Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.1996, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.1996, Blaðsíða 21
DV LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 1996 sviðsljós Norska forsætisráðherranum, Gro Harlem Brundtland, líður vel í faðmi fjölskyldunnar. Hér er hún ásamt eiginmanni sínum, Arne Olav, og fjórum barnabörnum, Önnu, 7 ára, Oda, 8 ára, Snorra, 6 ára, og Arne, 5 ára. 21 Viðskipta- og tölvuskólinn Nám sem skilar þér árangri - núna! Gro Harlem Brundtland: Ætlar að halda megrun- inni áfram á nýju ári - og vera meira með barnabörnunum Gro Harlem Brundtland, forsætis- ráöherra Noregs, sem er 56 ára, heldur ætíö upp á jólin með fjöl- skyldu sinni í sumarbústað, langt inni í skóginum. „Að vera með fjöl- skyldu sinni og borða góðan mat í fríi frá umheiminum er gott fyrir sálina," segir Gro Harlem. Forsætisráðherrann tekur sér frí frá önnum dagsins og lætur sér líða vel í faðmi eiginmanns, barna og barnabarna, langt frá skarkala hversdagslífsins. Nú er hún bara eiginkona, móðir og amma. „Alveg frá því ég var fjórtán ára hefur það verið siður í fjölskyldu minni að halda jólin í sumarbústað. Mér fannst það kannski skrýtið fyrst að vera að heiman um jólin en núna get ég ekki hugsað mér neitt annað,“ segir hún. „Nú eru jólin í bústaðnum „jólin heima“,“ segir forsætisráðherrann. Mannmargt í sveitinni Bústaður Gro og fjölskyldu henn- ar er í skógarkjarri á fallegum stað í Hadeland. Allt í kring eru furu- og grenitré. Þrátt fyrir kyrrðina í loft- inu er galsi í bústaðnum enda er fjölskyldan orðin stór - þrjár kyn- slóðir. Yfirleitt eru á milli 10 og 12 manns í húsinu um jólin. Þrjú börn þeirra Gro og eiginmanns hennar, Arne Olavs Brundtlands, makar og sex barnaböm. „Ég vil halda ' allar fjölskylduvenjur á jólum og ekki síður að vera með fjölskyldunni í ró og friði,“ segir Gro Harlem. Hún segir líka halda i fastar venj- ur í matargerðinni um jólin. Á jóla- dag hefur hún alltaf svínarifjasteik með rauðkáli og öðru tilheyrandi og ávaxtasalat í eftirrétt. Gro býr alltaf til matinn sjálf og gefur .sér góðan tíma í það. „Allir í fjölskyldunni hjálpast að í bústaðnum en í matar- gerðinni fæ ég að ráða.“ Stóðst heitið Um áramótin í fyrra strengdi norski forsætisráðherrann þess heit að ná af sér nokkrum kílóum. Hún hefur staðið við það heit og hefur misst á bilinu 15-20 kíló. Reyndar vakti fréttin um megrunina heil- mikla athygli víða um lönd og ekki síst hér á landi þar sem íslenski for- sætisráðherrann, Davið Oddsson, var einnig í megrun. Gro Harlem ætlar að halda áfram í megruninni á nýju ári en hún seg- ist gera undantekningar á stórhátíð- um eins og jólum. Þá gleymast allir megrunarkúrar. Fjölskyldan í fyrirrúmi Um þessi áramót strengdi forsæt- isráðherrann nýtt áramótaheit, að vera meira með bamabömum sín- um. Þau eru á aldrinum ársgamalt til átta ára. „Fjölskyldan er númer eitt og stjórnmálin númer tvö,“ seg- ir hún. Það er einmitt ástæða þess að hún sóttist ekki eftir fram- kvæmdastjórastöðunni í NATO eða hjá Sameinuðu þjóðunum. Hún seg- ist ekki kæra sig um að búa langt frá fjölskyldunni og flytja til ann- arra landa. Fyrir þremur árum missti Gro Jörgen, son sinn, og það fékk mjög á hana. Á þessu ári verður að venju nóg að gera hjá forsætisráðherranum, mörg ferðalög munu biða hennar, jafnt innanlands sem utan. Gro mun til að mynda fara i opinbera heim- sókn til Suður-Afríku í febrúar. -ELA Langar þig í spennandi og ódýran skóla eitt kvöld í viku? □ Langar þig í vandaðan og fijálslyndan cinkaskóla sem kennir þér flestallt sein vitað er um dulrxn mál, s.s. hvar framliðnir hugsanlegast og líklegast eru og hvemig þessir væntanlegu handanheimar okkar allra virðast vera að mati þeirra einstaklinga á jörðinni sem mest hafa rannsakað þessi mál á fordómalausan hátt? Q Langar þig í öðmvísi skóla þar sem reynt er á víðsynan hátt að gefa ncmendum sem besta yfirsýn vflr hveijar hugsanlegar orsakir dulrænna mála og tniarlegrar rcynslu fólks raunvemlega em í víðu samhengi og í Ijósi sögunnar? □ Langar þig að fara í skemmtilcgan skóla eitt kvöld í viku eða eitt Iaugardagseftir- miðdegi í viku þar sem helstu möguieikar hugarorkunnar em raktir í ljósi reynslu mannkynsins á því máli á sem fordómalausastan og skemmtilegastan hátt? □ Og langar þig að fara í skóla sem kennir allt scm vitað er um hagnyt atriði eins og um orkustöðvar og orkubrautir líkamans og hvemig ganga á um þessi afar við- kvæmu fyrirbæri svo að ckki fari illa ásamt þvf að læra um næmni einstaklinga og hvcmig hver og cinn getur aukið þær skynjanir sínar án þess að lcnda í erflðleikum eins og svo oft vill annars brenna við í slíkum málum? □ Og langar þig ef til vill að setjast á skólabekk með bráðhressu og skemmtilegu fólki þar sem reynt er að gcfa sem besta yfírsýn yflr hvað miðilssainband raunverulcga er, svo og hverjir séu helstu og þekktustu möguleikar þess - en lfka annmarkar? Efsvo erþá áttu cf til vill samlcid með okkur og fjöldamörgurn öðrum átuegðum nemend- um Sálarrannsóknarskólans undanfarin ár. Tvcir byrjunarbekkir hefja brátt nám í Sálar- rannsóknum l nú á vorönn '96. Skránittg stendur yfir. Hringdu og fáðu allar nánari upp- lýsingar um mest spennandi skólann sem í boði er í dag. - Yfir skráningardagana út jan- úar er að jafnaði svarað í síma Sálarrannsóknarskólans alla daga vikunnar kl. 14.00 til 19.00. Skrifstofa skólans er hins vegar opin alla virka daga kl. 17.00 til 19.00 og á laug- ardögum frá kl. 14.00 til 16.00. V. - Skemmtilegur skóli - Vegmúla 2 Sími 561 9015 og 588 6050 Tölvunámskeið fyrir atvinnulífið Góð tölvukunnátta eykur afköst. Starfsmenn sinna sínu starfi en ekki tölvuvandamálum! Þeir geta sótt almenn námskeið eða pantað hóp- námskeið sem hægt er að laga að þörfum fýrirtækja. Tölvunámskeið fyrir heimilið Heimilistölvur eru orðnar ótrúlega öflugar og það er synd að nota þær aðeins fyrir leiki, þegar hægt er að nýta þær á svo margvíslegan hátt. VTN býður upp á kvöld- og helgarnámskeið þar sem farið er á hnitmiðaðan hátt í gegnum algengasta notendahugbúnað. VTN býður einnig upp á mjög gagnleg námskeið fýrir börn og unglinga. Rekstur smáfyrirtækja Námskeiðið er fýrir þá sem standa í rekstri eða þá sem hyggja á rekstur. Markviss kennsla í helstu þáttum sem snúa að daglegum rekstri smáfýrirtækja eða einyrkja. (160 kennslust. /120 klst.) Virk markaðssetning Námskeið ætlað verslunareigendum, verslunarstjórum eða fólki með annan rekstur. Þátttakendum er kennt að tileinka sér vinnubrögð virkrar markaðssetningar og bæta þannig árangur sinn í viðskiptum. (108 kennslust. /81 klst.) Bókhaldsnám Hefúr þú áhuga á vinnu við bókhald eða kemstu ekki hjá því að færa bókhald? Á þessu námskeiði eru kennd nauðsynleg atriði til að hand- færa og tölvufæra bókhald, vinna afstemmingar og setja upp einfaldan ársreikning fýrir minni fýrirtæki. (156 kennslust. /117 klst.) Tölvunotkun í fyrirtækjarekstri Hér færðu heildaryfirsýn yfir möguleika einmenningstölvunnar í fýrir- tækjum og alhliða þjálfún í notkun á algengasta búnaði. (414 kennslust. / 23 vikur) Almennt skrifstofunám Ertu á leið út á vinnumarkaðinn? Eða viltu breyta til? Hnitmiðað undirbúningsnám þar sem kennd eru þau atriði sem mestu máli skipta við almenn skrifstofustörf. Námið er opið öllum 18 ára og eldri. (486 kennslust. / 26 vikur) Námskeið VTN: Fjalla um aðalatriði - kenna það scm skiptir máli Eru hagnýt - skila árangri Eru nátengd atvinnulífinu - veita forskot á vinnumarkaði VIÐSKIPTA- OC TÖLVUSKÓLINN Ánanaustum 15.101 Reykjavík. sími: 569 7640, símbréf: 552 8583, skoli@nyherji.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.