Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.1996, Síða 13
LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 1996
13
Skipherrann
reyndist
saklaus
Everett Greene, skipherra í
Bandaríkjaflota, hefur veriö sýkn-
aður af ákæru um kynferðislega
áreitni í starfi. Eins og greint var
frá í DV fyrir nokkru sakaði fyrrum
samstarfskona Greene hann um
kynferðislega áreitni og lagði fram
kæru á hendur honum. Málið var
tekið fyrir í herrétti og er Greene
hæst setti foringi sem hlýtur þessi
örlög síðan í seinni heimsstyrjöld-
inni. Hvort sem hann yrði sakfefld-
ur eða ekki mátti hann eiga von á
að frami hans yrði gerður að engu
en líklegt hafði þött að hann yrði
einn fjögurra blökkumanna sem
næði tign aðmíráls í flotanum.
Greene reyndist saklaus en frama-
vonir hans kunna að vera brostnar.
Sendi
samstarfskonu
Ijóð
Mál Greenes reis af þvi að hann
sendi samstarfskonu sinni ljóð þar
sem hann sagði að hún stæði aldrei
ein, hvað sem á gengi, og fleira í
þeim dúr. Samstarfskona hans hafði
gengið í gegnum einhverja erfði-
leika og vildi Greene sýna henni að
hann stæði með henni á þennan
máta. Greene var sem sagt sýknað-
ur af ákæruatriðunum eða svo hélt
hann að minnsta kosti. í ljós hefur
komið að framavonir hans eru svo
til að engu orðnar og hefur vikurit-
ið People eftir háttsetttim foringja í
Bandaríkjaflota að þótt Greene hafi
verið sýknaður hafi kortin og bréfin
sem hann sendi samstarfskonu
sinni verið óvenjuopinská og gengið
nærri blygðunarkennd hennar.
Síðast þegar fréttist átti Greene
fund með flotamálaráðherra til að
reyna aö bjarga frama sínum. „Ég
vona að ég nái að vinna aftur traust
ráðherrans," sagði Greene og bætti
við að hann væri bjartsýnn.
^qrnenqs^,
Ökuskóli
ísiands
í fyrirrúml
AUKIN ÖKURÉTTINDI
MEIRAPRÓF —-► LEIGUBIFREIÐ-VÖRUBIFREIÐ-HÓPBIFREIÐ
, hefjast námskeið til Gott verö og
jMÚwi aukinna ökuréttinda hagstœö greiösiukjor.
Skráning stendur yfir.
9 568 3841
t..í