Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1996, Side 9
FÖSTUDAGUR 1. MARS 1996
9
Hananum
gert aö halda
kjafti um
miðjar nætur
Lögmaður Díönu óttast að Karl standi ekki við gerða samninga:
Hótar að hætta
Dómari hefur kveðið upp úr-
skurð sem franska þjóðin beið eft-
ir með öndina í hálsinum. Haninn
Renato var dæmdur til að halda
kjafti og hætta að vekja nágranna
sína upp af værum blundi um
miðjar nætur. Eiganda skepnunn-
ar var gert að greiða stefnendum
einn franka í skaðabætur.
„Ef ekki er lengur hægt að
halda galandi hana eða baulandi
kú þá eru það endalok sveitalífs-
ins,“ sagði Pascal Bureau, lög-
fræðingur fuglsins, fyrir réttinum
í Bordeaux.
Það voru tveir aðfluttir homm-
ar í þorpinu Villefranche-en-
Périgord sem kvörtuðu yfir því að
haninn Renato vekti þá. Hann
byrjar að gala klukkan hálffimm
á morgnana og heldur áfram á 20
sekúndna fresti til klukkan sjö, á
hverjum einasta degi. Eigandinn
sagði að slíkt væri eðli hana.
Vegna málaferlanna hafa stefn-
endurnir orðið fyrir töluverðu að-
kasti í þorpinu en deilan um han-
ann hefur staðið í tvö ár.
Um 50 fúglavinir mættu í dóm-
salinn til að sýna Renato stuðning
sinn. Reuter
samningagerð
Lögmaður Díönu prinsessu hótaði
í morgun að hætta öllum samninga-
viðræðum vegna skilnaðar hennar
við Karl ríkisarfa ef konungsfjöl-
skyldan virti ekki þá samninga sem
Diana fullyrðir að hún og Karl hafi
þegar gert með sér. „Ef við getum
ekki treyst samningum sem þegar
hafa verið gerðir er ekki sérlega
skynsamlegt að halda samningavið-
ræðum áfram," sagði Anthony Juli-
us, lögmaður Díönu.
Ágreiningurinn við konungsfjöl-
skylduna fjallar að mestu um kröfur
Díönu um að hún fái að halda kon-
unglegri nafnbót og fái að búa áfram
í Kensingtonhöll í London. Talsmenn
Buckingham-hallar segja að engir
samningar hafi verið gerðir um
þessa hluti og það komi í hlut lög-
manna beggja aðila að semja.
Hótun lögmanns Díönu er fyrsti
áreksturinn í lögskilnaðarferlinu eft-
Díana er komin í stríð við bresku
konungsfjölskylduna.
ir að Díana tilkynnti á miðvikudag,
öllum að óvörum, að hún hefði, gegn
vilja sínum, fallist á lögskilnað við
Karl. Gagnstæðar fullyrðingar aöil-
anna þykja einkennandi fyrir þá
ringlureið og fjandskap sem einkennt
hefur samband Karls og Díönu frá
þvi þau skildu að borði og sæng 1992.
Dagblöð í Bretlandi birtu í gær
vangaveltur um að Díana nái samn-
ingi um eingreiðslu sér til handa sem
næmi um 1.500 milljónum króna. Sér-
fræðingar í málefnum hiröarinnar
segja þá upphæð raunhæfa ef Díana á
að viðhalda konunglegum lífsstíl og
við hæfi þar sem hún væri móðir
verðandi konungs. Hún þurfi að hafa
um 20 manns í vinnu, þurfi mikið af
fatnaði og geta lifað í þokkalegum
lúxus.
í margumtöluðu sjónvarpsviðtali í
nóvember sagði Díana að hún mundi
ekki skilja hljóðlega við hirðina. Sú
fullyrðing, auk frásagna af framhjá-
haldi og efasemda um hæfni Karls til
að verða konungur, varð tU þess að
Elísabet drottning, sem verður sjötug
r mánuðinum, hvatti tU skjóts skiln-
aðar. Reuter
Útlönd
"'■e
Coleman fellihýsi frá USA
- þau mest seldu á íslandi
Árg. '96 til sýnis að
Suðurlandsbraut 20
Kirkjan fær
ekki að
auglýsa í
sjónvarpinu
Sænsk sjónvarpsstöð hefur
hafnað áformum kirkjusamtaka
um auglýsingaherferð í sjónvarp-
inu fyrir páska tU að auka kirkju-
sókn á þeim forsendum að það sé
ólöglegt. Reuter
Erum fluttir úr Lágmúlanum
Danska fyrirsætan Helena Christensen sýnir hér kjól eftir tískuhönnuðinn
Thomasz Starzewsky en hann kynnti fatnað sinn í London i gær.
Símamynd Reuter
IRA lætur í sér heyra:
Friðartillögum fálega tekið
Fyrstu viðbrögð Irska lýðveldis-
hersins (IRA) við nýjum tilraunum
stjórnvalda á Bretlandi og írlandi tU
að koma friðarumleitunum á Norð-
ur-írlandi aftur í gang lofuðu ekki
góðu þegar skæruliðar höfðu að
engu ákaU um að lýsa aftur yfir
vopnahléi.
John Major, forsætisráðherra
Bretlands, lýsti viðbrögðum IRA,
sem berst fyrir endalokum breskra
yfirráða á Norður-írlandi, sem
„ógeðslegum brandara" og sagði
þau geta orðið tU þess að útUoka
Sinn Fein, pólitískan arm samtak-
anna, frá friðarferlinu.
írski lýðveldisherinn útUokaði
ekki að virða aftur vopnahléið sem
hafði staðið í 17 mánuði þegar hann
rauf það þann 9. febrúar. í stuttri yf-
irlýsingu sem IRA sendi frá sér í
Dublin og Belfast í gær var hins
vegar ekki minnst á vopnahléið
einu orði og það þýðir að skærulið-
amir séu enn í stríði.
Reuter
Fylgstu með |E
miðvikudaginn 6. mars
PVPIS í BÍLAHÚSIN
laugardogum.
co
oð
V)
<D
BÍLASTÆÐASJÓÐUR