Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1996, Qupperneq 34

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1996, Qupperneq 34
- vægast sagt misjafnar skoðanir á kaupum Keegans á Faustino Asprilla frá Kólombíu Það hefur varla farið framhjá nokkrum manni að Faustino Asprilla, einn þekktasti knatt- spymumaður heims, er kominn til liðs við enska liðið Newcastle. Kevin Keegan, framkvæmdastjóri Newcastle, greiddi ekki neina smá- aura fyrir Asprilla heldur snaraði um 860 milljónum króna á borðið. Asprilla lék áður með Parma og undir það síðasta komst hann ekki í aðallið félagsins. Kaupverðið kom mörgum á óvart og eins og fram kemur hér á eftir era þeir menn til sem vilja meina að Keegan hafi hreinlega hent frá sér enska meist- aratitlinum með kaupunum á Asprilla. Hann muni alls ekki standa undir þeim væntingum sem til hans eru gerðar og það muni koma í ljós á æstu vikum að Kevin Keegan hafi keypt köttinn í sekkn- um. Margir eru hreinlega á allt öðru máli. Segja að Keegan hafi styrkt lið sitt gífurlega og aukið hraðann í sóknarleiknum um allan helming og var hann nú töluverður fyrir. Sá einn sem getur svarað þess- um vangaveltum er Asprilla sjálfur og enginn annar. Það er hins veg- ar ekki vist að hann fái 'sjálfur tækifæri til þess að sýna hvað í honum býr á næst- unni, því hann á yfir höfði sér langt keppn- isbann eftir fólskulega árás á Keith Curle, leik- mann Manchester City, á dögunum. Asprilla missti þá algerlega stjóm á skapi sínu, kýldi Curle viljandi með olnboganum í andlitið svo við lá kjálkabroti. Þetta lét Asprilla sér ekki duga. Þegar leiknum var lokið gerði hann sér lít- ið fyrir og skallaði Curle í höfuðið. Dómari leiksins virtist ekki sjá neitt af þessu og því var gripið til myndbandsins þegar að leik lokn- um. Enska knattspyrnusambandið ákvað þegar að kæra Asprilla og eft- ir nokkra daga rennur út frestur sem hann fékk til að útskýra mál sitt. Líklegast er talið að Asprilla fái 6-7 leikja bann og þá verða ekki margir leikir eftir fyrir þennan milljónaleikmann til að innbyrða titilinn fyrir Newcastle. Asprilla er ekki fyrsti leikmaðurinn sem kem- ur frá Suður- Ameríku til að leika með Newcastle. Árið 1987 lék skær stjama sem margir muna eftir með Newcastle, Mirandinha hét hann. Ekki náði hann sér á strik á með- an hann stóð við hjá Newcastle og eftir tvö tíma- bil var hann á fórum. Sem aðalástæðu fyrir slakri framgöngu Mirand- inha hjá Newcastle nefndu menn veðráttuna sem auö- Faustino Asprilla hefur átt frekar skrautlega daga frá því hann kom til Newcastle frá Parma á Ítalíu. í öðrum leik sínum með félaginu gekk hann á ótrúlegan hátt í skrokk á einum leikmanna Manchester City með þeim afleiðingum að hann á nú yfir höfði sér langt leikbann. Asprilla kostaði Newcastle um 680 milljónir. Þeir eru margir sem efast um þetta síðasta útspil Kevins Keegans í lokaslagnum um enska meistaratitilinn. Þeirra á meðal eru Brasilíumaðurinn Mir- andinha, fyrrum leikmaður Newcastle, og Alan Hudson, margreyndur enskur landsliðsmaður hér á árum áður. Gagnrýni þeirra er hörð eins og fram kemur á síðunni. vitað var og er allt önnur en á þeim slóðum sem þeir Mirandinha og Asprilla hafa leikið áður. Mirand- inha telur að Kevin Keegan hafi átt að læra af þessum mistökum sem gerð voru er hann var keyptur til fé- lagsins. Sjálfur segir Mirandinha: „Ég tel að Asprilla muni ekki ná sér á strik hjá Newcastle frekar en ég gerði. Það er mín skoðun að með kaupun- um á honum hafi Keegan misst af titlinum í ár. Ekki misskilja mig. Asprilla er dásamlegur leikmaður. Það skiptir hins vegar ekki máli hve góður leikmaðurinn er, hann verður alltaf að fá góðan tíma til að venjast nýjum aðstæðum. Til að byrja með verður Asprilla að læra nýtt tungumál. Hann verður að venjast nýjum lífsháttum og hann verður að venjast nýjum leikstíl inni á vellinum. “ „Keegan hefur gert stórkostlega hluti með lið Newcastle United" Mirandinha heldur áfram: „Ég hef fylgst vel með Newcastle síðan ég fór frá félaginu. Það er ljóst að Keegan hefur verið að gera stórkost- lega hluti með liðið undanfarið. Asprilla mun hins vegar ekki nýtast liðinu fyrr en eftir langan tíma og ekki í baráttunni fyrir meistaratitl- inum að þessu sinni. Asprilla kann að vinna marga titla fyrir Newcastle í framtíðinni en hann vinnur ekki titil með liðinu að þessu sinni. Asprilla kemur til liðsins um miðjan vetur, án fjölskyldu sinnar og hann þekkir engan í Newcastle. Hugsið ykkur álagið. Það mun líða nokkuð langur timi þar til þiö sjáið bestu hliðar Asprilla í enskn knatt- spyrnunni. Og vegna þess er Asprilla réðst á Keith Curle vil ég segja: Asprilla verður að læra það mjög fljótt að vamarmenn andstæð- inganna koma til með að lumbra á honum. Hann má ekki undir nein- um kringumstæðum svara áreiti þeirra. Þetta verður Asprilla að læra og það sem fyrst. Ef hann lærir þetta ekki verður hann ekki lengi hjá Newcastle,” segir Mirandinha. „Mesta veðmál Keegans frá upphafi ferilsins" Alan Hudson, lengst af leikmað- ur Chelsea í ensku knattspyrnunni og félagi Keegans með enska landslið-inu á sínum tíma, er ekki mjög hrifinn af kaupunum á Asprilla og segir að Keegan hafi aldrei tekið meiri áhættu sem fram- kvæmdastjóri. Þetta sé mesta veð- mál hans frá upphafi, veðmál sem hann muni tapa. „Ég efaðist strax um snillina á bak við kaupin á Asprilla, leik- manni sem er eins skapi farinn og hann. Ég trúi því einfaldlega ekki að hann sé allra þeirra peninga virði sem hann kostaði. Síðan Asprilla kom inn í liðið hefur Newcastle tapað fyrir West Ham, gert jafntefli gegn Man. City og tap- að gegn Man. Utd. Fyrir tveimur mánuðum hefði Newcastle auð- Kevin Keegan situr undir mikilli gagnrýni þesa dagana vegna kaupanna á Asprilla sem kostaði 860 milljónir króna. veldlega sigrað West Ham og Man City. Asprilla sýndi það með fólsku- brögðum sínum gegn Keith Curle aö hann bognar undan miklu álagi. Lokaslagurinn um meistaratitilinn mun að miklu leyti snúast um það hvaða lið þolir best álagið sem verð- ur í lokaumferðunum. Ég hef verið jafh lengi í þessu og Keegan og veit vel að Man. Utd getur hæglega unn- ið deildina. Strákcimir hans Fergu- sons hafa orðið að mönnum með því að glíma við það mikla álag sem fylgir því að spila marga leiki í úr- valsdeildinni. „Ég held,” segir Hudson „að Newcastle tapi af meistaratitlinum með kaupunum á Asprilla. Kaupin minna mig á það þegar Rodney Marsh var keyptur frá QPR til Man. City til að bjarga titlinum til Man. City um árið. Man City missti hins vegar af öllu saman og kaupin voru ekki skynsamleg. Asprilla mun ekki ná að aðlaga sig leik Newcastle. Ekki einu sinni Ruud Gullit, lang- besti erlendi leikmaðurinn sem leik- ið hefur á Bretlandseyjum, gæti spjarað sig með Newcastle í dag og til loka tímabilsins. Þetta tekur allt sinn tíma. Og ef Gullit getur þetta ekki fæ ég ámögulega séð hvers vegna Kólombíumaðurinn ætti að geta þetta.” Um kaupin á David Batty segir Hudson: „Keegan hefur örugglega frekar verið að kaupa hann sem happagrip en leikmann. Batty hefur orðið meistari með Leeds og Black- burn en hann mun ekki ná þriðja meistaratitlinum með Newcastle, þrátt fyrir að Keegan hafi gert mun betri kaup í Batty en Asprilla. -SK Alan Hudson gagnrýnir Keegan harðlega fyrir leikmannakaup.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.