Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1996, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1996, Page 4
fréttir LAUGARDAGUR 9. MARS Í996 Keppti á íslandsmeistaramótinu í þolfimi um helgina: Var það slappur að ég átti að vera dauður - var 120 kg og á gjörgæslu vegna sykursýki fyrir einu og hálfu ári „Það er rúmlega eitt og hálft ár síðan ég var 120 kíló en núna er ég 87 kíló. Ég lenti þá inn á gjörgæslu og greindist með sykursýki. Ég var það slappur að ég átti eiginlega að vera dauður, held ég,“ sagði Samúel Sveinn Bjarnason, 21 árs, sem keppti á íslandsmeistaramótinu í þolfími í Laugardalshöll um síðustu helgi og lenti í fjórða sæti. Upp úr veikindunum fékk hann áhuga á hreyfingu og árangurinn hefur ekki látið á sér standa. „Þetta var rétt eftir páska 1994 og ég var búinn að vera eitthvað veik- ur héma heima en vissi ekkert hvað þetta var. Ég var með öU ein- kenni sykursýki en vissi ekkert um það. Þannig er að ég er úr Vestmanna- eyjum en bý í Reykjavík. Mamma hringdi í mig og ætlaði ekki að þekkja mig í símanum. Þá var þetta orðið svona tæpt hjá mér. Hún hringdi í vin hans pabba og hann kom og keyrði mig upp á spítala og Þessi mynd af Samúel Sveini er tekin rétt eftir að hann kom af spítalanum fyrir um að bil einu og hálfu ári. Þá hafði hann lést um 5 til 8 kíló. Ársskýrsla Stígamóta um kynferðisofbeldi: Flestir komu vegna sifjaspella - aðeins fimmtungur sagði frá strax eftir ofheldið ég fór beint inn á gjörgæslu. Þá mældist sykurmagnið í blóðinu 97 mmol en það á að vera um 5 mmol,“ sagöi Samúel Sveinn. Þár fékk Samúel Sveinn, sem þá var nemi í rafeindavirkjun i Iðnskó- lanum, rétta meðferð. „Ég ætlaði að setjast aftur á skólabekk en hafði ekkert þol í það, það var aUt búið í manni. Þá fór ég tU Eyja og byrjaði að endurhæfa mig, byrjaði með eift kUó í hvorri hönd. Líka að ganga kringum hverf- ið og synda tU að fá þol til að geta farið að vinna. Svo fór ég að hlaupa og þegar ég var farinn að hlaupa tíu kUómetra á dag ákvað ég að reyna eitthvað nýtt. Um það leyti sá ég auglýst námskeið hjá Ágústu og Hrafni fýrir leiðbeinendur í eróbikki og þar var kennd næringarfræði. Þar sem mig lang- aði að læra hana út af sykur- sýkinni fór ég þang- að. Svo fannst mér bara svo gaman eróbikkinu að ég gat ekki hætt. Núna í febrúar er ár síð- an ég byrjaði að æfa. Maður stoppar ekki núna, þetta hefur aUt gengið upp hjá mér.“ -ÞK Samúel Sveinn Bjarnason varð í fjórða sæti á íslandsmeistaramótinu í þolfimi um helgina og er ákveðinn í að halda áfram að æfa. Myndin er tekin á mótinu. DV-mynd JAK Tæplega 42 prósent þeirra, sem leituðu tU Stígamóta í fyrra, höfðu áður leitað sér aðstoðar í heUbrigðis- og félagsmálakerfinu, að því er kem- ur fram í ársskýrslu Stígamóta fyrir árið 1995. Sumir höfðu leitað á fieiri en einn stað. Rúmlega fimmtungur þolenda sagði frá ofbeldinu meðan það átti sér stað eða strax eftir að því lauk. 64,1 prósenti þeirra var trúað og eitthvaö gert í málinu. Á árinu 1995 leituðu 472 einstakl- ingar tU Stígamóta vegna sifjaspefia, nauðgunar eða kynferðislegrar áreitni. Af þeim voru 283 að leita sér aðstoðar í fyrsta skipti og er það 63 færri en í fyrra. Fjöldi kvenna var 261 og karla 22 og er það svipað hlut- faU og á fyrri árum. Flestir leita tU samtakanna vegna sifjaspeUa og af- leiðinga þeirra eða 63,6 prósent. í skýrslunni kemur fram að stór hluti þolenda, eða 84,5 prósent, var beittur kynferðisofbeldi innan 16 ára aldurs. Bent er á að fólk sé enn að leita sér aðstoðar vegna kynferðisof- beldis sem átti sér stað fyrir 10 tU 20 árum. Þessi staðreynd sýni hversu mörgum reynist erfitt að leita að- stoðar vegna þessara mála og geri það ógjaman fyrr en afleiðingar of- beldisins séu orðnar afar þungbær- ar. Af þeim þolendum sem leituðu að- stoðar Stígamóta í fyrra höfðu 54 eða 19,1 prósent gert eina eða fleiri tU- raunir tU sjálfsvíga. Stígamót vekja athygli á því að innan við 10 prósent ofbeldismanna eru ókunnugir. Gamla goðsögnin um að konum og bömum stafi mest hætta af kynferðisofbeldi ókunnugra fái því ekki staðist. Ofbeldismennirnir em á öUum aldri og koma úr öUum stéttum starfsstéttmn þjóðfélagsins. Rúmlega 41 prósent þeirra, sem vitað er um, hefur verið í hjúskap eða sambúð þegar þeir frömdu ofbeldið og rúm- lega helmingur þeirra á böm. Bent er á að næsta algengt virðist að ung- ir pUtar beiti sér yngri böm ofbeldi af kynferðislegum toga. Um félagslegar aðstæður þolenda segir í skýrslunni að 72,8 prósent hafi alist upp hjá báöum kynforeld- rum. Aðeins 10,2 prósent hafi alist upp hjá öðm foreldri og 9,5 prósent hjá móður og stjúpa. Árið 1995 er ein kona skráð sem nauðgari en hún gerði tilraun tU að nauðga kynsystur sinni, aö því er fram kemur í skýrslunni. Er þetta í fyrsta sinn sem kona er nefnd sem nauðgari i gögnum Stígamóta. -IBS 80% 70 60 50 40 30 20 10 Ástæður þess að leitað er til Stígamóta 63,7 31,4 Sifjaspell og afleiöingar þeirra Nauöganir og afleiöingar þeirra Grunur um sifjaspell Kynferöisleg áreitni PV| Skólaostur kg/stk. i io% LÆKKUN VERÐ NU: 647 kr. kílóið. VERÐÁÐUR-7T9 Kr. kílóið. 72 kr. ÞU SPARAR: á hvert kíló. OSIA-OG SMjÖRSALAN SH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.