Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1996, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1996, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 26. APRÍL 1996 Spurningin Er garðrækt hafin heima hjá þér? Nanna Óskarsdóttir: Já, það er byrjað að klippa trén heima hjá mér. Sigríður Margeirsdóttir húsmóð- ir: Nei, ég á engan garð nema and- legan. Bjarni Bergsson, skipasmiður: Nei, ég veit ekki hvað það er að rækta garða. Ég geng úti í óspilltri náttúrunni og skoða hana þannig. Þórir Þrastarson vaktmaður: Já, við erum byrjuð að tína ruslið eftir veturinn. Hjörleifur Sveinbjörnsson, starfsmaður BSRB: Nei, en ég er alveg að fara að byrja. Haraldur Þorsteinsson sendibíl- stjóri: Nei, en hún fer að byrja. Lesendur íþróttir - fjáröfl- Gervigras og reiðhöll stendur knattspyrnufélögum landsbyggðarinnar ekki til boða eins og á höfuðborgarsvæðinu. Páll Jóhannesson, Akureyri, skrifar: Þann 6. mars sl. var grein í DV, „Hlutur Reykjavíkurfélaganna rýrnar stöðugt“ - Höfundur, S.K., leitaði álits þeirra Ólafs B. Schram HSÍ, Kolbeins Pálssonar KKÍ og Eggerts Magnússonar KSÍ um hvað væri til ráða. Ekki væri hægt að una við að félög eins og Fram, KR, Valur og Víkingur skyldu hafa þurft að falla milli deilda. Nú höfðu þessir ágætu herramenn ekki neinar skýringar sérstakar á því hörmungarástandi sem ríkir í málum Reykjavíkurfélaganna, aðr- ar en þær, að félögin á landsbyggð- inni hafi vinninginn þegar að fjár- öflun félaganna kemur. Einnig mátti skilja það svo, að félögin á landsbyggðinni sæktu auðveldlega fjármuni í vasa hinna ýmsu sæ- greifa sem eiga víst mikla peninga. En haldi menn að þetta sé svona auðvelt þá er það mikill misskiln- ingur. Kann að vera að fyrir sunn- an finnist einhverjir sægreifar og stórfyrirtæki sem eru tilbúin til að styrkja liðin. Ég leyfi mér að fullyrða að rekstur félaganna úti á landi sé almennt þyngri en rekstur liðanna á suðvest- urhorninu, sökum fjarlægðar við aðalmarkaðssvæðið. Reykjavík, Kópavogur, Garðabær, Hafnarfjörð- ur og Mosfellsbær er eitt og sama markaðssvæðið þegar við skoðum ferðakostnað liðanna, og ekki er ýkja langt upp á Skaga eða í Reykja- nesbæ. Ég tek Þór, Akureyri, sem dæmi um mikinn ferðakostnað. Þórsarar leika í úrvalsdeildinni í körfubolta. Þar er leikið í tveimur riðlum, sam- tals 32 leikir, 16 heima og 16 úti. Ferðakostnaður Þórs sl. tímabil var 1,4 millj. kr. Á sama tíma þurfti lið í næsta nágrenni Reykjavíkúr að greiða 300 þús. kr. Mismunur er 1,1 milljón og munar um minna. Þetta er athyglisvert því ef við lít- um á hve margir sækja leiki lið- anna, sjáum við að æði mörg félög í úrvalsdeildinni hafa vart nema 100-200 áhorfendur að meðaltali á leik. Gleymum svo ekki dómara- kostnaði, þátttökugjaldi til KKÍ o.s.frv. í ívitnaðri grein var og gefið í skyn að félögin á landsbyggðinni hefðu betri aðstöðu en Reykjavíkurfélög- in. Ekki á það við t.d. um Þór og KA. - Við venjulegar vetraraðstæð- ur, þegar allt er á kafi í snjó, er göngugatan á Akureyri oft eini snjó- lausi bletturinn í bænum og ekki dugar hann til að æfa knattspyrnu. Félögin á höfuðborgarsvæðinu hafa bæði gervigras og yfirbyggða reið- höll til æfinga á knattspyrnu. Hið hesta mál að sjálfsögðu. Ég tek fram að þótt ég hafi nær eingöngu vitnað í Þór, Akureyri, þá veit ég að ástandið er mjög erfitt víða á lands- byggðinni og sem landsbyggðarmað- ur kaupi ég það ekki gagnrýnislaust að félögin á suðvesturhorninu þurfi að öfunda okkur mjög. Nei við Schengen-samningi Kristinn Sigurðsson skrifar: Það er sannarlega full ástæða til að mótmæla - og það kröftuglega - að ísland gerist aðili að Schengen- samkomulaginu, sem þýðir ein- faldlega að við verðum að opna landið fyrir innflutningi eiturefna og annarri óáran. Fráleitt er að halda því fram að afnám vega- bréfaeftirlits leiði til bætts eftir- lits! Hvers konar bull er það og þvaður? Nýlegt dæmi um dæmdan saka- mann á Vestfjörðum er það ljós- asta hvað þetta varðar og sýnir hvað eftirlit er slakt eins og það er. Nánast ekkert. Útlendingur sá sem hér hefur dvalið í þrjú ár á eftir að afplána tvö eða þrjú ár i Finnlandi vegna nauðgunar, og enn á ný reynast dómarar Schengen-mönnum vel, því dóm- ari hafnaði farbanni. Ég skora á skóla og fólk á vinnu- stöðum að útbúa nú lista (já, eina ferðina enn) og mótmæla aðild að Schengen. Allir vita að heiðarleg- um ferðamanni finnst sjálfsagt að sæta vegabréfaskoðun og tollskoð- un. Aðeins óbótamenn óttast slíkt. Ef nú á að fara að opna landiö fyr- ir mafíu Rússlands og Austur-Evr- ópu, segi ég: Nei, takk. borginni mörgum til ama Oft hefur þurft að kalla til lögreglu þegar hundar gera sig of heimakomna við ókunnug hús og eru þá dýrin fjarlægð, segir m.a. í bréfinu. Hundarnir í Kristján Gunnarsson skrifar: Nú eru hundaeigendur komnir á kreik með hunda sína hér i Reykja- vík og ganga með þá í bandi eða láta þá hlaupa á undan sér á meðan eig- endurnir viðra þá og ná sér í heilsu- bótargöngu í leiðinni. Einnig hef ég lesið nokkuð um hundaræktun og annað sem þessum dýrum við kem- ur. Þetta fer saman ár hvert þegar tekur að vora. Ég sendi þessar línur vegna þess að ég hef orðið tvívegis fyrir því með stuttu millibili að hundur eða hundar hafa gert sig heimakomna við hús mitt í vesturborginni og skilið eftir hundaskit. í annað skipt- ið rétt fyrir aftan hjólin á bílnum mínum þar sem hann stóð á bíla- stæði og svo aftur við tröppurnar á húsinu. Þetta er náttúrlega óþolandi og verða hundaeigendur að gæta að því að dýr þeirra séu ekki útbíandi eignir manna um alla borg. Oft hefur þurft að kalla til lög- reglu þegar hundar gera sig heima- komna við ókunnug hús og þá eru dýrin fjarlægð, en það er sjaldgæft að eigendur gæti þeirra ekki sjátfir á göngu. Ef hins vegar það færist í vöxt að hundar geri óskunda við heimili óviðkomandi og eigendur þeirra láta ógert að hreinsa eftir þá, verður að taka hart á þessum mál- um með því að tilkynna atvikin til lögreglunnar. Áfram á atvinnuleysis- bótum? Benedikt Sigurðsson hringdi: Einstæð er sú milda meðferð sem ýmsir hálaunamenn, þ. á m. flugmenn, einhverjir flugumferð- arstjórar og eflaust menn úr embættismannakerfmu, fá um- fram aðra. Ég á hér við fullar at- vinnuleysisbætur til þessara manna ásamt því að þiggja full eftirlaun úr lífeyrissjóðum sín- um. Viðkomandi eftirlaunasjóð- ur á auðvitað aö sjá um menn. Það var vitað fyrirfram að menn yrðu að hætta að vinna rúmlega 60 ára. Og því greiddu þeir ríf- lega í sína sjóði. Engin ástæða er til að láta t.d. Farmanna- og fiskimannasambandið hagnast á pappíravinnu vegna þessara bóta, eins og fram hefur komið í tilfellinu hjá flugmönnum. Þetta er alvarlegt mál, sem félagsmála- ráðherra verður að taka á. Diet kók og klámið Svava skrifar: Hvað er Kóka kóla eiginlega að auglýsa í sjónvarpinu þessa dagana. Eða réttara sagt „Diet Coke“. - „Digital foreplay" - „clueless“. Einhverjar ungpíur eru að tala saman um hvernig hægt sé aö komast inn I tölvur og hafa kynmök við fræga per- sónu eins og það er orðað í aug- lýsingunni! Er þetta orðin stefna „Coke“'S íslandi? Mér finnst það ekki geta gengið. Það er ekki sæmandi íslenskum fjölmiðli að taka við svona hrikalega niðr- andi og siðlausri auglýsingu. Þetta fengist aldrei sýnt í Amer- íku, svo mikið er víst. Alltaf sama svarið Guimsteinn skrifar: Það gerist æ oftar að ráðamenn, sem inntir eru svara við ein- hverju glæframálinu eða hvort þeir vilji ekki bera af sér orðróm sem upp er kominn, segja ein- faldlega „Þetta er ekki svara- vert“! Og þetta gengur eins og rauður þráður í svörum þessara manna. Og það versta er að spyrlar fjölmiðlanna láta sér yf- irleitt þetta svar nægja. Þetta er svona í biskupsmálinu, í Bessa- staðahneysklinu, í Landsbanka- málinu. Allir eru undanþegnir skýrum svörum. Og þó eru þetta menn sem þjóðin greiðir sameig- inlega laun. Er þetta þjóðfélag eða „þjóffélag"? Heillaóskir til Marínar R. L. hringdi: Maður situr stjarfur og hlustar og sér frétt um hvernig tæknin og læknar bjargja lífi litillar stúlku í samfélaginu, Marínar Hafsteinsdóttur. Þetta er mikil tækni og færni á ferð. Maður biður þess að frekari aðgerð, sem sögð er fram undan, heppn- ist jafn vel og hinar fyrri. Ég sendi mínar heillaóskir til Mar- ínar og hennar aðstandenda. Dafni þessi stúlka og þroskist af guðs náð. Loðskinn aft- ur í tísku Friðleifur skrifar: Sem betur fer fyrir okkur ís- lendinga eru loöskinn komin í tísku á nýjan leik. Æðið gegn skinnum og loðfeldum var líka afar heimskulegt og runnið und- an rifjum einfaldra og fallinna tískudrósa éða kvikmynda- stjarna eins og Brigitte Bardot og hennar líka. Að ógleymdum grænfriðungum. Þetta er liðin tíð og bjart fram undan hjá loðskinnaframleiöendum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.