Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.1996, Blaðsíða 28
32
nlist
Topplag
Emiliana Torrini er að gera
það gott á íslenska listanum
þessar vikumar. Hún á topplag
listans, Crazy Love, sem er aðra
vikuna í röð í fyrsta sætinu. Em-
iliana á einnig lagið í öðm sæti,
lagið „1“ sem hefur aðeins ver-
ið fjórar vikur á listanum. Það
lag virðist einna líklegast tii að
velta fyrsta sætinu úr sessi.
Hástökkið
Hástökk vikunnar á enginn
annar en sjálfur Michael
Jackson með lag sitt Earth Song.
Það var í 21. sæti listans í síð-
ustu viku en stekkur upp í það
níunda. Michael á einnig góðu
gengi að fagna á breska listan-
um en Earth Song hefur þar set-
ið í nokkrar vikur í toppsætinu.
Hæsta nýja
lagið
Það er íslenskur listamaður
sem á hæsta nýja lag listans að
þessu sinni en það er PáU Ósk-
ar með lagið Sjáumst aftur. Það
lag kemur beint inn í 6. sæti list-
ans á sinni fyrstu viku. Ánægju-
legt er að sjá hve sterkt lög eft-
ir íslenska listamenn standa á
listanum, 4 efstu lögin em ís-
lensk og 6 af 8 efstu.
Hættur eða
rekinn?
Melody Maker velur líka
bestu smáskífur ársins og efst á
blaði þar er smáskífa Pulp með
laginu Common People en í
næstu sætum koma Allright
með Supergrass, Some Might
Say með Oasis, Yes með
McAlmont & Butler, Black Steel
með Tricky, Wonderwall með
Oasis, Mis- Shapes meö Pulp,
Wake up Boo! með The Boo Rad-
leys, Hobo Humpin’ Slobo Babe
með Whale og Bonnie and Clyde
með Lima. Engin af smáskífum
Bjarkar Guðmundsdóttur af
plötunni Post nær inn á lista
blaðsins yfir 50 athyglisverð-
ustu smáskífúr ársins.
Björk velur
I Vigdísi
Blaðið Melody Maker, sem
áður er minnst á, fékk þau Björk
Guðmundsdóttur og tónlistar-
manninn Tricky til að velja kon-
ur og karla ársins 1995. Þau voru
beðin að nefna nokkra aðila
hvort og efst á lista Bjarkar yfir
konur ársins er engin önnur en
Vigdís Finnbogadóttir, forseti
íslands. Aðrar nafnkunnar kon-
ur á lista Bjarkar eru Polly Har-
vey, Jane Campion, Astrid Lind-
gren og Tove Jansson. Efstur á
lista Trickys yfir menn árins er
David Bowie en aðrir þekktir
einstaklingar á listamun eru A1
Pacino, Steven Seagal og Mike
Tyson.
LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 1996
íboði
á Bylgjunni á laugardag kl. 16.00
Uj S;
S
S1
U. f\l
TOÍ*
Kynnir: Jón Axel Ólafsson
- — 4. VIKANR. 1•••
1 1 1 8 | CRAZYLOVE EMILIANA TORRINI
o 4 4 4 | I EMILIANA TORRINI
3 2 2 6 MO BETTER BLUES SÆLGÆTISGERÐIN
o> 8 8 5 ANYONE WHO HAD Á HEART PÁLL ÓSKAR
5 5 5 8 WHERE THE WILD ROSES GROW NICK CAVE & KYLIE MINOGUE
- NÝTTÁ USTA ■
<3> NÝTT 1 SJÁUMST AFTUR PÁLL ÓSKAR
7 6 6 9 MY FRIEND RED HOT CHILI PEPPERS
8 7 7 11 IT'S OH SO QUIET BJÖRK
} ••• HÁSTÖKK VtKUNNAR ••• j
IL 21 21 3 EARTH SONG MICHAEL JACKSON
(jg) 18 - 2 A WINTER'S TALE QUEEN
GS) 12 12 4 TOO HOT COOLIO
12 3 3 6 ANYWHERE IS ENYA
LLj 9 9 6 FREE AS A BIRD THE BEATLES
NÝTT 1 BULLET WITH BUTTERFLY WINGS SMASHING PUMPKINS
15 10 10 8 (YOU MAKE ME FEEL) LIKE A NATURAL WOMAN CELINE DION
16 14 14 4 JESUS TO A CHILD GEORGE MICHAEL
m NÝTT 1 DISCO 2000 PULP
Gs) 13 13 4 Ó BORG MÍN BORG BUBBI -
(5) 26 26 3 FATHER AND SON BOYZONE
do) 29 29 5 YOU'LL SEE MADONNA
21 15 15 4 KEEPON RUNNING AGGI SLÆ & TAMLA SVEITIN
(22) m il 1 I THINK OF ANGELS KK 8> ELLEN KRISTJÁNSDÓTTIR
(5) EE o 1 GOLD SYMBOL
24 24 24 4 ITCHYCOO PARK M PEOPLE
25 23 23 3 UM SIÐGÆÐI K.K.
26 20 20 5 LIE TO ME BON JOVI
27 16 16 4 ROCK STEADY BONNIE RAITT & BRYAN ADAMS
28 19 19 10 REMEMBERING THE FIRST TIME SIMPLY RED
29 11 11 16 GANGSTA'S PARADISE COOLIO
30 22 22 5 EYES OF BLUE PAULCARRACK
31 17 17 7 LIKE A ROLLING STONES ROLLING STONES
<B> 35 35 3 GOOD INTENTION TOAD THE WET SPROCKET
(33) 34 34 4 POWER OF LOVE/LOVE POWER LUTHERVANDROSS
37 37 3 BEAUTIFUL LIFE ACE OF BASE
NÝTT 1 I DON'T WANT TO BE A STAR CORONA
36 32 32 11 TIL I HEAR IT FROM YOU GIN BLOSSOMS
(32) NÝ T T 1 FAITHFULLY PETER CETERA
NÝ TT 1 WONDER NATALIE MERCHANT
39 38 38 8 GOLDENEYE TINA TURNER
NÝTT 1 I AM BLESSED ETERNAL
Islenski listinn ersamvinnuverkefni Bylgjunnar, DVog Coca-Cola á Islandi. Listinn er niðurstaða skoðanakönnunar sem er framkvæmd af markaðsdeild DVí hverri viku.
Fjöldi svarenda erá bilinu 300 til 400, á aldrinum 14 til 35 ára aföllu landinu. Jafnframt er tekið mið afspilun þeirra á islenskum útvarpsstöðvum. Islenski listinn birtist
á hverjum laugardegi i DV og er frumfluttur á Bylgjunni kl. 14.00 a sunnudögum í sumar. Listinn er birtur, að hluta, í textavarpi MTV sjónvarpsstöðvarinnar. Islenski
listinn tekur þátt i vali "World Chart" sem framleiddur er af Radio Express i Los Angeles. Einnig hefur hann áhrif á Evrópulistann sem birtur er i tónlistarblaðinu Music
& Media sem er rekið af bandaríska tónlistarblaðinu Billboard.
B YLGJA /V
fiOTT UTI/ARP!
©0(ie>Ei
Pulp & Tricky á
toppnum
Bresku tónlistartímaritin
birta nú hvert á fætur öðru lista
sína yfir eftirtektarverðustu plöt-
ur nýliðins árs. Niðurstaða blaðs-
ins Melody Maker er sú að plöt-
ur Pulp, Different Class, og plata
Tricky, Maxinquaye, hafi verið
bestu plötur árins og deila þær
efsta sætinu. í næstu sætum
koma í réttri röð, (Whats The
Story) Moming Glory með Oas-
is, It’s Great When Your Straight,
með Black Grape, The Second
Tindersticks Album með Tinder-
sticks, The Bends með Radi-
ohead, I Should Coco með
Supergrass, Timeless með
Goldie, To Bring You My Love
með PJ Harvey og The Great
Escape með Blur. Alls em 50 plöt-
ur á lista Melody Maker og hafh-
ar Post, plata Bjarkar Guðmunds-
dóttur, í 48. sæti listans.
Courtney
kærir
Com-tney Love tókst að koma
sér í fréttir yfir hátíðamar en hún
hefur sem kunnugt er verið
óþreytandi við að vekja á sér at-
hygli og það oftar en ekki nei-
kvæða athygli. Að þessu sinni
lenti henni saman við öryggis-
verði á tónleikum í New Orleans.
Love var stödd baksviðs og verð-
ir bám ekki kennsl á hennar há-
tign og skipuðu henni að hypja
sig á brott. Þegar hún brást iUa
við tóku þeir hana „til handar-
gagns“ og fúllyrðir hún að þeir
hafi bæði snúið upp á handlegg-
ina á sér, slengt sér utan í stólpa
og káfað á sér í ofanálag. Hefúr
hún kært þessa meðferð og er það
tilbreyting fyrir hana að leggja
fram kæm því oftast nær hafa
aðrir kært hana.
fréttir
Cure er komin í hljóðver eftir
nokkurt hlé og stefnir sveitin að
því að gefa fyrstu smáskífúna út
í apríl næstkomandi... Madonna
hefur að undanfómu verið að
vinna að upptökum fýrir söng-
leikinn um Evitu en þar hafa
tveir íslenskir tónlistarmenn
komið við sögu, þeir Friðrik
Karlsson gítarleikari og Gunn-
laugur Briem trommuleikari...
Og Fine Young Cannibals eru
loksins komnir til vinnu á ný eft-
ir áralangt frí og vonast er til að
ný plata líti dagsins ljós á árinu.
-SþS
Yfirumsjón með skoðanakönnun: Hrafnhildur Kristjánsdóttir - Framkvæmd könnunar: Markaðsdeild DV - Tölvuvinnsla: Dódó - Handrit: Sigurður Helgi
Hlöðversson, Ágúst Héðinsson og ívar Guðmundsson - Tæknistjórn og framleiðsla: Þorsteinn Ásgeirsson og Þráinn Steinsson - Útsendingastjórn: Halldór Backman
og Jóhann Garðar ólafsson - Yfirumsjón með framleiðslu: Ágúst Héðinsson - Kynnir: Jón Axel ólafsson