Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.1996, Síða 43
I
JLlV LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 1996 Tt( ettir47
St. Jósefsspítali í Hafnarfirði:
50 milljóna króna
uppsafnaður halli
- fláraukalög gera ráð fyrir flárstyrk til spítalans haldi hann sig innan ramma fjárlaga
Vegna gífurlegs uppsafnaðs halla
á rekstri St. Jósefsspitala í Hafnar-
firði upp á um 50 milljónir króna
var skipaður tilsjónarmaður með
spítalanum. Hann skilaði tillögum
með ýmsum hugmyndum um
hvernig mætti bregðast við þessu
vandræðaástandi. Starfi hans lýkur
um áramót. Hann lagði meðal ann-
ars til að bráðavaktir yrðu lagðar
niður á sjúkrahúsinu og handlækn-
isdeild yrði_aðeins opin fimm daga í
viku. Einnig að breytingar yrðu
gerðar á rekstri barnaheimilis spít-
alans og margar aðrar tillögur til
sparnaðar.
Nefnd skipuð
Þegar tilsjónarmaðurinn hafði
skilað af sér var skipuð nefnd, að
sögn Ragnheiðar Haraldsdóttur, for-
manns nefndarinnar, til að tryggja
Hafnfirðingum greiðan aðgang að
bráðaþjónustu kæmu tillögur til-
sjónarmannsins um breytt hlutverk
deilda spítalans til framkvæmda.
Nefndina skipuðu, auk Ragnheið-
ar, sem er starfsmaður heilbrigðis-
ráðuneytisins, lækningaforstjóri
Borgarspítalans, sviðsstjóri lyflækn-
ingadeildar Landspitalans, héraðs-
læknir Reykjaness, yfirhjúkrunar-
fræðingur hjá landlækni, deildar-
stjóri fjármálaskrifstofu heilbrigðis-
ráðuneytis og hjúkrunarforstjóri og
yfirlæknir St. Jósefsspítala í Hafn-
arfirði.
Nefndin klofnaði. Meirihluti
hennar benti á með hvaða hætti
stóru sjúkrahúsin gætu tekið viö
aukinni þjónustu. Minnihlutinn,
stjómendur á St. Jósefsspítalanum,
vildu óbreytt hlutverk spítalans.
Óbreytt starfsemi
til 1. júlí
Niðurstaðan varð, samkvæmt til-
lögu heilbrigðisráðherra, sú að spít-
Gunnhildur Sigurðardóttir, hjúkrunarforstjóri:
Barningur
„Þetta hefur verið heilmikill
barningur hér hjá okkur. Það hefur
verið ijallað mikið um mál spítalans
og sumt af misskilningi," sagði
Gunnhildur Sigurðardóttir.
„Tillögur tilsjónarmannsins voru
óljósar. Hann vildi leggja niður
þjónustu en engin tillaga var um
hvað kæmi í staðinn. Eftir að tillög-
ur hans komu fram fór stjórn spítal-
ans fram á að gerð yrði fagleg og
fjárhagsleg úttekt á rekstri hans
með hagkvæmni í huga vegna fjár-
hagsvandans.
Skipuð var nefnd sem ég átti m.a.
sæti í og taldi að væri ætlað að gera
faglega úttekt. Hún átti þá aðeins að
gera tiUögu um einn afmarkaðan
þátt, hvernig Hafnfirðingar yrðu
fyrir sem minnstum óþægindum ef
tiUaga tilsjónarmannsins um að
loka bráðavöktum kæmi til fram-
kvæmda. Þetta var ekki það sem við
fórum fram á.
Ef þessar tillögur um að loka
bráðavaktinni kæmu til fram-
kvæmda gætu stóru sjúkrahúsin
ekki tekið við þeim fjölda sjúklinga
sem kæmi til viðbótar þvi sem nú
er, samkvæmt ályktun frá lækna-
ráðinu. Spítalinn yrði ekki heldur
eins sterkur og áður hvað varðar
þjónustu við Hafnarfjörð og ná-
grenni."
Virk handlækningadeild
„Þá má geta þess að þúsund
manns leggjast inn á lyflækninga-
deUdina hér á ári. 1700 aðgerðir eru
framkvæmdar á handlækninga-
deild. 637 manns eru núna á biðlista
eftir ýmsum skurðaðgerðum. Við
framkvæmum stórar bæklunar-,
kvensjúkdóma- og lýtalækningaað-
gerðir.
Við höfum bráðaþjónustu allan
sólarhringinn, 365 daga á ári. 700
sjúklingar eru lagðir inn hér með
hraði árlega. Hins vegar eru slasað-
ir, börn og ungt fólk með hjartasjúk-
dóma lagt inn á sérdeildirnar í
Reykjavík.
Svo höfum við göngudeild þar
sem 13.000 manns koma árlega. Þar
starfa 18 sérfræðingar á mismun-
andi sviðum. Hér er næststærsta
augndeUd landsins þar sem fram
Gunnhildur Sigurðardóttir, hjúkrun-
arforstjóri á St. Jósefsspítalanum í
Hafnarfirði. DV-mynd GS
fara 300 augnaðgerðir á ári. Það er
eins og enginn vilji vita af þessari
mikilvægu starfsemi spítalans.
Stóru sjúkrahúsin vilja taka þetta
allt til sín. Okkur er mikið í mun að
tryggja íbúum Hafnarfjarðar og ná-
grennis sem besta heilbrigðisþjón-
ustu. Við viljum halda sjálfstæði
okkar og sinna hugmyndafræði St.
Jósefssystranna."
Gunnhildur sagði að það væri
auðvitað rétt að spítalinn hefði ver-
ið kominn mikið fram úr fjárlögum.
„Það er vegna þess að við erum með
uppsafnaðan vanda vegna síðastlið-
inna fjögurra ára. Við lentum í
miklum niðurskurði árið 1991,
meiri en raunhæft var. Þá átti að
breyta starfseminni en það var ekki
gert.
Núna er verið að skoða alla
möguleika til sparnaðar svo að við
höldum okkur innan íjárlaga árið
1996. Við munum af heilum hug
taka þátt í samstarfi við sjúkrahús-
in á höfuðborgarsvæðinu hvað
varðar verkefni milli sjúkrahús-
anna. Það er markmið okkar allra
að vel takist til svo að það fjármagn
sem til ráðstöfunar er nýtist sem
best fyrir þjóðfélagið. Ég er bjartsýn
á að það geti tekist.“ -ÞK
alinn mun starfa með óbreyttum
hætti til 1. júlí nk. en verður að
sýna fram á að reksturinn gangi
með því að framkvæmdar verði
ýmsar af tillögum tilsjónarmanns-
ins til sparnaðar. Geti spítalinn
ekki haldið sig innan fjárlaga verða
bráðavaktirnar teknar af 1. júlí.
Meiningin er að framkvæma fjölda
þessara sparnaðartillagna og sjá til
hvernig staðan verður 1. júlí.
Þórir Haraldsson, aðstoðarmaður
heilbrigðisráðherra, sagði að í raun-
inni stæði til að fara eftir flestum
tillögum tilsjónarmannsins. Stjórn-
endur spítalans yrðu að draga sam-
an og spara, annars yrði starfsemi
hans skert í júlí.
Samkvæmt fjáraukalögum, sem
samþykkt voru á Alþingi fyrir jól,
renna 15 milljónir til spítalans að
því tilskildu að stjórnendum hans
takist að halda sig innan ramma
fjárlaga. Annars fær spítalinn ekk-
ert.
Ef Hafnarfjarðarbær tekur við
rekstri barnaheimilis spítalans, sem
er eitt að þeim málum sem til athug-
unar eru, sparast umtalsverð upp-
hæð. -ÞK
1. vinningur stefnir í
22 milljónir króna
Nú er flð
nota
tcekif&wð-
-vertu viðbúinav vinningi
Fimmfaldur 1. vinningur!
Fáðu þér miða íyrir kl. 20,|° á laugardaginn.