Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1996, Qupperneq 45

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1996, Qupperneq 45
LAUGARDAGUR 9. MARS 1996 m Bjarni Einarsson að setja 44 tomma dekk á 17 tomma breiðar felgur undir Toyota LandCruiser. Hér stillir Bjarni tveggja geisla Piia kastara á hjálparsveitarbíl. 38 tomma breyting kostar frá 600 þúsund krónum: Jeppanum breytt í fjallabíl Handtökin eru mörg og nú er það lokafrágangur á ísetningu á milli- kæli. DV-mynd BG „Við breytum öllum gerðum af jeppum, ekki bara Toyota, til dæm- is Nissan og Ford en fyrst og fremst Toyota. Algengast er að verið sé að lyfta bílunum upp, setja lægri drif í þá, breyta fjörðun og brettunum og setja brettakanta. Fyrst og fremst er verið að hugsa um að koma stærri hjólum undir bílana," segir Freyr Jónsson tæknifræðingur sem vinn- ur hjá P. Samúelsson. Þar er hægt að láta breyta jeppanum ef mann langar að gera hann betri í ófærð eða til að fara á fjöll eins og nýtur sífellt meiri vinsælda hér á landi. „Menn eru bæði að hugsa um að komast meira í ófærð úti á landi og til að fara í fjallaferðir og jöklaferð- ir. Það er feikinóg að gera í þessum breytingum hjá okkur.“ Freyr sagði að hægt væri að fara ódýrar leiðir við að gera bílana að fjallabílum en einnig væri hægt að eyða milljónum í það. „Ódýrast er að láta breyta Toyota double cab hjá okkur, það er allt til í hann hérna og hann er mjög vin- sæll. Þrjátíu og átta tommu breyt- ing, sem er mjög algeng fyrir þá sem eru að fara á fjöll, tekur svona um það bil viku og kostar frá 600 þús- undum með sérskoðun og öllu sam- an. Síðan er endalaust hægt að bæta á, kösturum og alls konar dóti.“ Að sögn Freys er algengt að það séu eigendur einkabíla sem láta breyta bílunum sínum. Hann sagði að margir væru laghentir og gerðu þetta sjálfir, þeir leituðu oft ráðlegg- inga hjá þeim sem vinna við breyt- ingar. Þeir sem væru í ferðaþjónust- unni væru mikið að láta breyta bíl- um fyrir sig. Þetta væru þeir sem færu með útlendinga upp á hálend- ið. Freyr sagði að fjórir menn ynnu að jafnaði við breytingarnar. „Núna erum við með Toyota extra cab héma inni, við erum líka með bíl frá Hjálparsveit skáta, við breytum mikið bílum fyrir hjálpar- sveitirnar." Freyr sagði að stöðugt væri að aukast að menn létu breyta bílun- um sínum en að vísu hefði veturinn í vetur ekki verið hagstæður fyrir þá sem eru mikið í vetrarferðum þar sem snjóinn hefði vantað. „Við vinnum líka mikið fyrir veitustofnanir, Rafmagnsveituna og Landsvirkjun, einnig Vegagerðina," sagði Freyr Jónsson. -ÞK
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.