Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1996, Page 31

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1996, Page 31
LAUGARDAGUR 9. MARS 1996 31 „Þessi ástarsena hefur poppað ákveðið fólk hér í bæ eins og poppkorn í potti," segir Páll Óskar sem hér ber krem á rass meðleikara síns í mynd- bandlnu. því að fara í mál við sjónvarpsstöðv- arnar sýni þær ekki myndbandið undanbragðalaust. „Það er létt tiiviijun að einmitt núna liggur frumvarp til laga á Al- þingi um misrétti og mismunun á minnihlutahópum. Þetta frumvarp gengur út á það að sá sem er uppvís að því að mismuna einstaklingi vegna kynhneigðar, litarháttar, trú- ar eða stöðu í þjóðfélaginu á yfir höfði sér tveggja ára fangelsi." Fordómar vegna sam- kynhneigðar Páll Óskar segir að þessi sterku viöbrögð við myndbandinu komi sér ekkert á óvart. „Ég gerði mér fullkomlega grein fyrir því hvað ég var með í höndun- um þegar ég dreifði þessari upp- runalegu útgáfu. Það er ótrúlegt í hvaða myndum fordómar gagnvart samkynhneigðum skjóta upp koliin- um. Þó að ég sé vinsæl poppstjarna þá er líka fullt af fólki sem hreint og beint finnst ég ekki hafa tilverurétt vegna kynhneigðar minnar og lætur mig heyra það. Ég er að upplifa þetta misrétti á hverjum einasta drottins degi sem ég er hérna á ís- landi. Það er bara þegar ég fer í stórborgir úti í heimi sem ég næ einum og einum degi þar sem ég fæ að vera fullkomlega óáreittur, Eins og gefur að skilja þá eru þessar að- stæður ákaflega lýjandi og pirra mann. Ég er bara of stoltur af sjálf- um mér og elska sjálfan mig alltof mikið til að lúffa fýrir svona ein- fóldum manneskjum sem láta for- dóma sína í ljós,“ segir Páll Óskar sem lítur á myndbandið sem nokk- urs konar prófmál. „Ég er hreinlega að fara fram á það að fólk upplifi þessar tilfinning- ar sem eru í gangi á milli tveggja karlmanna þegar þeir verða ást- fangnir og samþykki og meðtaki mína kynhneigð jafn þegjandi og hljóðalaust og ég hef meðtekið gagn- kynhneigð frá því að ég var lítill. Ef ég á virkilega að vera ógeðslega hreinskilinn þá er þetta flóð af gagnkynhneigðum upplýsingum og fyrirmyndum farið að fara pínulítið í taugarnar á mér. Ég opnaði Mann- líf um daginn og fékk að vita í smá- atriðum hvernig Dóra Takefusa og Guðmundur Jónsson kynntust. Ef ég myndi segja svipaða sögu af því hvernig ég kynntist fyrstu ástinni minni þá yrði fjandinn laus.“ Ekkert öfgakynlíf „Ef einhver kvikmynd fjallar svo um samkynhneigt samband þá er hún oftar en ekki fram úr hófi dramatisk - söguþráðurinn er um samkynhneigt par sem annaðhvort er með eyðni og drepst í lokin eða annar aðilinn fremur sjálfsmorð í endann eða foreldrarnir fríka út. Svona samkynhneigðar fyrirmyndir eru bara ekkert hluti af mínum raunveruleika og þess vegna fann ég mig knúinn til að gera myndband sem er hluti af mínum veruleika. Mér fmnst hreinlega vanta fleiri góðar fyrirmyndir af samkyn- hneigðum karlmönnum og konum sem lifa venjulegu ástalífi, án nokk- urra öfga. Ein aðalranghugmyndin um samkynhneigða er að þeir lifi einhverju öfgakynlífi, helst 15 sinn- um á dag, og að þeirra líf gangi út á kynlíf og kynmök." Páll Óskar segir að þrátt fyrir að viöbrögö fólks við myndbandinu hans hafi ekki komiö honum á óvart þá sé hann skúffaður yfir þeim úlfaþyt og reiði sem brotist hefur út manna á meðal og birst meðal annars í símatímum útvarps- stöðvanna. „Hins vegar er líka aragrúi af fólki, gagnkynhneigt og samkyn- hneigt, sem filar þetta myndband í botn. Ég trúi því að ef fólk horfir á þetta myndband, óáreitt og í friði frá fyrstu sekúndu til hinnar síð- ustu, þá fái það smábank í hausinn og verði aðeins vísara um það hvað samlíf tveggja karlmanna getur gengið út á. Ég vona að þetta fólk hugsi sig síðan tvisvar um áður en það hreytir út úr sér niðrandi yfir- lýsingum eins og: „hommar eru ógeðslegir". Bara eldheitt ástarsamband „Fyrsta hugsunin sem kemur upp í kollinn hjá mörgum þegár það heyrir minnst á samkynhneigð eru endaþarmssamfarir. Það er að minnsta kosti það sem ég fæ að heyra á hverjum einasta degi. Þetta sama fólk verður örugglega svoldið hissa þegar það sér þetta myndband því það er bara ekkert svoleiðis á seyði. Þvert á móti eru þarna bara tveir karlmenn sem eiga augsýni- lega í alveg eldheitu ástarsam- bandi,“ segir Páll Óskar. - Er þetta klám? „Nei, og ég hreint og beint hata að heyra orðin klám og ofbeldi nefnd í sömu andrá og þetta mynd- band mitt. Hvorki í upprunalegu út- gáfu myndbandsins né í þessari mjúku finnst neitt sem hægt er að flokka sem ofbeldi eða klám. Ég veit nákvæmlega hvað klám er þegar ég sé það og ég er bara ekki nógu heimsk manneskja til að gera klóm- tónlistarmyndband. Hvað heldur fólk eiginlega að ég sé?“ Páll Óskar segir að lagið sem myndbandið er gert við sé uppá- haldslagið hans af plötunni sem út kom fyrir síðustu jól og hann hafi alltaf verið ákveðinn í að gera við það myndband. Tækifærið hafi síð- an komið þegar hann var staddur í París í janúar síðastliðnum. Ekki kærastinn minn „Ég hreifst mjög af París og und- irbjó tökur og skrifaði handritið. Ég kaus að skrifa handritið út frá einni setningu í texta lagsins sem segir: „there is more to love than making love“ sem gæti útlagst svo: „ástin sýnir sig á fleiri vegu en í því að njóta ásta“. Ég settist niður og fór að spá við hvað væri átt. Frá mín- um bæjardyrum séð þá hlýtur það að vera þegar maður er með kærasta eða kærustu og er að gera mjög hversdagslega hluti saman, svo sem að bursta tennurnar, fara út í búð, vaska upp, ryksuga og ríf- ast yfir sjónvarpsstöðvunum - hluti sem eru ekki teljandi merkilegir en eru samt undirstöðuatriði ástarsam- bands. Þetta þarf samt ekki að þýða að það að njóta ásta ætti að vera eitthvað undanskilið í þessu mynd- bandi og í lokin vildi ég hafa ástar- senu. Og nú hefur þessi ástarsena poppað ákveðið fólk hér í bæ eins og poppkom í potti.“ - Er þetta kærastinn þinn sem leikur á móti þér? „Nei, þetta er bara maður sem var í vinnu hjá mér eins og aöstoð- artökufólkið, ljósafólkið og allt það fólk sem kom nálægt þessari mynd- bandagerð. Því miður hef ég ekki átt neinn almennilegan kærasta í fimm ár. Ég held líka aö það þurfi rosalegan kjark til að vera kærasti einhverrar poppstjörnu. Þannig sit ég héma enn þá og bíð,“ segir Páll Óskar og hlær. Kjaftasögurnar fljúga Myndbandið er að öllu leyti af- kvæmi Páls Óskars. Hann átti hug- myndina, skrifaði handritið, fór með leikstjórnina og klippti filmumar sjálfur saman í höndun- um heima hjá sér. „Margir halda að ég hafi tekið þarna myndir úr mínu einkafilmu- safni, klesst tónlist saman við og sent svo sjónvarpsstöðunum. Ég virði hins vegar mitt einkalíf of mikið til þess. Fólk er bara svo upp- tekið af einkalífi samkynhneigðra og veltir sér stöðugt upp úr því hver sé samkynhneigður og hver ekki. Þegar ég mætti á svæðið fyrir fimm árum og sagðist vera samkyn- hneigður þá fór fólk strax að fylla í eyðurnar og ég fór að heyra kjafta- sögur um að ég væri genginn út með Bergþóri Páls, Hemma Gunn, Felix Bergssyni, Magnúsi Scheving og bla, bla, bla. Allt hreinasta rugl og bull.“ Páll Óskar er um þessar mundir að vinna við gerð nýrrar plötu sem verður poppuð dansplata sem á að koma samtímis út á íslandi og á meginlandi Evrópu. En mega ís- lendingar eiga von á einhverri annarri bombu frá honum? „Þú talar eins og ég sé eins og ein- hver sprengjuflugvél. Ég sprengi fólk ekkert í loft upp nema mér finnist það eiga það skilið. í þessu tilfelli var ég vissulega að varpa smábombu á fólk sem lætur mig hvort sem er heyra það alla daga. Ég held þó ekki að þessi sprengja hafi virkað á það fólk sem er fyrir löngu búið að fatta út á hvað sam- kynhneigð gengur. „Emmanuelle Takes fokyo" - Heldurðu að þetta myndband hafi áhrif og breyti einhverju? „Ég ætla að vona að það veki upp ákveðnar umræður um samkyn- hneigða. Það eru alls konar spurn- ingar sem vakna. Og af hverju tók Sýn fyrri útgáfuna af myndbandinu af dagskrá hjá sér á meðan hún er að sýna kvikmyndir eins og Em- manuelle Takes Tokyo? Samkynhneigð smitast ekki „Svo er líka mjög margt fólk sem vill að myndbandið verði bannað vegna blessaðra barnanna. Alltaf eru blessuð börnin skálkaskjólið fyrir hommafóbíu fullorðna fólks- ins. Heldur fólk virkilega að sam- kynhneigð smiti út frá sér? Að böm- in eigi eftir að verða samkynhneigð eftir að hafa horft á myndband i fjóra og hálfa mínútu? Hugmyndin um að samkynhneigð smitist er bara gjörsamlega fráleit. Ég get eng- an veginn með einni snertingu labb- að upp að einhverri manneskju og sagt „klukk, þú ert samkynhneigð", alveg eins og ég get ekki labbað að einhverjum og sagt „klukk, þú ert í Alþýðubandalaginu". Það er kom- inn timi til að binda endahnútinn á þessar fráleitu hugmyndir og ég vildi sjá fleiri feta í mín fótspor. Ég nenni hreint ekki að standa einn í heilli mannréttindabaráttu." -ból Páll Óskar segir að meðleikarinn sé ekki kærasti sinn. „Því miður hef ég ekki átt neinn almennilegan kærasta í fimm ár.“ DV-myndir GS Blómatilboð Bergflétta kr. 295 Áralía Friðarlilja Nílarsef Drekatré Fíkus 40 cm kr. 295 50 cm kr. 440 60 cm kr. 440 40 cm kr. 295 50 cm kr. 195 Fíkus 90 cm kr. 990 Drekalilja, 40 cm, kr. 295 - kaktusar frá kr. 124 - hypocyrta, kr. 490 króton, kr. 390 - bergflétttubróðir, kr. 490 - alparós (stór) kr. 490 einir frá kr. 295 Opið alla daga 10-22 v/Fossvogskirkjugarð, sími 55 40 500 Opió alla daga 10-22 „Hvað ef þetta myndband hefði verið með karli og konu i aðalhlutverkunum? Hefði fólk nokkuð fríkað út þá?“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.