Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.1996, Side 12
12
LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 1996 JjV
Wlend boksja
Metsölukiljur
Bretland
Skáldsögur:
1. Wllbur Smlth:
The Seventh Scroll.
2. Dlck Francis:
Wild Horses.
3. Terry Pratchett:
Interestlng Tlmes.
4. Doug Naylor:
The Last Human.
5. Davld Guterson:
Snow Falllng on Cedars.
G. Maeve Blnchy:
The Glass Lake.
7. Robert Goddard:
Borrowed Time.
8. Danlelle Steel:
The Glft.
9. Jane Austen:
Prlde and Prejudice.
10. Pat Barker:
Regeneration.
Rit almenns eðlis:
1. S. Nye & P. Dornan:
The A-Z of Bahavlng Badly.
2. Alan Bennett:
Writlng Home.
3. Nelson Mandela:
Long Walk to Freedom.
4. Carl Giles:
Giles 1996.
5. Gary Larson:
The Far Side Gallery 5.
6. S. Birtwistle & S. Conklln:
The Maklng of Pride and Prejudice.
7. N.E. Genge:
The Unofficlal Z-Files Companlon.
8. lan Botham:
Botham: My Autobiography.
9. Andy McNab:
Bravo Two Zero.
10. Ranfurly:
To War with Whitaker.
(Byggt á The Sunday Tlmes)
Danmörk
1. Llse Norgaard:
De sendte en dame.
2. Jung Chang:
Vilde svaner.
3. Kirsten Thorup:
Elskede ukendte.
4. Robert J. Waller:
Broerne I Madison County.
5. Josteln Gaarder:
Sofies verden.
6. Bret Easton Ellls:
Uskrevne regler.
7. Peter Hoeg:
De máske egnede.
(Byggt á Politiken Sondag)
vísindi
Skrifar bara fyrir
barnið í sjálfri sér
„Ég hef ekki skrifað einn einasta
bókstaf fyrir einhvern börn. Ég hef
bara skrifað fyrir barnið í sjálfri
mér. Og ég held að það barn sé enn
til staðar. Ég kenni í brjósti um þá
sem ekki hafa lengur aðgang að
barninu í sjálfum sér.“
Þetta segir barnabókahöfundur-
inn sívinsæli, Astrid Lindgren, í
fyrsta blaðaviðtali sínu í þrjú ár, en
hún er 88 ára að aldri. Viðtalið birt-
ist á dögunum í danska blaðinu
Politiken.
Undarlegt líf
Línu langsokks
Lindgren hefur búið í sömu íbúð-
inni á horni Dalagatan og Odengat-
an í Stokkhólmi í meira en hálfa
öld, eða svipaðan tíma og liðinn er
frá því hún samdi fyrstu söguna um
eftirminnilegustu sögupersónu sína
- Línu langsokk. í þessari íbúð hef-
ur hún samið flestar bækur sínar,
og þar hélt hún upp á jólin i félags-
skap fjölskyldunnar - en hún eign-
aðist tvö börn og á nú sjö barnabörn
og níu barnabarnabörn.
í viðtalinu er hún að sjálfsögðu
spurð mikið um sögupersónuna
Línu sem hefur ekki alltaf fallið í
kramið hjá uppeldissérfræðingum.
„Já, líf Línu er auðvitað undar-
legt. En hún er samt öðruvísi en
sumir halda. Nú nýverið skrifaði
einhver, alveg eins og fyrir fimmtíu
árum þegar sagan kom fyrst út, að
hún væri slæm fyrirmynd, hún
væri svo ofsafengin. En Lína er alls
ekki ofsafengin. Hún er sjálfstæð og
barnæska hennar er óneitanlega
Astrid Lindgren - 88 ára og hætt að
skrifa en hefur samt í nógu að snú-
ast.
Umsjón
Elías Snæland Jónsson
óhefðbundin. Satt best að segja hef-
ur hún verið mjög lítið gagnrýnd
miðað við hversu víða hún hefur
farið. Eftir öll þessi ár fæ ég enn
bréf í kílóavís frá börnum sem segja
mér hvað hún hafi þýtt fyrir þau.
Ótrúlega margar konur hafa sagt
viö mig: Án Línu væri ég allt önnur
manneskja! Það eru einmitt konur
sem Lína hefur hjálpað til að átta
sig á að þær gætu orðið eitthvað
þótt þær væru konur.“
Meira frí og
minna ofbeldi
Þótt Astrid Lindgren sé hætt að
skrifa nýjar sögur hefur hún nóg að
gera við að sinna erindum af ýmsu
tagi.
„Ég veit ekki hvað ég geri, en ég
hef að minnsta kosti afar sjaldan frí!
Ég les kvikmyndahandrit og annað
þess háttar. Einkaritarinn minn er
mjög duglegur, hún kemur hingað
tvo daga í viku. En ég skrifa ekki
lengur. Það er víst ekki heldur nein
saga í mér sem ég hef ekki þegar
sagt. Enda hef ég sagt svo margar að
það hlýtur að duga fyrir lífstíð. Ég
væri mjög undarleg ef ég væri ekki
ánægð með það sem ég hef skrifað
um ævina því það hefur náð svo gíf-
urlega mikilli útbreiðslu um allan
heim.“
Blaðamaður Politiken spyr Astrid
Lindgren hvers hún óski sér helst á
nýja árinu, 1996.
„Hvers óskar þú þér? Aukins frí-
tíma? Jú, þess óska ég mér líka. Ég
vildi gjarnan lifa eðlilegra lífi 88 ára
gamallar konu. Mannkyninu óska
ég hins vegar að skynsemin fái að
ráða einhverju í veröldinni. Að fólk
vinni að því að gera heiminn betri
en hann er núna. Það verður fólk og
hlýtur að gera, því annars mun
heimurinn farast. Ég skal ekki segja
til um hver sé alvarlegasta ógnunin,
en þessi stöðugu stríðsátök, þessi
manndráp, þetta ofbeldi gegn fólki
hlýtur að gera lífið óbærilegt."
Áfengislaus
pastis vondur
Franskir alkóhólistar á bata-
vegi hafa verið varaðir við áfeng-
islausum pastis sem margir
þeirra drekka eins og þeim væri
borgað fyrir. Pastis er afskaplega
vinsæll sem fordrykkur í Frakk-
landi.
Læknar í borginni Lille fengu
til meðferðar tvo uppþurrkaða
alka sem kvörtuðu undan örum
hjartslætti, riðu og vöðvaverkj-
um. Annar þeirra, 46 ára kona,
varð svo þreytt í handleggjunum
að hún gat ekki einu sinni tekið
upp símann. Hinn, 45 ára karl-
maður, léttist og átti erfitt um
gang. Bæði drukku um 20 glös af
drykk þessum á dag. Lakkrísinn,
sem drykkurinn fær bragð sitt af,
getur valdið því að kalíum í blóð-
inu minnkar, með tilheyrandi
vondum afleiöingum.
Steinefnasalt
fyrir heilsuna
Þeir sem henda venjulega mat-
arsaltinu sínu i tunnuna og fara
að nota steinefhasalt í staðinn
draga ekki einungis úr líkunum
á því að fá of háan blóðþrýsting,
heldur eykur salt þetta áhrif lyfja
gegn háþrýstingi.
Þaö er flnnski læknirinn Eero
Mervaala sem heldur þessu fram
í doktorsritgerð sinni sem er sú
fyrsta í heimi sem sýnir áhrif
fæðu á blóðþrýstingslyf.
Umsjón
Guðlaugur Bergmundsson
íslenskur vísindamaður kannar útrýmingu risaeðla:
Tel mitj hafa svarið en
er að leita að sönnuninni
- segir Haraldur Sigurðsson, prófessor við háskólann í Rhode Island
Haraldur Sigurðsson, til hægri á myndinni, og Mark Lackie fara fyrir 25
manna hópi vísindamanna sem leita að ummerkjum eftir árekstur loftsteins
og jarðarinnar fyrir 65 milljónum ára.
„Ég tel mig hafa svarið. Ég er að
leita að sönnuninni," segir Harald-
ur Sigurðsson, prófessor í haffræði
við háskólann í Rhode Island í
Bandaríkjunum, sem fer fyrir hópi
vísindamanna sem leita að sönnun-
um á þeirri kenningu að risaeðlurn-
ar hafi dáið út af völdum áreksturs
smástirnis eða halastjörnu og jarð-
arinnar fyrir 65 milljónum ára. Har-
aldur og starfsbræður hans eru um
borð í rannsóknarskipinu Joides
Resolution á Karibahafinu, undan
ströndum Mexíkó.
Vísindamennirnir ætla sér að
bora niður á allt að eitt þúsund
metra dýpi undir hafsbotninum þar
sem þeir vonast til að finna svarið
með rannsóknum sínum á glerperl-
um sem mynduðust við árekstur-
inn, grjóti og setlögum. Hópurinn
verður nærri tvo mánuði um borð í
skipinu nærri gígnum Chixculub
sem myndaðist við áreksturinn.
Þær vísindakenningar, sem flest-
ir aðhyllast um þessar mundir,
ganga út frá því að loftslagsbreyt-
ingar af völdum árekstursins hafi
líklega valdið útrýmingu risaeðl-
anna. Vísindamenn eru þó ekki al-
veg vissir um hvernig það hefur ná-
kvæmlega gerst.
Þeir telja að hluturinn, sennilega
átta til sextán kílómetrar í þvermál,
hafl hrapað til jarðar nærri þeim
stað þar sem borgin Merida er nú, á
Yucatan-skaganum í Mexíkó, og að
við áreksturinn hafi myndast gígur
sem var 160 kílómetrar í þvermál.
Þótt miklar flóðbylgjur hafi mynd-
ast við áreksturinn skýrir það eitt
og sér þó ekki útrýminguna.
Smástirnið eða loftsteinninn féll
niður á svæði þar sem grunnt vatn
lá yfir og í voru mikil gifssetlög.
Haraldur segir að það hafi verið
eins og að rekast á púðurtunnu.
Talið er líklegt að við áreksturinn
hafi brennisteinsmettar lofttegundir
farið út í andrúmsloftið.
„Það myndar hulu yfir jörðinni
og útilokar sólarljósið. Af því leiðir
algjört myrkur og samstundis kóln-
ar í veðri,“ segir Haraldur.
Myrkrið kann að hafa varað í
marga mánuði eða jafnvel mörg ár
og grandað bæði jurtalífi og risaeðl-
unum.
Haraldur segir að bráðið grjótið
sem bormenn muni ná upp varð-
veiti sennilega efnafræði svæðisins
og því er hugsanlegt að vísinda-
mennirnir komist að því hve mikill
brennisteinn var til staðar þegar
áreksturinn varð.
Metsölukiljur
Bandaríkin
Skáldsögur:
1. Rlchard Paul Evans:
The Christmas Box.
2. James Patterson:
Kiss the Girls.
3. V.C. Andrews:
Hiddel Jewel.
4. Mary Higgins Clark:
The Lottery Winner.
5. Jude Deveraux:
The Helress.
6. David Guterson:
Snow Falllng on Cedars.
7. Tom Clancy & Steve Pleczenik:
Mirror Image.
8. Terry McMillan:
Walting to Exhale.
9. Dean Koontz:
Dark Rivers of the Heart.
10. Lawrence Sanders:
McNally’s Trial.
11. Jonathan Kellerman:
Self-Defense.
12. Nora Roberts:
Born in Shame.
13. Judith Pinsker:
Robln's Diary.
14. Carof Shields:
The Stone Dlaries.
15. George Dawes Green:
The Juror.
Rit almenns eölis:
1. Tim Allen:
Don’t Stand to Close
To a Naked Man.
2. David Wlld:
Friends.
3. Paul Reiser:
Copplehood.
4. B.J. Eadie & C. Taylor:
Embraced by the Light.
5. Mary Plpher:
Revlving Ophelia.
6. Dorls Kearns Goodwin:
No Ordinary Time.
7. H. Johnson & N. Rommelmann:
The Real Real World.
8. Richard Preston:
The Hot Zone.
9. Brian Lowry:
The Truth is out there.
10. Tom Clancy:
Fighter Wing.
11. Joe Montana & Dick Schaap:
Montana.
12. Clarissa Pinkofa Estés:
Women Who Run with the Wolves.
13. R. McEntire & T. Carter:
Reba: My Story.
14. M. Scott Peck:
The Road Less Travelled.
15. Delany, Delany & Hearth:
Having Our Say.
(Byggt á New York Times Book Review)
Bakteríur í
endurvinnslu
Hverabakteríur, sem „eta“
brennistein kunna að verða mik-
ilvægur liður í endurvinnslu
dekkja og auðvelda þá vinnslu
alla til muna. Dekk eru úr
gúmmii sem hefur verið með-
höndlað með brennisteini til að
það fái rétta eiginleika. Brenni-
steinninn er hins vegar til vanda-
ræða þegar endurvinna á gömlu
dekkin og gera úr þeim ný.
í líftæknimiðstöð tækniháskól-
ans í Lundi eru vísindamenn að
rannsaka fjölda tegunda baktería
og hæfni þeirra til að brjóta
brennisteinssambönd niður. Ár-
lega falla til sex milljón ónýt bíl-
dekk í Svíþjóð og markmið
stjórnvalda er að endurvinna 60
I prósent þeirra fyrir árslok 1996
og 80 prósent fyrir árslok 1998.
Vitringarnir
sáu myrkva
Það var tvöfaldur myrkvi
reikistjörnunnar Júpíters af
| völdum tunglsins sem vísaði vitr-
ingunum þremur, sem ferðuðust
til Betlehem til ,að tigna nýfædd-
an frelsara vorn Jesú Krist, veg-
inn en ekki .skínándi björt
stjarna, eins og segir í Nýja testa-
mentinu.
Bandaríski stjörnufræðingur-
inn Michael Molnar hefur komist
aö þessu með rannsóknum sin-
um á myndum á fornum róm-
verskum peningum og saman-
burði við skrár yfir stjarnfræði-
lega atburði. Frá þessu var skýrt
í ritinu New Scientist fyrir
skömmu.