Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1996, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1996, Qupperneq 12
12 LAUGARDAGUR 9. MARS 1996 1 B~\/~ Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjórl: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Aðstoðarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLT111, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 6272. Áskrift: 800 6270 Stafræn útgáfa: Heimasfða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centmm.is. - Dreifing: dvdreif@centmm.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1550 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., helgarblað 200 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Með töffara að talsmanni Biskupinn yfir íslandi hefur gert töffara aö talsmanni sinum í málum þeim, sem hafa brunniö á honum aö und- anförnu. Talsmaðurinn hefur gengiö hart fram í að mála fyrir fólki afleiöingar af mótþróa við biskupinn, svo sem kostnað þess af hugsanlegum málaferlum biskups. Talsmaöurinn hefur aflað sér bréfa, sem endurspegla gamlan systkinaágreining; fengið eina af konunum þremur til aö draga kæru sína til baka, en ekki lýsingu hennar á málsatvikum; og fengið sóknamefndarformann og organista til aö brjóta trúnaö á presti sínum. Venjulegir talsmenn úr hefðbundinni stétt kynningar- fulltrúa heföu fariö mýkri leiðir og meira hugsaö um langtímaáhrif aögerða sinna á almenningsálitið. Tals- manna-, ímyndar- og spunafræði er sérstakt og erfitt fag og er raunar allt annað fag en lögfræði töffarans. Komið hefur fram, að talsmaðurinn telur málið hafa verið komið í svo slæma stöðu, að hann hafi ekki átt annars kost en að taka að sér hlutverk fréttafulltrúa. En aðferðir hans eru þær, að erfitt er að sjá annað en að þær skaði stöðu þjóðkirkjunnar í þjóðfélaginu. Faxahríð hans úr Biskupsstofu til fiölmiðla hefúr með- al annars þær afleiðingar, að erfiðara en áður verður fyrir fólk að leita til presta í trúnaði, þegar það sér, að Biskupsstofa brýtur þessa nafnleynd í örvæntingu. Þetta dregur úr trausti fólks á þjóðkirkjunni yfirleitt. Mál biskups stendur þannig, að þrjár konur saka hann um óviðeigandi athæfi. Ein þeirra hefur dregið kæm sína til baka, en ekki lýsingu sína á málsatvikum. Fréttaflutningur fiölmiðla af gangi þessara mála um stofnanir kirkjunnar fela ekki sér neina dómsúrskurði fiölmiðla. Ekki hefur verið auðvelt fyrir biskup að meta, hvem- ig hann eigi að mæta hremmingum af þessu tagi. Ein leiðin hefði verið að einangra málið við sig persónulega til að hlífa þjóðkirkjunni við afleiðingum af brostnu trausti milli hans og umtalsverðs hluta þjóðarinnar. En biskup valdi þá leið, sem nú er komin í ljós. Sú leið felur í sér, að vandamál hans verða um leið að hremm- ingum þjóðkirkjunnar. Það gerir honum kleift að sitja sem fastast og bíða eftir að veður sloti, en veldur því um leið, að sár kirkjunnar gróa verr en ella. Óneitanlega er sérkennilegt að fylgjast með talsmanni, sem hamast á faxinu eins og hann sé verjandi landskunnra afreksmanna í skuggalegum viðskiptum. Vinnubrögðin gagnast töffúrum í lögmannastétt á mörg- um sviðum, en klæða biskupsembættið ekki vel. Með þessum aðferðum verður líklega unnt að koma málunum í pattstöðu, þar sem klögumálin ganga á víxl og enda úti í mýri. Það er árangur út af fyrir sig, þótt biskup og talsmaður hans hafi í leiðinni fómað svo sem einum sóknamefndarformanni og einum organista. Vandamál biskups felast í, að mikill hluti þjóðarinnar tekur ekki orð hans eins trúanleg og kvennanna þriggja. Um daginn voru um tveir þriðju hlutar þjóðarinnar á þessari skoðun. Þessi hópur kann að minnka niður í minnihluta, en verður áfram afar fiölmennur. Prófastar hafa á fundi dómtekið mál biskups og úr- skurðað hann saklausan af áburði. Þar með ætti málinu að vera lokið á vegum þjóðkirkjunnar og á þann hátt, að þjóðkirkjan tekur það á bakið, svo sem stefnt hefur ver- ið að af hálfú biskups og talsmanns hans. Þegar rykið hefur setzt, situr eftir öflug áminning um, að þjóðin þarf að losna undan ábyrgð á þjóðkirkjunni, svo að hvor aðili um sig geti siglt sína leið. Jónas Kristjánsson Verk Qassam og Mossari spilla friði Friðargerð Israelsstjórnar og Frelsissamtaka Palestínumanna er i hættu. Á hálfri annarri viku hafa nær sex tugir ísraelsmanna beðið bana í sjáifsmorðsspreng- ingum palestinskra tilræðis- manna á götum Jerúsalem og Tel Aviv. Simon Peres, forsætisráð- herra ísraels, horfir fram á þing- kosningar 29. maí og krefst þess að yfirvöld á sjáifstjómarsvæðmn Palestínumanna, undir stjóm Jassers Arafats, uppræti hryðju- verkasamtök sem þar hafast við. Haft er við orð að ella verði ísraelsher sendur inn á sjálfstjórn- arsvæðin tO að vinna það verk. Þar með væri fótum kippt undan áliti og myndugleika Arafats hjá löndum sínum. Þetta gerist einmitt þegar sjálf- stjórnarsamkomulagið var farið að bera sýnilegan árangur. Sjálf- stjórnarsvæðið nær nú til allra helstu byggða Palestínumanna á vesturbakka Jórdans, nema Hebr- on. Kosning fyrstu löggjafarsam- komu Palestínumanna fór fram í janúar og þótti takast vonum framar, bæði hvað snerti fram- kvæmd og þátttöku. Hryðjuverkin sem nú tefla öll- um árangri friðarferlisins í tví- sýnu em verk manna úr Qassam, hernaðararmi Hamas, hreyfingar heittrúaðra múslíma. Hamas lagð- ist gegn friðargerð við ísraels- stjórn en eftir því sem palestínsk- ur almenningur gerist henni hlynntari hefur dregið úr and- stöðu hjá stjómmálaarmi Hamas og nokkrir úr þeirra röðum voru í framboði í kosningunum i janúar. Stefna Arafats hefúr veriö aö reka fleyg milli stjómmálahreyf- ingarinnar Hamas og Qassam, í þeirri von að hún breytist í stjórn- arandstöðuflokk innan sljómkerf- isins sem er í myndun. Stjóm- málaforusta Hamas hefur komið tU móts við Arafat að vissu marki Erlend tíðindi Magnús Torfi Ólafsson og það er talið áhrifum hennar á Qassam að þakka að hryðjuverka- menn höfðu haldið að sér höndum í rúmt misseri áður en síðasta hryðja hófst. Beint tilefni hennar er dráp helsta sprengjugerðarmanns Qassam, þrítugs manns að nafni Jehija Ajash, í Gasa 5. janúar. Hann beið bana við sprengingu í farsíma sem hann bar að eyra sér. Qassam heldur því fram að þar hafi Mossad, aðgerðaarmur leyni- þjónustu ísraels, verið að verki, og ísraelsk stjórnvöld bera ekki á móti því. Fréttamenn í ísrael telja sig hafa heimUdir fyrir því að dráp Ajash hafi verið undirbúið með þeim hætti aö starfsmenn Mossad hafi ráðið í sína þjónustu einn af félögum hans og látið hann færa sprengjusmiðnum að gjöf farsima sem hafði í sér fólgna 50 gramma sprengju með fjarstýrikveikju. Gefið hafi verið merki úr nær- stöddum hlerunarbU Mossad þeg- ar þess varð várt að svarað væri í farsímann og þannig gert út af við símnotandann. Qassam hótaði strax hefndum fyrir Ajash og hverju tilræði und- anfarnar vikur hefur fylgt til- kynning um að þær væru nú að koma fram. Síðari sprengingunni í strætisvagni í Jerúsalem fylgdi tilkynning um að nú væri full- hefnt að sinni og stjórnmálafor- ustu Hamas yrði gefinn frestur tU að semja um vopnahlé með mUli- göngu sjálfstjórnaryfírvalda Pa- lestínumanna. En á eftir fylgdi nýtt sjálfsmorð- stUræði á verslunargötu í Tel Aviv. Það hefur einnig vakið at- hygli að tilkynningar um ábyrgð á síðustu hryðjuverkum eru ekki gefnar út í nafni Qassam heldur hópa sem kenna sig við „píslar- vottinn Jehija „verkfræðinginn" Ajash“ og þar eru „bræðurnir í Qassam" beðnir um að tala ekki í þeirra nafni. Stjórnmálaforusta Hamas hefur fyrir sitt leyti lýst yfir að stöðva beri aðgerðir sem þessar. Þykir af þessum ósamrýmanlegu yfirlýs- ingum sýnt að ekki ríki einungis klofhingur miUi stjórnmálafor- ustu Hamas og hernaðararmsins Qassam heldur sé kominn til sög- unnar klofningshópur úr Qassam sem í séu menn sem telji sig sér- staka lærisveina Jehija Ajash og fari sínu fram að eigin geðþótta. Geta má nærri hve torvelt er fyrir nýlega myndað stjórnkerfi Jassers Arafats að hafa fullan hemU á slíkum öflum, eins og ísraelsstjóm krefst. Meðan Arafat og hans menn hafa almenningsálit Palestínumanna með sér gefst þeim þó nokkurt svigrúm en telji Peres sig svo aðþrengdan í ísrael að hann ónýti sjálfstjómarsam- komulagið 1 verki er voðinn vis. Jasser Arafat skoðar heiðursvörð við setningu fyrstu löggjafarsamkomu Palestínumanna í Gasa. Símamynd Reuter Ískoðanir annarra Rangt hjá Gorbatsjov „FuUur af stolti hefur Gorbatsjov lýst því yflr að hann sé reiðubúinn að bjóöa sig fram til forseta geti lýðræðissinnar ekki sameinast um annan frambjóð- anda. Þetta er hættuspU sem getur endað með skelf- ingu. Vinsældir hans eru afar iitlar og líkumar á fylgisaukningu virðast hverfandi. Gorbatsjov skip- ar öruggan sess í mannkynssögunni. Bjóði hann sig fram eru likur á að hann verði niðurlægöur og um- bótaþróun í Rússlandi taki skref aftur á bak. Erfitt er að sjá af hverju hann ætti.að taka þá áhættu." Úr forustugrein New York Times 5. mars. Lýöræði til handa Kúbverjum „Það verða meiri háttar mistök ef lagafrumvarp sem ætlaö er að þvinga önnur lönd tU að taka þátt í viðskiptabanni Bandaríkjanna gegn Kúbu verður samþykkt. Viðskiptabanniö er úrelt. Ekki hefur tek- ist að koma Castro frá völdum þrátt fyrir 35 ára bann. Yfirvöld á eynni óttast andstöðu frá eyjar- skeggjum sjálfum sem aftur sækja hvatningu er- lendis frá. Andóf heima fyrir er lykUl að pólitískum breytingum. Stjómvöld ættu því að styrkja andstöð- una á Kúbu með því að auka mannleg samskipti eyjarskeggja við umheiminn í stað þess að tak- marka þau.“ Úr forustugrein New York Times 4. mars. Öfgaöflin mega ekki ráða „Það eiga sér stað átök í ísrael. Átök mUli þeirra sem með öUum ráðum vilja koma í veg fyrir frið við Palestínumenn og hinna, mUljóna ísraela og araba, sem lifa vilja hlið við hlið í sátt og samlyndi þar sem velmegun og öryggi em í hásæti. Öfgaöflin mega ekki ná yfirhöndinni í þessum átökum.“ Úr forustugrein New York Times 6. mars.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.