast sífellt grófari. Lögreglan i
| Varsjá segir að fyrir nokkrum
árum hafi helstu afbrot 13 til 16
i ára skólastelpna verið þjófnaður
| á snyrtivörum og nærfötum.
Núna gerast unglingsstúlkur
sekar um árásir, rán og morð tO
þess að komast yflr feng sinn og
þær safnast saman í gengi sem
■ fuilorðnir afbrotamenn stýra.
Dæmi eru um að hópar
stúlkna sérhæfi sig í að slá nið-
ur og ræna ölvaða menn fyrir
utan diskótek. Nýlega komst upp
um einn hópinn eftir 24 árásir.
Annar hópur lokkaði menn út
fyrir bæinn þar sem liðsauki
beið. Þar urðu mennirnir að af-
henda allt fémætt og var sleppt á
nærklæðunum einum.
Að sögn sérfræðinga eru fé-
lagslegar aðstæður flestra
stúlknanna slæmar. Það er þó
ekki óalgengt að stúlkur frá vel
stæðum flölskyldum taki þátt í
ránum og morðum.
Víkingaskart
rennur út
Eftirlík-
: ingar af vík-
ingaskart-
gripum seld-
ust eins og
heitar lumm-
| ur i Banda-
rikjunum fyr-
ir jólin.
Danska ræð-
ismannsskrifstofan í New York
hvetur nú dönsk fyrirtæki til að
nýta tækifærið og huga að út-
flutningi. Á síðasta ári seldust
eftirlíkingar fyrir hálfan millj-
arð dollara og hefur salan tvö-
faldast á fimm árum.
Ein af orsökunum fyrir auk-
inni sölu er sú að Bandaríkja-
menn þurfa nú ekki lengur að
arka á söfn til þess að flárfesta í
eftirlíkingum af skarti víkinga
og annarra gamalla menningar-
heima. Nú geta þeir nefnilega
keypt eftirlikingarnar í gegnum
Ípóstverslun, í venjulegum vöru-
húsum og í litlum verslunum í
„kringlum". Reuter, Politiken.
'