Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1996, Qupperneq 64

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1996, Qupperneq 64
Alla laugardaga Vertu viðhúinln) vinningit a SgG)0'0® KIN FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEMALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvért fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið i hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 LAUGARDAGUR 9. MARS 1996 Dæmdur fýrir kynferðisáreitni Máli Heiðars Jónssonar snyrtis lauk hjá Héraðsdómi Norðurlands í gær en þar var hann dæmdur til 30 daga skilorðsbundinnar fangelsis- —-~l'efsingar. Hann var sakfelldur „fyr- ir kynferðisbrot gagnvart 18 ára ungmenni", m.a. með því að hafa sært blygðunarsemi þess. Heiðar er jafnframt dæmdur til að greiða piltinum 70 þúsund krón- ur í miskabætur og 30 þúsund krón- ur vegna lögmannsþóknunar. Að öðru leyti ber hann 130 þúsund króna málskostnað. Málið tók til atburðar sem átti sér stað á gistiheimili á Akureyri í sept- ember 1995. Félagsmálastjóri á Akureyri sagði m.a. fyrir dómi að samkvæmt persónuleikaprófi hefði pilturinn orðið fyrir áreitni sem hefði valdið honum alvarlegri and- legri vanlíðan. Sálfræðingur, sem *■--kom fyrir dóminn, gerði hins vegar athugasemdir við persónuleikapróf- ið og lét þá skoðun sina í ljós að ef eingöngu væri litið til prófsins mætti ætla að pilturinn hefði verið að ýkja vanlíðan sína og eftir atvik- um að gera sér upp veikindi. Ólafur Ólafsson, héraðsdómari á Norðurlandi eystra, kvað upp dóm- inn. -Ótt Tveir út af á Mikladal Tveir bílar lentu út af veginum á Mikladal við Patreksfjörð í fyrra- dag. Annar bíllinn valt og voru fimm manns 1 honum. Voru allir fluttir á heilsugæslustöð en meiðsli reyndust ekki alvarleg. Enginn þeirra var í bílbelti. Einn maður var í hinum bílnum en sakaði ekki. Að sögn lögreglu mun ástæðan hefa verið sú að mikið snjóaði um þetta leyti. Báðir bilarnir eru tals- vert mikð skemmdir. -ÞK Ókeypis heimsending 1 NSK KÚLULEGUR Poulsen Suðurlandsbraut 10. S. 568 6499 ( 1 f PETTA ER HLUTA-\ FÉLAG SEM SEGIR ) v" J 4 1 L O K 1 Framkvæmdastjóri sem hafði verið beðinn um að víkja safnaði liði og sneri aftur: Á annan tug manna réðst til inngöngu á Bohem - dyraverðir fengu kjaftshögg og rekstraraðilar hraktir í burtu - opna annars staðar Á annan tug manna ruddist til inngöngu á veitingastaðinn Café Bohem á fimmtudagskvöld og kom til mikilla slagsmála þar sem dyra- verðir urðu að lúta í lægra haldi fyrir framkvæmdastjóra, sem hafði verið beðinn um að halda sig frá rekstrinum, og mönnunum sem hann hafði safnað saman. Ástæður deilnanna eru ósamlyndi í rekstri. Dan Morgan, kanadískur rekstraraðili staðarins, og menn sem standa á bak við hann hyggj- ast í kjölfar atburðarins og árásar- innar opna nýjan skemmtistað þar sem léttklæddar stúlkur munu dansa fyrir gesti. Tildrög innrásarinnar á fimmtudagskvöldið voru þau að Guðjón Sverrisson, framkvæmda- stjóri og stjómarformaður Bohem, hafði á sunnudag verið beðinn um að halda sig frá starfsemi Bohem vegna óánægju annarra hluthafa með störf hans. Hann kom aftur á fimmtudag. „Ég gerði hluti þarna sem þurfti að gera,“ sagði Guðjón við DV í gær. Richard Rowlinsson dyravörður fékk þrjú kjaftshögg um kvöldið. „Þetta byrjaði á því að tveir pilt- ar frá annarri krá komu og sögð- ust eiga að hjálpa okkur við dyra- vörsluna. Við báðum þá að fara, sem þeir og gerðu. Klukkutíma síðar kom Guðjón og hópur manna með honum. Ég fékk þrjú högg. Ég kallaði á Dan og bað hann að hjálpa mér en við ákváð- um að berjast ekki á móti 15 hraustum mönnum. Síðan var kallað á lögregluna," sagði Ric- hard. „Þetta var eins og á orrustu- velli,“ sagði einn viðmælenda DV sem var á staðnum. „Þetta var enginn hamagang- ur,“ sagði Guðjón, aðspurður um slagsmálin. „Þetta er bara einka- mál og ekki útkljáð enn þá. Það verður að ráðast á hluthafafundi. Ég er stjómarformaður og aðal- framkvæmdastjóri og gerði hluti Dan Morgan, sitjandi, segist ætla að opna nýjan skemmtistað með léttklæddum sýningarstúlkum í miðborg Reykja- vikur. Hann taldi sig reyndar búinn að finna húsnæði í gærkvöldi. Með honum á myndinni eru f.v. sýningarstúlkurn- ar Nancy og Patricia frá Montreal og dyraverðirnir Richard Roowlinsson og Sigurður Adolf Alfreðsson. DV-mynd BG þarna sem þurfti að gera. Fjölmiðl- um kemur það ekki við en staður- inn mun hins vegar halda áfram eins og verið hefur,“ sagði Guðjón. Það sem eftir lifði fimmtudags- kvöldsins stjórnaði Guðjón og hans fólk starfsemi staðarins. Dan Morgan segist ætla að opna „annan klúbb“ í miðbæ Reykjavík- ur eftir um viku: „Meirihluti hluthafa vildi fá Guðjón út úr rekstrinum vegna þess að hann hefur ekki staðið að fjármálum staðarins eins og skyldi," sagði Dan í samtali við DV. „Guðjón hefur ekki haldið gögnum til haga og tekið meiri peninga fyrir sjálfan sig en hófi gegnir gagnvart öðrum hluthöfum og yfirvöldum. Hann hefur líka haldið sýningarstúlkum lengur en þær hafa haft leyfi fyrir. Mér finnst þessi framkoma á fimmtu- dagskvöldið mjög slæm en hún sýnir hvemig vinnubrögð Guðjón viðhefur." -Ótt Amfetamínsmygl: 18 mánaða fangelsi 37 ára Reykvíkingur, Emil Jó- hannsson, hefur verið dæmdur í 18 mánaða fangelsi fyrir að hafa ætlað að smygla 250 grömmum af am- fetamíni, að miklu leyti i smokkum í iðrum sínum en einnig innan- klæða, til íslands síðastliðið sumar. Lögreglan í Danmörku hafði af- skipti af Emil en hluti af smokkun- um sprakk í iðrum hans með þeim afleiðingum að hann þurfti að dvelja á sjúkrahúsi í Kaupmanna- höfn. Emil var sendur heim til Islands eftir að lögreglan í Danmörku hafði fundið efnin og hann hafði dvalist á sjúkrahúsi ytra. -Ótt Veðrið á sunnudag og mánudag: Sunnudagur Mánudagur Á mánudaginn verður hvöss sunnan- og suðvestanátt og él en að mestu þurrt norðaustanlands. Hiti verður 0 til 4 stig. Veðrið í dag er á bls. 69
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.