Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1996, Side 14
14
FÖSTUDAGUR 1. MARS 1996
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÓLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON
Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON
Aðstoðarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLT111,
blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLT114, 105 RVÍK, SÍMI: 550 5000
FAX: Auglýsingar: 550 5727 - Aðrar deildir: 550 5999
GRÆN númer: Auglýsingar: 800 6272. Áskrift: 800 6270
Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/
Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is
AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605
Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF.
Áskriftarverð á mánuði 1550 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., helgarblað 200 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
Endurhæfingu er að Ijúka
Rekstrarafkoma fyrirtækja hefur batnað að undan-
förnu, fjárfestingar hafa aukist og störfum hefur fjölgað.
í skýrslu um ríkisíjármál fyrir siðasta ár, sem fjármála-
ráðherra lagði frarn á Alþingi í vikunni, kemur frarn að
vísbendingar sýni að endurhæfingarskeiði íslensks at-
vinnulífs sé að ljúka.
Endurskipulagning atvinnuvega og fyrirtækja var
brýn nauðsyn vegna afturkipps í efnahagslífi frá árinu
1988. Starfsgrundvöllur fyrirtækjanna var endurmetinn
og löngu timabærri hagræðingu komið á. Stjórnvöld
komu fyrirtækjunum til aðstoðar með skattalækkunum
og raungengi var lagað að efnahagslegum aðstæðum.
Gleðileg dæmi þessa sjást nú þegar afkomutölur fyrir-
tækja á síðasta ári eru skoðaðar. Vel rekin fyrirtæki
skila nú góðum arði. Sá arður er nauðsynlegur til upp-
byggingar fyrirtækjunum sem mörg hver eru í harðri
samkeppni innanlands jafnt sem utan-. í ríkisfjármála-
skýrslunni er þó ekki búist við stökkbreytingum á næst-
unni. Hægfara uppbygging í atvinnulífi muni smám sam-
an skila sér í aukinni verðmætasköpun.
Það sem er jákvætt við efnhagsþróunina hér er að
verðbólgan er og hefur verið lág í talsverðan tíma. Hún
er raunar með því lægsta sem þekkist. Þá hefur gengi
krónunnar verið stöðugt. Viðskiptahalli við útlönd hefur
breyst í afgang. Erlend skuldasöfnun þjóðarbúsins hefur
því verið stöðvuð og raunskuldir lækka.
Á móti kemur að vextir eru enn háir en hafa þó lækk-
að frá því sem áður var. Mikilvægt er að ná vöxtunum
niður til þess að auka fjárfestingu fyrirtækja og lækka
vaxtabyrði heimila. Það kom fram í umræðum á Alþingi
í fyrradag að íslenskir fjármagnseigendur hafa enn tak-
markaðan áhuga á að fjárfesta í íslensku atvinnulífi
vegna of lítillar arðsemi. Sama gildir um erlenda fjárfest-
ingu hér. Hún er aðeins lítill hluti af fjárfestingu íslend-
inga í útlöndum.
Einn helsti vandinn sem við er að glíma er viðvarandi
halli ríkissjóðs. Á síðasta ári nam hann tæpum 9 millj-
örðum eða sem nemur um 2 prósentum af landsfram-
leiðslu. Þennan halla þarf að Qármagna með lánum og
lánsfjárþörf ríkissjóðs heldur vöxtunum uppi. Til þess að
hamla gegn vaxtahækkunum innanlands leituðu stjórn-
völd meira á erlendan lánamarkað en innlendan í fyrra
og árið þar áður. Þetta var gert til þess að hamla gegn
vaxtahækkunum hér þótt það kostaði lántökur ytra.
Ástandið kemst ekki í lag fyrr en jafnvægi næst í tekjum
og útgjöldum ríkisins.
íslendingar eru að rétta úr kútnum efnahagslega. Segja
má að kreppan sé að baki. Hagvöxtur var um 2 prósent á
liðnu ári og búast má við auknum hagvexti. Aukin bjart-
sýni ríkir. Vendipunktur varð þegar samið var um
stækkun álversins í Straumsvík. Sá gjörningur hafði sál-
ræn áhrif ekki síður en efnahagsleg. Með aukinni bjart-
sýni sýna menn meiri áræði. Kyrrstöðunni er lokið.
Það er mikilvægt að nýta efnahagsbatann skynsam-
lega. Stjórnvöld gripu á sínum tíma til aðgerða til þess að
bæta hag fyrirtækja. Það hefur skilað sér. Það sem riður
á nú er að bæta hag almennings. Launþegar hljóta að
njóta þess þegar betur fer að ganga.
Laun eru bundin út þetta ár. Þau taka mið af þjóðar-
sátt, líkt og verið hefur undanfarin ár. Með hófsömum
samningum hafa launþegar lagt sitt af mörkum til þess
að bæta efnahags- og atvinnulífið. Stækki sú kaka sem til
skiptanna er hljóta launamenn að njóta þess án þess að
til kollsteypu komi.
Jónas Haraldsson
i&JSS •*
i»-rr »
»U L
i&
Zi hj 1
i-.j r
Höfuðstöðvar Ríkisútvarpsins við Efstaleiti. - Beðið hefur verið fyrir þeirri gömlu stofnun í öllum bænum vinstri
manna síðustu hálfa öld, segir Einar m.a.
Þjóðsagan um
pólitískt sjálfstæði
ríkisútvarps
Krafa um öflugt og sterkt og
jafnvel einrátt ríkisútvarp hefur
verið eitt af kennimörkum fram-
sækinnar pólitískrar hugsunar
hér á landi; það hefur verið beðið
fyrir þeirri gömlu stofnun í öllum
hænum vinstri manna síðustu
hálfa öld.
Ástæðan fyrir þessari tryggð
þeirra sem vilja bylta og breyta
við svo gamalgróiö og rykfallið
skrifstofubákn er sú sannfæring
að fjölmiðlar starfræktir á prívat-
reikning þeirra sem hafa efni á að
koma sér upp slíku batteríi hljóti
að ganga erinda eigenda sinna.
Vera áróðursmiðstöðvar aftur-
haldssjónarmiða og kapítalisma, á
meðan stofnun rekin með al-
mannafé hljóti að vera hlutlaus og
réttsýn í öllum viðhorfum.
Óttinn við kommaáróður
Gallinn við þessi trúarbrögð
eins og mörg önnur er hins vegar
sá að þáð er erfitt að fá þau til að
standast dóm reynslunnar. Eins
og sést best á því að valdaapparat-
ið í landinu með sjálft íhaldið i
fylkingarbrjósti hefur alltaf gætt
þess að þessi ríkisstofnun víki
sem allra minnst frá heilbrigðum
skoðunum hægri manna.
íhaldið hefur alltaf rekið upp
ramakvein ef einhver vinstra meg-
in við framsókn hefur látið þar
ljós sitt skína og ekki eru mörg ár
síðan menn voru flæmdir með
ópum og svigurmælum frá þátta-
gerð í stofnuninni ef þeir drógu í
efa réttmæti þess að mesta her-
veldi heimsins gerði út orrustu-
Kjallarinn
Einar Kárason
rithöfundur
þotur yfir hálfan hnöttinn til að
gereyða byggðum fátækra bænda í
Víetnam.
Sérkennilegar
hlutleysiskröfur
Að vísu er þetta kannski liðin
tíð, með breyttum aðferðum og
annars konar þjóðfélagsmóral. En
hitt er samt við sig að mönnum er
ekki hleypt í áhrifaríkar stöður
hjá þessari gamalgrónu stofnun
nema þeir séu taldir skaðlausir
hægri sinnuðum sjónarmiðum. Og
þetta þykir svo sjálfsagt að það er
talið til sérstakra tíðinda ef íhald-
ið ræður í yfirmannastöður hjá út-
varpinu fólk sem er grunað um að
vera ekki hundtryggt flokknum,
eins og þegar okkar ágæti prestur
og þá þjóðgarðsvörður var settur
yfir stofnunina; margir töldu það
til marks um pólitíska víðsýni þá-
verandi menntamálaráðherra,
jafnvel þótt fljótlega upplýstist í
öðru samhengi að hann væri að
vísu flokksbundinn sjálfstæðism-
aður.
Svona er þetta og hefur lengst af
verið, eins og sést til dæmis á því
að einn okkar albesti, menntaðasti
og slyngasti fjölmiðlamaður, Stef-
án Jón Hafstein, er aldrei talinn
koma til greina í þær stöður sem
hann hefur sótt um hjá stofnun-
inni, bara vegna þess að hann hef-
ur leyft sér að hafa sjálfstæðar
skoðanir á ýmsum málurn.
Einar Kárason
„En hitt er samt við sig að mönnum er
ekki hleypt í áhrifaríkar stöður hjá þess-
ari gamalgrónu stofnun nema þeir séu
taldir skaðlausir hægri sinnuðum sjónar-
miðum.“
Skoðanir annarra
Póstur og sími
„Nú liggur fyrir Alþingi frumvarp um að breyta
Póst- og símamálastofnun í hlutafélag... í stjómar-
sáttmála ríkisstjórnarinnar eru ákvæði um að sala
hlutabréfa í ríkisfyrirtækjum fari ekki fram nema
að undangenginni ákvörðun Alþingis. Sú umræða
hefur ekki farið fram um Póst- og símamálastofnun.
í fyrstu umræðu málsins í Alþingi var knúið mjög á
um svör við því hvort sala hlutabréfanna væri hugs-
anleg en fram kom að enginn málatilbúnaður liggur
fyrir af háifu stjórnarflokkanna í þá átt.“
Úr forystugrein Tímans 29. febr.
Hvalfjarðargöngin
„Helsti kosturinn við göngin, ef kost skyldi kalla,
er að fólk á Akranesi verður sennilega hálfum tíma
fljótara í höfuðborgina. Ferðatíminn norður eða að
norðan mun verða nokkrum mínútum styttri en
ella. Hverju máli skiptir það að verða nokkrum mín-
útum fljótari á áfangastað en efla? Dettur nokkrum í
hug að þetta fólk, sem græðir nokkrar mínútur,
muni afreka nokkuð á þessum fáu mínútum? Hinar
spöruðu mínútur verða i flestum tilvikum jafn dauð-
ar og áður. Auk þess talar fólk um að drepa tímann."
Dr. Gunnlaugur Þórðarson í Mbl. 29. febr.
Félagslegar íbúöir
„I lögunum um félagslegar íbúðir er krafist úttekt-
ar á hversu mikil þörf sé fyrir þetta húsnæði í sveit-
arfélaginu. Það er sveitarfélagið sjálft sem er ábyrgt
fyrir því mati sem fer fram á því hver sé þörf fyrir
félagslegar íbúðir... Allir viðurkenna að þetta kerfi
hefur verið góð og dýrmæt lausn fyrir fjölskyldur
sem búið hafa í ótryggu húsnæði og jafnvel dýru
leiguhúsnæði. Og þegar rætt er um svo viðamikið
mál ættu menn að hafa í huga þann mikla fjölda og
þær mörgu fjölskyldur sem notið hafa góðs af.“
Úr forystugreinum Alþbl. 29. febr.