Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1996, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1996, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 26. APRÍL 1996 FÖSTUDAGUR 26. APRÍL 1996 35 Iþróttir íþróttir Knattspyrna: Gl byrjar vel í Færeyjum Lið GÍ frá Götu, undir stjórn Páls Guðlaugssonar, hefur byrj- að knattspymutímabilið í Fær- eyjum mjög vel. GÍ hefur unnið alla fimm leiki sina í riðlakeppni bikarkeppninnar með miklum yfirburðum og skorað 25 mörk gegn tveimur. GÍ hefur orðið meistari þrjú undanfarin ár og liðinu er spáð titlinum í sumar en deildakeppnin í Færeyjum hefst um helgina. Undankeppni UM: Makedónía vann fyrsta leikinn Makedónía sigraði Liechten- stein, 3-0, í fyrsta leiknum í 8. riðli undankeppni HM þegar þjóðirnar mættust í Skopje í Makedóníu í fyrrakvöld. Saso Milosevski, Boban Babunski og Srdjan Zaharievski skoruðu mörkin. Makedónía hafði tals- verða yfirburði í leiknum en lið- ið mætir íslandi á Laugardals- vellinum 1. júní. Gústaf Björns- son, aðstoðarmaður Loga Ólafs- sonar landsliðsþjálfara, var á meðal áhorfenda í Skopje. Grikkland vann Slóveníu, 2-0, 1 1. riðli í Aþenu með mörkum frá Daniel Batista og Demis Nikolaides. Júgóslavía vann Færeyjar, 3-1, í 6. riðli í Belgrad. Snilling- urinn Dejan Savicevic frá AC Milan skoraði tvö markanna og Savo Milosevic frá Aston Villa eitt en John Petersen minnkaði muninn fyrir Færeyinga. Sigurmark frá Asprilla Faustino Asprilla tryggði Kól- umbíu 1-0 sigur á Paraguay í undankeppni HM í Suður-Amer- íku sem hófst í fyrrakvöld. Argentína vann Bólivíu 3-1 í Buenos Aires og skoraði Ariel Ortega tvö markanna og Gabriel Batistuta eitt. Uruguay vann Venezuela, 0-2, i Caracas með mörkum frá Otero og Poyet en Daniel Fonseca hjá Uruguay var rekinn af velli. Vináttuleikir: Þýskur sigur í Rotterdam Þjóðveijar unnu sætan sigur á Hollendingum, 0-1, í vináttu- landsleik sem fram fór í Rotter- dam í fyrrakvöld. Júrgen Klins- mann skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu á 17. mínútu. England og Króatía gerðu 0-0 jafntefli á Wembley í leik sem olli miklum vonbrigðum. Steve McManaman átti stangarskot og tvö mörk voru dæmd af enska liðinu. Úrslit í öðrum vináttulands- leikjum í fyrrakvöld: Rúmenla-Georgía.........5-0 Bosnía-Albanía .........0-0 Tðkkland-írland.........2-0 Slóvakía-Búlgaría .... 0-0 Ungverjaland-Austurríki.0-2 Danmörk-Skotland........2-0 Belgia-Rússland.........0-0 Noregur-Spánn ..........0-0 Norður-Írland-Svíþjóð...1-2 Sviss-Wales.............2-0 Þá unnu heimsmeistarar Bras- ilíu sigur á Afríkumeisturum Suður-Afriku, 2-3, frammi fyrir 80 þúsund áhorfendum í Jóhann- esarborg. Phil Masinga og Doct- or Khumalo komu heimamönn- um i 2-0 en Flavio Conceicao, Rivaldo og Bebeto svöruðu fyrir Brasilíu í seiimi hálileik. Jafntefli í Hamborg Hamburger SV og Bayer Leverkusen gerðu jafntefli, 2-2, í þýsku 1. deildinni í knattspymu í fyrrakvöld. -VS Logi Ólafsson, landsliðsþjálfari í knattspyrnu: „Verðum að halda okkur á jörðinni” ísland vann auðveldan sigur á Eistlendingum, 3-0, í vináttulands- leik sem fram fór í Tallinn í fyrra- dag. Bjarki Gunnlaugsson skoraði öll þrjú mörk íslands á aðeins 24 mín- útna kafla í fyrri hálfleik og varð með því sjötti knattspyrnumaður- inn sem skorar 3 mörk eða fleiri í A-landsleik íslands frá upphafi. Enginn hefur verið jafnfljótur og hann að ná þrennunni eftirsóttu. ísland hafði talsverða yfirburði og hefði hæglega getað bætt við fleiri mörkum í síðari hálfleik. Eið- ur Smári Guðjohnsen kom þá inn á sem varamaður fyrir föður sinn, Arnór Guðjohnsen, og hefði með smá heppni getað skorað tvö til þrjú mörk í sínum fyrsta landsleik. Lofar góðu fyrir leikinn gegn Makedóníu „Ég get ekki sagt annað en að þetta lofi góðu fyrir Makedóníuleik- inn. Það var mjög þýðingarmikið að sigra í þessum leik og fyrir hópinn að hittast. Þar sem þetta var síðasta verkefnið fyrir leikinn gegn Makedóníu þá var mjög gott að hlut- irnir tókst vel og menn eru stað- ráðnir í að leggja sig fram í þetta sem framundan er,” sagði Logi Ólafsson við DV. Feðgarnir í sama liði í Tallinn: Innáskiptingin setti fræðingana í vanda Logi Ólafsson, landsliðsþjálfari í knattspyrnu, setti „staðreyndafræð- inga“ knattspyrnunnar í mikinn vanda með því að taka Arnór Guðjohnsen útaf í landsleik Eist- lands og íslands í fyrradag og setja son hans, Eið Smára, inná í staðinn. Beðið hafði verið eftir því með eftirvæntingu víða hvort . þeir myndu leika saman með landslið- inu en það hefði verið heimsmet. Ray Spiller, talsmaður „Samtaka staðreyndafræðinga í knattspyrnu," sagði í samtali við Reuters frétta- Guðni varð númer tvö hjá Bolton Guðni Bergsson, landsliðsfyrir- liði í knattspyrnu, varð annar í kjöri á leikmanni ársins hjá enska úrvalsdeildarliðinu Bolton sem kynnt var á dögunum. Sasa Curcic, miðjumaðurinn snjalli, var valinn leikmaður ársins en þriðji varð markvörðurinn Keith Branagan. Lítill munur var á þrem- ur efstu í kjörinu. -VS stofuna i gær: „Við erum ekki viss- ir um hvernig við eigum að flokka þetta. Þeir léku í sama liði en ekki saman, þannig að þeir settu met að einu leyti en ekki öðru. Ég vona bara að þeir leiki saman í næsta landsleik íslands." Einnig er vitnað í talsmann (konu) hjá Knattspyrnusambandi ís- lands, sem sagði við Reuter: „Arnór faðmaði son sinn og kyssti hann og óskaði honum góðs gengis. Þeir voru ánægðir en fjölmiðlarnir voru ekki sérlega hrifnir." -VS Eistland-lsland (0-3) 0-3 0-1 Bjarki Gunnlaugsson (6.) eftir laglegan einleik í gegnum vörn Eist- lands. 0-2 Bjarki Gunnlaugsson (20.) eftir langt innkast frá Rúnari Kristinssyni og skalla frá Ólafi Adolfssyni. 0-3 Bjarki Gunnlaugsson (30.) eftir góða sendingu frá Arnóri Guðjohn- sen. Lið íslands: Birkir Kristinsson (Kristján Finnbogason 69.) - Lárus Orri Sigurðsson, Ólafur Adolfsson, Guðni Bergsson (Sigursteinn Gísla- son 77.), Rúnar Kristinsson - Sigurð- ur Jónsson (Hlynur Stefánsson 77.), Ólafur Þórðarson, Eyjólfur Sverris- son, Arnar Grétarsson, Bjarki Gunn- laugsson (Þóröur Guðjónsson 46.) - Arnór Guðjohnsen (Eiður Smári Guðjohnsen 62.) Mikil þátttaka var á opnum golfmótum sem fram fóru á Grafarholtsvelli og í Hvaleyrinni f gær enda lék veðrið við kylfinga. Hjá Keili, þar sem myndin var tekin í gær, var afmælismót og voru keppendur 167 talsins. Sigurvegari var Guðlaugur Gíslason, GK, með 37 punkta, Borgar H. Árnason, GK, varð annar með 37 p. og Jón H. Bergsson, GKG, þriðji með 36 p. í Grafarholti voru keppendur 200. Sigurvegari án forgjafar varð Bjarni Jónsson á 77 höggum, Þorkell Snorri Sigurðsson varð annar á 78 og Ofeigur J. Guðjónsson þriðji á 78 en Þorkell hafði betur í bráðabana. DV-mynd GS „Við verðum samt að halda okk- ur á jörðinni og þó svo að við vitum að þetta hafi ekki verið svo merki- legur sigur í íþróttasögunni þá er þessi sigur þýðingarmikill fyrir okkur upp á alla vinnu sem framundan er, Það sem er jákvætt er að þrátt fyrir að andstæðingurinn sé ekki hátt skrifaður eru menn að vinna saman sem lið. Það er mjög jákvætt að liðið er að skapa sér fullt af fær- um til að skora mörk og við erum ekki að fá á okkur mark. Þessir hlutir sem við höfum verið að vinna með á þessum stutta tíma komu í ljós að einhverju leyti og við verð- um bara að halda áfram á þeirri braut,” sagði Logi. „Lið sem vinnur ekki návígin vinnur ekki leikinn," sagði Teitur Þórðarson, þjálfari Eistlendinga, við Reuter ' -GH/VS Söguleg stund í Tallinn f fyrradag - Arnór Guðjohnsen fer af velli og son- ur hans, Eiður Smári Guðjohnsen, kemur inn á sem varamaður. Þeir náðu ekki að leika saman á miðviku- daginn en voru þó alla vega í sama liðinu. Símamynd Reuter Matthias þjálfar ÍR Matthías Matthíasson verður næsti þjálfari ÍR í handknattleik og tekur hann við starfi Eyjólfs Braga- sonar. Matthías, sem undanfarin þrjú ár hefur verið í Nor- egi þar sem hann hefur leikið með Elverum ásamt því að stunda nám, er fæddur og uppalinn ÍR-ingur og lék með liðinu áður enn hann fór tO Noregs. „Það er ekkert nema gott um þetta að segja. Ég er mjög spenntur að fá að takast á við þetta verkefni og er óbanginn við það. Ég veit að það er góður efnivið- ur hjá ÍR og stefnan er að styrkja liðið fyrir átökin næsta vetur,” sagði Matthias við DV í gær. -GH Héðinn til Fredenbeck Héðinn Gilsson er á leið i atvinnumennskuna að nýju því hann hefur gert 2ja ára samning við þýska liðið Fredenbeck. „Ég er bara mjög ánægður að vera á leið til Þýska- lands aftur. Mér leist vel á allar aðstæður og stemn- ingin í kringum liðið er mjög mikil. Þýska deiidin verður sú sterkasta í heiminum á næsta keppnis- tímabili enda hafa útlendingar streymt í þýsk félög í kjölfar Bosman-málsins,” sagði Héðinn við DV í gær- kvöldi. Fredenbeck er með góða stöðu í 2. deildinni og ekk- ert nema kraftaverk getur komið í veg fyrir að liðið leiki í úrvalsdeildinni á næstu leiktíð. Héðinn er ekki ókunnugur þýska boltanum en hann lék í 4 ár með Turo Dússeldorf. -GH Úrslitakeppni NBA-deildarinnar hófst í nótt: Ekkert óvænt Úrslitakeppni NBA-deildarinnar hófst í nótt og litu engin óvænt úr- slit dagsins ljós. Úrslit leikja í nótt: Cleveland-NY Knicks...........83-106 Indiana-Atlanta ...............80-92 Utah Jazz-Portland ..........110-102 LA Lakers-Houston..............83-87 . Houston Rockets vann góðan sig- ur á LA Lakers á útivelli. Hakeem Olajuwon átti frábæran leik, skor- aði 33 stig og Clyde Drexler skoraði 21 stig fyrir Houston sem vann átt- Arnór og Eiöur Smári skalla boltann á milli sín í upphituninni fyrir leikinn í Tallinn í fyrradag. Símamynd Reuter Það var sannkallaður fjölskyldufundur á Kadriorg leikvanginum í Tallinn í fyrradag. Þórður Þórðarson og Ester Teitsdóttir voru þar ásamt sonum sínum, Teiti, landsliðs- þjálfara Eistlands, og Ólafi, íslenska landsliðsmanninum. Símamynd Reuter Urslitin réðust í riðlakeppni deildabikarsins í knattspyrnu í gær: Keflavík slapp naumlega - níu lið úr 1. deild og þrjú úr 2. deild komin í 2. umferð Öll níu 1. deildarliðin sem taka þátt í deildabikarkeppninni komust í 2. umferð. Úrslit réðust í riðlakeppninni í gær og Keflavík og Grindavík sluppu þá naumlega áfram, Keflvíkingar að- eins á markatölu eftir slag við Þórs- ara. Auk 1. deildarliðanna leika Fram, FH og ÍR í 12 liða úrslitunum sem fara fram á miðvikudaginn. Stjarnan vann BÍ 4-0 á Leiknisvell- inum en hefði þurft tvö mörk í viðbót til að vinna A-riðilinn i staðinn fyrir ÍA. Baldur Bjarnason, Hélgi Björgvins- son, Bjarni Gaukur Sigurðsson og Guð- mundur Steinsson skoniðu mörkin. Selfoss vann Ægi, 4-5, á Eyrar- bakka. Sævar Gíslason skoraði 4 mörk fyrir Selfoss og Gísli Björnsson eitt en fyrir Ægi skoruðu Guðmundur Gunn- arsson 2, Emil Ásgeirsson og Steinn Skúlason. FH sigraði í B-riðli FH vanri B-riðilinn með 2-2 jafnteíli við Val á Ásvöllum. Lúðvík Arnarson og Hörður Magnússon skoruðu fyrir FH en Ómar Friðriksson og Heimir Porca fyrir Val. Dalvík vann Völsung, 4-2, á Dalvík. Heiðmar Felixson 2, Örvar Eiríksson og Jóhann Jónsson skoruðu fyrir Dal- vík en Magnús Eggertsson og Arn- grímur Arnarson fyrir Völsung. Fimm mörk Tryggva ÍBV vann yfirburðasigur í leik efstu liðanna í C-riðli, 0-9 gegn ÍR á ÍR-vell- inum. Tryggvi Guðmundsson skoraði 5 markanna og Lúðvík Jónasson 3 en eitt var sjálfsmark. Bæði lið voru þeg- ar komin áfram. HK vann Hauka í Hafnarfirði, 0-2, með mörkum frá Aron Haraldssyni og Miodrag Kujundzic. Tindastóll og KA gerðu jafntefli, 2-2, á Sauðárkróki. Sveinn Sveinsson gerði bæði mörk heimamanna en Steinn V. Gunnarsson og Halldór Kristinsson svöruðu fyrir KA. Leiftur lagði Þrótt Leiftur vann Þrótt R., 3-1, í hrein- um úrslitaleik um annað sætið í D- riðli á sandgrasinu í Kópavogi. Sigur- björn Jakobsson, Gunnar Oddsson og Matthías Sigvaldason skoruðu fyrir Leiftur en Einar Örn Birgisson fyrir Þrótt. Fylkir vann Létti, 6-2, og vann því riðilinn á fullu húsi stiga. Erlendur Gunnarsson 2, Andri Marteinsson, Að- alsteinn Víglundsson, Bergþór Ólafs- son og Sigurgeir Kristjánsson skoruðu fyrir Fylki. Þróttur N. vann sigur á Hetti í Nes- kaupsstað, 2-0. Marteinn Hilmarsson og Kristján Svavarsson skoruðu mörkin. Naumt hjá Grindavík Grindavik vann Víði naumlega, 2-1, í úrslitaleik um annað sætið í E-riðli en með jafntefli hefðu Víkingar kom- ist áfram. Ólafur Ingólfsson og Milan Jankovic skoruðu fyrir Grindavík en Sævar Leifsson fyrir Víði. Víkingur vann Gróttu, 3-4, á Sel- tjarnarnesi. Atli Einarsson skoraði tvö marka Víkinga en Kristinn Kærnested, Gísli Jónasson og Guðjón Kristinsson svöruðu fyrir Gróttu. Fram vann Sindra, 4-2, á sandgras- inu í Kópavogi. Valur Fannar Gísla- son\2, Þorbjörn Atli Sveinsson og Kristján Baldursson skoruðu fyrir Fram en Hjalti Vignisson og Arnór Fjölnisson fyrir Sindra. Keflavík áfram á markatölu Breiðablik vann Leikni R., 5-1, á grasvellinum í Smárahvammi og hef- ur aldrei fyrr verið leikið jafn snemma á grasi í Kópavogi. Anthony Karl Gregory, Grétar Sveinsson, Há- kon Sverrisson, Hreiðar Bjarnason og Theodór Hervarsson skoruðu fyrir Blikana en Birgir Ólafsson fyrir Leiknismenn. Breiðablik hafði þegar unnið F-riðilinn en Leiknir hefði náð öðru sætinu með jafntefli. Keflavík vann Reyni í Sandgerði, 0-2, með mörkum Eysteins Hauksson- ar og Georgs Birgissonar. Reynismenn voru níu síðasta hálftímann vegna rauðra spjalda en samt náði Keflavík ekki að bæta við markatöluna. Þór vann KS, 5-1, á Akureyri en hefði þurft tvö mörk í viðbót til að komast áfram. Hreinn Hringsson 2, Birgir Karlsson, Davíð Garðarsson og Páll V. Gíslason skoruðu fyrir Þór en Steingrímur Örn Eiðsson fyrir KS. -VS/GH unda leik sinn í röð. „Við höfum innan okkar raða stóran leikmann sem heitir Hakeem Olajuwon og hann var í aðalhlutverki í þessum leik,“ sagði Drexler eftir leikinn. Hjá Lakers var Cedric Caballos með 22 stig, Magic Johnson með 20 og 13 fráköst. Karl Malone og John Stockton sáu um að innbyrða sigur Utah gegn Portland. Malone skoraði 33 stig og Stockton gaf 23 stoðsending- ar. Jeff Hornacek skoraði 30 stig Deildabikarinn A-riðill: ÍA 5 4 1 0 25-5 13 Stjarnan 5 4 1 0 25-7 13 Skallagr. 5 3 0 2 10-4 C Ægir 5 1 0 4 9-16 c Selfoss 5 1 0 4 6-21 í Bl 5 1 0 4 3-25 3 B-riðill: FH 6 5 1 0 20-4 16 Valur 6 4 1 1 19-5 13 Dalvík 5 1 0 4 6-23 S Völsungur 5 0 0 5 3-16 c C-riðill: ÍBV 5 5 0 0 25-1 15 ÍR 5 2 2 1 10-14 8 HK 5 2 0 3 8-8 6 Tindastóll 5 1 2 2 6-13 5 KA 5 1 1 3 5-11 4 Haukar 5 1 1 3 2-9 4 D-riðill: Fylkir 5 5 0 0 17-4 15 Leiftur 5 4 0 1 21-3 12 Þróttur R. 5 2 1 2 13-9 7 Þróttur N. 5 2 0 3 9-11 6 Höttur 5 1 0 4 4-20 3 Léttir 5 0 1 4 3-20 1 E-riðill: Fram 5 5 0 0 15-5 15 Grindavík 5 3 1 1 13-10 10 Víkingur R. 5 3 0 2 7-6 9 Víðir -5 2 0 3 7-6 6 Grótta 5 1 0 4 7-14 3 Sindri 5 0 1 4 5-13 1 F-riðill: Breiðablik 5 5 0 0 29-3 15 Keflavík 5 3 0 2 11-5 9 Þór Ak. 5 3 0 2 13-9 9 Leiknir R. 5 3 0 2 8-10 9 Reynir S. 5 1 0 4 5-20 3 KS 5 0 0 5 4-23 0 Úrslitakeppnin Tólf lið eru komin í 2. umferð keppninnar sem verður leikin á miðvikudaginn kemur, 1. maí. Þá mætast þessi lið: IA-Leiftur FH-Grindavík ÍBV-Keflavík Fylkir-Stjarnan Fram-Valur Breiðablik-ÍR Sigurliðin fara í tvo þriggja liða riðla og liðin sem vinna þá mætast í úrslitaleik keppninnar 16. maí. fyrir Utah. Patrick Ewing skoraði 23 stig fyr- ir Knicks gegn Cleveland og John Starks 21. Dan Majerle var stiga- hæstur hjá Cleveland með 23 stig. Atlanta vann góðan útisigur gegn Indiana. Steve Smith skoraði 27 stig fyrir Atlanta og Christian Laettner var með 14 stig. Hjá Indiana var Hollendingurinn Rik Smits með 19 stig og Derrick McKey 14. Indiana lék án Reggie Miller. -SK Arnar skoraði fyrir Sochaux Arnar Gunnlaugsson skoraði eitt marka Sochaux þegar liðið sigraði Lorient, 3-1, í frönsku 2. deildinni í knattspyrnu í fyrra- kvöld. Með þessum sigri er Sochaux enn með í baráttunni um sæti í 1. deild, liðið er nú i sjötta sæti en þrjú efstu komast upp. -DÓ/VS Býður Barcelona milljarð í Fowler? Útsendarar frá spænska stór- liðinu Barcelona fylgdust með Robbie Fowler frá Liverpool í landsleik Englands og Króatíu í fyrrakvöld. Barcelona er sagt vera að undirbúa eins milljarðs króna tilboð í Fowler. Howard bestur Juwan Howard hjá Was- hington var í gær útnefndur leikmaður aprílmánaðar í NBA- deildinni. Arvidas Sabonis hjá Portland var útnefndur nýliði mánaðarins. Sverrir í þriggja leikja banni Sverrir Sverrisson, knatt- spyrnumaður úr Leiftri, var á dögunum úrskurðaður í þriggja leikja bann í deildabikarkeppn- inni og tók þann fyrsta út í gær. Sverrir sló leikmann Hattar sem hafði brotið á honum. -VS Runar til Atlanta Rúnar Alexandersson keppir fyrir Islands hönd í fimleikum á ólympíuleikunum í Atlanta í sum- ar, og verður fyrstur íslenskra fimleikamanna til að taka þátt í leikunum frá upphafi. Ólympiu- nefnd íslands barst tilkynning um þetta í fyrradag frá Alþjóða ólymp- íunefndinni en Rúnar er einn átta fimleikamanna sem fá sérstaka þátttökuheimild án þess að hafa unnið sér þar sæti á hefðbundinn hátt. Rúnar, sem áður hét Ruslan Ovtsvinnikov og var Rússi, búsett- ur í Eistlandi, var ríkisfangslaus þegar heimsmeistaramótið fór fram í fyrra en þar var keppt um sætin á ólympíuleikunum. Hann fékk þar af leiðandi ekki að keppa þar. Eftir að Rúnar varð íslenskur ríkisborgari var sótt um sérstaka heimild fyrir hann til að keppa í .Atlanta af þessum ástæðum. Sú barátta virtist ekki ætla að skila árangri, þar til þessar gleðifréttir bárust í fyrradag. Auk Rúnars fengu sérstaka þátt- tökuheimild karlar frá Barbados, írlandi, Suður-Kóreu og Púertó Ríkó og konur frá Azerbaijan, Marokkó og Púertó Ríkó. Ólympíufundur í Reykjavík Um leið var Ólympíunefnd ís- lands tilkynnt að samþykkt hefði verið að framkvæmdastjórnar- fundur Heimssambands ólympíu- nefnda, ANOC, yrði haldinn í Reykjavík 2. júní 1997 í tengslum við Smáþjóðaleikana sem þá eru haldnir hér á landi. -VS Sigmar og Laufey unnu Sigmar Gunnarsson, UMSB, og Laufey Stefánsdóttir, FH, sigruðu í hinu árlega víðavangshlaupi ÍR sem fram fór í miðbæ Reykjavíkur í gær. Sigmar sigraði fjóröa árið í röð í karlaflokki og hljóp á 15,06 mínút- um. Gunnlaugur Skúlason, UMSB, varð annar á 15,32 mínútum. Laufey sigraði í kvennaflokki eft- ir harða keppni við Gerði Rún Guð- laugsdóttur úr ÍR. Laufey hljóp á 18,12 mínútum en Gerður Rún var alveg á hælum hennar á 18,14 mín- útum. -VS Reykjavíknrmótið 1996 A DEILD • GERVIGRASIÐ LALGARDAL Laugardagur 27. apríl kl. 17:00 ÍR-KR R DEILD • LEIKNISVÖLLLR Laugardagur 27. apríl kl. 17:00 Arniann - Lelknir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.