Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1996, Page 18

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1996, Page 18
18 LAUGARDAGUR 9. MARS 1996 13 "V" Mánudagurinn 4. mars hófst á hefðbundinn hátt með því að út- varpið hrökk í gang kl. 6.45 og þul- urinn á rás 1 gaf Veðurstofunni orðið. Að venju var ég of syfjuð til að taka eftir því hverju veðurguð- irnir höfðu úthlutað okkur fyrir daginn en ýtti við eiginmanninum til að vekja hann og naut þæginda- tilfinningar af því að finna hann við hlið mér. Hárþurrkun og snyrting Ekki dugði að lúra. Á fætur, taka vítamín og drekka tvö glös af vatni áður en haldið var í hina daglegu sundlaugarferð. Þótt það rigndi dálítið hafði hlýnað svo i veðri að ég lét mig hafa það að fara Dagur í lífi Lilju Ólafsdóttur, forstjóra SVR: hafa sameiginlegt tölvupóstkerfi svo skjölin eru send beint á milli. Sextugsafmæli Starfsemi SVR er skipt í þrjú svið og kl. þrjú var vikulegur fund- ur með forstöðumönnum svið- anna. Á þessum fundum ræðum við og tökum ákvarðanir um stefnumarkandi og stærri mál sem taka þarf afstöðu til í fyrirtækinu. Fundurinn stóð til kl. fimm og ég hafði því tíma til að skreppa heim og skipta um fot áður en ég fór í sextugsafmæli ágætrar samstarfs- konu kl. sex. Þar var fjöldi gesta og rausnarlegar veitingar. Timinn leið hratt í góðra vina hópi og fyrr en varði var kominn tími til að Vítamín, vatn og sundlaugarferð i útiklefann, en við það hef ég ver- ið löt í vetur. Sundiö var hressandi en í pottinum var fremur fátt af fastagestum, aðeins Ásgerður og Kristín auk okkar. Sundlaugar- ferðin er ómissandi þáttur í dag- lega lífinu. Það er ekki síst félags- legi þátturinn sem skiptir máli í því sambandi. Allt fer eftir vissum reglum, jafnvel umræðuefnið í pottinum er á ákveðnum nótum. Inni hittast sömu konurnar við hárþurrkun og snyrtingu á hverj- um morgni og þar er ákveðinn andblær samkenndar og vináttu. Venjulega lít ég lauslega yfir blöðin þegar ég kem í vinnuna. Á mánudögum er DV blað morguns- ins en það vantaði, hafði ekki ver- ið borið út til okkar hjá SVR. Smá- vegis morgunhressing og spjall við samstarfsmenn um níuleytið er eitt af því sem gefur lífinu gildi og menn litu hressir inn frá vinnu sinni á verkstæðinu þennan morg- un sem endranær. Pappírsflóð Fram eftir morgni afgreiddi ég nokkur símtöl við aðila sem ósk- uðu að bjóða fram þjónustu sína á ýmsum sviðum og viðskiptavinur hringdi til að ræða þjónustu SVR. Stjórnarfundur SVR er annan hvem mánudag klukkan 11. í þetta sinn var mikið af pappírum sem þurfti að láta ljósrita og ganga frá fyrir fundinn. Síðan í byrjun ní- unda áratugarins hefur mikið ver- ið rætt og ritað (á pappír) um hið pappírslausa tölvuþjóðfélag en því miður er það enn framtíðarsýn að miklu leyti. Spurning hvenær það stig næst í umhverfisvemd að við hættum að eyða skógunum á þenn- an hátt. Meðal efnis á stjórnarfundinum var umræða um leiðakerfisbreyt- ingamar sem fram undan eru. Ný- lokið er almennum kynningar- fundum á hinum fyrirhuguðu breytingum og hijóðið gott í stjórn- armönnum eftir fundina og þau já- kvæðu viðbrögð sem viðskiptavin- ir sýndu þeim úrbótum sem stend- ur tU að gera á þjónustunni um mánaðamótin júlí-ágúst. Stjórnarfundinum lauk um kl. eitt. Þá lágu ýmis mál fyrir sem þurfti að afgreiða. Verið er að und- irbúa úrbætur á skiptistöð á Lækj- artorgi og tU stendur að koma upp nýrri skiptistöð í Ártúni sem á að þjóna Grafarvogs- og Árbæjar- hverfum. Ganga þurfti frá nokkrum atriðum í sambandi við þessar skiptistöðvar og senda Borgarskipulagi, en þar er nú unn- ið að hönnun þeirra. Það kemur sér vel að stofnanir borgarinnar halda heim á leið. Ég rétt náði í lokin á sjónvarps- fréttunum og við hjónin spjöUuð- um saman dálitla stund áður en farið var að ganga frá þvottinum frá helginni. Kettirnir tveir höfðu lítinn áhuga á félagsskap okkar þetta kvöld, enda hálfgerður vor- blær í lofti og meira gaman að vera úti. Tengdadóttirin leit inn smástund og svo voru nokkur sím- töl við nána ættingja. Sem sagt, sérlega rólegt og afslappað kvöld. Það tókst að komast í rúmið á skikkanlegum tíma og lesa dálítið fyrir svefninn sem lét ekki á sér standa þegar ljósið var slökkt. Finnur þú fimm breytingar? 349 Myndirnar tvær virðast við fyrstu sýn eins en þegar betur er að gáð kemur í Ijós að á myndinni til hægri hefur fimm atriðum verið breytt. Finnir þú þessi fimm atriði skaltu merkja við þau með krossi á mynd- inni til hægri og senda okkur hana ásamt nafni þínu og heimilisfangi. Að tveimur vikum liðnum birtum við nöfn sigurvegaranna. Nafn: Heimili: Vinningshafar fyrir þrjú hundruð fertugustu og sjöundu getraun reyndust vera: 1. Sigrún Bjarna Hrauntún 73 900 Vestmannaeyjum 2. Stefán Ólafsson Hrefnugötu 1 105 Reykjavík Myndirnar tvær virðast við fyrstu sýn eins en þeg- ar betur er að gáð kemur í ljós að á myndinni til hægri hefur fimm atriðum verið breytt. Finnir þú þessi fimm atriöi skaltu merkja við þau með krossi á myndinni til hægri og senda okkur hana ásamt nafni þínu og heimilis- fangi. Að tveimur vikum liðnum birtum við nöfn sigurvegaranna. 1. verðlaun: ELTA útvarpsvekjari aö verðmæti kr. 4.275, frá Bræðrunum Ormsson, Lág- múla 8, Reykjavík. 2. verðlaun: Tvær Úrvalsbækur að verðmæti kr. 1.790. Vinningarnir verða sendir heim. Merkið umslagið með lausninni: Finnur þú fxmm breytingar? 349 c/o DV, pósthólf 5380 125 Reykjavík

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.