Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.1996, Qupperneq 18

Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.1996, Qupperneq 18
18 LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 1996 DV DV, Akureyri:_____________________ „Það er á engan hátt hægt að segja að þriðjudagurinn 2. janúar, sem var fyrsti almenni vinnudag- ur ársins, hafi verið hefðbundinn vinnudagur hjá mér. Ég vaknaði þó um klukkan sjö eins og venjan er og eftir hefðbundin morgun- störf, eins og að hlusta á fréttir, þvo mér og borða morgunmat, var ég mættur á vinnustað klukkan átta. Það er orðinn fastur liður hjá mér að fyrsti vinnudagur hvers árs fari í það að koma frá mér skýrslu um starfsemi slökkviliðs- ins á nýliðnu ári og þriðjudagur- inn snerist nánast eingöngu um það að þessu sinni. Ég var búinn að undirbúa þetta nokkuð, bæði á gamlársdag og nýársdag, eins og hægt var. í sambandi við þessa vinnu þurfti ég að safna saman, skrá og flokka niður útköllin, hafa samband við rannsóknarlögreglu um orsakir eldsvoða og við trýgg- ingafélög um umfang tjóns í ein- staka tilfellum. Þá þurfti ég að fara í gegnum okkar skýrslur og telja og reikna, bera saman á milli ára og þess háttar. Sem betur fer var útkoman úr þessu dæmi hagstæð fyrir okkur þegar á heildina er litið. Þó var eitt tjón sem skar sig úr en það var bruninn í Glerárkirkju fyrri hluta ársins. Ég hafði lokið þessu starfi um klukkan íjögur og fór þá að senda þessa skýrslu út til þeirra fjölmiðla sem hafa sýnt þessu áhuga og vinnudeginum var lokið um klukkan sex. Reyndar verð ég að viðurkenna að ég tek vinnuna allt of mikið með mér heim, ég ber ábyrgð á vissum hlutum og losna ekkert undan þeirri ábyrgð þótt ég fari heim. Hið nýja fyrirkomulag varðandi neyðarsímann kom lítils háttar inn á mitt borð þennan dag. Það kom því miður fram að öll gömlu neyðarnúmerin væru aflögð en það er ekki rétt og ég lét fljóta með ársskýrslunni til fjölmiðla þær upplýsingar að eftir sem áður væru beinu neyðarnúmerin á Ak- ureyri óbreytt um ófyrirsjáanlega framtíð. Ég tel að ef fólk veit hvaða þjónustu það þarf og hvar hana er að fá sé best að hringja beint. Ég er alls ekki að kasta neinni rýrð á nýja neyðarnúmerið en það er óneitanlega tafsamara ef fólk hringir í 112 að síðan þarf að hringja í okkur og allar upplýsing- ar þarf að tvítaka. En þetta nýja fyrirkomulag er án efa ómetanlegt í hinum dreifðari byggðum þar sem engin vaktstöð er og fyrir þá sem eru á faraldsfæti og þurfa á aðstoð að halda. Kvöldinu þennan dag eyddi ég með fjölskyldunni. Synimir voru báðir heima en þeir stunda nám í Reykjavík og Svíþjóð. Þetta var síðasta kvöldið með þeim og ég reikna ekki með að sjá eldri son- inn fyrr en um næstu jól. Fjöl- skyldan átti því saman huggulega kvöldstund og það var orðið ansi áliðið þegar ég komst í rúmið. Eins og ég sagði áður var þetta ekki hefðbundinn vinnudagur. Alla jafna reyni ég að vera viðlát- inn fyrir þá sem eiga við mig er- indi en ég reyndi að loka á það þennan dag eins og hægt var. íþróttaiðkun sem ég stunda flmm sinnum í viku varð einnig að víkja þennan dag og ég varð bæði að sleppa þrektíma hjá slökkvfliðinu og tíma í „skaflbolta" með góðum félögum." -gk Finnur þú fimm breytingar? 340 ■ Ég held að eina lækningin við þessu sé að selja sportbílinn. Vinningshafar fyrir þrjú hundruð þrítugustu og áttundu getraun reyndust vera: Myndimar tvær virðast við fyrstu sýn eins en þeg- ar betur er að gáð kemur í ljós að á myndinni til hægri hefur fimm atriðum verið breytt. Finnir þú þessi fimm atriði skaltu merkja við þau með krossi á myndinni til hægri og senda okkur hana ásamt nafni þínu og heimilis- fangi. Að tveimur vikum liðnum birtum við nöfn sigurvegaranna. 1. verðlaun: ELTA útvarpsvekjari að verðmæti kr. 4.275, frá Bræðrunum Ormsson, Lág- múla 8, Reykjavík. 2. verðlaun: Tvær Úrvalsbækur, að verðmæti kr. 1.790. Annars vegar James Bond-bók- in Gullauga eða Goldeneye eftir John Gardner og hins vegar bók Luzanne North, Fin og rík og liðin lik. Vinningarnir verða sendir heim. Nafn: Heimili: 1. Guðrún Júlíusdóttir Ásheimum 820 Eyrarbakki 2. Halla Gunnlaugsdóttir Ekrusíðu 9 603 Akureyri Merkið umslagið með lausninni: Finnur þú fimm breytingar? 340 c/o DV, pósthólf 5380 125 Reykjavík

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.