Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1996, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1996, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 26. APRÍL 1996 Fréttir___________________________________________________________________________________x>v Hluti komugjalda á Heilsugæslustöð HafnarQarðar notaður til utanlandsferða: Starfsfólkið í Parísar- ferð á kostnað sjúklinga - ekki það sem ráðuneytið telur æskilegt að eyða sjóðnum í - segir heilbrigðisráðuneytið „Brögð eru að því að heilsugæslu- stöðvar noti 10% af svokölluðu komugjaldi sjúklinga sem þangað leita til þess að kosta skemmtiferðir starfsfólks stöðvanna m.a. til út- landa. Þannig fór um helmingúr starfsfólks heilsugæslustöðvarinnar í Hafnarfirði utan til Parísarborgar nú í gærmorgun. Síðari helmingur starfsfólksins fer í sams konar utanferð í maímán- uði og samkvæmt þeirri málnotkun sem tíðkast innan heilsugæslustöðv- arinnar í Hafnarflrði kallast ferðir þessar „vlsindaferðir". „Þeir verða að svara fyrir þetta sjálfír á heilsugæslustöðinni, ráðu- neytið gerir það alls ekki og þetta er ekki það sem ráðuneytið telur æski- legt að eyða sjóðnum í,“ segir Emma Marinósdóttir, fulltrúi í heU- brigðisráðuneytinu. Samkvæmt upplýsingum heil- brigðisráðuneytisins er komugjald sjúklinga á heUsugæslustöðvar 700 krónur fyrir fuUorðna, en 300 krón- ur fyrir börn og lífeyrisþega. Komu- gjöldin skoðast sem sértekjur stöðv- anna og renna upp í rekstrarkostn- að þeirra og dragast frá framlögum ríkissjóðs á fjárlögum. HeimUt er að hver heUsugæslustöð taki 10% af komugjöldunum og setji í sérstakan sjóð, Tíundarsjóð, en hver stöð má setja eigin reglur um notkun hans sem ráðherra þarf síðan að sam- þykkja. Tíundarsjóðirnir erU hugs- aðir sérstaklega tU þess að kosta endurmenntun starfsfólks og til tækjakaupa. „Við höfum heyrt dæmi um að þetta fé hafi ekki verið nýtt á örfá- um stöðum á þann hátt sem við telj- um eðlilegt," segir Emma Marinós- dóttir við DV. Vegna þessa hefði hún kaUað eftir upplýsingum um notkun Tíundarsjóðsins frá heUsu- gæslustöðvunum og í framhcddinu verður tekin ákvörðun um hvað gert verði við sjóðina í framtíðinni. Emma segir nokkuð mismunandi hvernig stöðvarnar hafa nýtt fé úr Tíundarsjóðunum, sumar hafi ein- ungis nýtt þá til tækjakaupa og aðr- ir til tækjakaupa og endurmenntun- ar- og rannsóknaverkefna og enn aðrar stöðvar hafi aUs ekki notað þá. -SÁ Stuttar fréttir „Fullkom- Guðrún Pétursdóttir varð í gær fyrst forsetaframbjóðenda tii að opna kosningaskrifstofu. Fjöldi fólks lagði leið sína til að hitta frambjóð- andann að máli í gær. Skrifstofa Guðrúnar er að Pósthússtræti 8. DV-mynd GS Kennarar deila Kennarasambandið og ríkið greinir á um réttarstöðu starfs- fólks fræðsluskrifstofa við flutning grunnskólans til sveit- arfélaganna. Samkvæmt RÚV er útlit fyrir að deilunni verði vísað til dómstóla. Vinnslustöðvargróði Vinnslustöðin í Vestmanna- eyjum hagnaðist um 80 millj- ónir fyrstu 6 mánuði rekstrar- árs fyrirtækisins, þ.e. frá sept- ember 1995 tU loka febrúar í ár. Keypt í Samskipum Eignarhaldsfélagið Sund, Hekla og fleiri fjárfestar hafa keypt 15,55% hlut í Samskipum af G. Jóhannssyni hf., sem er í eigu Gunnars og Garðars Jó- hannssona, og eignarhaldsfélag- inu Skipi, sem er í eigu Hofs, móðurfyrirtækis Hagkaups. Hlúa að öryggi barna Herdís Storgaard, Einar Gunnlaugsson og Mótorsmiöjan fengu í gær viðurkenningar fyr- ir framiag í þágu öryggis bama. Barnabókaverðlaun Barnabókaverðlaun Skóla- málaráðs Reykjavíkur voru af- hent siöasta vetrardag. Verð- launin fengu Magnea frá Kleif- um fyrir bókina Sossa litla skessa og Hólmfríður K. Gunn- arsdóttir fyrir þýðingu á Herra Zippó og þjófótti skjórann. Hæli lagt niður Kostnaður við að leggja Kópavogshæli formlega niður er ekki undir 400-500 milljónum króna, skv. Ríkissjónvarpinu. Björgólfur tekur við Stjóm ÚA hefur ákveðið að Björgólfur Jóhannsson gegni stöðu framkvæmdastjóra fyrst um sinn í stað Gunnars Ragn- ars. Arður af Granda Hluthafar Granda fengu greiddann 10% arð á aðalfundi í fyrradag, alls 119 milljónir. Samþykkt var að auka hlutafé um 150 milljónir en Grandi hagnaðist um 223 milijónir á síðasta ári. -bjb Landsmenn fögnuðu sumarkomunni í gær í blíðviðri víðast hvar, sér í lagi á suðvesturhorninu. í höfuðborginni var farið í skrúðgöngur í flestum hverf- anna með skáta í broddi fylkingar. Næst tóku við skátamessur og eftir þær skemmtidagskrár í félagsmiðstöðvunum og nokkrum leikskólum. Þátttaka var góð eins og sjá má á myndinni sem tekin var í Hóimaseli í Breiðholti. Unga kynslóðin var máluð í framan í sumarlitunum og ekki þótti verra að hafa íslenska fánann í andlitinu. DV-mynd GS lega heimilt" Það er hluti starfsfólksins úti í París, ekki helmingur, þverfaglegur hópur í námsferð sem fór utan í gær,“ segir Kristín Pálsdóttir, fram- kvæmdastjóri heilsugæslustöðvar- innar í Hafnarflrði. Kristín staðfestir að ferð starfs- fólksins sé kostuð af Tíundarsjóði og sé það í samræmi við reglur stöðvarinnar um notkun hans. Ásamt Hafnfirðingunum sé líka úti í París hópur frá heilsugæslustöð- inni í Kópavogi. Fólkið fari í gegn um heilmikið prógramm sem inni- haldi fjögur þemaatriði. Kristín var spurð um athuga- semdir ráðuneytisins við ferðir af þessu tagi. „Það er ráðuneytisins að túlka það. Það er heimild fyrir þessu og það er heimild í Kópavogi og það hafa margar stöðvar farið svona ferðir.“ -SÁ Þú getur svaraö þessari spurningu meö því að hringja í síma 904-1600. 39,90 kr. mínútan. Já Jj Nei _2_j ,r ö d d FOLKSIN 904-1600 Er nægjanleg samkeppni á bensínmarkaðinum? Skafmiðaskemmtun með DV, Lego og Kjörís: Skafmiði fylgir hverju eintaki DV á morgun DV, Lego og Kjörís standa fyrir Lego-leik og fylgir skafmiði með hverju helgarblaði DV á morgun. Þetta er í fyrsta skipti sem skafmið- um er dreift til allra, kaupenda blaðsins. Skafmiðar fylgja einnig í kössum af íspinnum og hlunkum frá Kjörís. Vinningar í Legoleiknum eru hvorki meira né minna en 8020. Þeir eru tvær ferðir til Legolands fyrir tvo, 18 Pro Style fjallahjól, 2000 Lego smáöskjur að verðmæti 290 krónur og 6000 miðar á tvo græna hlúnka. Þeir sem ekki fá vinning geta sent skafmiðann inn á Bylgjuna þar sem dregið verður úr innsendum miðum um fjölda aukavinninga 14. júní og 10. október 1996 og 13. mars 1997. Aukavinningar eru Pro Style fjalla- hjól frá Hagkaup, Lego-öskjur og fleira. Legoland er skemmtigarður á Jót- landi í Danmörku sem var opnað árið 1968. í þar er m.a. stórt brúðu- safn með um það bil fimmtíu dúkkuhúsum og fjögur hundruð antik brúðum. Þá eru þar líkön úr legokubbum af ýmsum mannvirkj- um og stöðum. Hægt er að fá öku- skírteini, fljúga og vera kúreki sama daginn. Loks er Villta vestrið, með lögreglustjóra, indíánum og kúrekum, þar sem krakkarnir geta grafið eftir gulli. -em jy ^ 'in mj SKAFMIÐAI SKEMMTU N P /® ft - Ftírd lil LEGOLANDS "Tí* = Pro Style fjaltahjól B □ □ ■= LEGO askja <25 = Tvelr grænlr Hlunkar 2 Fpf* Kt L-:vXX/.Ni:,'í íyx 2 18 fto Sve H KAC8CAUP 2.000 .fGO ILXL' 6.000 Tveý ffiunwr 8.020 VINNINGAR Hvalíj ar ðargöngin: Dýpra niður á berg DV, Akranesi: Dýpra reyndist niður á berg und- ir mýrlendi sunnan Hvalflarðar en verktakar gerðu ráð fyrir í áætlun- um sínum. Þetta verður til þess að vegrennan að gangamunnanum sunnanverðum verður ögn lengri en áætlað var. Vinnuflokkurinn við nyrðri gangamunnann verður því fyrri til að hefla sprengingar en sá sem vinnur að sunnanverðu. Það er öf- ugt við það sem áætlað var. Þessa dagana er verið að flytja starfsemi á vegum Istaks að göng- unum svo og skrifstofur. 45 manna vinnuflokkur mun vinna við göngin beggja vegna flarðarins á vegum verktakanna. -Dó Manni bjarg- aö af þaki Slökkvilið og lögreglan björguðu á miðvikudagskvöldið sjúklingi af þaki Landspítaians. Var mikill við- búnaður um tíma vegna málsins sem þó lauk giftusamlega. DV-mynd S

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.