Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1996, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 26. APRÍL 1996
7
Dv Sandkorn
1 ritinu Vaki
til vinnuvernd-
ar, sem vinnu-
verndartieikl
Máttar hf. gef-
ur út, er fjallað
um nauösyn
þess að fólk
taki sér frí í
vinnunni því
líkaminn sé
ekki vél og
þarfnist stund-
um hvíldar.
Þar segir að
menn eigi að drifa sig í fri ef neð-
antalin einkenni eru fleiri en 1-2:
Þreyttur og pirraður, áhugalaus,
átt í erfíðleikum með aö einbeita
þér, átt erfitt með að slaka á um
helgar, vaknar um nætur og hugs-
ar um starfið, fmnst þú standa þig
illa í starfí, finnur þig ekki í
starfshópnum, stríðir við melting-
ar- og svefntruflanir, ert neikvæð-
ur og árásargjam, grátgjarn og
niðurdreginn. Síðan segir að þegar
fólk fer í sumarfri fari ein vika i
að ná sér niöur og önnur i að ná
sér upp aftur áður en virrna hefst.
Tíminn þama í milli er hið eigin-
lega frí.
Maðurinn hljóp
í Eyjablaðinu
Fréttir er jafn-
an sögumaður
vikunnar. í siö-
ustu viku er
það Sigurður
Sigurðsson sem
segir frá. „Fyr-
ir margt löngu
vorum við
hjónin stödd i
litlum bæ i
Mið-Englandi
sem heitir Mar-
ket Dayton. Þar
í bæ eru haldnir frægir útimarkað-
ir á aðalgötunni. Nú ætluðu kona
mín og systir að skoða sig um á
markaðnum, en ég sagðist fara á
næstu ölkrá á meðan. Sit ég nú þar
drjúga stund, en þegar mig var far-
ið að lengja eftir þeim mágkonum
fer ég útfyrir og skima um. Þá
vindur sér að mér herramaður og
segir: Are you looking for the
Gents? No, sagði ég, I am looking
for the Lady’s. Maðurinn forðaði
sér hið snarasta."
Engin
undankoma
í Fréttum er
einnig annar
fastur þáttur
sem heitir
Hvað á að gera
um helgina? í
síðasta blaði
svararþessu
Sigurður Guð-
mundsson, vél-
smiður og
hrekkjalómur.
„Ja-há. Við
hjónin höfum
nú lengi ætlað
að bjóða Vigni syni okkar í mat.
Honum þykja sjávarréttir svo af-
skaplega góðir hjá mömmu sinni
og þvi lagðist það þungt á hann
hvað það dróst að honum væri
boðið. Þetta endaði með því að
hann er nú búinn að snúa þannig
upp á löppina á sér og slíta öll lið-
bönd, bara til þess að við sjáum
aumur á honum og bjóðum i mat.
Þannig að nú er að standa við það
og aldrei að vita nema hann fái
eitthvað gott í glas í leiðinni. En
það fylgir náttúrulega þegar menn
snúa lappimar á sér úr sambandi
að ekki er hægt aö fara á pöbb-
arölt. Það er ókostur en kosturinn
er náttúrulega að hann er hreyfi-
hamlaður þannig að ég get sagt
nánast hvað sem er og sagt frá út i
það óendanlega án þess að hann
eigi sér undankomu auðið."
Vinstra megin
Egill heitinn
Jónasson á
Húsavík var af-
burða snjall
hagyröingur og
einstaklega
orðheppinn.
Eitt sinn fór
ungt par að
vera saman
fyrir norðan.
Þau eignuöust
barn sléttum 9
mánuðum síðar. Þá orti Egill:
Eðlilegan ávöxt bar
allra fyrsta tækifærið
af því að hann að verki var
vinstra megin við hægra lærið.
Grátgjarn
Umsjón Sigurdór Sigurdórsson
Neytendur
Þjónusta við lesendur DV:
Spurt og svarað um
almannatryggingar
Lesendum DV gefst nú kostur á
því að spyrja Tryggingastofnun rík-
isins um allt er lýtur að almanna-
tryggingum. Hægt er að hafa sam-
band við umsjónarmann Neytenda-
síðunnar, Svan Valgeirsson, í síma
550-5000 og 550-5814 eða i bréfasíma
550-5999, og koma spurningum á
framfæri. Svala Jónsdóttir og Ingi-
björg Stefánsdóttir hjá fræðslu- og
útgáfudeild Tryggingastofnunar
svara síðan spurningunum hér í
blaðinu.
Eliiflífeyrir
1. Ég er 69 ára karlmaður og
hef engan ellilífeyri fengið frá
Tryggingastofnun vegna þess að
ég hef verið í fullri vinnu. Nú er
ég að hætta og spyr því hvað ég
þurfi að gera til að fá lífeyri frá
stofnuninni?
Þú þarft að skila inn tekjuyfirlýs-
ingu og starfslokavottorði frá at-
vinnurekanda þar sem fram kemur
hvenær þú hættir að þiggja laun. Ef
þú hefur ekki þegar skilað inn um-
sókn um lífeyri þarft þú að fylla út
umsókn um ellilífeyri og tekjutrygg-
ingu sem þú skilar svo til lífeyris-
tryggingadeildar Tryggingastofnun-
ar eða umboðs hennar. Ef þú býrð
einn ættir þú einnig að krossa við
reitinn þar sem sótt er um heimilis-
uppbætur. Þú getur sótt um uppbót
á lífeyri ef þú borgar húsaleigu en
átt ekki rétt á húsaleigubótum eða
ef þú hefur einhvern lyfja- eða um-
önnunnarkostnað. Umsókninni þarf
að fylgja staðfest afrit af skattfram-
tali, skattkort og vottorð frá lífeyris-
sjóði um hvaða greiðslur þú færð
þaðan. Ef sótt er um uppbót á lífeyri
þarf að fylgja vottorð frá lækni eða
húsaleigusamningur. Umsókna-
reyðublað fæst hjá Tryggingastofn-
un í Reykjavík og umboðum hennar
um land allt.
Umönnunarbætur
2. Móðir sex ára barns hefur
fengið umönnunarbætur. Barnið
hefur verið í leikskóla fjóra tíma
á dag en er nú að hætta þar.
Barnið fer í skóla í haust og spurt
er hvort hægt sé að hækká
greiðslurnar þar til skólinn hefst
í haust.
Umönnunarbætur skerðast ef
barn nýtur þjónustu utan heimils.
Ef konan er að missa leikskólapláss
þarf hún að fá staðfestingu frá leik-
skólanum og fylla út nýja umsókn
um umönnunarbætur sem síðan er
skilað til læknadeildar Trygginga-
stofnunar. Hins vegar skal bent á að
sumarfrí skólabarna veitir ekki rétt
til hærri umönnunarbóta.
Námsmaöur tryggður?
3. Ungur námsmaður, sem ætl-
ar í nám til Bandaríkjanna, í
haust spyr hvort hann sé tryggð-
ur á meðan hann sé í námi.
Hvaða rétt hefur hann ef hann
veikist eða slasast á meðan hann
er í skólanum?
íslenskir námsmenn, sem eiga
lögheimili á Islandi, eru tryggðir
samkvæmt alamannatryggingalög-
unum. Almenna reglan er sú að
Tryggingastofnun endurgreiðir
sjúkrakostnað námsmanns í sam-
ræmi við kostnað vegna sambæri-
legrar meðferðar hérlendis. Þó er
Tryggingastofnun heimilt að endur-
greiða að auki 75-90 prósent af veru-
legum umframkostnaði námsmanns
vegna veikinda eða slysa erlendis.
Enginn umframkostnaður er þó
greiddur vegna fæðingar. Náms-
menn geta fengið yfirlýsingu á
ensku um að þeir séu tryggðir af ís-
lenskum sjúkratryggingum hjá
sjúkratryggingadeild Trygginga-
stofnunar.
Hans Petersen hf:
Nýjung í
Ijósmyndun
Síðastliðinn mánudag var
kynnt á heimsvísu ný tegund
ljósmyndavara fyrir almenna
notendur. Helstu stórfyrirtæki í
framleiöslu ljósmyndavara með
Kodak i broddi fylkingar hafa
unnið um árabil að þróun þess-
arar tækni sem fyrst og fremst
miðar að því að gera ljósmynd-
un auðveldari og öruggari en
áður tíðkaðist. Komin er til sög-
unnar ný og minni filma en 35
mm filman, filma sem ekki þarf
að þræða og ekki er hægt að
taka yfir (tvítaka) og myndavél-
ar sem eru mun fyrirferðar-
minni en áður þekktist. Nú er
mögulegt að velja um 3 stærðir
mynda þegar þú tekur myndina.
Filman er geymd í filmuhylkinu
eftir framköllun til hagræðis og
öryggis. Yfirlitsmynd fylgir
hverri framköllun til hægðar-
auka við eftirpöntun og geymslu
mynda.
um filmu
Myndavélar er nú til sem gera
kleift að skipt sé um filmu, þó
ekki sé búið að taka á hana alla,
t.d. ef fólk vill skipta úr 200 ASA
í 400 í miðjum kliðum. Sú fyrri
er síðan sett í seinna og lokið
viö hana ef vill.
Allar þessar vörur veröa
kynntar og verða til sölu í ljós-
myndavöruverslunum á næst-
unni og munu Hans Petersen og
Kodak Express verslanir selja
framleiðslu Kodaks og Canons
hér á landi. Framleiðsla Kodaks
gengur undir nafninu Advantix.
-sv
Viögerðir
á öllum tegundum
af töskum.
Fljót og góð þjónusta.
TÖSKU-
VIÐGERÐIN
VINNUSTOFA SÍBS
Ármúla 34, bakhús
Sími 581 4303
-sv
í svörum Tryggingastofnunar kemur fram að sumarfrí skólabarna veitir ekki
rétt til hærri umönnunarbóta. Myndin var tekin við ísaksskóla á síðasta ári.
Fyrir húsfélög:
Sérhæfð
fundargerðabók
Prentsmiðjan Oddi hf. og Hús-
eigendafélagið hafa í sameiningu
gefið út fundargerðabók fyrir hús-
félög. Bókin hefur að geyma að-
gengilegar upplýsingar og leið-
beiningar um allt sem lýtur að
fundum húsfélaga, hvernig ftrndi
skuli boða og halda, hvernig að at
kvæðagreiðslu og ákvarðanatöku
skuli staðið og hvernig eigi að
stýra fundum, rita fundargerðir
og o.fl. o.fl.
Losarabragur
Því miður hefur verið nokkur
losarabragur á fundahaldi húsfé-
laga sem oft hefur haft afdrifarík-
ar afleiðingar í for með sér því
ákvarðanir teknar á slíkum fund-
um geta verið ólögmætar og
óskuldbindandi fyrir eigendur í
viðkomandi húsfélagi. Hafa all-
mörg húsfélög logað í deilum og
orðið fyrir skakkafollum af þess-
um sökum. Bókin mun tryggja að
rétt sé staðið að þessum málum.
Bókin fæst á skrifstofu Húseig-
endafélagsins og kostar þar 3.000
kr. fyrir félagsmenn. Hún fæst
enn fremur í verslun Prentsmiðj-
unnar Odda og í Bókaverslunum
Eymundsson og Pennans. Bókin
kostar 3.730 kr. og mappa fyrir
fundargögn kostar 943 kr. og 850
fyrir félaga í Húseigendafélaginu.
GRÍPTU
• •
o
M E Ð A N
Einfalt, sterkt og fallegt 6 manna amerískt fellihýsi
á „EGGJANDI“ verði
FELLIHÝSIÁ VERÐITJALDVAGNS.
TÍTANeht.
Lágmúla 7
108 Reykjavík
Sími 581 4077
Fax 581 3977
*Gildir meðan hirgðir endast á staöfestum pöinunun Venjulegt verð kr. 465.000,- stgr. ' _
TITAN