Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1996, Page 39

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1996, Page 39
T^V LAUGARDAGUR 9. MARS 1996_______________________________________________________________________________ Friðarumleitanir í Mið-Austurlöndum í uppnámi eftir sprengjutilræði Hamas-samtakanna {útlöndr Morðtilræði með farsima Með íjórum sjálfsmorðsárásum á níu dögum hefur palestínskum öfga- mönnum tekist að hrófla heldur bet- ur við homsteini friðarumleitana í Mið-Austurlöndum, þ.e. samkomu- lagi um að ísraelar geti tryggt borg- urum sínum betra öryggi og stöðugt samfélag velmegunar í skiptum fyr- ir sjáifsákvörðunarrétt Palestínu- manna á eigin landsvæðum. Þessi einföldu skipti mörkuðu tímamót í samskiptum þjóða sem læstar voru í sjálfheldu yfir 100 ára blóðugra átaka þar sem tekist var á um hrjóstuga landskika þar sem ekki er talið að nein auðæfi liggi í jörðu en báðir gerðu sögulegt tilkali til. Fréttaljós á laugardegi En það er ekki aðeins ofannefnt samkomulag sem er i uppnámi held- ur og sjálfstraust ísraelsku þjóðar- innar. Með sjálfsmorðsárásum sín- um, sem kostað hafa 57 manns lífið, hafa skæruliðar Hamas-samtak- anna, öfgasinnaðra múslíma, að verulegu leyti náð markmiði stnu: að koma friðarumleitunum í upp- nám og sá fræjum tortyggni og sundrungar meðal ísraelsmanna sem aftur gæti þýtt að Simon Peres forsætisráðherra tapaði þingkosn- ingunum í maí og andstæðingar friðarsamninga við Palestínumenn kæmust til valda. Þvi skal ekki gleyma að æðsta markmið öfgasinn- aðra Palestínumanna er að tortíma Ísraelsríki, þeir vilja ekki frið og allra síst frið sem byggist á mála- miðlunum. a|i borgaranna osningamálið Þegar sprengjutilræði á sér stað spyrja allir ísraelar sjálfa sig: Hvar er fjölskylda mín? Þegar foreldrar þurfa að óttast um öryggi barna sinna í miðbæ stærstu borgar ísra- els skiptir allt annað afar litlu máli. Enda kom fram í kjölfar sprenging- anna að margir kjósendur telja ör- yggi borgaranna verða aðalkosn- ingamálið í vor. í sjálfsmorðstilræði Hamas-samtakanna fyrir utan verslunarmiðstöð í Tel Aviv fórust 12 manns og 120 særðust. Tals- menn Hamas segja tilræðin undanfarið vera hefnd fyrir morðið á aðalsprengjusérfræðingi þeirra, Yahya Ayyash, sem var myrtur í janúar síðastliðnum. Hafði sprengju verið komið fyrir í GSM-símanum hans. Voru forráðamenn Hamas sannfærðir um að ísraelska leyniþjónustan hefði verið þar að verki. Símamyndir Reuter Friðarumleitanirnar hafa gefið ísraelum tækifæri til velmegunar og stöðugleika, til að byggja upp hefðbundið nútímaþjóðfélag. Síðast- liðin fimm ár hafa verið ár stöðugs hagvaxtar. Viðskiptahindranir af hálfu annarra ríkja hafa hrunið og æ fleiri tekið upp stjórnmálasam- band. Með endalokum kalda striðsins þornaði aðalvopnalind arabaríkj- anna sem umlykja ísrael, Sovétrík- in og bandamenn þeirra. Er talið að sú þróun hafi haft þau áhrif að Palestínumenn fengust að samn- ingaborðinu. Gerð friðarsamninga hefur verið hæg og margir ísraelar hafa haft efasemdir. En flestir töldu að ekki yrði við snúið og voru reiðubúnir að styðja Verkamanna- flokk Simonar Peresar í þingkosn- ingunum í maí næstkomandi. En snarbætt lífsskilyrði og há- Tilræðin hafa kallað á mótmælaaðgerðir andstæðinga Peresar sem vilja af- sögn hans og eru á móti friðarsamningum við Palestínumenn. Peres berst nú fyrir pólitísku lífi sínu BARATTAN GEGN HAMAS-SAMTOKUNUM Eftir röð sprengjutilræða í ísrael skipaði Yasser Arafat, forseti Palestínu, lögreglu að ráðast Inn í múslímska háskólann á Gazasvæðinu, eitt helsta vígi hinna herskáu Hamas-samtaka, í leit að meintum félögum í Hamas og vopnum. Sl- Hebron ísraelar loka múslímskum skóla og gefa út skipanir um lokun fjögurra annarra stofnana Y Damaskus E 'rland Gazasvæðið / Tel Aviv ,® i t.Vestur- •'bakkinn Jerúsalem Palestínsk lögregla ræðst inn í músflmska haskoian'- EGYPTALAND 40 km V.® I ^auiahal JÓRDANÍA STAÐREYNDIR UM HAMAS-SAMTÖKIN JJ^ Stofnuð: 1987 Stofnandi: Sheikh Ahmed Yassin Hernaðararmur: Izz al-Qassam- sveitimar, sem talið er að samanstandi af nokkrum tugum valinna skæruliða. J^fStuðningur: Frá allt að 300 þúsund Palestínumönnum á Vesturbakkanum J^Fjármögnun: Styrkir frá stuðningshópum erlendis SÍÐUSTU TILR/EÐI 25. feb: 26 drepnir í sjálfsmorðsárásum ií_ í Jerúsalem og Ashkelon. ^ 26. feb: Kona drepin þegar bíl er ekið á biðröð á strætisvagnastöð ^ 3. mars: Sjálfsmorðsskæruliði drepur 18 manns í strætisvagni í Jgfúsalgm ^ 4. mars: Sjálfsmorðs- skæruliði drepur 13 fyrir utan yfirfulla verslunarmiðstöð ÍTel Aviv REUTER tíöahöld við undirskrift friðarsamn- inga verða hjákátleg þegar almenn- ingi finnst öryggi sínu ógnað. Þannig bendir einn gyðingur á mót- sögnina sem felst í batnandi lífsskil- yrðum, friði við nágrannaþjóðirnar en að um leið sé öryggi einstakling- anna í lágmarki. Hiyðjuverk á báða bóga í 48 ára sögu sjálfstæðs ríkis hafa ísraelsmenn háð sex styrjaldir og hafa þurft að takast á við hryðju- verk um áratugaskeið. En ísraelar hafa ekki þurft að takast á við hrinu hryðjuverka innan landamæranna eins og þá sem dunið hefur yfir síð- ustu vikur, ekki síðan skæruliðar gyðinga beittu sprengjutilræðum í baráttu gegn Bretum og aröbum og sprengjutilræði í kvikmyndahúsum og á mörkuðum voru tíð. Áður en lengra er haldið er rétt að geta þess að margir telja að ísra- elár geti sjálfum sér um kennt með framkomu sinni gagnvart Palestínu- mönnum á herteknu svæðunum á undanfórnum árum. Hendur þeirra séu blóði drifnar. Þar hafi áratuga herseta og skipuleg hryðjuverk ísra- elskra her- og lögreglusveita, sem ísralear sjálfir túlka sem fullkom- lega lögmætar aðgerðir, þjappað óvinum ísraela saman í hatri og séð samtökum eins og Hamas fyrir næg- um liðsstyrk. Meðan flest vestræn ríki hafa tek- iö málstað Israela hafa þau að sama skapi átt erfitt með aö sýna málstað Palestínumanna, sem dreymir um sjálfstætt ríki, samúð. Það þurfti 20 ára hersetu ísraela og uppreisn Pal- estínumanna 1987-1990 til að sann- færa vestræn ríki um að Frelsis- hreyfmg Palestínumanna, PLO, ætti sér líka málstað. Sprengja í farsíma Hamas-samtökunum hefur vaxið fiskur um hrygg og hafa þau löng- um valdið ráðamönnum í ísrael áhyggjum. Því þurfti það ekki að koma á óvart þegar aðalsprengju- sérfræðingur Hamas, Yahyá Ayyash, var myrtur í janúar síðast- liðnum. Hafði sprengju verið komið fyrir í GSM-símanum hans. Voru forráðamenn Hamas sannfærðir um að ísraelska leyniþjónustan hefði verið þar að verki. Segja þeir sprengjutilræðin undanfarið vera hefnd fyrir morðið á Ayyash. Vonir Peresar að engu? En hvernig sem á verk stríðandi aöila er litið eru sjálfsmorðstilræði síðustu vikna og gífurlegt mannfall- ið staðreynd sem valdið hefur ótta og skelfingu meðal almennings í ísrael. Og þar þykir tímasetningin skipta máli. Tilræðin eiga sér stað fáum mánuðum eftir morðið á Itz- hak Rabin forsætisráðherra sem leiddi ísraela í friðarsamingunum. Og tilræðin eiga sér stað á þeim tíma sem Simon Peres, eftirmaður Rabins, er að skipuleggja kosn- ingabaráttu sína í von um að tolla í stóli forsætisráðherra eftir kosning- ar. Þannig telja sumir að það hafi ekki einungis verið lík fórnar- lambanna sem voru grafin á dögun- Tilganginum náð. Hamas-samtökin hafa valdið örvilnan og ótta meðal almennings í ísrael sem hugsar um það eitt að öryggi þeirra sé borgið frá dcgi til dags. Er spáð að öryggi borgaranna verði eitt aðalkosninga- málið í þingkosningunum í maí. um heldur og vonir Peresar um ný Mið-Austurlönd, Palestínskt ríki Yassers Arafats og nýja ríkisstjóm V erkamannaflokks ins. Tilraun til að afla fylgis Peres naut tilfinningasveiflu meðal kjósenda í skoðanakönnun- um eftir morðið á Rabin en í kjölfar sprengjutilræðanna á dögunum hvarf 9 prósentustiga forskot hans á Likud-bandalagið. í von um að vinna aftur tapað fylgi og traust óá- kveðinna kjósenda hefur Peres boð- að aðgerðir gegn Hamas-samtök- unum þar sem öll meðul verða leyfð og hvetur hann Arafat til hins sama. Hætta er á að farið veröi meö sjálfstjórnarsvæði Palestínumanna eins og annað Líbanon þar sem ísra- elskar hersveitir fara um að vild og haga sér að vild. Almenningur vill hefhd og virðist ætla að fá hana. Peres hefur lokað landamærunum á sjálfsstjórnarsvæðunum og kosn- ingastjórar hans munu væntanlega ráðleggja honum að halda þeim lok- uðum fram yfir kjördag. Hamas-samtökin hafa sett fram kröfur um að gengið verði að vopna- hlésskilyrðum þeirra og félagar samtakanna, sem eru í haldi ísra- ela, verði látnir lausir. Að öðrum kosti haldi tilræðin áfram. ísraelar hafa þegar hafnað tilboði Hamas um vopnahlé og því má allt eins eiga von á frekari tilræðum. Reuter/Int. Herald Tribune /The Economist

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.